Dagur - 15.08.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 15.08.1951, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 15. ágúst 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 2. DAGUR. ««««$« (Framhald). Stafford færði enn eina athuga- semd inn í minnisbók sína. „Þá er allt tilbúið," sagði hann um leið og hann leit á úrið sitt. „Ef Hampton heldur innreið sína að Ármóti klukkan fimm í fyrra- málið, ætti að vera einkar heppi- legt að mig bæri þar að svona um átta leytið um kvöldið." „Það er fyrirtak,“ sagði Car- son. „Þá hefur hann allan daginn fyrir sér til þess að gera upp- götvanir, og þú manst, að Hamp- ton þarf að „uppgötva“ aílt sjálf- ur, enda þótt aðrir þurfi að leggja allt upp í hendumar á honum. Hann verður kominn á kaf í þorpið innan stundar. Eg vona bara að Faith Goodbind sé ekki ljóshærð með mikið premanent og digra hálsfesti." Carson gekk um gólf á meðan hann lét dæluna ganga. „Hún er tuttugu og sjö ára,“ sagði Stafford. „Mér mundi verða rórra í skapi, ef við ættum skipti við virðulega eldri konu, því að eg veit af reynslunni, að Hamp- ton getur bókstaflega fallið fyrir rosknum virðuleik.11 „Við vitum, að hún er ekki virðuleg, eldri kona, en við vit- um næsta lítið annað. Það er kominn tími til fyrir okkur að vita meira, og það verður þitt hlutverk að Ármóti á morgun. Og þú verður að reyna að gera gott úr öllu, ef hún reynist erfið fyrir Hampton. Og gættu þess nú vandlega, að það sé hann, sem á allar hugmyndimar og uppgötv- animar.“ „Eg veit, eg veit. En ef hann spyr mig blátt áfram að því, hvað eg sé að flækjast uppi í Ármóti, hvað þá?“ Carson yppti öxlum. „Þú ert að safna þér gagna í auglýsingar um bókina — fá eitthvað til þess að byggja á, auk þess að athuga um framtíðarsamband forlagsins við skáldkonuna. Það gæti ekki verið einfaldara." Carson sló kumpánlega á öxl- ina á Stafford og ýtti honum af stað út úr dyrunum. Hann gekk að skrifborðinu og greip bókar- káputeikningu af borðinu og horfði á hana stundarkorn. Myndin var af syfjulegu sveita- þorpi, en bókarheitið var: „Sum- ardagur“ eftir Faith Goodbind. Hann lagði kápuna frá sér aftur, stakk höndunum í vasana, gekk út að glugganum og horfði út yfir strætið. Þorpið að Ármóti var enn í svefnrofunum undir mistur- ábreiðu, sem dregin var upp úr ánum á hverri nóttu. í útjaðri þorpsins, þar sem byggðin líktist meira sveit en bæ, logaði Ijós í hverju fjósi. Skröltið í einu járn- brautaarlestinni, sem lagði leið sina um þessar slóðir, rauf morg- unkyrrðina, er lestin kom móð og másandi inn á ópna stöðina. Þar stóð þessi lest kyrr allan daginn, en er kvölda tók, hélt hún sömu leið til baka. Það var lítið um að vera á þessari leið, flutningur sáralítill og farþegar sjaldséðir, en járnbraútarfélagið hélt þess- ari einu ferð uppi daglega til þess að halda réttindum sínum á línunni, en ekki til þess að græða peninga beinlinis á þessum akstri. Hér og þar losaði les'tin póst og mjólkurdunka, en þeir voru nú orðnir fáir, sem notuðu lestina til þess. Vöruflutningar fóru nú orðið yfirleitt fram á bif- reiðum. En þennan morgun skeði það óvenjulega, að það var farþegi með lestinni. Hann stóð aleinn á brautarstöðinni og studdist við silfúi-búinn göngustaf. Þetta var augsýnilega heldri maður. Hann gekk um stund meðfram braut- inni, unz hann rakst á Georg Hauer, sem var að hlaða tómum mjólkurdunkum upp á vörubíl- inn sinn. „Er ekki einhver staður í bæn- um, sem selur manni morgun- mat?“ spurði Hampton. Georg rétti úr sér og leit á manninn, eins og hann væri að íhuga, hvort þetta væri svoleiðis maður, að óhætt mundi að senda har»n -á veitingastofu Larkie- Drumhellers, eða hvort betur viðéigandi væri’ að vísa honum til Saddlers. Eftir að hafa séð klæðaburð mannsins og yfir- bragð, var valið auðvelt. „Það er opnað hjá Saddlers núna um þetta leyti,“ sagði Ge- org. „Það er enginn þar á þessum tíma, nema mjólkurbílstjórar, en maturinn þar er góður.“ „Og hvernig kemst eg til Saddlers?“ spurði Hampton. „Þú getur gengið þangað — það er hálf míla héðan inn í miðjan bæ — eða þú getur beðið þangað til eg er búinn að hlaða dunkun- um á bílinn og þá getur þú ekið með mér.“ „Þakka þér fyrir, það' vil eg gjarnan." Hampton beið. Þegar hann steig loksins upp í bílinn og sett- ist í framsætið við hliðina á Ge- org, var morgunblærinn að sópa mistrinu burt. Georg leit hvasst á hann um leið og hann setti bílinn í gang. „Ertu að heimsækja ættingja hér?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði Hampton, og sneri sér brosandi að sessunaut sínum. „Eg á enga.ættingja hér.“ Georg var hálf sár við sjálfan sig. Hann var þó vanur að geta gizkað á, hvaða erindi menn áttu að Ármóti. Úr því hann var ekki að heimsækja ættingja, hvað var hann þá að gera? Hin fallega leð- urtaska, sem maðurinn var með, benti ekki til þess að hann væri sölumaður, en þó vissi maður aldrei um slíkt. „Það er ekki mikið að gera hér í þessum bæ fyrir sölumenn," sagði Georg, um leið og bíllinn hossaðist eftir ósléttum veginum í átt til bæjarins. „Jæja, er það ekki. Og hvers vegna skyldi þessi staður lakari fyrir þá en aðrir slíkir?“ Jæja, sjáum til, hugsaði Ge- org, hann spyr eins og hann vilji gjarnan fræðast. (Framhald). Tek í í zig-zag Kristin Gunnarsdóttir, Hafnarstræti 47’‘ (efstu hasð). Uöglingsstúlku vantar vinnu. — Tilboð, merkt „Vön 1313“, leggist inn á afgr. Dags. iJnglingsstúlka í vetrarvist vantar mig ung- lingsstúlku, frá næstu mán- aðamótum eða 1. október. Hulda Stefánsdóltir, Klettaborg 3. Sími 1983. Berjatínsla Óviðkomandi bönnuð berjatínsla í Engimýr- ar-, Geirhildargarða- og Fagranesslandi. SEL ___ Öskudunka Verð frá kr. 40—80. Hallgrímur járnsmiður. Berjaferð fer Iðju-félag verksmiðju fólks n. k. sunnudag í Aðal- dal. Þáttaka tilkynnist skrif- stofu verkalýðsfélaganna. í búð Sjómaður í góðri stöðu á togurunum óskar eftir íbúð til leigu í haust. Upplýsing ar í síma 1513. Regnkápa (plastik) tapaðist í miðbænum sl. mánudag. — Vinsamlegí skilist á afgr. „Dags“ gegn fundarlaunum. Karlm.-armbandsúr (Eterna) týndist lijá B. S. O. laugardaginn 4. ágúst sl. — Finnandi vinsamlégast skili því á afgreiðslu Dags gegn fundarlaunum. Karhnannaföt nýkomin. Vefnaðarvörudeild Kjólaefni rósótt, nýkomin í fjölbreyttu úrvali. Vefnaðarvörudeild Sokkabandabelti frá kr. 28.00. JSrjóstahaldarar Corselett væntanleg á næstunni. V efnaðarvörudeild Karlmannanærföt og náttföt Vefnaðarvörudeild Akureyringar! - Eyfirðingar! Kantötukór Akureyrar syngur að Ilrafnagili laugardaginn 18. ágúst, kl. 9 e. h. Dans á eftir. Hljómsveít Sigurðar Jóhannes- sonar spilar. - KANTÖTUKÓR AKUREYRAR. »#####»####»##r############################>r##»r#M>############l>' TILKYNNING Það tilkynnist hér með háttvirtum viðskiptavinum, að við undirritaðir höfurn selt Húsgagnaverkstæði Kristjáns Aðalsteinssonar & Co. Sameignarfélaginu „Hefill". Unr leið og við þökkurn undanfarin margra ára viðskipti, væntum við þess, að viðskiptavinir okkar láti hina nýju eigendur sitja fyrir viðskiptum fram- vegis. Virðingarfyllst, Kristján Aðalsteinsson. Jón Björnsson. Samkvæmt framansögðu lröfum við undirritaðir keypt húsgagnaverkstæði Kr. Aðalsteinssonar & Co. og rekum Jrað framvegis undir nafninu „Húsgagnaverk- stæðið Hefillinn &.f.“ í sörnu húsakynnum, Hafnar- stræti 96, Akureyri (París). Væntum við, að viðskipta- menn fyrirtækisins láti Jrað njóta viðskipta sinna eftir sem áður, enda munum við leggja áherzlu á vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Virðingarfyllst, Akureyri, 10. ágúst 1951. Jón Björnsson. Snorri Rögnvaldsson. Valdimar Jóhannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.