Dagur - 01.08.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 01.08.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 1. ágúst 1951 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa 1 Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. g PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. J ,í gróðrinum hugurinn hans; MEÐAL ÝMISSA annarra góðra, erlendra gesta, er gist hafa land vort nú í sumar, eru tveir kunnir og gagnmerkir skógræktarmenn norskir, en það eru þeir Nils Ringset, formaður norska skógræktarfélagsins, og Reidar Bathen, fylkis- stjóri skógræktar í Tromsöfylki og nú síðast í Bergen. Eru þeir félagar gestir Skógræktarfélags íslands og hafa nú að unadnfömu ferðazt víða um landið í boði þess og kynnt sér framkvæmdir þess og fyrirætlanir. En báðir hafa þessir menn veitt íslenzkum skógræktarmálum drengilegan stuðning áður og eru íslendingum að góðu kunn- ir, og Bathén skógræktarstjóri var enda hér á landi fyrir þrem árum síðan og kynnti sér þá málr efni íslenzku skógræktarinnar með eigin' augum,- ÞAÐ ER ÞVÍ fyllsta mark á því takandi, spm þessir ágætu gestir láta eftir sér hafa í þessum efnum. Og víst má það vera mikið gleðiefni hverj- um góðum íslandingi, að formaður norsku skóg- ræktarinnar hefur eftir þessi kynni látið svo um mælt, að framtíðarmöguleikar íslenzkrar skóg- ræktar hafi komið sér mjög á óvart, og hafi hann þó áður gert sér um þá hugmyndir. Og Bathen skógræktarstjóri hefur m. a. látið í ljós undrun sína yfir framförum lerkisins í Hallormsstaða- skógi, sem kemst upp í 5—7 metra hæð á 13 árum. Segir hann, að framfarir þess séu vel sambærileg- ar við það, sem gerist í Noregi, og það í þeim hér- uðum landsins, þar sem lerkitré eru þó ræktuð sem nytjaskógur, svo sem á Sunnmæri og víðar. „ER ÞAÐ EKKI furðulegt, að það skuli hafa verið mögulegt að fara jafn illa með þetta land, eins og raun hefur á orðið, — land, sem upphaf- lega var jafn frjósamt og þessi blettur er nú, — land, sem var þakið skógi og skógarsvörðurinn svo vafinn grasi sem hann er hér,“ varð Reidar Bathen að orði um daginn, er hann var staddur í Vaglaskógi. Og víst verður því ekki neitað, að liðnum kynslóðum hefur tekizt þetta undra vel á tiltölulega skömmum tíma, þótt ekki sé það frækilegt til afspurnar. Sjálfsagt hafa feður okkar og forfeður sínar afsakanir og málsbætur í þess- um efnum, þrátt fyrir allt. En við, núlifandi kyn- slóð og afkomendur okkar, höfum engar slíkar málsbætur né afsakanir, ef við höldum lengra en þegar er orðið á þeirri slysaslóð öreyðingarinnar, sem feður okkar hafa fetað, í stað þess að snúa þar gersamlega við og hefja þegar í stað ötullegt og einbeitt starf að því marki að græða sem fyrst og rækilegast öll þau svöðusár, sem fyrirrennarar okkar hafa slegið gróðrarríki okkar góða lands. VIÐ HOFUM engar slíkar afsakanir né 'máls- bætur sökum þess, að ötult brautryðjendastarf dugmikilla og árvökulla forystumauna hefur þegar sýnt okkur svart á hvítu, hvað hægt er að gera og okkur ber að gera í þessum efnum. Og vitnisburður reyndra og margfróðra sérfræðinga erlendra, svo sem þeirra Ringsets og Bathens, á vissulega að geta stutt okkur og styrkt í þeirri trú, sem starf og boðun okkar eigin rrianna héfur gefið okkur á möguleika og eðliskosti íslenzkrar moldar. Og nú berast okkur þau gleðitíðindi sunn an af Rangársöndum, að ný og stórfelld reynsla þeirrá Skúla Thorarensens og Vilhjálms Þór bendi sterklega ti) þess að stórum auðveldara og fljótlegra kunni að vera en menn höfðu áður ætlað, að græða að nýju og breyta aftur í tún og nytjaland ýmsum þeim stórfelldu og ægivíðlendu auðnum, sem ör- fokið og uppbiásturinn hafa áður skapað, en þau fyrirbrigði fylgja tíðast og víðast gereyðingu skóg- anna fast á hæla. gleðilegri og athyglisverðari um- skipti og hugarfarsbreyting sem kynslóðin og aldarhátturinn eru annars lítt kennd við þann hugs- unarhátt, „að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum,“ og hlýtur þó starf skógræktarmannsins ávallt að vera fremur hugsjónastarf en hagsmunaumsýsla að því leyti, að það hlýtur jafnan að taka tugi ára ala upp nytjaskóg, svo að Blómskrúð á gangstéttum Eg var á gangi í bænum um daginn og staðnæmd- ist við búðarglugga. Ekki var það vegna þess, að eg ætlaði að fara að virða fyrir mér vörurnar, heldur urðu nokkur sumarblóm í kassa til þess að draga að mér athygli mína. SVO ER STARFI og boðun nokkurra ötulla og framsýnna forvígismanna og ósíngjarnra og fórnfúsra áhugamanna fyrir að þakka, að svo virðist, sem veru- leg straumhvörf og umskipti hafi orðið um viðhorf og afstöðu alls almennings til skógræktarmál- anna hin allra síðustu árin — að menn hafi öðlast á ný trúna á gróðrarmátt moldarinnar og möguleika landsins að þessu leyti. Og þetta eru þeim mun höndin sem sáir á þeim akri, get- ur naumast vænzt þess að hirða sjálf nokkra hagnýta uppskeru af honum. Skógræktarmaðurinn er þá ávallt fyrst og fremst að leggja gull í lófa framtíðarinnar, en starfs fagnaðarins og sköpun- arinnar fær hann þó sjálfur að njóta. Og kunna það ekki að vera drýgstu verkalaunin — sá gjald- eyrir, sem sízt verði verðfelldur eða afskráður, þegar öllu er á botninn hvolft? FOKDREIFAR „Hringferðimar“ tvær. „VEGFARANDI“ skrifar blað- inu á þessa leið m. a.: „Víst höf- um við íslendingar tekið rösklega til höndunum í samgöngu- og vegairiálum okkar síðustu tvo til þrjá áratugina,. því að áður var allt þetta stóra, strjálbýla og tor- færa land vegalaust að kalla í þeim skilningi, sem nútíðamenn leggja í það orð, og flestar hinar fjölmörgu ár • og straumhörðu stórfljót, sem einkenna þetta land, óbrúaðar með öllu. Nú hafa þó, á þessum tiltölulega stutta tíma, sæmilega akfærir vegir — a. m. k. á okkar vísu, eða sam- kvæmt okkar inálvenju, — teygzt um flestar; býggðir landsins og furðu víða yfír heiðar, auðnir og óbyggðir héraða og landsfjórð- unga á milli. Og víst eru brýrn- ar yfir lækina, gilin, árnar og stórfljótin orðnar margar og dýr- ar, er byggðar hafa verið á rúm- lega hálfum mannsaldri eða svo. HINU ER SVO sízt að neita, að á mælikvarða þeirra þjóða, sem öldum saman hafa verið að full- komna akfært vegakerfi sitt í þéttbýlum og í flestum tilfellum stórum greiðfærari löndum frá náttúrunnar hendi en okkar, — eru vegamál okkar ennþá í lítt viðunandi horfi, svo að segja má, að margur þjóðvegurinn geti naumast akfær talizt ennþá, ef mælt skal á þeirra stranga mæli- kvarða. En mér finnst þó varla sanngjarnt að fást svo mjög um það, ef dæmt er frá því sjónar- miði, sem eg nefndi áðan. TVEIR ERU ÞÓ þeir vegakafl- ar hér í nágrenni hins norðlenzka höfuðstaðar, sem mér finnst varla forsvaranlegt að dragist miklu lengur, en þegar er orðið, að komist í sæmilega akfært horf. Ef til vill verð eg sakaður um að hafa fyrst og fremst „túr- ista“-sjónarmið fyrir augum, þegar eg nefni þessa vegarspotta, fremur en hagnýta þýðingu þeirra fyrir vöruflutninga innan héraðs,. eða samgöngur sveita- fólksins, sem á þarna hlut að máli. Látum þá svo vera. En til hvers er þá verið að tala um að gera landið aðlaðandi fyrir er- lenda skemmtiferðamenn? Og til hvers eru innlendir jafnt sem er- lendir ferðalangar að brölta með ærnum kostnaði og áhættu fyrir ökutæki sín upp um auðnir og óbyggðir, ef fegurstu og eftir- sóknarverðustu leiðirnar innan 1 héraðs — og það jafnvel í næsta nágrenni stærstu bæjanna — eiga áratugum saman að vera því næst lokað land sökum vegleysis og hvers kyns torfærna. EN NÚ ER eg loks kominn að aðalefninu — að nefna vegar- kaflana tvo, sem eg drap á áðan. — Naumast verður sagt, að nokkur ferðamaður hafi séð allt hið fegursta og helzta, sem hægt er að sjá í því blómlega og fagra héraði, Eyjafirði framan Akur- eyrar, nema hann hafi farið um sveitina bæði austan og vestan ár. En nú hafa svo áratugum skiptir sakir staðið þannig, að þessu verður ekki viðkomið nema að fara í tvo sérstaka leið- angra frá Akureyri, annan fram fjörðinn að austan, hinn að vest- an, í stað þess að aka hringferð um héraðið og slá báðar flugurn- ar í einu höggi. NÚ SKYLDU MENN halda, að Eyjafjarðará væri sú vík, sem skildi þarna milli vina, því að á hana kynnu að vanta sæmilegar brýr, þarna fram í firðinum. Ónei. Ekki getur það þó verið ástæðan, því að tvær myndarleg- ar brýr eru þar á ánni með stuttu millibili. Ástæðan er sú, að til- tölulega stuttur vegarkafli utan Möðruvalla fremri hefur raunar verið ókeyrandi á flestum eða öllum tímum árs, og er það enn, að því er eg bezt veit, nema voga djarft um meðferð og útreið far- artækjanna. Eg þykist skilja örð- ugleika þá, sem vegamálastjóri okkar á við að stríða, en þó er mér óskiljanlegt, að miklu lengur þurfi við svo búið að standa í miðju þessu fjölbyggða og fjöl- farna menningarhéraði sem Eyja fjörður þó er. EKKI MUN ÞAÐ heldur leika á tveim tungum í hópi þeirra, sem til þekkja, að naumast geti fjölbreyttai-i, sérkennilegri né yndislegri fegurð að líta hér í næsta nágrenni en á hringferð frá Akureyri, um Vaglaskóg, niður úthluta Fnjóskadals, Dals- mynni, Höfðahverfi og inn um Víkur og Svalbarðsströnd hingað til bæjarins aftur. Skógadýrð og sveitasæla Út-Fnjóskadals og Dalsmynnis,- og blómi og sér- kennileg fegurð Höfðahverfis og Svalbarðsstrandar eiga sér naumast sinn líka á landi hér. Og þó mun óhætt að kveða svo að orði, að allar þessar sveitir séu (Framhald á 7. síðu) Þetta var fyrir framan hannyrðaverzlun Ragn- heiðar O. Björnsson við aðalgötu bæjarins. Gerður hafði verið aflangur kassi, sem komið hafði verið fyrir á gangstéttinni, eða nánar tiltekið á mjórri syllu við húsvegginn. í kassanum var nokkuð af sumarblómum, sem brostu þarna til manns í sól- skininu ,en „þau hafa nú týnt tölunni, síðan kass- inn kom út,“ tjáði frk. Ragnheiður mér, þegar eg heilsaði upp á hana og samgladdist henni með þessa ágætu hugmynd. Þeir, sem um götuna fóru, höfðu hrifsað í gróð- urinn, sem ætlaður hafði verið til þess að gleðja hjörtu þeirra. „Eg held að það breytist fljótt til batnaðar,* ‘sagði Ragnheiður brosandi, „eg þykist vera að ala fólkið upp með þessu, og það verður að venjast blómunum og læra að umgangast þau.“ • Á leiðinni heim fór eg að hugsa um þetta nánar. Eg sá fyrir mér bæinn okkar baðaðan í blómum, en einkanlega beindist hugurinn að miðbænum. Á Brekkunum og útjöðrum bæjarins er víða mikið af fallegum görðum og grænum túnblettum og hvömmum. í miðbænum er ekkert slíkt að hafa annað en Ráðhústorgið blessaða, sem aldrei verður vingjarnlegur blettur fyrr en hin leiðinlega girð- ing, sem umlykur gróðurinn, er á bak og brott. — Menn ættu að hafa í huga Austurvöll í Reykjavík, og hvílíkum stakkaskiptum sá staður tók við afnám ' girðinganna og eftir að fólkinu var trúað fyrir því að ganga virðulega um staðinn. Austurvöllur hefur aldrei verið fegurri né meira yndi bórgarbúa, held- ur en nú, og aldrei heyrist, að menn noti sér girð- ingarleysið til þess að gera þar úsla í gróðri eða mannvirkjum. Vonandi á Ráðhústorgið okkar (sem mætti gjarnan heita einhverju öðru nafni) eftir að verða að fögrum stað, sem býður alla velkomna, er um bæinn ganga. En þá komum við að gangstéttunum. Hugsið ykkur, hve miðbærinn gæti orðið. elskulegur, ef allar verzlanir og opinberir staðir settu út blóm yfir sumarmánuðina, á svipaðan hátt og hér hefur verið minnst á að framan. Það er hægt að hugsa sér áframhald af þessum löngu kössum meðfram öllum byggingum miðbæjarins, en á gatnamótum, torgum og við inngang stórra bygginga væri blómunum komið fyrir í kútum eða stórum blómapottum. Sum ar byggingar virðast vera skapaðar fyrir slíkt, sbr. syllurnar (við gangstéttina) á Landssímahúsinu, þar sem tilvalið er að koma fyrir blómakössum. Ef fólkið í miðbænum færi að dæmi konu þeirrar, er riðið hefðu á vaðið o ghér var nefnd, myndi að- algatan okkar fá annan og fallegri svip, en hún hef- ur nú. Með litlum tilkostnaði og ekki mikilli fyrir- höfn væri hægt að gera bæinn að sannkölluðum blómabæ, en þó því aðeins að fólk sé um það sam- taka, og hver og einni leggi fram sinn skerf. HeiIIaráð. Finnist manni krækiberjasúpan (eða grauturinn) alltaf blá á lit, er hægt að breyta henni með því að setja dálítið af sítrónusafa saman við. Blái liturinn mun víkja ,en súpan verða fallega rauð og auk þess mun bragðbetri en ella. Grænmetis-salat. 5 soðnar kartöflur. — V2 agúrka. — 1—2 tómatar. — 1 harðsoðið egg. — 1 salathöfuð. — 1—2 dl. grænar baunir. — Súrsæt rjómasósa. — 2 dl. súr rjómi. — 1 matsk. sítrónusafi. — % teskeið sinnep. —1 tesk. sykur. — Steinselja eða einhver önnur kryddjurt. Grænmetið er skorið í þunnar sneiðar eða smá bita en salatblöðin í ræmur. Nokkur salatblöð eru skilin eftir og notuð heil undir salatið á fati eða á diskunum (sé skammtað á diskana). Sósan: Rjóm- inn er þeyttur og öllum bragðefnunum blandaS saman við. Grænmetið er blandað með varúð sam-. an við sósuna. Saxaðri steinselju stráð yfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.