Dagur - 03.07.1951, Page 1

Dagur - 03.07.1951, Page 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. BRTU BUINN að synda 206 metrana? Nú eru aðeins fáeinir dagar eftir! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 3. júlí 1951 27. tbl. Ræktun landsins Úfsvör á Akureyri tvöfaldasf síðan 1946 Á þessu sumri er víða unnið að landþurrkun með stórvirkum vélum, sem þessari. Þessar skurðgröfur skilja eftir svartar rásir í hverri sveit og þykir sumum ljótara að líta yfir en áður, en slíkt er mis- skilningur. Skurðirnir eru merki þess, að verið er að rækta landið og gera það betra og fegurra. Stórvirki hafa verið uimin á þessum vettvangi á síðustu árum í mörgum héruðum. Betur má, ef duga skal ! fsland hefur hærri jöfnunartölu en nokkurt hinna Norðurlandanna í Samnorrænu sund- keppninni. Enginn má lengur liggja á liði sínu, ef við eiguin að halda okkar hlut Nú eru aðeins eftir 7 dagar þar til hinni Samnorrænu sund- keppni 'ýkur hér á landi. Til þessa er eigi hægt að segja annað en að keppnin hafi gengið að óskum. Þjóðin hefur í heild tekið henni vel. Allir sundstaðir eru notaðir. Meira að segja hafa þrír gamlir sundstaðir verið teknir í notkun og ein toi-flaug byggð. Aðsókn til sundstaðanna hefur verið meiri og almennari en dæmi eru til hér á landi. Sér- staklega hefur kvenfólkið aukið sókn sína til sundstaðanna. Margir sundstaðir hafa komið á eða aukið sérstaka kvennatíma og hafa þeir alls staðar yfirfyllzt. ísfirðingar höfðu sett sér að ná 700 þátttakendum. Af þeirri tölu átti kvenfólkið að ná 300. Þær hafa nú náð 260. Að sundhöll Reykjavíkur hef- ur aðsókn kvenna þrefaldast. — Einn daginn sóttu 2400 manns sundlaugar Reykjavíkur, 900 Sundhöllina og 500 komu í Naut- hólsvíkina. Frá sundlaugarlausum byggð- arlögum hefur fólk farið í stórum hópum langan veg til sundlauga. T. d. hafa Eyrbekkingar farið margar hópferðir til Hveragerð- is og 70 íbúar þegar lokið keppn- inni .í Höfn í Hornafirði, þar sem synt er í kaldri tjörn, hafa 25 tekið þátt í keppninni. Mörg samhljóða dæmi mætti nefna Trá öðrum byggðarlögum og sundstöðum. — Af einstökum hreppum er þátttaka almennust, eða um 30%, í Biskupstungum, Skeiðum, Hrunamannahreppi og í Mosfellssveit. — Árnessýsla mun vera hæst af sýslum, en 01- afsfjörður af kaupstöðum. Hvað sem sigri í keppninni liður, þá hefur þegar verið unn- inn stór sigur af þjóðinni með þessari auknu sundsókn. Þing hins norræna sundsam- bands setti íslandi hæstu jöfnun- artöluna, þ. e. 10.000, eða rúm 7% íbúatölu þjóðarinnar. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hlutu jöfn unartölur sem hér segir: Svíþjóð 150.00, eða 2.14% íbúafjöldans. Finnland 105.000, eða 2.63% íbúafjöldans. Noregur 35.000, eða 1.93% íbúafjöldans. Danmörk 40.000, eða 0.95% íbúafjöldans. Landsnefndin hefur áætlað (Framhald á 8. síðu). Þrefaldur íþrótta- sigur íslendinga Föstudagurinn 29. júní mun ; Icngi í minnum hafður, því að á þeim degi unnu íslenzkir ! íþróttamenn frækilega sigra í ! landskeppnum við grann- ; þjóðir okkar á Norðurlöndum. | íslenzkir frjálsíþróttamenn í Osló sigruðu Norðmenn með 110 V2 stigum gegn 101V2 og Ðani með II0V2 gegn 98L;. — Síðan sigruðu fslendingar Svía í landskeppni í knatt- spyrnu í Reykjavík með 4 : 3. Afreksmenn okkar í Osló voru Om Clausen, Gunnar ; Huseby, Torfi Bryngeirsson, Skúli Guðmundsson, Guð- mundur Lárusson, Hörður Haraldsson og Ásmundur Bjarnason. Ýmsir aðrir stóðu sig ágætlega. Þessi úrslit hafa vakið mikla athygli í Evrópu og eru þjóðinni til uppörvun- ar og sæmdar. Grasmaðkur veldur stórtjóni í Landsveit eru hagar svo illa leiknir af vöidum grasmaðks að flytja varð búpening af nokkrum jörðum. — í Rangár- valalsýslu eru horfur slæmar með sprettu á túnum vegna þurrka og kals, þó ekki bættist við hin ógeðslegta plága sem grasmaðkurinn er. f ár jafnað niður 7,2 millj. króna eða 13% hærri upphæð en í fyrra - útsvarsstiginn samt lækkaður. segir niðurjöfnunarnefnd Skatta- og útsvarsskráin voru I vinnugleði. Hinu mega menn Utflutningur til doll- aralandanna eykst stórum Utflutningur íslenzkra afurða til dollaralandanna fyrir tímabil- ið frá 1. júlí 1950 til 30. júní þ. m. mun sennilega fara fram úr 6 milljónum dollara, eða tæplega 100 milljónum ísl. króna. Þetta er meir en tvöfallt verðmæti út- flutningsins til sömu landa, eða 150% aukning, miðað við árið 1949, er verðmæti útflutningsins nam samtals 2.485.000 dollara, eða 41 milljón íslenzkra króna, miðað við núverandi gengi. Langmestur hluti þessa útflutn- ings, um 96%, fer til Bandaríkj- anna. Afgangurinn er fluttur til Kúba og Kanada. Mest er flutt vestur um haf af freðfiski, en þar næst kemur þorskalýsi. Auk þess má nefna vörur eins og dilkakjöt, ull, gær- ur, fiskimjöl, saltfisk og niður- soðinn fisk. lagðar fram sl. laugardag. Heild- arupphæð útsvaranna hefur aldrei verið hærri en nú, eða kr. 7.235.340. í fyrri var útsvarsupp- hæðin kr. 6.404.440 og er því réttum 13% hærri í ár. Ekki kveðst þó niðurjöfnunar- nefndin hafa þurft að hækka út- svarsstigann, heldur haíi hún getað lækkað hann. Sami stig; var notaður og í fyrra, en þá varð að bæta 5% ofan á útsvörin, en í ár ekki. Auk þess var frádi'áttur vegna konu, barna og annarra framfærslu gjaldanda hækkaður úr kr. 2500 í kr. 3000. Munar þessi hækkun á frádrætti miklu fyrir heimilisfeður með marga á framfærslu. T. d. hefur kvæntur maður með 4 börn og 25.000 kr. nettótekjur kr. 590.00 í útsvar, en í fýrra hafði hann kr. 1000.00. — Rekstursútsvör eru óbreytt frá í fyrra, nema hvað bætt var við þau þá 5% eins og önnur útsvör. Eru útsvörin á félögum að ca. 2/3 hlutum rekstursútsvör. Álögð rekstursútsvör nema ca. 800.000 samtals. Heildarútsvör á ein- staklinga eru ca. 6.1 millj., en á félög 1.1 millj. Aðalástæðan fyrir því, að ekki hefur reynzt erfiðara að jafna útsvörunum niður, er sú, að tekjur launamanna hafa orðið mun hæri’i 1950 en 1949 og svo hefur gjaldendum fjölgað. Lesendum til fróðleiks sýnir eftirfai'andi skrá útsvörin á Ak- ureyri síðastl. 13 ár: ' 1939 ...... 490 þús. 1940 ...... 522 þús. 1941 ...... 738 þús. 1942 ...... 1.170 þús. 1943 ...... 2.109 þús. 1944 ...... 1.959 þús. 1945 ...... 2.553 þús. 1946 ...... 3.433‘þús. 1947 ...... 4.980 þús. 1948 ...... 5.184 þsú. 1949 ...... 5.594 þús. 1950 ...... 6.403 þús. 1951 ...... 7.235 þús. Af yfirliti þessu sést að út- svöi'in hafa því sem næst 15 fald- ast frá 1939, en meir en tvöfald- ast síðan 1946. Þróun þessi er í samræmi við vöxt og viðgang verðbólgunnar í landinu, en ekki þarf svartsýnismann til þess að vera uggandi yfir þróun þessari. Einnig mun það hvarfla að mörg- um, að eigi sé fjármunum skatt- þegnanha ávallt varið sem bezt og að skaðlausu mættu margir, er taka laun sín hjá bænum, og það oft góð laun, sýna meiri röskleika við störf sín og meiri heldur ekki gleyma, að það eru krofur borgaranna til bæjarfé- lags síns, sem hafa áhrif á út- svörin. Og fæst af því, sem heimtað er af bænum gefur nokkra fjármuni í aðra hönd, heldur þvert á móti. Það sem gert er til menningar og fegrunar kostar stórfé í rekstri og við- haldi. Hæstu útsvör bera þessir aðilar: KEA 145380, CÍS 129530, Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. 111880, Amaro h.f., klæðaverk- smiðja, kr. 50760, Kaffibrennsla Akureyrar 42780, Útgerðarfélag KEA 27010, Sæmundur Auðuns- son skipstjóri 27000, Smjörlíkis- gerð Akureyrar 20530, Kristján Krsitjánsson forstjóri 22760, Verzl. Eyjafjörður 20530, Jakob Karlsson skipaafgreiðsla 20090, Balduin Ryel kaupm. 18800, Vél- smiðjan Atli 18730, Prentverk Odds Björnssonar 18440, O. C. Thorarensen lyfsali 17350, Guð- mundur Jörundsson útgerðar- maður 17000, Þorsteinn Auðuns- son skipstjóri 16520, Jakob Frí- mannsson kaupfélagsstj. 16360, Ragnar Ólafsson h.f. 16360, Vöru húsið h.f. 15910, Höskuldur Stein dórsson, ofnasmiðja, 15680, BSA- verkstæði 15560, Jónas Þor- steinsson skipstjóri 15750, Olíu- félag íslands 15400, Helgi Skúla- son augnlæknir 15000. Kantötukór Akureyrar söng í Tivoli í Revkja- vík í gærkvöldi Vegna eindreginna tilmæla hélt Kantötukór Akureyrar eina söngskemmtun í Tivoli í Rvík í gærkvöldi. Þegar blaðið fór í pressuna, höfðu engar fregnir enn borizt af viðtökum þar, en sízt er að efa, að þær hafi reynzt góðar, og frammistaða kórsins verið með sömu ágætum sem annars staðar í söngför þeirri, sem lokið er með þessari söng- skemmtun í höfuðstaðnum og heppnazt hefur í hvívetna á þann veg, að kórnum og heimbæ hans hefur orðið til hins mesta sóma. Síld fyrir austan land? Skipsmenn á norskum línu- veiðara, sem kom inn til Seýð- isfjarðar nú um helgina, skýra svo frá ,að þeir hafi séð mikla síld undan Austurlandinu í sl. viku, um bað bil 50 mílur út af Seyðisfirði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.