Dagur - 03.07.1951, Síða 7

Dagur - 03.07.1951, Síða 7
Miðvikudaginn 3. júlí 1951 D A G U R 7 LEREFT hvítt, einbr. og tvíbr. Léreft misl. margar teg. Dúnhelt léreft. Damask, o. m. fl. Kvenk jólar * Herraskyrtur, misl., stærðir 39—42. Flónelsskvrtur Kakhi-skyrtur. Á s b y r g i h. f. Til sölu: Snúningsvél og rakstrarvél. Upplýsingar gefur Vilhj. Jóhannesson, Litla-Hóli. Jeppi Góður landbúnaðar - jeppi eða fólksbíll óskast. Verð- tilboð og nánari upplýsing- ar sendist afgr. Dags fyrir 14. júlí, merkt: Bíll 51. Kaupamaiin vantar strax. Afgr. vísar á. - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). mæli ei' það eftir minni reynslu frekar lítill vandi að hafa hitann eftir vild, þegar komið er að efri lögunum er varla hægt að pressa nógu vel með dráttartækjum. — Hitamagnið undir gerir gerjun- ina með mestu óþarfá. Hitinn læðist sjálfkrafa upp með tíman- um, þegar heyið er komið í gryfjuna. Heyið er kúfað eftir miðju endilangt, og ef maður er mjög heysár, er allt þakið með einhverju rusli, en það gefur litla, raunverulega þýðingu og ofan á eru látnir 30—45 cm. af .mold eða sandi, til þess að pressa og útiloka loft. 4—5 dögum seinna, þegar heyið er sigið að mestu leyti, er jörð lögð með- fram hliðunum. Á haustin er byrjað að gefa úr neðri gaflinum og stungið þvert yfir og tekið í botn í hvei't skipti með heyspaða eða venjulegum spaða. Yfirleitt reyndist svo í- vetur, að ofurlítið reyndist skemmt í sárinu eftir 2 —3 vikur ,en ekki er rétt að taka meiri pressu af, en nauðsynlegt er í hvert skipti, undir engum kringumstæðum grafa geilar. —o— Að lokum vil eg segja, að eftir 8 rnánaða reynslu sé eg enga ástæðu til að rengja brezka bún- aðarfrömuði, þegar þeir álíta skurðgryfjuverkun raunverulega beztu og hagkvæmustu votheys- verkunina. En ef maður draslar misjöfnu grasi í holu í jörðunni og lætur allt gott heita, ér ekki von á góðu, en órétt er að kalla það skurðgryfjuverkun, og nota útkomuna sem rök gegn henni, og þegar það er hægt fyrir mig með minni örðugu aðstöðu. að verka fyrsta flokks vothey, þá er varla til sá búandi íslendingur, sem ekki er fær um að notafæra sér hana líka. Við, sem unnum jörðinni og erum ísl. menningu trúir, erum allir starfsmenn í fremstu víglínu, oft illa á okkur komnir og oft Htilsvirtir — handa þeim og konum þeirra, sem standa við hlið bænda sinna í blíðu og stríðu — hef eg revnt að skýra frá reynslu, sem eg á!ít að hjálpa muni möi'gum hug- djörfum manni. Hún er, sem sannleikurinn mjög einföld, og framkvæmanleg hér alveg eins og hjá stéttar bræðrum okkar í Brétlandi og Bandaríkjunum, og í sjálfu sér ekki annað, en það, sem fjöl- margir bændur hérlendis hafa sannreynt með góðum árangri bæði fyrr og síðar. Ejnar Petersen, Kleif. The „Triage" International Exchange Club Frímerkjasafnarar! — Tryggið ykkur sambiind nm v(ða veröld með því að gerast meðlimir í Triage-klúbbnum. Sentlið mér nafn og beimilisfang, stöðu og umgetningu um áhugamál, og eg mun senda yður endurgjalds- Iaust og án skuldbindingar a£ yðar hálfu, sams konar upplýsingar um 195 frímerkjasafnara í 25 löndum. Skrifið greinilega, á ensku, frönsku, cða þýzku. A. F. FFNDLEY 6, Herald Close, Bristol 9, England. Túneigendur! Tek að mér að slá tún. — Upplýsingar í síma 1355 milli 12-1. Jóhann Malmquist. Miigaveél og Rakstrarvél til sölu. Tækifærisverð. Afgr. vísar á. Til sölu: Clirysler fólksbifreið, árg. 1942. — Þeir, sem hug hafa á kaupum, tali við undirrit- aðan fyrir (i. júlí n. k. Bœjarfögetinn d Akureyri, 2(5. júní 1951. Enskur Olíufatnaður Treyja og buxur á aðeins kr. 45.00 settið. Verzl. Eyjafjörður h.f 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. sept eða síðar í haust, hélzt á Odd eyrinni eða útbrekkunni Jóhannes Ólafsson, rafvSlavirki, Eyrarlandsv. 16. Sími 1223 KVEÐJA frá Sigurður Hrólfssyni til Árna Guðmundssonar frá Þórisstöðum. Þitt æfiskeið var orðið langt, allt afl og minni á brott; og ellibölið orðið strangt; )ó athvarf hefðir gott. Það áækir á mann óyndið )á orkan dvín og sjón. — Þá er sem verði allt umhverfið að einni lausnarbón. En lengi frár þú fylgdist með og fylgi þitt var skírt, og þó að stífið þætti geð var því með drenglund stýrt. Sem bróður æ þú bauðst mér sess eg bý að vinhug þeim og alltaf varstu í anda hress Dá eg þig sótti heim. Og gleðin jókst við glettin orð er gengið hratt var inn og Elín rétti bar á borð og bauð mig velkominn. Að Elín dygg og einlæg var í öllu bezt það sást, DÚ eiginkonu áttir þar og ástvin seni ei brást. Þér féll ei heldur flærðar mas, :)ú fals ei áttir til; TÍtt prúða, þétta þel og fas var þýtt af góðleiks yl. Og heiðursbóndi og hreppstjóri, )á hefð þú lengi barst, og jafnframt skútu-skipstjóri með skip þitt „Heklu“ varst. Eg sótti og fyrrum sjóinn fast og svalt var oft á mar; þá veiddi eg björg þó blési hvasst, nú búið allt sem var. Já, okkar daga dáða tíð, sem dúr er liðin hjá. Og saga um okkar sigra og stríð er saga í nútíð smá. Nú ertu að halda heim af Dröfn á „Heklu“ alfarinn og frelsarinn í friðarhöfn þér fagni, vinur minn. Mér finnst eg vera ferðbúinn að fara heim af Dröfn. Eg kem á „Erik“ Árni minn á eftir þér í höfn. Emilía Sigurðardóttir. ÍIK BÆ OG BYGGÐ Flerbergi með aðgangi að baði, til leigu í nýju húsi Afgr. vísar á. TE tvær tegundir fyrirliggjandi Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild, og útibú. Messað í Akureyrarkirkju kl. e. h. n.k. sunnudag. — P. S. Messaðð í Lögmannshlíð kl. 2 h. simnudaginn 8. júlí. F. J. R. Á þriðjudag sl. afhentu fjórir vinir Sigurðar O. Björnssonar prentmeistara afmælisgjöf þá, er þeir tilkynntu honum á fimmtugsafmælinu 27. janúar sl., en hin óvenjulega gjöf er: þúsund úrvals-trjáplöntur, gróðursettar að óðali Sigurðar að Sellandi og í trjálundinúm steinn, með áhöggnu nafni Sigurðar og afmæliskveðju. Á þriðjudaginn voru plönturnar gróðursettar og steininum komið fyrir. Unnu gefendurnir sjálfir að því ásamt nokkrum hjálparmönnum. Þeir sem að þessari höfðinglegu, skemmti- legu óg eftirbreytnisvérðu gjöf stóðu voru: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Einar E. Sæ- mundsen skógarvörður, Skarp- héðinn Ásgeirsson forstjóri, og Árni Bjarnarson bóksali, og vildu þeir þannig minnast for- ustu Sigurðar í skógræktar- málum hér um slóðir og afreka hans á því sviði. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Næstu kvöldferðir Ferðafélags- ins eru áætlaðar sem hér segir: Miðvikudaginn 4. júlí verður far- ið austur í Vaglaskóg, stanzað í skóginum 114—2 tíma. — Þriðju- daginn 10. júlí verður ekið austur að Hálsi í Oxnadal og gengið upp að Hraunsvatni. — Miðvikudag- inn 11. júlí verður ekið fram í Leyningshóla. — í allar ferðirnar verður lagt af stað frá Ráðhús- toi'gi kl .7.30 e. h., en farmiðai' seldir hjá Þorsteini Þorsteins- syni. — Samkvæmt áætlun eru næstu ferðir um helgar: 7. og 8. júlí: Vegavinnuferð. — 14.—15. júlí: Ásbyrgi og Dettifoss. Einnig )á ráðgert að gengið vefði frá Sæluhússmúla að Þeystareykj- um til Mývatnssveitar. — 21.— 25. júlí: Til Öskju. — Þátttak- endur verða að panta far með minnst þriggja daga fyrirvara Fíladelfía. Erik Ásbö frá Nor- egi talar væritanlega á samkom- um safnaðarins í Lundargötu 12‘ á fimmtudag (5. júlí) ög sunnu dag 8. júlí kl. 8.30 e. h. — Athug- ið nánar gÖtuauglýsingar, i. 1 ■: i ■ Áheit á Strandarkirkju. Kr. 30 frá X. Móttekið á afgreiðslu Dags. Jakob Tryggvason leikur Hammond-orgelið í Akureyrar- kirkju kl. 6—7 e. h. alla mið vikudaga í júlímánuði fyrir kirkjugesti. Ekki hefur borizt nein skýring frá byggihganefnd bæjarins á því fyrirbæri, að hún skuli hafa leyft Morgunbíaðinú Reykjavík að endurreisa sjó skúr utan úr Hrísey hér við eina aðalgötu bæjarins. Þætti mönnum fróðlegt öð vita, hvort nefndin hefði orðið svona samningalipur ef einhvcr borg ari hefði óskað að fá að reisa slíkt skúrræksni í miðbænum. Blaðið vill hér með beina þeirri fyrirspurn til nefndar- • innar, hvort bygging skúrs þessa sé í samræmi við bygg- ingasamþykkt bæjarins og í samræmi við leyfisveitingar riefndarinnar yfirleitt? Hjónaefni. Síðastl. laugardag opinberuðu trúlofun sína í Reykjavík ungfrú Anna Jónas- dóttir stud. phil., Ráriargötu 22, Rvík, og Heimir Áskelsson enskukennari. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 30 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Brúðkaup. Þann 23. júrri voru gefin saman í hjónabar.d ungfrú Katrín Guðmundsdóttir og Páll Guðmundur Gíslason bil'reiða- stjóri. Iíeimili þeirra er að Eyr- ai'vegi 30, Siglufirði. — 30. f. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sólveig Hermannsdóttir og Gunnar Ólafsson sjómaður. Heimili þeirra er að Lækjai'götu 3, Akureyri, — P. S. Hjónabönd. Bjarni Sveinsson múi'ari (Sveins Bjarnasonar ftr.) og Ásta Sigmai'sdóttir. Gefin saman 27. júní. (F. J. R.). — Jón Finnsson lögfr. (Finns Jónsson- ar fyrrv. ráðherra) og Kristbjörg Jakobsdóttir (Kai'lssonar afgr,- manns). Gefin saman 30. júní. (F. J. R.). Áheit á Strandarkirkju. Kr. 200 frá ónefndum. Mótt. á afgreiðslu Dags. Lieðrétting. f auglýsingu frá oddvita Glæsibæjarhrepps um útsvai'sskrá í síðasta tölubl. Dags stendur að skráin liggi frammi frá 6. júní, á að vera frá 26. júní. Hjúskapur. Laugai'daginn 23. júní voru gefin saman í hjóna- band af sóknai-prestinum í Grundai'þingum ungfi'ú Lilja Randversdóttir í Melgerði og Kai'l Frímannsson bóndi sama stað. Sainnorræriu sundkeþpriinni er nú senn að verða lokið. Það er aðeins eftir ein vika og get- ur orðið þröngt um að komast að síðustu dagana. Hundruð sundfærra Akureyringa, sem enn eiga eftir að Ijúka keppn- inni, mega ekki fresta því leng- ur. íslendingar hafa nú getið sér mikinn orðstír fyrir að sigra þrjár þjóðir í landskeppni sama daginn. Sigurinn ætti að verða þeim auðveldastur í sundkcppninni, ef engir liggja á sínu liði. Athugið að hver tugur þátttakenda hækkar stigatöluna um 150. — Nú hef- ur 'menntamálaráðuneytið gef- ið silfurbikar því íþróttahéraði, sem bezta þátttöku hefur, mið- að við íbúatölu. Áheit á Elliheimilið í Skjaldar- vík. Frá N. N. kr .100.00. og gam- alt áheit kr. 30.00, og frá K. S. kr. 200.00. — Frá J. H. kr. 500.00 og frá ónefndum kr. 600.00. — Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Skjaldbörgarbíó hefur frum- sýningu á hinni frægu óperu- mynd Rigolettó í Samkomuhús- inu kl. 9 í kvöld fyrir bæjar- Stjórn, fi’éttaritara, Templara og nokkra aðra gesti. Félagar ísa- foldar vitji aðgöngumiða sem fyrst í dag til Kristjáns S. Sig- urðssonar, Brekkugötu 5, en Brynjufélagar til Stefáns Ág. Kristjánssonar á skrifstofu S. A. Leiðrétting. í síðasta tölublaði Dags, í grein um Kantötukór Akui'eyi-ar segir: „Um niður- stöðuna, að veita sænska I. O. G. T.-kórnum 1. verðlaun og Kan- tötukói'num 2. verðl. var enginn ágreiningur í dómnefndinni," o. s. frv. Var þetta haft eftir Sveini Bjarman aðalbókara. Nú óskar Sveinn leiðrétt, og tekið fram, að sér sé ekki kunnugt, hvort dóm- nefndin hafi verið einhuga um, hverjum kóranna bæri að veita 1. verðlaun. En hins vegar viti hann með sanni, að Kantötukórn um hafi ágreiningslaust verið veitt 2. véfðlarift, eftir að 1. vei'ðl. hafði þegar verið úthlutað. Sambanodsfundur norðlenzkra kvenria hefst í Húsmæðraskólan- um fimmtudaginn 5. júlí næstk. kl. 1.30 ííðd.-Allar konur vel- komnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.