Dagur - 27.06.1951, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 27. júní 1951
D A G U R
1
Rabarbari
nýkomirm.
Kjötbúð KEA
og útibúið Ránargötu 10
Skyrtur
TIL SÖLU:
Dodge tíu farþega herbifreið
með drifi á öTfufn hjólum.
Átta cylindra, 110 hestafla
Fórd slífar-mótor, fítið
keyrður, nýupptekinn, með
kúplingu og gírkassa.
Ford hásing með nýju drifi,
módel 39.
Fimrn tonna, lítið notaðar,
vélsturtur.
Uppmoksturstæki með vökva-
lyftu á hjóla - dráttarvél,
ásarnt. heyýtu.
Fjögra hestafla díeselmótor.
Jafnstraums rafmótor, \/2 ha.,
nýr.
Hesta-sláttuvél, notuð eitt
suinar.
Hús á vörubifreið, byggt á
15. S. A.
Oskað er eftir verðtilboð-
um.
Venjulegur réttur ásikilinn.
Upplýsingar gefur
Örn Pétursson,
Hafnarstræti 47.
Sími 1998.
Mótorhjól
til sölu. Upplýsingar í
síma 1085.
Köflóttar skyrtur,
kven- og karlmanna
Kaupfélag Eyfirðinga
Vefnaðar-vörudeild
aimar
Tökurn að slá hnappa.
Iíaupfélag Eyfirðinga
Vef naðarvörudeild.
fyrirliggjandi
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
Metravönir:
Pylsufata satin
Spejlflauel í svuntur
Creton í gardínur
Storesefni
Morgunkjólaefni
Milliskyrtuefni
Náttfataefni
Flónel margsk.
Sirz — Tvisttau
Lakaléreft
Hvít léreft, margsk.
Lastingur sv., brúnn
Dúnléreft
Hv. sængurefni
Hv. borðdúkaefni
Kjólaefni, margsk.
o. m. fl.
Brauns Verzlun
Hr.Sportskyrtur
nýkomnar.
Brauns Verzlun
ÚR BÆ OG BYGGÐ
í lausri vigt og
baukum
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvorudeild
• og útibú.
Kókóssmjör
l
er komið á markáðinn áftur.
Fæst í Kjötbúð KEA og útibúinu,
Ránargiitu 10.
Smjörlíkisgerð KEA.
Hraðsuðupottar
Verð kr. 285.00
Vöruhúsið h.f.
Útgerðarmenn!
Höfum ennþá nokkrar
VÍRKÖRFUR með
gamla verðinu,
kr. 32.25.
Vöruhúsið h/f
Egill Vilhjálmsson h.f.
REYKJAVÍK
einkaumbjóðendur Willy’s Overland á íslandi
hafa útnefnt oss umbjóðendur sína á Norðurlandi, bæði hvað
lýtur að varahlutadreifingu og annarri þjónustu fyrir Willy’s
jeeps.
Vér biðjum því vinsamlegast alla þá jeppa-eigendur á voru
umboðssvæði, er vanhagar um varahluti til bifreiða sinna, að
hafa samband við oss sem fyrst, og munum vér þá gjöra allt,
sem' í voru valdi stendur, til að uppfylla óskir þeirra.
Bifreiðaverkstæðið Þórshamar,
Akureyri. — Sími 1353 og 1986.
Messað í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag kl. 11 f. h. — F. J. R.
Drengjamót Akureyrar í frjáls-
um íþróttum 1951 fer jram dag-
ana 29. júní til 1. júlí, að báðum
dögum meðtöldum. Keppt verð-
ur í eftirtöldum greinum: 100 m.
hlaupi, 400 m. hláupi, 1500 m.
hlaupi, langstö'.dd, þrístökki, há-
stökki, stangarstökki, 4x100 m.
boðhlaupi. — Mótið fer fram á
Þórsvellinum oð nýja íþrótta-
leikvanginum. Þór sér um mótið.
í Vikutíðindum í Rvík er
minnt á síðustu orðuveitingu
og segir síðan: „ hvernig
stendur á því að orðunefnd
skuli ekki ennþá hafa munað
eftir Björgvin Guðmundssyni
tónskáldi? Hann átti nýlega
sextugsafmæli, hann er einn af
ágætustu tónskáldum þjóðar-
innar og kór hans — Kantötu-
kór Akureyrar — hefur gert
Islandi mikinn sóma í söngför-
inni til Sviþjöðár. Er nokkuð
til í því, að bitlingatónskáldin
í Reykjavík láti sér fátt um
finnast frama og frægð Björg-
vins Guðmundssonar?“
I. G. G. T. Stúkurnar ísafold-
Fjallkonan nr. 1 og Brynja nr.
99 biðja þá félaga sína, sem taka
vilja þátt í samsæti fyrir fulltrúa
á Stórstúkuþingi að Hótel KEA
næstk. laugardagskvöld, að til-
kynna þátttöku sína eigi síðar en
um Mdegi á föstudag, annað
hvort á skrifstofúna í Skjaldborg
(sími 1124) eða • til æðstutempl-
ara stúknanna. Þátttökugjald kr.
25.00. ’
Þórsmerkin fyrir Þórsfélaga
fást á rakarastofu Sigtr. Júlíús-
sonar. Myndir af boðhlaupssveit-
um Þórs er hægt að fá keyptar á
ljósmyndastofnu Hallgríms Ein-
arssonar.
Furðulegar byggingafram-
kvæmdir eru hafnar fyrir
nokkrúm dögum við aðalgötu
bæjarins, ekki steinsnar frá
Kaupvangstorgi. Er verið að
endurreisa þar sjóskúr utan úr
Hrísey og stendur Morgun-
blaðið í Réykjavík fyrir þess-
um byggingaframkvæmdum.
Þetta aðalmálgagn Sjálfstæðis-
flokksins er líka að hefja
byggingaframkvæmdir í Rvík
um 'þvssár mundif, sem kunn-
ugt er, en þær eru með öðrú
sniði. Borgararnir furða sig á
því með hverjum ósköpum það
hafi getað orðið, að bygginga-
nefnd og bæjaryfirvöld hafi
Ieyft skúrómynd þessa. — Vill
bygginganefnd gefa bæjar-
mönnum skýripgu á þessu
fyrirbrigði?
Frá Mæðrastyrksnefnd. Konur
þöer, sem sækja vilja um hvíld á
vegum Mæðrastyrksnefndar. í
sumar, geri svo vel acS gefa sig
fram á skrifstofu nefndarinnar í
Strandgötu. Opin frá kl. 5—7 á
mánudögum og föstudögum, eða
í síma 1315.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Ingi-
björg Sveinsdóttir afgreiðslumær
og Kristinn Sigurðsson, -stúdent,
Keflavík.
Hjónaband. 16. þ. m. voru gef-
in saman að Miklabæ í Skaga-
firði ungfrú Herdís Helgadóttir
hjúkrunarkona Ólafssonar kenn-
ara, Sólvangi við Akureyri, og
stud. theol. Ragnar F. Lárusson
prests Arnórssonar á Miklabæ.
Faðir brúðgumans gaf brúðhjón-
in saman.
Samkoma með hljóðfæraslætti
(gítarar, mandólín og fiðla), song
og vitnisburðum að Sjónarhæð
kl. 5 næstk. sunnudag. Allir vel-
komnir.
Hópferð til Ólafsfjarðar. Lnug-
ardaginn 30. júní hefst í Ólafs-
firði Sundmót Norðlendinga, sem
stendur yfir dagar.a 30. júní og 1.
júlí. Ferðaskrifstofan ráðgerir að
efna til hópferðar til Ólafsfjarðar,
ef þátttaka fæst. Farið verður
laugardaginn 30. júní kl. 1 e. h.
og komið til baka á sunnudags-
kvöld. Þátttaka tilkynnist fyrir
föstudagskvöld til Ferðaskrif-
stofunnar.
Æfingatafla KA sumarið 1951.
Mánud. kl. 5—7: Frjálsar íþrótt-
ir. Kl. 6—7: Handknattleikur, 3.
fl. karla. Kl. 8—-9: Knattspyrna
1. og 2. fl. — Þriðjudaga. kl. 5—
7: Frjálsar íþróttir. Kl. 8—9:
Knattspyrna 3. og 4. fl. Kl. 8—9:
Handknattl. 1 ,o g2. fl. karla. —
Miðvikudaga kl. 5—7: Frjálsar
íþróttir. 6—7: Handknattleikur
1. og 2. fl. kvenna. Kl. 8—9:
Knattspyrna 1. og 2. fl. —
Fimmtudaga kl. 5—7: Frjálsar
íþróttir. Kl. 8—9: Knattspyma
3. og 4 ,fl. Kl. 8—9: Handknatt-
leikur 1. og 2. fl. karla. — Föstu-
daga kl. 5—7: Frjálsar íþróttir.
Kl. 6—7: Handknattleikur 3. fl.
kvenna. Kl. 8—9: Knattspyrna 1.
og 2. fl. — Laugardaga kl. 2—7:
Frjálsar íþróttir. — Klippið töfl-
una úr blaðinu. — Stjórn Knatt-
spyrnufélags Akureyrar.
Ágúst Jónasson, fyrrum bóndi
á Sílastöðum, andaðist í Sjúkra-
húsi Akureyrar 24. þ. m. eftir
langvarandi vanheilsu, allmjög
við aldur. Með Ágúst á Sílastöð-
um er hniginn í valinn merkur
fulltrúi hins eldri tíma í hérað-
inu. Hánn var að vísu aldrei í
hópi stórbænda talinn, en það,
sem honum var trúað fyrir,
geymdi hann vel og ræktarsam-
lega, ekki sízt félagsleg trúnað-
arstörf. Hann var eldheitur sam-
vinnumaður og hugsjónamaður.
Ágúst á Sílastöðum verður jarð-
sunginn frá Lögmannshlíðar-
kirkju næst. þriðjudag.
Kvöldferðir Ferðafélags Akur-
eyrar, á hverju miðvikudags-
kvöldi, hafa orðið mjög vinsælar,
enda í senn ódýrar og fræðandi
um nágrennið. Ferðin í kvöld er
til Grenivíkur. Lagt af stað frá
Ráðhússtorgi kl. 7.30. — Nánari
upplýsingar, fyrir þá er óska, hjá
Þorst. Þorsteinssyni. ,
Hestamannafélagið Léttir held-
ur kappreiðar á skeiðvelii félags-
ins við Eyjafjarðará laugardag-
inn 30. júní kl. 2 e. h. (Ekki á
sunnudag 1. júlí eins og áður var
auglýst).
Eins og að undanförnu verður
Akureyrarkirkja opin daglega í
sumar fyrir ferðafólk og aðra er
þangað vilja leita. Kirkjan er op-
in frá kl. 9 f. h. til kl. 6.30 e. h. f
fyi-rasumar skrifuðu í gestabók
kirkjunnar á þriðja þúsund
manns. Eru það vinsamleg til-
mæli frá forráðamönnum kirkj-
unnar, að gestir skrifi nöfn sín í
gestabókina, sem er í anddyri
kirkjunnar.
Dansleikur
á HRAFN AGILI á laugar-
dagskvöldið,. kl. 10. Hljóm-
sveit Sigurðar Jóhannesson-
ar leikur.
Hrafnagilsnefnd.
DÖNSK
Borðstofuhásgögn
úr eik, eru til sölu á verk-
stæði Jóns Sigurjónssonar,
Glerárgötu 3 15.
Tilboðum sé skilað á verk-
stæðið eða til Svanbergs
Sigurgeirssonar, vatnsveitu-
stjóra.
N_