Dagur - 15.08.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 15.08.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 15. ágúst 1951 D AGUR 5 Ein helzta gáta ellihrörnunarinnar ráðin: Slagæðarnar eru efnaverksmiðjur Nýjar vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að æðar líkamans eru ekki aðeins hlutlaust leiðslukerfi fyrir blóðstrauminn, lieldur gegna þær einnig sjálfstæðu og þýðingarmiklu hlutverki sem efnakljúfar í PARÍSARÚTGÁFU ameríska stórblaðsins NEW YORK TRI- BUNE birtist 2. þ. mán. grein eftir JOHN J. O’NEILL um nýjar vís- indalegar rannsóknir og athuganir, er leitt hafa í ljós ýmiss atriði varðandi hlutverk og þýðingu slagæðakerfis líkamans, sem líffræð- inga hefur ekki áður órað fyrir. Hér á eftir birtist lausleg þýðing á grein þessari. Hraunkví slar (Framhald af 2. síðu). SLAGÆÐARNAR, sem flytja blóðstrauminn frá hjartanu til hinna ýmsu hluta líkamans, hafa hingað til vexáð vanmetnar og þýðing þeirra að sumu leyti mis- skilin. Þær hafa aðeins verið taldar líffræðlegt leiðslukerfi, er hefði það hlutverk eitt að flytja næringu og lífsloft til vöðvanna og annarra líffæra — hlutlaus farvegur blóðstraumsins á stöð- ugri hringrás hans frá hjartanu til hinna fjarlægustu líkamshluta, þar sem bláæðarnar taka við honum og skila honum til hjart- ans aftur. En nú hefur samstarf líffræð- inga og annarra vísindamanna á vegum læknaháskólans í Berke- ley í Californíu leitt það í ljós, að slagæðarnar eru efnaverksmiðj- ur, sem ýmist geta byggt upp eða brotið niður þýðingarmikil efna- sambönd blóðstx-aumsins. Á þenn an hátt er nú vitanlegt orðið, að h'kaminn er þarna búinn þýðing- ar miklu líffæri, sem engan hafði áður órað fyrir. Veggir slagæð- anna mynda geysimikið yfirborð, og sé gengið út frá því, að allur sá mikli flötur sé virkur í þessu efni, er þai-na um mikla efna- breytingastöð að ræða. Efni það, sem slagæðarnar framleiða á þennan hátt, nefnist cholesterol, en það er einmitt sama efnið og það, sem hleðst upp innan á æðaveggjunum og veldur sjúkdómi þeim, sem kall- ast arteriosclerosis, eða æða- kölkun. Fram að þessu hafa menn hald- ið, að æðakölkunin stæði í beinu sambandi við mataræðið, þannig, að „kalkið“ væi-i þannig tilkom- ið, að það myndaðist sem auka- efni, — „by-product“ — við ófull nægjandi brima fituefna eða kol- vetna, og gæti líkaminn ekki losnað við þetta úrgangsefni á annan hátt en þann, að það bær- ist um með blóðstraumnum, unz það hlæðist innan á æðaveggina og ylli þar „kölkuninni“, sem er alþekktur hrörnunarsjúkdómur og stafar af því, að þegar „kalk“- lagið á æðaveggjunum gei-ist of þykt, torveldar það blóðrásina og stöðvar hana í sumum tilfellum alveg til einstakra líffæra eða líkamshluta, og getur þá valdið banvænum fyrirbrigðum, þegar hjartað bilar, eða æðaveggirnir í heilanum bresta, en af því stafa tíðast hættulegar lamanir eða bráður bani. Nú hafa hinar nýju rann- sóknir leitt í Ijós, að æðavegg- irnir sjálfir framleiða að mestu — þó ekki öllu — leyti „kalkið“, cholesterolið, og er þá skiljanlegt orðið það fyrirbrigði, sem áður var óráðin gáta, hversu erfitt, eða jafnvel ókleift, hefur reynzt að ráða við kalkmyndunina, æðakölkunina, með sérstöku mataræði. Og menn hafa nú gert sér miklu gleggri og líklegri hugmyndir um það en áðui', hvað valda muni einu tíðasta og helzta fyrirbæri ellihrörnunarinnar, og gerist þá stórum líklegra en fyrr, að takast megi að lækna þann sjúkdóm, eða a. m. k. draga hann stórum meira á langinn en áður, þótt hins vegar sé þessum rann- sóknum enn ekki svo langt á veg komið, að tekizt hafi að finna neitt virkt eða algilt meðal gegn kölkuninni. En vissulega aukast líkurnar fyrir því, að svo megi verða, stórum, eða að sama skapi og grundvallar-ástæðurnar fyrir sjúkdómnum verða betur kunn- ar. CHOLESTEROLIÐ — œða- „kalkið“ sjálft — er ekki sak- næmt í sjálfu sér. Það hefur jafn- vel verið notað sem læknislyf, og nú lítur út fyrir, að það sé þýð- ingarmikill efnafræðlegur vernd- ari lífsstarfseminnar. Það er ljóst orðið ,að úr þessu efni vinnur líkaminn ýmis þýðingarmikil og ómissandi efni. Áður hafa menn vitað, að ýmsir kirtlar líkamans, smáþarmarnir, húðin, en þó einkum lifrin, geta framleitt cholestex-ol. Sú starfsemi húðar- innar, að framleiða cholesterol, er aðeins þáttur í tilorðningu D- vítaminsins, „sólskins-fjöi’efnis- ins“. Við áhrif sólarljóssins breytist cholesterolið nefnilega í D-vítamín. Og efnafræðilegur muixur þessara tveggja annars svo ólíku efna, er í rauninni sára- lítill, og geislaverkun sólarljóss- ins á húðina dugar til þess að breyta öðru efninu í annað. ENN ÞÝÐINGARMEIRI er þó sú staðreynd, að cholesterolið, æða-„kalkið“, er einmitt hráefn- ið, sem líkaminn yinnur kynhar- mónin úr. Of langt og flókið mál yrði að fara hér nánar út í þær „Þyri litlu — Þorbjörgu hólma- sól“, enda talsvert skylt hinu ljóðinu að efni og anda. Minnst finnst mér hins vegar til um kvæðin, sem auðsjáanlega eru sprottin upp úr hinum grýtta jarðvegi dægurmálanna og ver- aldarvafstri stjórnmálamannsins, svo sem hin „tvö tilbrigði íslenzks vöggukvæðis á 5. tug 20. aldar- innar“, og önnur slík. Samúð höfundar með olboga- börnum tilverunnar er sterk og vafalaus, en ekki að sama skapi hlý og frjósöm. Þegar öll kurl koma til grafar, á Bragi betur heima í sóknarliðinu heldur en í hjúkrunarsveitunum. Honum verður það jafnan fyi'st fyrir að 25 feta beinhákarl veiðist í reknet Um síðustu helgi fengu skip- verjar á v.b. Ái-sæli frá Vest- mannaeyjum óvæntan feng í rek- net sín undan Hafnai'bergi. Var það 25 feta beinhákarl. Skemmdi hann að vísu netin nokkuð, en hvort tveggja náðist þó, hákarl- inn og netin ,og var hákarlinn fluttur til lands og skorinn. Fengust um 3 tunnur lýsis úr lifrinni. Mun þetta vera einn stærsti hákarl, sem komið hefur vei'ið með að landi hér. tiltölulega einföldu, en þó harla þýðingai'miklu breytingar, sem þurfa að verða á sameindum þessara efna ,svo að eitt þeirra breytist í annað, en fyrjr atbeina hinna nýju kjai’norkuvísinda og skyldra fræða, eru þær orðnar lýðum ljósar. Það verður að nægja að geta þess, að kynhor- món, bæði karla og kvenna, eru byggð upp úr þessu hráefni, og sömuleiðis vinnur líkaminn cortisone, undirstöðuefni nýrna- hormónanna, úr þessum sama efniviði. Þá hafa þessar nýju og merki- legu rannsóknir einnig leitt í Ijós, að cholesterol hefur sennilega geysimikilvægu hlutverki að gegna sem vemdari rauðu blóð- kornanna og raunar annarra lík- amsfruma gegn hitabreytingum og ýmsum öðrum fyrirbrigðum. En of langt mál og flókið yrði að fara hér nánar út í þá sálma. En í sem skemmstu máli er óhætt að segja það, að æða-„kalkið“ — cholesterolið — er ekki aðeins meinvaldur, þegar það hleðst upp í of í-íkum mæli innan á æða- veggjunum, svo. að þeir vei'ða stökkir og æðarnar þrengjast um of af þeim sökum — heldur er það einnig og raunar miklu fremur einn af verndurum lífsins og þróunarinnar, sem æðarnar sjálfar framleiða sjálfum sér og líkamanum öllum til gagns og verndar. Atomvísindin eiga vafa- laust eftir að leiða sitthvað fleira merkilegt í ljós í þessum efnum, sem varðar ekki aðeins leyndar- mál ellihröi'nunarinnar og dauð- ans, heldur einnig og ekki síður launhelgar heilbrigðrar þróunar og lífsins sjálfs. • leita andstæðinginn — bölvald- inn, ímyndaðan eða raunveruleg- an — uppi og skjóta að honum hörðum og stundum fremur klárvígum skeytum, fremur en að doka við hjá hinum særða, draga hann úr orrustunni og gera mjúklega að sárum hans. Þó get- ur það stöku sinnum hvarflað að honum, að líta megi á hlutina öðrum og mildari augum en hon- um er tamast, — að heimsskoðun götusóparans gamla, sem er sátt- ur við allt og alla,—sættir sig fús lega við hlutverk sitt og ævikjör, „sýslar rór að soi-pi sínu og hreinsar í'æsin og í hálfum hljóð- um húsgang raular sér“, — kunni þó, þegar öllu er á botninn hvolft, að vera allt eins rétt og hin, sem vígabarðalegri er og kröfufrekai'i. Og kannske er hún líka öfunds- og eftii'sóknarverð: „En einhver Olvör hefir Oddi þessum saumað skyrlu, er fyrir skotiim Skuldar varið fékk.“ ( í -(!';■< '•> ,(!/ Og ennfremur: . }.. „Því úr öldungs auga innra friði stafar, hann með hlýju brosi heilsar mér og-þér Svartar haturshryðjur heiminn ganga yfir, furðú lóstinn íít ég lotinn öldux-mánn af flestum fyrirlitinn, dagsins eiturörfar ekkert bíta á hann.“ Ef til vill er skýringin einfald- lega sú, að gamli maðurinn hefur ekki tapað trunni á hið góða, trúnni á guð og forsjón hans, en um sjálfan sig segir höfundur hins vegar í kvæðinu um Gunnu- klett: ’ ; „Ég hef löngu tapað trúnni, trúnni á guð úr hjarta minu.“ Og hann segist furða sig á sögu Gunnu, förukonunnai', sem úti varð undir móbergsklettinum, en meitlaði áður í bergið með staf sínum: „Herrann veri mitt skjól“: — „Hvernig gazt þú guðstrú þína geymt í allri fátæktinni? Hvei-nig fékkstu haldið hjarta heitu af lífi, trú og vonum, fyrst að þú hlauzt aldrei annað en örbirgðina í gjöf frá honum?“ Mundi ekki hugsanlegt, að ráðning þýðingarmikillar lífsgátu sé einmitt fólgin í jákvæðu og einlægu svai'i þessara spurninga? Og mundi það furðulegt, að ófrjó bölsýni kunni að hvai'fla að þeim mönnum, sem svo eru skapi farn- ir, að þeir segjast sjálfir ekki skilja eða skynja aðra hugsan- lega ást á höfundi tilvei'unnar en Hver á nr. 12073? Dregið var sl. föstudag, 10. ágúst, í happdrætti háskóla ísl., 8. flokki. Hæsti vinningurinn, 25 þús. kr., kom upp á nr. 12073, en það er fjórðungámiði og hafa 3 hlutii'nir vei'ið seldir hér noi'ð- anlands, (á Akui'eyi'i, í Hrísey og Hvammstanga) en 1 í Rvík. eins konar matarást, þakklæti xeirra, sem sjálfir hafa hlotið heimslán, auð eða völd í sinn hlut, og þegar í þessari jarðvist? —o— Hraunkvíslar nefnist hún, nýja Ijóðabókin hans Bi'aga Sigui'- jónssonai'. Upphaflega fannst mér nafnið hvorki sérlega fagurt né einkennandi — kannske væri réttast að orða það svo, að mér hafi fundizt það vera alveg út í hött. En við nánari umhugsun og kynningu hefur þetta bi'eytzt að xví leyti, að nú finnst mér nafnið táknrænt og einkennandi í bezta lagi: — Vissulega spretta tals- vert ylhýrar og hreinar kvíslar undan dökkri og úfinni apal- hraunröndinni í þessum ljóðum. Og við þessar uppsprettur og þessi kaldavermsl hafa myndast fallegar og skjóllegar vinjar með góðum gróðri. Og þreyttum ferðamanni, sem haft hefur stranga dagleið um apalhraunið, er þar gott að koma og eiga þar næturstað. J. Fr. - Þai\ sem „hinir ábyrgu“ ráða (Framhald af 4. síðu). um, söluskattinum, eða allt að 6 milljónum kr. og eftirléti hann Reyk j avíkurbæ. ALÞÝÐUBLAÐIÐ virðist ætla að freista undankomu og afsök- unar fyrir linlega afstöðu fulltrúa flokks síns í upphafi með því að skjóta sér undir það, að málið var formlega og lögum sam- kvæmt afgreitt sem beiðni til félagsmálaráðherra um leyfi til að leggja þessar nýju byi'ðar á herðar borgaranna — „leita sam- þykkis ráðherra til framhaldsnið- urjöfnunai-,“ eins og það er orð- að í tillögunni. Ef félagsmálaráð- herra, sem er Framsóknarmaður, verði við þessum tilmælum, sé hann sjálfur og flokkur hans þar með orðinn samsekur Sjálfstæð- ismönnum um óhæfuna. Gallinn á þessari málfylgju er raunar sá, að samkvæmt lýðræðislegum venjum og hefð mun það öldung- is óþekkt fyrirbrigði, að ráðherra synji um slíkt leyfi og taki þann- ig fram fyrir hendurnar á meiri- hluta bæjarstjórnar, sem ber ábyrgð á stjói-n bæjarins. Með því væri hann raunar að gera sjálfan sig að ábyrgum bæjar- stjórnarmeirihluta, sem þá yrði að taka að sér alla stjórn og ábyrgð bæjarmálanna upp frá því, unz fram úr raknaði fjár- hagsvandræðunum. SÍÐUSTU FREGNIR herma, að útlit sé nú fyrir, að til frekai'i tíðinda kunni að draga í þessu máli, þar sem Skattgreiðenda- félag Reykjavíkur beitir sér nú með góðum árangri fyrir almenn- um áskorunum Reykvíkinga til bæjarfulltrúanna, að segja af sér umboði sínu, og setur fram kröfu um nýjar kosningar. Er nokkru nánai-i grein gerð fyrir því máli á öðrum stað í blaðinu í dag, og því ekki orðlengt hér frekar um það efni nú að sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.