Dagur - 27.06.1951, Page 5
Miðvikudaginn 27. júní 1951
D AGUR
5
Stormský dýrtíðar ytir
Vestur-Evrópu
Efnahagsnefnd Evrópu bendir á hættur dýr-
—.......... nægJa
til að mæta þeim
tíðar og segir gamlar aðferðir ekki
Dýrtíð cr vaxandi í Vestur-
Evrópu og yfir meginlandinu
grúfa dimm ský, sem boða enn
aukna dýrtíð og erfiðleika, ef
ekkert verður- áð gert.
Erfiðleikarnir verða mestir fyr-
ir þær þjóðir, sem hafa um-
fangsmesta utanríkisverzlun. —
Þetta er hluti þess verðs, sem
Vestur-Evrópa verður að greiða
fyrir ótryggan frið á árinu 1951,
því að þetta ástand er að nokkru
leyti til komið vegna árásar
kommunista í Kóreu og þeirrar
ákvörðunar frjálsra þjóða, að
endurvígbúast og verja hendur
sínar fyrir ofbeídismönnum.
Skýrsla ECE
Efnahagsnefnd Evrópu (Econo-
mic Commission for Europe —
ECE) er starfar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, hefur nýlega
birt skýrslu fyrir sl. ár og er þar
jafnframt rætt um það, sem í
vændum er í Evrópu. í skýrsl
unni er bent á hið ört hækkandi
verðlag og hættur þess. Segir í
skýrslunni að á tímabilinu sept-
ember 1949 til jafnlengdar 1950
hafi heildsöluverð hækkað til
jafnaðar um 15—20%. Smásölu-
verð og framfærzlukostnaður
hækkaði ekki jafnört, en hækk-
aði samt. Ofan á þetta bættust
svo áhrif árásarinnar í Kóreu og
þeirrar ákvörðunar lýðræðis
þjóðanna að verjast árásum. Rík
isstjórnir og fyrirtæki kepptust
við að kaupa upp varning, sem
ætla mátti að yrði torfenginn á
stríðstímum. Árangurinn varð
segir nefndin, meðaltalshækkun
framfærslukostnaðar, sem nemur
2—5% á mánuði hverjum. Jafn-
vel í Svíþjóð og Bretlandi, sem
bjuggu við lægstan framfærslu-
kostnað ásamt Sviss og hluta
Þýzkal., varð veruleg hækk
un. Ágóðahlutur fyrirtækja og
verðlag á neyzluvörum fór hækk
andi og kaupgjald hækkaði einn
ig. Hin hættulega dýrtíðarskrúfa
er í fullum gangi i mörgum lönd
um, segir í skýrslunni.
Aukin útgjöld til hernaðar.
Á árinu 1950 voru útgjöld til
hernaðar hjá flestum þjóðum
mun minni en þau verða árið
1951. Mest er þó um vert, að
margar þjóðir verja stærri hlut
þjóðarteknanna til landvarna nú
en í fyrra. Þetta hefur þau áhrif,
að auka verðbólguhættuna, en
ýms lönd geta þó mætt þessari
hættu með aukinni iðnaðarfram-
leiðslu. En skortur á hráefnum er
þar þó hindrun. í flestum löndum
eru í gildi „standard" ráðstafanir
til þess að spyrna gegn dýrtíð,
svo sem takmörkun á lánum
lánsstofnana, eftirlit með fjár-
festingu, svo s/em í Frakklandi,
ítalíu og Belgíu, eða sambland
fjárlagaaðgerða og stjórnarráð-
stafana eins og í Bretlandi, Sví-
rjóð og Hollandi. En þetta er
ekki nægilegt, segir ECE
Nýrra, róttækra aðgerða er
þörf, segir í skýrslunni. Og
nefndin leggur til að þessar
róttæku aðgerðir verði gengis-
hækkun gjaldmiðilsins gagn-
vart dollar .Slíkt mundi lækka
verðlag huifluttrar vöru og
bæta greiðslujöfnuðinn, segir
nefndin.
En slík endurskráning gjald-
miðilsins yrði að vera hreyfan-
leg, segir nefndin. „Traust
manna á verðgildi peninga mundi
betur tryggt á löngum tíma, ef
reynslan sýndi að gjaldmiðill
gæti færzt til verðhækkunar eins
og til verðfalls, og væri slíkt
hluti framkvæmdastefnu, sem
miðaði að því að treysta „stabili-
ty“ gjaldmiðils margra þjóða.“
Traust manna á gjaldmiðlinum.
Hagfræðingarnir í ECE leggja
áherzlu á þessa kenningu sína,
því að ef skrúfa verðlags og
kaupgjalds heldur áfram að snú-
ast eins og nú er, vofir hrun
verðbólgunnar yfir mörgum
þjóðum og Vestur-Evrópuþjóð-
irnar glata því, sem hefur til
þessa verið þeim mikils virði, en
það er traust manna á gjaldmiðl-
inum. Ef það traust glatast, fara
menn að kaupa vörur í stað þess
að safna sparifé, og þá er dýrtíð-
inni gefinn laus taumurinn.
í skýrslunni er talið* að dýr-
tíðarástandið sé sérstaklega
hættulegt í Frakklandi og á ítal-
íu og þar er þegar áberandi að
menn hafa ekki traust á gjald-
miðlinum, heldur safna gulli og
öðr.u slíku verðmæti.
Snydcr andvígur tillögum
nefndarinnar.
Erlendar blaðafregnir herma, að
ifjármálaráðherra Bandaríkjanna,
John Snyder, hafi gert að um-
talsefni tillögu nefndarinnar um
nýja skráning Evrópugja:ldeýris
gagnvart dollar, o# lagðist ráð-
herrann eindregið á móti tillög—
Er loftslag að hlýna eða kólna?
Urn það hefur oft verið rætt á
undanfömum árum, að loftslag
hafi farið hlýnandi hér á landi,
síðan um aldamót, og má telja
öruggt, að svo sé, ef miðað er við
öldina á undan.
Eins þykir sannað, að loftslag
hafi verið talsvert kaldara hér á
landi fyrir um 400 árum. Nokkur
afturkippur virðist þó hafa kom-
ið í hlýindin síðastliðin 5 ár og
hefur sú hugsun gert vart við sig,
að nú sé hlýviðrisskeiðinu lokið
að sinni og hefur birzt frétt um
það í blöðum, að bandarískur
veðurfræðingur einn í Boston
telji að framundan sé kuldakafli,
sem einna greinilegast verði vart
á því svæði, sem ísland er á. —
Nú er það aðgætandi, að slíkar
tilgátur eru mjög ótryggar vegna
þess hve skamma stund margar
athuganir í sambandi við veður-
far hafa verið stundaðar, ekki
eru t. d. til reglulegar veðurat-
huganir í meira en um 200 ár
aftur í tímann, þar sem bezt
gegnir. En annars staðar, eins og
t. d. hér á landi, eru veðurathug-
anir mun yngriT
Upplýsingar jöklarannsókna.
Til þess að fá vísbendingu um
loftslagsbreytingar, verður það
ekki gert nema með því að styðj-
ast við náttúrufræðilegar athug
anir, en af sumum þeirra má sem
betur fer draga veigamiklar
ályktanir. Einna merkastar í
þessu tilliti eru jöklarannsóknir
og hafa þær veitt þýðingarmiklar
upplýsingar, ekki sízt um sjálfa
ísöldina. Nákvæmar rannsóknir
hafa leitt í ljós, að á síðustu ís
öld, sem hófst fyrir um 600000
árum og lauk fyrir um 15000 ár-
um, hafi loftslag verið mjög
breytilegt og að skipzt hafi á hlý-
indakaflar og kuldakaflar og hafi
sum hlýviðrisskeiðin verið hlýrri
en loftslag er nú og lengd þeirra
meiri en hlýviðrisskeið það,
sem nú lifum við á. Hlýviðris
skeiðin sjálf hafa svo einnig ver
ið talsvert breytileg að loftslagi.
Við rannsókn á loftslagi síðast'
liðin 10—15000 ár hefur reynzt
mikilvægt að rannsaka frjódust
blóma, eins og það er að finna í
mýrajarðvegi, því að út frá því
hefur tekizt að gera sér grein
fyrir gróðurfarinu eins og það
hefur verið á hverjum tíma. Hef-
um komið í ljós, að á þessu tíma-
bili hafa jöklar myndast og horf-
ið á víxl, og að fyrir um 4000 ár-
um hafi loftslag verið nokkru
hlýrri en nú er, en að þá hafi
meðalárshiti í Mið-Evrópu lækk
að allt að 2°, jafnframt því sem
loftslag varð rakara. Enda þótt
loftslagsbreyting þessi hafi haft
talsverða gróðurfarsbreytingu í
för með sér, varð hún þó jarð-
fræiðlega séð mjög smávægileg
og boðaði ekki endurkomu ísald-
ar, sem álitið er að stafi af
breyddarstigsbreytingum, sem or
sakast af tilfærzlu jarðmönduls-
ins, — heldur var hér megin-
ástæðan sú, að sjór gekk á land á
stóru svæð, þar sem nú er Norð-
ursjór og varð loftslagið í Mið-
Evrópu við það rakara og kald-
ara, eins og áður segir.
Orsök veðurfræðilegra
fyrirbrigða.
í þessu sambandi vaknar þá
spurningin almennt um orsakir
loftslagsins eins og það er nú og
þá einnig hvað hafi valdið hinum
miklu kuldaköflum, ísöldunum.
Frumorsök svo til allra veður
fræðilegra fyrirbrigða á jörðinni
er sólin og geislun hennar til
jarðarinnar. Liggur þá nærri að
spyrja hvort breytingar á geisla-
magni sólarinnar megi rekja til
hennar sjálfrar, en stjarnfræð-
ingar telja litlar líkur til þess. Þá
gæti hugsast, að geislunin verði
fyrir truflunum á leið sinni í
gegnum geiminn og hafa komið
fram tilgátur um, að ísaldirnar
stafi af því, að rykský í geimn
um hafi dregið úr geislamagni
sólarinnar á leið þess til jarðar-
innar. Ennfremur koma til
greina verkanir í sjálfu gufu'
hvolfi jarðar. Þannig myndi t. d.
aukið kolsýrumagn í andrúms
loftinu auka hæfni gufuhvolfsins
til þess að varðveita hitann. Ut
frá þessari staðreynd setti á sín-
um tíma Svíinn Svante Arrnen-
ius fram kenningu, og gerir hún
ráð fyrir að mikið kolsýrumagn
í andrúmsloftinu hafi í för með
sér hlýrra veðurfar, en að hinn
aukni gróður bindi kolsýruna í
líki kolanna og vérði gufuhvolfið
þá kolsýrusnautt, og yerði ísöld
afleiðing þess. Enda þótt þessi
tilgáta. eigi sér nú: fáa fonnæl-
endur, er það þó aðgætandi, að í
rúma öld hafa mennirnir; gtullega
unnið að því að bréyta-kolunum
og auk þess jarðolíu, sem að
nokkru er mynduð úr sjávarjurt-
um, aftur í kolsýru. Enda þótt
þetta magn sé í heild sinni lítil-
fjörlegt, er þó ekki óhugsandi, að
það geti haft einhver áhrif. Veiga
mikla vitneskju um það geisla-
magn, sem fellur frá sólinni til
jarðarinnar, má fá með því að at-
huga nákvæmlega lögun jarðar-
innar umhverfis sólina og halla
jarðmöndulsins við jarðbrautina,
sem hvort tveggja eru háð
nokkrum breytingum. Þetta hef-
ur júgóslavneski stjarnfræðing
urinn M. Milankovich gert, og
hefur honum með því móti tekizt
að fá vitneskju langt aftur í tím
ann um þá sólarorku, sem geisl-
ast hefur á tiltekinn stað á jörð-
inni. Hefur Milankovich reiknað
þetta út 700000 ár aftur í tímann
og hafa hlýviðraskeiðin og kulda
kaflar ísaldar komið rétt út skv.
þessum reikningi. Að vísu hefur
hann einnig fengið, að kulda
kaflar hafi náð inn í tertiertíma
bilið, án þess þó að um jökla-
myndun hafi orðið að ræða. —
Virðast því þessar forsendur ein-
ar fullnægjandi til skýringar á
ísöldinni.
Snöggra breytinga ekki að
vænta.
Sennilega ákvarðast loftslagið
af ýmsum þáttum, sem hver um
sig er breytingum undirorpin.
En til jafnaðar upphefja breyt-
ingarnar hverjar aðra. Standi
svo á ,að sumir þessir þættir
verki í sömu átt, getur það valdið
óvenjulegum skilyrðum, sem
haft geta t. d. ísold í för með sér.
Þess má geta, að skv. reikning-
um Milankovichs má gera ráð
Sextugur í dag:
Björn Sigmimdsson
deildarstjóri
Björn Sigmundsson deildar-
stjóri í byggingarvörudeild KEA,
cr sextugur í dag.
Björn er Eyfirðingur, frá Ytra-
Hóli í Kaupangssveit, en hér í
bæ hefur hann átt heima síðan
1922 og verið fastur starfsmaður
KEA síðan 1928. Björn hefur alla
tíð unnið í byggingavörudeild fé-
lagsins, nú hin síðari ár sem
deildarstjóri.
Björn Sigmundsson er traust-
ur og ágætur starfsmaður, sem
jafnan hefur notið fyllsta trausts
forráðamanna kaupfélagsins og
almennra vinsælda meðal við-
skiptamanna þess. Þau kynni
þakka kunningjar hans og vinir
nú á þessum tímamótum ævi
hans, en þótt þau hafi verið góð
munu þeir margir, sem telja hin
betri, sem orðið hafa í milli
þeirra og Björns í leikhúsi bæj-
arins á ýmsum árum, en Björn
hefur um langt skeið verið einn
af forustumönnum leikfélagsins
og einn helzti leikari og er hann
bæjarmönnum minnisstæður úr
mörgum hlutverkum, er hann
hefur sýnt hér af hinni mestu
prýði. Björn hefur alla tíð haft
mikinn áhuga á þjóðmálum og
hefur um langt skeið átt sæti í
fulltrúaráði Framsóknarmanna
hér. Fleiri félagslegum trúnaðar-
störfum hefur hann gegnt, enda
er hann ágætlega hæfur til þess.
Á þessum tímamótum senda
vinir og samstarfsmenn Björns
Sigmundssonar honum hjartan-
legar kveðjur og þakka skemmti
lega viðkynningu liðinna ára.
Kvöldferð. Miðvikudaginn 27.
júní verður farin kvöldferð á
vegum Ferðaskrifstofu ríkisins
austur í Vaglaskóg kl. 8 e. h. —
Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 7.30
á Ferðaskrifstofuna, Strandgötu
5. Sími 1475.
fyrir, að frekar fari hlýnandi um
miðja og norðanverða Evrópu
næstu aldirnar. Að öðru leyti
virðist sem loftslagi jarðar sé
stjórnað af þáttum, sem séu það
stöðugir, að engra breytinga sé
að vænta á loftslagi jarðar, miðað
við mannlegan mælikvarða. Þær
loftslagsbreytingar, sem saga
mannkynsins nær til, eru í sam-
anburði við hinar stórfelldu
loftslagssveiflur jarðsögunnar
eins og vindgárar á vatni saman-
borið við öldurót úthafsins.
S. Þ.