Dagur - 03.07.1951, Síða 5

Dagur - 03.07.1951, Síða 5
Miðvikudaginn 3. júlí 1951 DAGUR 5 Hafizt handa um að bjarga frá glöfun sögulegum minjum í héraðinu Orðsending til Eyfirðinga um vísi byggðasafns ÚR BÆNUM: Sundiaiigm okkar er of köld - það þarf að setja rafmagnshitunartæk i hana Ölluin hugsandi mönnum virð- ist Ijóst, að þessir tímar, sem við liíum, eru byltingatímar í margs konar skilningi. Við, áem eldri erum en svo sem fertugir, þykj- umst vera komnir í nýjan heim. Unglingurinn í dag á erfitt með með að skilja þau skilyrði, sem afi hans óx upp við. Svo hrað- fara er breytingin. Forn menningarverðmæti glatast. Á slíkum tímum skolast margt burt og týnist af menningarleg- um verðmætum, ef ekki er að, gætt. Mætti margt um það segja, svo mikilsvert sem það er, að slíku sé athygli veitt, en lítt verður út í þá sálma farið hér, heldur komið beint að því efni, sem hér átti að drepa á. Gamlir munir, gömul áhöld við atvinnu- Jíf til sjós og sveita, eru að týn- ast og hverfa. Hver kynslóð lærði af annarri að beita þessum áhöldum, því að þau breyttust lítið frá öld til aldar. Þau urðu samgróin þeirri menningu ,sem þau eru sprottin af, og ómissandi í lífsbaráttu kynslóðanna. En nú er allur fjöldinn af þessum tækj- um og áhöldum horfinn úr lífi og starfi nútímamannsins. Ný áhöld og tæki éru að ryðja sér til rúms, og hafa raunar gert það. Og það, sem ekki er nothæft lengur verður fyrir og til ama, og hverfur loks með öllu af vett- vangi daglegs lífs, og smá gleymist og týnist. Þetta er hinn eðlilegi gangur lífs og tíða, og ber eigi að sakast um það. Hitt ætti hver samtíð að skilja, að henni ber jafnan að varðveita menningartengsl frá fyrri tíð til framtíðar, eftir því sem kostur er á. Þótt hætt sé að nota ýmis urelt tæki í atvinnulífi og menn- ingarlífi þjóðar, af því að önnur miklu betri eru komin í staðinn, mega þau ekki týnast með öllu. Við það glatar fortíðin þeim svip, sem afkomendurnir þurfa að þekkja og skilja. Björgunarstarf. Þess vegna þarf nú að hefjast handa með að bjarga miklu frá glötun. Það hefur sennilega í allri okkar sögu aldrei verið jafn áríðandi slíkt björgunarstarf. — Ymsar sveitir hafa þegar byrjað cg margar mikið aðhafzt í þeim efnum. Og nú hafa menn einnig raumskazt hér í Eyjafirði. Kaup- félag Eyfirðinga hefur hreyft málinu, og mælzt til þess við mig, að eg reyndi að hrynda því af stað. Og þótt eg viti vel hve lé- legur eg hlýt að vera til slíkra hluta, þá virtist mér hitt þó varla sæmandi að neita því með öllu, þar sem þetta þolir enga bið, og átti raunar að vera hafið fyrir löngu. En vitanlega reynir nú mest á vilja og skilning héraðs- búa. Héí gerizt ekkert án þess að þeir skilji og vilji bjarga því sem bjargað verður og enn kann að vera til af fyrri tíðar tækjum, áhöldum og munum. Og þessu þarf að koma á öruggan stað til geymslu meðal bollalagt er um það, hvar og hvernig eigi að geyma það. Það er björgunar- starfið, sem hefja þarf strax. Smærri hlutir og viðráðanlegir td geymslu eiga að sjálfsögðu að geymast sjálfir, en af ýmsu stærra verður að gerast líkan (model). Svo er t. d. með skip og báta, og sjálfsagt margt fleira, sem nú er sennilega hvergi til lengur. Skyldi t. d. nokkurs stað- ar vera lengur til heyhrip, tað- kláfar, krókar o. fl. slíkt, sem voru algeng áhöld víða um sl. aldamót og lengur. Umboðsmaður í hverjum hreppi. Við þetta björgunarstarf þarf ákveðin og skipulögð vinnu- brögð, og hafa þau í byrjun ver- ið ákveðin þannig: Fenginn sé einn maður í hverjum hreppi sýslunnar til þess að hafa á hendi athugun á þessu í Kreppn- um og söfnun á munum, sem til næst. Merkir hann hvern hlut, hver hann er og hvaðan, og get- ur jafnframt um það, ef hlutur- inn á sérkennilega eða merka sögu. Þessum hlutum er svo safn að á stað, sem hann og eg ákveða innan hreppsins. Næsta ár yrði svo fenginn maður, sem fróður er um söfnun og söfn, til þess að athuga það sem safnazt hefur í hverjum hreppi. Yrði þá athugað og ákveðið hvað ber að geyma og varðveita, t. d. frá sjávarút- vegi, heyskap, tóskap, mjólkur- iðnaði o. fl. o. fl.,‘ og hið bezta af því tekið og geymt, en hinu skil- að aftur. En það sem veltur á er, að fólkið skilji það, að aðeins með þessu móti, er sennilegast að varðveita megi hluti til fram- búðar, en alls ekki á annan hátt. Þótt okkur þyki vænt um hlut og viljum ekki af honum sjá, er ekki víst að barnabarnið kæri sig um hann ,eða 4. eða 5. liður, sem slitinn er gjörsamlega úr þeim tengslum, sem gáfu honum gildi í okkar augum. Þetta ber öllum að hafa hugfast. Og því er þess fastlega vænzt, að menn verði fúsir til að láta hluti af hendi til safnsins, sem síðar er fyrii-hugað. En í svip verður allt geymt hér á Akureyri, sem ákveðið er að varðveitt skuli. Til þess að menn viti um þessa safnara í hverjum hreppi, spjalli við þá og aðstoði þá, skulu þeir hér nefndir: í Öngulsstáðahreppi, Bolli Sigtryggsson, Stórhamri, Saur- bæjarhreppi, Jón Sigurgeirsson í Hólum, Hrafnagilshreppi, Hann- es Kristjánsson, Víðigerði, Glæsi bæjai-hreppi, Ólafur Tómasson, Garðshorni, Arnarnesshreppi, Bjarni Pálmason, Hofi, Árskógs- hreppi, Jóh. Óli Sæmundsson, Árskógi, Dalvíkurhreppi, Tómas Jónsson frá Hrafnstaðakoti, Svarfáðardalshreppi, Hjörtm' Eldjárn, Tjörn, Hríseyjarhreppi, Filippus Þorvaldsson, Hrísey, Öxnadalshreppi, Brynjólfur Sveinsson, Efstalandskoti, Skriðu hreppi, Stefán Ámason, Stóra- Dunhaga, Grímsey, Kristján Egg ertsson. Og í þeim hreppum S.- Þing., sem eðlilegt má telja að yrðu með, a. m. k. í byrjun: Sval barðsstrandarhreppi, Benedikt Baldvinsson, Dálksstöðum, Grýtubakkahreppi, Stefán Ingj- aldsson, Hvammi. Eg vænti þess að hér verði haf- izt handa af dugnaði og þegnleg- um þroska, að allir leggi þessu merkismáli það lið, er þeir mega, svo að við getum komið hér ey- firzku minjasafni á laggir, er bæri þeirri menningu vott, sem þjóð vor hefur búið við og vaxið í, en sem nú er að þoka úr sessi fyrir nýjum tíma. Það er tví- mælalaus skylda við þjóðmenn- ingu vora og framtíð. Örnefni. Þá vildi eg mega minna á ör- nefnin. Þau týnast óðum með breyttum atvinnuháttum, þegar þeirra er ekki lengur not í dag- legu lífi og starfi. Nú eru þeir að verða aldrað fólk, sem áður voru smalar og þekktu hvern hól og hvert gil ,hæð og drag með nafni. Áður en þetta allt týnist og hverfur þarf að bjarga þessum örnefnum frá algerðri glötun. Þess vegna þarf í hverri sveit að fá hinn fróðasta mann, sem nú er uppi, í landareign hverrar jarðar ,til þess að skrifa upp ör- nefni hennar. Ætti að vera nefnd áhugamanna í hverri sveit, sem sæi um þetta og safnaði loks öllu slíku saman í eina bók, — ör- nefnalýsingu hverrar sveitar. — Víða hefur þetta verið gert af ungmennafélögum sveitanna, eða af öðrum áhugamönnum. En þnð þarf að gera alls staðar, og má ekki dragast. Snorri Sigfússon. Ávexfir Appelsínur Apríkósur Sítrónur Rúsínur Sveskjur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Frón-kremkex nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og úlibú. Blöðin gátu um það í síðustu viku, að þátttaka í norrænu sund keppninni mundi í lakara lagi hér á Akureyri. Var skorað á menn að hefjast handa og bæta hlut bæjarins. Hefur sjálfsagt orðið nokkur árangur af því. En þessar fregnir vekja spurning- una: Hvers vegna er sundáhugi hér minni en sums staðar annars staðar? Hefur sundkunnáttu okk ar hrakað? Eg hef undanfarna daga rætt þessar spurningar við ýmsa borgara, þ. á. m. þá, sem kunnugastir eru þessum málum. Virðist allt bera að sama brunni: Sundkunnáttu manna hér um slóðii' hefur að vísu ekki hrakað, enda er kennt sund hér alla daga, bæði í frjálsum tímum og á veg- um skólanna. En sundáhuga manna hefur hrakað verulega og sundfærni hefur eitthvað hrakað. Hér fyrr á árum var sundið ein mesta uppáhaldsíþrótt unga fólksins hér. Þá voru háðar spennandi sundkeppnir í sund- lauginni og ungt fólk spreytti sig á sundmótum í höfuðstaðnum og stóð sig með prýði. Nú eru sund- mótin í sundlauginni ekki leng- ur og menn koma þar ekki hundruðum saman til þess að horfa á spennandi kappsund og „hrópa á“ sundmennina. Hvað veldur þessu? Aðallega, að að- staðan til sundiðkana ei' ekki eins góð og áður var. Súndlaug- in okkar er orðin of köld, mun kaldari en hún.var á.blóm.askeiði sundsins.hér,.fyrir styrjöldina. — Mönnum ber ekki saman úm, hvort upþspretturnar hafi kólnað eða hvort einangrun á leiðslunni í bæinn þurfi gagngerðra endur- bóta við. En hvort heldur sem er, veldur þetta því, að færra fólk en í ýmsum öðrum kaupstöðum, t. d. í höfuðstaðnum eða ná- grannabæ okkar Ólafsfirði, hef- ur enn skila ðsínum hlut í 200 metra sundkeppninni. ★ Nú standa yfir gagngerðar endurbætur við sundstæðiið, en þeim miðar hægt vegna fjár- skorts. Er unnið fyrir nokkra upphæð á ári, en svo bíða fram- kvæmdirnar næstu fjárveitingar. Þannig sniglast þetta mannvirki áfram. Meðan þessar framkvæmd ir standa yfir er óvistlegra við sundlaugina en ella mundi og bætir það ekki aðsóknina. Þegar nýja innilaugin verður fullgerð, batnar aðstaða manna stórum til sundiðkana hér. Ætlunin mun vera að hita hana með rafmagni, enda ekki annað fært því að laugarvatnið okkar er orðið of kalt, sem fyrr segir. En það er full þörf á að gera betur. Það þarf að hita útilaugina líka með rafmagni. Það er vel hægt. Sigl- firðingar nota næturrafmagn til sundlaugarupphitunar með góð- um árangri. ★ Norræna sundkeppnin hefur komið mörgum, sem höfðu lagt sundiðkanir á hilluna, út í vatnið aftur, og gerir mikið gagn á þann hátt. Kannske getur hún líka vakið þá, sem vaka eiga, svo að nú verði undinn bráður bugur að því að Ijúka endurbótunum við sundstæðið — jafnvel þótt taka þurfi lán til þess í bráðina — og koma upp rafmagnshitun í útisundlaugina og tryggja þannig að hún verði sambærileg við aðrar heitar laugar hér á landi, og þá það með, að Akureyringar verði aldrei aftur eftirbátar ann- arra í sundiðkunum. w Innilega pakka ég öllum peim, sem glöddu mig á |> 60 ára afmcelinu, 27. f, m. BJÖRN SIGMUNDSSON. skrá um útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1951 liggur frammi, almenningi til sýnis, í skrifstofu bæjar- gjaldkera, frá 30. juní til 14. júlí n. k., að báðum dög- um meðtöldum. Kærurn út af skránni, ber að skila á skrifstofu bæjar- stjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn a Akureyri, 29. júní 1951. Steinn Steinsen. Bólusefning barna fer fram í. Saurbæjar- og Hrafnagilsbreppi 8. júlí, Hralnagili kl. 2 eftir hádegi, Saurbæ kl. 5. í 'Öugulsstaðahreppi 15. júlí, Munkaþverá kk 2 e. h., Þverá kl. 5; Til frunibólusetningar mæti börn 6 mánaða til 11 ára,"sem ekki hafa verið bólusett með árangri. Til endurbólusetningar mæti börn 11—16 ára, sem ekki liafa verið bólusett með árangri eftir 8 ára aldur. Espihóli, 2. júlí 1951. Sigrún Hjálmarsdóttir. L

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.