Dagur - 15.08.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 15.08.1951, Blaðsíða 1
Áskrifendur úti á landi: Létt- ið innheimtuna. Sendið ár- gjaldið kr. 40.00 til afgreiðsl- unnar. Dagur Fimmta síðan: Nýjar vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að æðakerfi líkam- ans hefur fjölþættara og þýð- ingarmeira hlutverki að gegna en áður var vitað. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. ágúst 1951 32. tbl. Grísk börn sleppa gegnum járntjaldið Leppríki Stalins á Balkanskaga þverskallast enn í flestum tilfellum við að leyfa grísku börnunum, sem þau rændu í skæruhernaðinum og borgarastríðinu eftir aðra heimsstyrjöldina ,að hverfa aftur heim til föðurlandsins. Hins vegar liafa Júgóslavar sent heim allmörg grísk börn, er þar höfðu lent af sömu ástæðum. — Á myndinni sést grísk móðir fagna 2 börnum sínum á landamærastöðinni Idhomeni. Byrjunarframkvæmdir hafnar við nýja fjupöllinn við Ákureyri Eyjafjarðará verður veitt í nýjan farveg Svo er að sjá, sem fullur skriður muni nú skjótlega komast á framkvæmdir við hinn fyrirhugaða flugvöll í Eyjafjarðarárhólmum hér innan við bæinn. Sl. mánudag tóku þar nokkrir menn og bílar til starfa við vegagerð í bessu skyni. Sanddæla, sem fengin er til bráðabirgða að láhi hjá Oskari Halldórssyni, mun væntanleg þessa dagana, og mun þá tekið til óspilltra málanna við að grafa vestustu kvísl Eyjafjarðarár nýj- an farveg ,og veita henni þar með alllangt frá hinu fyrirhugaða flugvallarstæði. Önnur og miklu stórvirkari dæla mun nú í pönt- un erlendis. Lengd flugvallarins frá uppfyllingu, sem gerð verður á Leirunum, og fram að núver- andi þjóðvegi yfir Hólmana mun vera um 1500 m., en síðar er ráð- gert, að vegurinn verði fluttur allllangt til suðurs og Eyjafjarð- ai’á brúuð þar að nýju. Verður þá full lengd vallarins 2000 m., en b'reidd 100 m. — Það er flugmála- stjórn ríkisins, sem stendur að þessum framkvæmdum, en yfir- verkfræðingurinn, sem staðið Næturfrost valda stórtjóni Samkvæmt upplýsingum frá jarðrækari'óðunaut héx-aðsins hafa allmi'klar skemmdir orðið á kartöflugörðum sökum undan- genginna næturfrosta. Munu skemmdirnar vera mjög mis- munandi í héraðimi eg vitað er að sums staðar hefur kartöflu- gi-as fallið gei'samlega. hefur að mælingum og áætlunum þarna, er Marteinn Björnsson. Þegar fi'éttamaður blaðsins fór á vettvang laust eftir hádegi í gær til þess að kynna sér þessar framkvæmdir, gat hann því mið- ur ekki náð tali af verkfræðingn- um sjálfum, því að hann var þá staddur vestur á Blönduós vegna flugvallarins á Akri. En væntan- lega mún „Dagur“ nú á næstunni geta flutt nánari fi-egnir af áætl- unum og framkvæmd þessa mikla mannvii'kis, sem vissulega skiptir bæjarbxia, Eyfirðinga og raunar alla landsmenn miklu máli. Blómasýning Flóru flutt til R.víkur Blómasýning gai'ðyi'kjustöðv- arinnar Flóru hér í bæ, er getið var í síðasta blaði, var iokið nú um helgina. Hefur hún nú vei'ið flutt til Reykjavíkur og mun vera þar til sýnis almenningi á næst- unni. Er þessi ráðstöfun gerð fyi'ir atbeina gai'ðyrkjuráðunauts Reykjavíkurbæjar, Einars M. Malnxquist, og mun hann og Ing- ólfur Davíðsson grasafi'æðmgur annast uppsetningu blómanna þar. Skaftborgarar Reykjavíkur mótmæla hinum nýju álögum Sjálfstæðismeirihlutans kröffuglega Verður efnt til nýrra bæjarstjórnarkosninga í höfuðstaðnum? Áskorun frá borgurunum til bæjarfulltrúa að segja af sér og krafa um nýjar. kosningar Svo sem frá er skýrt annars staðar hér í blaðinu í dag, hefur bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins samþykkt gegn ein- dregnum andmælum allra hinna flokkanna í bæjarstjórninni fram- haldsniðurjöfnun aukaútsvara á bæjarbúa nú á miðju útsvarsárinu, 10% á áður álögð útsvör, og er áætlað að hinar nýju álögur muni nema eigi minni upphæð en 6—8 millj. kr. Svo virðist, að til frekari tíðinda muni draga í þessu máli. Skattgreiðendafélag Reykjavíkur — cn flestir höfuð-forvígismenn þess munu vera flokksmenn bæjar- stjórnarmeirihlutans — hefur mótmælt þessum aðgerðum kröftug- lega og beitt sér fyrir undirskriftum borgaranna á áskorunarskjal til bæjarfulltrúanna um að leggja niður umboð sín og krafizt nýrra kosninga í haust. Hinar nýju álögur hafa valdið gífurlegri gremju meðal almenn- ings í Reykjavík og munu því aðgerðir Skattgreiðendafélagsins njóta atfylgis mikils fjölda borgara í bænum, enda hefur það rök- stutt kröfur sínar með því, áð skattborgararnir séu þegar svo tröll- píndir með opinberum gjöldum og hvers konar kvöðum, að lengra verði nú ekki gengið í þeim efnum, ef nokkur von á að vera til þess, að þeir fái lengur undir því risið. Þá hefur félagið og bent á leiðir, er það telur færar til þess að draga úr útgjöldum og eyðslu bæjar- félagsins, svo áð á þann veg rnegi komast hjá því að grípa til slíkra óyndisúrræða íil fjáröflunar í eyðsluhít Sjálfstæðismeirihlutans. Talið er víst, að kröfum og aðgerðum Skattgreiðendafélagsins verði fylgt mjög fast eftir og með ýmsum ráðum, svo að afleiðingar hinna nýju fjárkvaða bæjarstjórnarmeirihlutans kunni að reynast honum þyngri í skauti en hann hefur vænzt. S jálf stæðismeirililut - inn í Reykjavík hefur síðustu 10 mánuðina bækkað álögur á bæj- arbúa um 25-30 millj. króna! Svo sem frá er sagt á öðr- um stað lxér í blaðinu í dag, samþykkti íhaldsmeirililutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag 7—8 millj. kr. íramhaldsniðurjöfnun auka- útsvara á bæjarbúa nú á þessu ári. Er þar enn vegi'ð' freklega í hinn sama Miérunn, því að á síðastliðnum 10 mánuðum hefur þessi sami sjálfstæðis- meirihluti samþykkt stórfellda hækltun á rafmagni, hita- veitugjölduin og tvöfaldað strætisvagnagjöldin, auk mik- illar útsvarshækkunar í síð- ustu fjárhagsáætlun. Samtals munu þessar nýju álögur á höfuðstaðarbúa, sem ákveðnar hafa verið síðustu 10 mánuð- ina, nema 25—30 millj. króna. — Þetta eru þá hinar tölulegu og raunverulegu efndir allra hinna glæsilegu kosningalof- orða íhaldsins um „gætilega og ábyrga fjármáfástjórn“ til handa Reykvíkingum, og rétta myndin af öllu gorti þeirra um fyrirmyndar-fjárhag höfuð- borgarinnar undir þeirra stjórn nú að undanförnu! Samnorrænu sund- keppninni lýkur um næstu lielgi Góðar horfur á að Islendingar sigri Fróðir menn telja, að góðar horfur séu enn á því, að íslend- ingar verði sigurvegarar í Sam- norrænu sundkeppninni,enhenni lýkur á hinum Norðurlöndum um næstu helgi. Svíþjóð er hæst þeirra og hei-ma síðustu fregnir, að þar hafi 150 þús. þegar lokið keppninni, og gefur það Svíum 150 stig, en 10 þús. íslendingar þurfa að hafa þreytt sundið til þess að ná sömu stigatölu. Sjálfur Norðurlandameistarinn í 200 m. bringusundi, Sigurður Þingeyingur, náði hins vegar að- eins 6 sæti í sinni grein fyrsta daginn í Norðurlandameistara- mótinu, sem nú stendur yfir. Veiðiveður goft, en engin síld- veiði eftir norðangarðinn Krossanesverksmiðjan liefur fengið 19.798 mál Þótt veiðiveður væi'i gott í fyrrinótt og gær, höfðu engar nýjar síldarfregnir borizt í gær- kveldi, þegai' blaðið fór í pi'ess- una. Hefur síldveiðin reýnzt hai'la rýr nú að undanförnu á öllu veiðisvæðinu og alger ör- deyða hér noi'ðanlands, nema hvað nokkur síldveiðiskip hafa fengið ufsa í herpinætur sínar, en hann er nú einnig tekinn til bi'æðslu í vei'ksmiöjunum. Heild- ar bræðslusíldaraflinn mun nú vera um 230 þús. mál, en saltað- ar hafa verið um 73 þús. tunnur. Jörundur er enn mesta aflaskip alls flotans, og hefur hann nú bráðum fengið 10 þús. mál og tunnur. — Samkvæmt samtali, sem blaðið átti við Hallgrím Björnsson, framkvæmdastjóra Krossanesverksmiðjunnar um hádegi í gær, hefur verksmiðjan nú fengið 19.798 mál síldar í bræðslu, en 7.321 mál á allri ver- tíðinni í fyrra. Síðustu síldina fi’am-að þessu kom Snæfell með í fyrrinótt, 320 mál. — Hai'ðbak ur var þar í fyri'adag með 412 smálestir af karfa, en Kaldbakur var þá að landa karfafarmi, og var enn ekki vitað, hve mikill hann reyndist. Annars hefur ’neyrzt, að togararnir muni nú hætta karfaveiðum og muni hefja ísfiskveiða innan skamms. Norska hafrannsóknaskipið Georg Sars hefur verið að athug- unum sínum undan Austurland- inu nú að undanförnu. Hefm- skipið oi'ðið vart við mikla síld þar, að því er heyrzt hefur, enda mun kaldi straumurinn, sem tal- að hefur verið um, að haldið hafi síldinni fi'á laridinu nú að undan- förnu, lagzt eitthvað fjær en áð- ur. Og norðan og austan þess sti'aums, eða í nánd við Jan Main, hefur skipið einnig fundið mikla og feita síldargöngu. Sumarslátrun hefst næstk. mánudag Sumarslátrun sauðfjár mun hefjast hjá sláturhúsi KEA hér í bæ næstk. mánudag, þ. 20. þ. mán. Vei'ðlag hefur enn eigi verið ákveðið til fulls, en mun vei'ða vitað og birt um næstu helgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.