Dagur - 03.07.1951, Side 2

Dagur - 03.07.1951, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 3. júlí 1951 Samvinnutryggingar endurgreiddu , tryggjendum 340 þús. krónur i Þriðjungur allra bifreiða á landinu er nú tryggður hjá Samvinnutryggingum Dagskrármál landbúnaðarins: Hvers vegna eiga Eyfirðingar að rækta hross? Samvinnutryggingar hafa ákveðið að úthluta tekjuafgangi fyrir sl. ár til þeirra, sem tryggð- ir eru hjá félaginu, samtals kr. 340.224.00, en það er 5% af end- urnýjunariðgjöldum bruna- og hifreiðatrygginga og 5% af sjó- tryggingariðgjöldum á vöru- tryggingum. Er þetta allmikið hærri upp- hseð ,en úthlutað var siðastliðið ár, enda hefur orðið veruleg aukning á starfsemi félagsins, að því er fram kom á aðalfundi þess, er haldinn var að Bifröst í Borg- arfirði nýlega. Jafnframt var haldinn aðalfundur Líftrygging- arfélagsins Andvöku, og hefur starfsemi þess félags einnig auk- izt hröðtim skrefum. Fulltrúaráð og stjórn beggja félaganna er sameiginleg og flutti Vilhjálmur Þór, formaður stjórn arinnar, skýrslu hennar a fund- inum, en framkvæmdastjórar fé- laganna, Erlendur Einarsson fyr- ir Samvinnutryggingar og Jón Olafsson fyrir Andvöku, fluttu einnig skýrslur sínar. Fjórða starfsárið. Árið 1950 var fjórða starfsár Samvinnutrygginga og reyndust brúttó-iðgjaldatekjur vera 8.519.000.00 kr. eða 40% meiri en árið áður. Það er sérstaklega at- hyglisvert, hversu lágur rekst- Urskostnaður tryggingafélaganna félaganna, ekki sízt hinn óvenju- lega lága reksturskostnað. Mikil aukning brunadeildar. Mikil aukning var á starfi brunadeildar Samvinnutrygg- inga og jukust heildariðgjöld um 25,5%. Þó var aukning stjótrygg- ingaiðgjalda meiri en hjá öðrum deildum, alls 80%, og úthlutaði deildin nú í fyrsta sinn tekjuaf- gangi til tryggjenda. Um áramótin var þriðungur allra bifreiða j landinu tryggður hjá bifréiðadéild . Samvinnu- trygginga. Þá fengu mjög margir bifreiðaeigendur 25% afslátt, þar eð þeir höfðu ekki orsakað skaða bótaskyldu í þrjú ár samfleytt. Nema iðgjaldaafslættir af ábyrgð ar-, kasko- og brunatryggingu kr. 190.141.00 og auk þess er út- hlutað 5% tekjuafgangi, eins og áður hefur verið getið um. Fyrsta ár Andvöku. Árið 1950 var fyrsta starfsár Líftryggingafélagsins Andvöku sem alíslenzks líftryggingafélags og fór árangur líftrygginganna langt fram úr vonum. Gefin voru út 1730 líftryggingaskírteini og nam tryggingafjárhæð þeirra kr. 14.535.000.00 samtals. Helmingur fulltrúaráðs beggja félaganna var kosinn á fundinum til tveggja ára, eftirtaldir menn: Halldór Sigurðsson, Þórhallur Sigtryggsson, Jón Eiríksson, Guðröður Jónsson, Þórarinn I STUTTU MALI VESTUR-ÞÝZKA blaðið „Telegraf“ skýrir frá því, að bamakennarar í Austur- ■Þýzkalandi kenni börnum þessa kvöldbæn og segi þeim að hafa yfir reglulega, í von um að þeim auðnist að dreyma Stalín: „Hándchen falten, auglein senken, eine minliten der Stalin denken.“ (Krossleggið hendurnar, lok- ið augunum, hugsið eina mín- útu um Stalin!) ★ NEW YORK HERALD TRI- BUNE birti 18. þ. m. alllanga grein um framkvæmdir þær, sem fyrirhugaðar eru í sam- bandi við jarðhita á Vestur- Indíaeyjunni St. Lucia, og greindi þar ýtarlega frá því, hverju hlutverki Gunnar Böðvarsson verkfræðingur gegnir þar, en hann er farinrv þangað til rannsókna sam- kvæmt ósk aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. ★ LANDBÚNAÐARRÁÐU- NEYTI Bandaríkjanna skýrir frá því í skýrslu um naut- griparæktina þar í landi, að 1 kýr af hverjum 6 sé nú sædd frá sæðingarstöðvum. ★ EINN af leiðtogum tékk- neska kommúnistaflokksins, Josef Franks, sagði í ræðu í Ostrava í fyrri viku, að fram- leiðslumál landsins væru í hinu mesta öngþveiti og stór- felld hætta á að ekki reyndist unnt að standa við 5-ára áætlunina. Óáranin í skipu- laginu nær til flestra meiri- háttar atvinnugreina. ★ VESTUR-EVRÓPULÖND leggja nú mikið kapp á að sigrast á brennisteinsskortin- um með því að auka mjög framleiðslu ó járn-pyrite, en úr því fæst brennisteinssýra. Það eru einkum Frakkar og ítalir, sem geta lagt kapp á þessa framleiðslu. ★ í SÍÐASTA hefti tímaritsins Thc Norseman, sém gefið er út í London, er skemmtileg grein, sem heitir „Holland’s Iceland Joumal“. Er þar greint frá því, að Holland þessi, sem var brezkur læknir og rithöfundur, hafi komið til fslands árið 1810 í fylgd með Sir George Mackenzie og dvaldi hér með honum mestan hluta sumars. Ritaði hann dagbók, sem aldrei hefur ver- ið prentuð, fyrr en höfundur þessarar greinar, Ian Grimble, birtir nú úr henni nokkra kafla, sem eru í senn skemmti legir og lærdómsríkir. Herbergi og éldhús eða eldunarpláss óskast strax. — Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. A. v. á. Túnþökur, af góðu landi, óskast keypt- ar, á 11 Ofermetra lóð. Jóhannes Jónsson, Verzl. Ásbyrgi. Herbergi til leigu fyrir reglusaman mann. Afgr. vísar á. Eins og þegar hefur verið get- ið hér í blaðinu, var haldinn stofnfundur hrossaræktarfélags Eyjafjarðar 7. júní sl. Voru það nokkrir óhugamenn í hrossa- rækt, sem gengust fyrir þessari félagsstofnun ásamt Gunnari Bjarnasyni, hrossaræktarráðu- naut. Hin nýkjörna stjórn útvegaði þegar kynbótahest, jarpan að lit, eign Þorsteins Jónssonar, Akur- eyri. Kynbótahestur þessi er víst af einhverjum kunnustu hrossa- ættum landsins, af Hornafjarð- ar- og Svaðastaðakyni. Gunnar Bjarnason skoðaði fola þennan og telur að í honum séu samein- aðir eirihvferjir beztu kostir ræktaðara :hesta á fslandi og að hér sé um öruggan kynbótagrip að ræðá. Á stofnfundi hrossaræktarfélags ins flutti Gunnar Bjarnason, snjallt erindi, að vanda, um hrossarækt, og þykir mér ástæða til að geta hér nokkurra atriða úr ræðu ráðunautsins. Honum. farast orð eitthvað á þessa leið: Mönnum er að verða það ljóst,' að. hinn góði hestur hafi mikið hlutverk í ísl. landbúnaði og ísl. þjóðlífi. Mörg stórbýli landsins taka jafnvel hestinn fram yfir vélar við öll venjuleg bústörf, s. s. jarðvinnslu, heyskap o. fl. íslenzki hesturinn er af þeirri grein hesta, sem hefur lifað í norðanverðri Evrópu í tugþús- undir ára og jafnan fylgt ísrönd- inni eftir, norður á bóginn, í meira en 100 þúsund ár, að því er nútíma vísindi telja fullar sannanir fyrir. Erlendir fræði- menn hafa veitt þessu kyni sér- staka athygli, vegna þess að ísl. hestakynið hefur verið einangr- að -og því engin kynblöndun átt sér stað, hvorki með arabiskum né Vestur-Evrópu kynjum. — Frumstæða gerð og eiginleika er að finna í ísl. hestinum og hefur sýnt sig, að margt í fari þessa hests er svo sérstætt og ólíkt því, sem þekkist á meðal hinna er- lendu hesta-kynja, að telja verð- ur fullkomna nauðsyn að hefja markvissa ræktun á hinum dýr- mætu eiginleikum ísl. hestsins. Erlendir fræðimenn telja óhjá- kvæmilegt að taka til gagngerðr- ar endurskoðunar og nýsköpun- (Niðurlag). Þegar næringarefnið í.grasinu er á samanþjöppunarstigi, sem maður óskar eftir í vetrarfóðrið, er bezt að slá niður í einni lotu fjórða hlutanum, sem maður ætlar í súrhey í grassþurru en aðgerðarlausu veðri. Mæla út spildu í slægjuna, vikta grasið, reikna út hve mörg 1000 kg. verða samtals í slægjunni. 16000 kg. venjulegs grass án lausa vatnsins, munu mynda 12000 kg. vothey = 1800 FE = 40 hesta þurrhey = 1 kýrfóðúr og þarf 16 kbm. í gryfjuna. Yfirborð vot- heysins þarf helzt að vera Va m. yfir yfirborð jai'ðvegsins og þá er vandalaust að reikna sér til hve marga lengdaimetra heyið þarf. Þá er grasið flutt á sem styztum tíma í gryfjuna, ekið meðfram langhliðinni og hent með kvíslum í hana í jöfnum lögum, svo að loftmagnið og hit- inn vérði sem jafnastur. Grasið er ekki troðið við þetta ar hestakyn Evrópu, sem rnjög- eru orðin úrkynjuð ,hvað snertii' þau hestakyn, sem höfðu samlag- ast náttúruskilyrðum Evrópu í tugþúsundir ára. ísl. hesturinn hefur hins vegar haldið miklu áf hinum náttúrlegu eiginleikum. Verðmæti fsl. hestsins byggist því ekki eingöngu á hinum verð- mætu eiginleikum hans, sem við þekkjum, heldur er hann stór- merkilegt náttúrufyrirbrigði. Birtast þessi sérkenni ísl. hests ins m. a. í hórfari, gangtegund- um og beinabyggingu, sem er mjög frábrugðið því sem þekkist hjó hestakynjum Evrópu. Við heyrum talað um stóð- sveitir og stóðbændur, og flest- um finnst eðlilegt að þar sé stunduð hin gagngerðasta hrossá rækt, en ráðunauturinn benti á að 'ýmiss konar aðstæður yrðú þess valdandi, að hin raunveru- lega ræktun hrossa hlýtur að vegna miður vel, vegna þess að ræktun eiginleika hestanna hlýt- ur að byggjast á kunnugleika á eiginleikunum sjálfum. Þar af leiðandi getur ekki fræðileg hrossarækt átt sér stað, nema þar sem eiginleikar einstaklinganna geta notið sín og komið fram gegnum þá meðferð og það upp- eldi, sem samræmist eðlisgerf- inu og tamning og notkun leiðir í liós. Eyjafjörður er einmitt til- valið hérað í þessu tilliti. Þá bað ráðunauturinn eyfirzka bændur og hrossaræktarmenn að taka þessi sjónarmið til greina og benti á að ef hrossakynbætur yrðu skipulagðar í Eyjafirði, þá gæti héraðið orðið eins konar „kynbótabú“ fyrir aðalstóðhér- uð norðanlands — Skagafjörð og Húnavatnssýslu — og framleitt fyrir þau héruð stóðhesta, sem tryggðu að stóðeigendur eignuð- ust og framleiddu hross með ör- uggum eiginleikum og notagildi í vaxandi mæli. Síðan Gunnar Bjarnason var 'hér á ferð hafa þau tíðindi gerzt í héraðinu í sambandi við þessi mál, að einn bóndi og áhugamað- ur í 'hrossarækt seldi tvo tvæ- vetra fola sem kynbótahesta fyr- ir mjög gott verð, eftir því sem um er að gera hér á landi. A. J. stig verkunarinnar og vill fljót- lega hlaupt í gerð. Þegar blóð- hiti er kominn í kjarna þess, er kominn tími til að láta ofan ó og alltaf leggja hvert hlass í senn í sem þynnstum og jöfnustum lög- um og þá er komið að því, sem ekki er hægt að gefa almennar reglur um, en sem hver bóndi má ráða við eftir ástæðum, sem sé að tempra loftmagnið í heyinu, svo að hitinn verði á milli 31—38 stig á Celcius. Ef heyið er mjög blautt, er heppilegt að láta það hitna allt að 48 stigum. — Loft- magnið verður tomprað með því að pressa heyinu saman lag fyrir lag og hve oft og hve mikið verður látið í hana í einu. Mjög fíngert gras þarf máske ekki annað en maður troði eftir því, sé heyið grófgerðára þarf meiri þyngsli, t. d. dráttarvél, og ef úm síðslegið, trénað sáðsléttugras er að ræða, getur vélýta komið að notum. En með eftirtekt og hey- (Framhald á 7. síðu). er og hefur hann t. d. reynzt Eldjárn, Steinþór Guðmundsson hlutfallslega þriðjungi minni en og Brynjólfur Þórvarðarson. hjá erlendum tryggingafélögum, Stjórn SÍS kýs stjórn trygg- sem eru kunn að hóflegum rekst- ingafélaganna. úrskostnaði. Luku fundarmenn Ánægja rrkir meðal samvinnu- að Bifröst miklu lofsorði á starf manna yfir vexti félaganna. ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTjÓRN GÓÐTEMPLARAREGLAN hér fékk 3000 kr. styrk úr bæjarsjóði til þess að hafa á hendi risnu vegna þingháíds Stórstúkunnar hér í sl. viku. — Bæjarstjórnin mun fela þingmanni kaupstaðarins að flytja á næsta Alþingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina að selja Akureyrarbæ jörðina Ytra-Krossanes í Glæsibæjarhreppi, enda neyti hreppurinn ekki forkaupsfétfár ‘síns. — Nokkrar hús- mæður í miðbænum hafa sent bæjarstjórn erindi og óskað að gerð- úr verði barnaleikvöllur, þar sem gamla dráttarbrautin var. Ekki taldi bæjarráð mögulegt að koma þar upp leikvelli, en vill láta at- huga möguleika til þess að koma upp rólum og leiktækjum neðst í gílinu norðan Oddagötu. ý: ----*—— ■ SK3NNAVERKSMIÐJAN IÐUNN hefur fengið leyfi bygginga- nefndar til þess að reisa viðbótarbyggingú við verksmiðjuna. — Bygginganefnd hefur leýft Steinþóri Helgasyni að setja upp fisk- soluskúr á lóðinni innan við Hafnarstræti 18. ---------• HEILBRIGÐISNEFND hefur lokið við að sfemja uppkast að heil- brigðissamþykkt fyrir Akureyri. Er það sniðið eftir heilbrigðissam- þykkt Reykjavíkur. — Hestamannafélagið Léttir hefur skrifað bæj- arstjórn og óskað að girðingin hér vestan við bæinn verði aftur færð þöngað sem hún áður var. Kostnaður við þetta verk er áætlaður 14 þús. kr. og var samþykkt að framkvæma það strax og girðingarefni fæst til bess. Votheysverkun í gryfju, gerðri með jarðýtu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.