Dagur - 01.08.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 01.08.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift aS DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. Bagur Fimmta síðan: Ný lína frá Moskva? — Sameiningarflokkar á fs- landi og Grikklandi. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 1. ágúst 1951 30. tbl. Frá jarðboruiiunum við Námaf jall Undir umsjá Baldurs Líndals efnaverkfræðings fara nú fram rann- sóknir á jarðhitasvæðunum við Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu. Er m. a. verið að bora lijá brennisteinshverunum þar í leit að nægilega miklu magni af brennisteinsgufum til þess að telja megi fjárhagslega öruggt að hcfja þar breimistcinsvinnslu. — Myndin er frá borununum austan Námafjalls. Norrænu konurnar íóru ti! Mývatns í gær Hátíðleg móttaka á hafnarbakkanum, er „Brand V“ lagðist að bryggju Fimm slórar skurðgröfurstarfa í héraðinu ... .. .... 'i ■ ' . Heyskapur hefur gengið vel - spretta sæmileg, en miklar kalskemmdir á túnum víða í héraðinu Ilópur norrænu kvímnanna, sem gista landið þessa dagana, kom til bæjarins á mánudags- r Oþurrkasamt um vesturhluta Norður- lands Fremur óþurrkasamt hefur verið í sumar um vesturhluta NorSurlands og hefur heyskapur gangið mun lakar í Skagafirði og Húnavatnssýslum en hér í Eyja- firði og í Þingeyjarsýslum. Bænd um austan Skagafjarðar hefur gengið heyskapurinn erfiðlega og var sl. laugardagur fyrsti góði þurrkdagurinn þar um langan aldur. Svo nærlendis sem í 01- afsfirði hefur og verið mun óþurrkasamax-a en hér innfjarð- ar. Krossanes með ]4500 mál síldar í gær hafði Krossanesverk- smiðjan fengið alls 14585 mál síldar. Síðustu landanir eru: 24. júlí Stjarnan 264 mál, 27. júl, Auður 547 mál, 28. júlí Snæfell 334 mál, 334 mál, sama dag Jör- undur 717 mál. Karfalandanir: 27. júlí Harðbakur 372 tonn, 30. júlí Kaldbakur 404to:in. í gær var Svalbakur að landa og hafði á 4. hundrað tonn. kvöld og tóku konur úr kven- félögum bæjarins á móti þeim og var þeim fengin gisting í heima- vistarhúsi MA. Um kvöldið höfðu kvenfélögin boð inni í Húsmæði’askólanum. í gær kom svo aðalhópurinn með skipinu Brand V, er lagðist að bryggju sér um kl. 12. Var skipið nokkuð á undan áætlun og var því ekki eins mannmargt á bryggjunni og annars hefði orðið. Frú Gunnhildur Ryel ávarpaði gestina og bauð þá velkomna hingað. Síðdegis lögðu konurnar upp í stórum áætlunarbílum til Mý- vatns og munu hafa komið aftur seint í gærkveldi. í dag hefur bæjarstjórnin boð inni fyrir gestina. Skipið leggur af stað héðan í dag, áleiðis til Aalesund, með viðkomu í Þórs- höfn í Færeyjum. Alls eru í förinni um 200 manns. Jón Sigurgeirsson lögreglu- þjónn frá Ilelluvaði ók nú á dögunum á jeppanum sínum frá Bjarnarstöðum í Bárðar- dal að Gautlöndum í Mý- vatnssveit. Er búið að ryðja sæmilegan jeppaveg þessa leið. Þarna er um nýstárlega og mjög skemmtilega leið að ræða fyrir þá, sem jeppa eiga, ef þeir ætla að bregða sér í Mývatnssveit. Selur með kóp sinn í Eyjafjarðará! Að undanförnu hafa bænd- ur fram í Eyjafirði orðið varir við sel í Eyjafjarðará og nú fyrir helgina sást stór selur ■ með kóp sinn á ánni skammt frá Guðrúnarstöðuin, en sá bær er gegnt Melgerðisflug- velli, ca. 22 km. frá Altur- eyri. A. m. k. ein skytta héðan úr bænum hefur gert tilraun til þess að sálga fjölskyldu þessari, en mun ekki hafa tekizt, og hafði blaðið ekki frétt að búið væri að vinna á selunum, er það fór í press- una. Selur í á er að sjálfsögðu hinn mesti vágestur og eyðir veiði, og er líklegast að selur þessi verði ekki langlífur í ánni, enda þótt skcmmtilegast væri, eins og á stendur, að hægt væri að koma honum á sjó út lifandi. ----- ---J Byggja verkamanna- bústað með 4 íbíiðum í Ólafsfirði er nú verið að byggja fjögurra íbúða hús og er það byggingafélag veikamanna, sem stendur fyrir smíðinni. Ætl- unin er að ljúka byggingunni á þessu ári. Þetta sama félag hefur áður byggt allmörg myndarleg þriggja íbúða hús. 80 ára í gær Frú Margarethe Schiöth, heið- usrborgari Akureyrarkaupstaðar og forustumaður á sviði trjá- og blómaræktar hér um slóðir, varð 80 ára í gær. í tilefni þess var í gærkvöldi afhjúpuð myndastytta af frúnni í Lystigarði bæjarins. Var hún þar hyllt og henni þakkað starf hennar að fegra bæinn og kenna fólkinu að meta blómskrúð og gróður. — Dagur sendir frá Schiöth hjartanlegar afmæliskveðjur á þessum tíma- mótum í ævi liennar. Bændur í fram Eyjafirði eru langt komnir að alhirða af túnum sínum og hefur heyskapartíð verið einkar hagstæð, en spretta ekki nema í meðaliagi eða kann- ske tæplega það, sagði Ólafur Jónsson héraðsráðunautur í við- tali við blaðið nú á dögunum. — Mjög mikið hefur verið um kalskemmdir í túnum og ný- ræktum, einkum í fram Eyjafirði, en þó hefur þetta gengið mjög misjafnlega yfir. Yngstu nýrækt- irnar eru yfirleitt verst útleiknai-. Þessar kalskemmdir eru mjög misjafnar, eftir því hvei-nig snjóa lög hafa verið og hversu snemma snjóa hefur leyst. Nýting heyja í Eyjafirði verð- ur að teljast ágæt að þessu sinni. Bændur hér'út með firðinum, t. d. í Höfðahverfi, eru samt ekki eins langt komnir með heyskap- inn og bændur í fram firði, enda hófst sláttur mun fyrr í hrepp- unum hér framan við bæinn, en horfur á að nýtingin verði alls staðar góð. Miklar þurrkunarframkvæmdir. Fimm stórar skurðgröfur starfa nú í héraðinu að stórfelldri land- þurrkun. Eru þrjár þeirra eign vélasjóðs en tvær eign í-æktunar- sambandanna, en allar eru þær reknar af ræktunarsamböndun- um. í Höfðahverfi er búið að gera mikla skui'ði, og vinnur grafa sú sem stendur á Jarlsstöð- um og er þar myndarlega að verki verið. í fyrra voru líka gerðir miklir skurðir í Höfða- hverfi. Þá er skurðgrafa að vei'ki í Kaupangssveit og er um þessar mundir hjá Skálpagerði, hin þriðja í Hrafnagilshreppi, sem stendur hjá Litla-Hóli, en hefur í sumar verið í Saurbæjarhreppi. Fjórða skurðgi-afan starfar í Kræklingahlíð og á þar mikil verkefni, er sem stendur utan og ofan við Glei'ái'þorp, en er ann- ars fyrirhugað að hún haldi út í Öxnadal og Hörgárdal síðar. Loks er skurðgrafa að vei'ki á Árskógsströnd, sú sem var í Svarfaðardal í fyrra, og er hún að starfi utan við Þoi'valdsdalsá. Sem stendur leggja bændur einna mesta áherzlu á land- þurrkunai'framkvæmdir þessar og er minna um aðrar jarðabæt- ur í héraðinu í sumar en t. d. í fyrra, sagði Ólafur Jónsson. Er eðlilegt að misjöfn áherzla sé lögð á einstakar framkvæmdir frá ári til árs, enda hafa menn ekki bolmagn til að sinna öllu í einu. Votheysverkun fer vaxandi. Ólafur kvað áberandi, að vot- heysverkun færi vaxandi og væri víða verið að byggja votheys- turna eða gera votheysgryfjur. Samvinnubyggingafélags Eyja- fjarðar annast byggingu votheys- turna víðs vegar í héraðinu með prómetó-mótúm sínum og hefur þegar lokið smíði turna á nokkr- um stöðum, t. d. að Núpafelli og Hvassafelli. Eru ýmist byggðir heilturnar eða hálfturnar. Menn byggja hálfturnana til þess að losna við blásturstækin og sax- arana og kostnaðinn af þeim tækj um, en vafasamt taldi Ólafur Jónsson samt að það borgaði sig, einkum ef hálfturnar væru þann- ig settir, að tilfæi’ingar þyrfti samt til þess að koma heyinu í þá. Hálfturnar eru auk þess mun dýrari hlutfallslega en heilturn- ar. Á Svalbarðsströnd hafa verið byggðir turnar með íslenzkum mótum og eru þeir grennri en prómetó-turnarnir. Votheysgryfjur er víða verið að gera, og hafa bændur þær nú bæði stærri um sig og mun dýpri en áður tíðkaðist og vanda meira til þeirra. Sums staðar er verið að gera gryfjur sem eru 8—9 metrar á dýpt. Að öllu samanlögðu kvað Ól- afur bændur hafa miklar fram- kvæmdir með höndum hér um slóðir, en mörg verkefni bíða sem þeir hafa fullan hug á að leysa eins fljótt og ytri aðstæður leyfa. Hcilsufar allgott í bæ og héraði Kíghósti og mislingar breiðast ekki út hér í bænum eða í hérað- inu, sagði héraðslæknirinn, Jó- hann Þorkelsson, í viðtali við blaðið, en einhverjar sögur um slíkt eru á kreiki. Er ekki vitað til að nein slík tilfelli hafi komið upp hér, en hingað hafa komið börn frá Reykjavík með kíghósta og ennfremur mislingasjúkling- ar. Um heilsufarið almennt í bæ og héraði í suraar, sagði héraðs- læknirinn, að það mætti kalla allgott og hefðum við sloppið við allar farsóttir, en kvef og inflú- enza hefði þó hei-jað talsvert í sumar, einkum úti í héi'aðinu, en minna í bænum sjálfum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.