Dagur - 01.08.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 1. ágúst 1951
D A G UR
7
ÚR BÆ OG BYGGD
- Dagskrármál
landbúnaðarins
(Framhald af 2. síðu).
hring fyrir bændur víðs vegar
um land. Hve miklu má offra og
um hve langa vegu má sækja
bruna eða vikur, sem notað sé á
viðeigandi hátt til veggjagerðar,
svo að byggja megi, eins og gert
var í Gljúfurholti í hittiðfyrra, 25
cm. þykka veggi, er reynist nægi
lega traustir og skjólgóðir, miðað
við íslenzka veðráttu. Þetta atriði
og mörg önnur eru til athugunar
í , öllum sveitum, meðal allra
þeirra, er byggja þurfa; en það
er ekki á færi einstaklinga held-
ur félagsskapar, að gera sér grein
fyrir slíku, vegna allra þeirra,
sem eiga eftir að byggja eða lag-
færa þær byggingar, er þegar
hafa verið reistar. Má vera, að á
þessu sviði sé hægt að spara
nokkrar krónur á hverjum rúm-
metra í byggingum og hver
króna, sem spöruð er, eru líka
fjármunir. Verksviðin eru mörg
og þau þurfa öll athugunar með.
Dýrast af öllu dýru er íimbrið.
Jafnvel timburframleiðsluþjóðir
spara það, fremur en allt annað
byggingarefni. Hvað gerum við í
því? Á félagslegum grundvelli
má eflaust spara timbur í stórum
stíl. Það er svo margt, sem hægt
er að gera með sameiginlegu
átaki og í félagsstarfi, er til gagns
og góðs má verða. Og einnig í því,
sem snertir uppbyggingu sveit-
anna.
Teppaefni, rósótt
Gardínutau
Handklæði
Kvensokkabönd
Herrasokkar, m. teygju
Herrabindi.
ÁSBYRGI H.F.
Ljósmyndastofa
G. Funch-Rasmussen,
Gránufélagsgötu 21, opin alla
virka daga kl. 1—6 e. h.
Tökum upp í dag
ensk gabardínefni
í brúnum lit. — Getum saum-
að úr tillögðum efnum þenn-
an mánuð.
Saumastofa
Björgvins Friðrikssonar,
Hafnarstræti 81.
Sími 1596.
Til sölu:
JÓN SVEINSSON
hdl.
Hafnarstr. SS — Sími 1211
Heima 1358
Eignaumsýsla, kaup og sala
lasteigna og önnur lögfræði-
störf eftir samkomulagi.
Notað timbur
til sölu. — Upplýsingar í
SÖL USKÁLANUM.
Sími 1427.
Nú fást:
Tappar
í hitageyma.
Stjörnu-Apótek.
„Eterna“-armbandsúr
tapaðist föstud. 27. júlí s. 1.
á leiðinni frá Þórunnarstr.
118, um Hamarsstíg, Odd-
eyrargötu, Bjarnrastíg, Gils-
bakkaveg, að Skóbúð Kea.
Finnandi vinsaml. skili því
að Þórunnarstr. 118, gegn
fundarlaunum.
Messað kl. 11 næstk. sunnudag
í Akureyrarkirkju. — P. S.
Kristniboðshúsið „Zíon“. Sam-
koma næstkomandi sunnudag kl.
8.30 e. h. — Allir velkomnir.
Enn sjást ekki vegheflar á
þjóðvegunum hér nærlendis,
enda gerast vegirnir nú æ erf-
iðari yfirferðar. Hvað dvelur
orminn langa?
Leiðrétting. í afmælisgrein um
Gunnar Jóhannsson í síðasta
blaði hafði nafn konu hans mis-
ritast. Hét hún Kristín, en ekki
Stefanía. Einnig var það mis-
hermt, að þeim hjónum hafi ekki
orðið barna auðið. Þau eignuðust
3 börn, sem öll dóu ung.
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr.
50.00 frá K. K. —J kr. 20.00 frá
K. P. Móttekið á afgr. Dags.
Áheit á Strandarkirkju. Kr.
20.00 fr. V- ,J. — Kr. 10.00 frá
ónefndum. Móttekið á afgr. Dags.
Bæjaryfirvöldin hafa látið
koma upp ruslakörfum á
nokkrum stöðum í miðbæn-
um og er ætlast til þess að
menn fleygi bréfarusli, app-
elsínuberki og öðru slíku í
dalla þessa, en ekki á götuna.
Þetta er virðingarverð tilraun,
en sorglegt er að sjá að marg-
ir láta sem þeir sjái ekki
framför þessa og halda áfram
að fieygja rusli á götuna eft-
ir sem áður.
Gjafir til Elliheimilisins Skjald-
arvík. Frá Líknarsjóði ísiands kr.
1000.00. — Frá ónefndri konu kr.
50.00 og frá ónefndum kr. 90.00.
Hjartans þakkir. Stefán Jónsson.
Ferðafélag Akureyrar fer
kvöldferð í Svarfaðardal í kvöld.
Lagt af stað frá Ráðhústorgi.
Áheit á Strandarkirkju. Frá N.
N. kr. 50.00. Móttekið á afgreiðslu
Dags.
Sjónarhæð. Samkoma næsta
sunnudag kl. 5. Allir velkomnir.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100
frá N. N. Móttekið á afgr. Dags.
Almenningssalernin undir
kirkjutröppunum eru fyrh'
nokkru tekin í notkun og eru
þau til fyrirmyndar um frá-
gang allan og snyrtimennsku.
Hefur þessi framkvæmd tek-
i?t vel, Eftir er að vita, hvort
gengið verður þannig mn
þessa staði, að þeir verði lengi
með sama snyrtimennsku-
bragnum og nú er.
Fíladelfía. Samkomur verða í
Lundargötu 12: Miðvikudag, 1.
ágúst, kl. 8.30 e. h.: Biblíulestur
fyrir trúaða. — Fimmtudag: Al-
menn samkoma kl. 8.30 e. h. —
Sunnudag: Almenn samkoma kl.
8.30 e. h. — Erik Martinsson tal-
ar á samkomunum. Verið vel-
komin.
- Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
langferðamönnum lítt eða ekki
kunnar yfirleitt .Þó liggja ágætir
akvegir um mestan hluta þessa
svæðis og öll meiriháttar vatns-
föll eru þar vel og tryggilega
brúuð. Hvað veldur? Vafalaust
það, að alllangur kafli vegarins
um Utdalinn og Dalsmynnið er
með þeim endemum, að einstakt
mun mega kallast í byggð hér á'
landi nú orðið, og er þá vissulega
djúpt tekið í árinni.
EG SKRIFA þessar línur í
þeirri von, að þær megi verða
hlutaðeigendum ráðamönnum of
urlítil hvatning til þess að taka
þetta til athugunar og helzt að
bæta rækilega úr ástandinu, áður
en alltof langt líður.“
Dráttarhestar, hesta-sláttu-
vél og sláttuvélaskúffa.
Kristinn Sigmundsson,
Arnarhóli.
Vi! kaupa
haustbæra kú. Skipti fyrir
vorbæra koma einnig til
greina. — Þeir, sem vildu
sinna þessu, eru vinsamleg-
ast beðnir að leggja nöfn
sín inn á afgreiðslu Irlaðs-
ins, ásarnt nafni og númeri
kúnna og væntanlegu verði.
Baldur Halldórsson.
H1 íðarenda.
Hitageymar
Ásbyrgi h.f.
og Söluturninn, Hamarsstíg.
Systrabrúðkaup. Sunnudaginn
29. júlí voru gefin saman í hjóna-
band í Bakkakirkju í Öxnadal
ungfrú Jóhanna Aðalsteinsdóttir,
Bakkaseli, og Hans Petersen,
starfsmaður á bifreiðaverkstæði
Jóns Loftssonar, Reykjavík. —
Ennfremur ungfrú Jónheiður
Eva Aðalsteinsdóttir, Bakkaseli,
og Sigurgeir Sigurpálsso’n,
starfsmaður á bifreiðaverkstæð-
inu „Þórshamri", Akureyri.
Sama dag átti móðir brúðanna,
írú Steinunn Guðmundsdóttir,
kona Aðalsteins Tómassonar,
gestgjafa í Bakakseli, fimmtugs-
afmæli.
Möðruvalalkl.prestakall. Mess-
að í Glæsibæ sunnudaginn 12.
ágúst kl. 2 og að Bægisá sunnud.
19. ágúst kl. 1 e. h. Messan, sern
ákveðin var að MöðruvoJlum
næstk, sunnúdag, fellur niður.
Sextugur varð 23. þ. m. Sig-
tryggur Jónsson, verkamaður,
Lækjargötu 2 hér í bæ.
Lélegur fiskafli er á trillubáta
sem róa til fiskjar frá verstöðv-
unum hér við Eyjafjörð. Sjó-
menn hér við fjörðinn segja að
fiskgengd á grunnmiðum sé allt-
af að minnka.
Nokkrir norskir síldveiðibátar
hafa leitað hér hafnar í sumar
og komið hefur fyrir að þeir hafa
verið teknir upp í dráttarbraut-
ina til viðgerðar og eftirlits.
Lokið er viðgerð Brekkugötu
við Landsbankahúsið nýja og
umferð hafin á ný um suðurhluta
götunnar eftir nokkurt hlé. Þetta
var mikil viðgerð og væntalega
góð að sama skapi.
Austurríska söngkonan
vakti hrifningu
Else Múhl, ópei-usöngkona, frá
Austurríki, er fór með hlutverk
Gildu í Rígólettó í Þjóðleikhús-
inu í vor, hélt hljómleika á veg-
um Tónlistarfélags Akureyrar
hér í fyrri viku og söng lög eftir
Schubert, Brahms, Wolf, Rossini,
Verdi og Strauss, með aðtsoð dr.
Urbantschitsch. Söngkonan hef-
ur mjög fallega og vel þjálfaða
rödd og vakti söngur hennar og
framkoma hrifningu áheyrenda
hér, sem fögnuðu henni ákaft.