Dagur - 31.10.1951, Síða 1

Dagur - 31.10.1951, Síða 1
12 SÍÐUR Forustugreinin: Efnahagsleg tengsl manna við iðnaðinn — sérstaða Akureyrar. Sjöunda síðan: Ýmislegt frá bæjarstjórn. — Bréf um trygginamálin. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 31. október 1951 43. tbl. Nýlega var hér í blaðinu skýrt frá því einstæða afreki unglinga í Eyjafirði að koma upp 49 metra langri göngubrú á Eyjafjarðará fyrir eigið fé, í frítíma sínum. Voru þarna að verki þeir Rafn og • Jónssynir bónda Siggcirssonar í Hólum og Kristjón Oskars- son í Hólakoti. — Myndin er af göngubrúnni. Göngubrúin á Eyjafjarðará 75 prósenf bsfreiðafjóna vegna évarkárni? Tjónbætur ncnia 25 milljónum á 5 árum Samkvæmt athugun, sem Sam- vinnutryggingar hafa nýlega gert, greiddit tryggingaféiögin liér á Iandi um 25 milljónir króna í bætur fyrir tjón á bifreiðum í árekstrum síðastliðin fimm ár. Athugun leiddi ennfremur í ljós, að 75% þessara árekstra varð af ýmsum orsökum, sem ástæða er til að ætla, að komast hefði mátt hjá með meiri varúð og gætni við akstur. Hafa því verið greiddar 18.500.000 krónur á fimm árum vegna óvarkárni og kæruleysis ökumanna, en auk þess er mikið tjón á bifreiðum, sem aldrei kom til kasta trygg- ingafélaganna. Væri hægt að draga úr þessum árekstrum, mundi ekki aðeins mikil verð- mæti, gjaldeyrir og fyrirhöfn sparast, heldur mundu iðgjöld bifreiðatrygginganna þá geta lækkað verulega. Fræðsla um tryggingastarfsemi. Frá þessari athyglisverðu at- hugun er skýrt í ritinu „Trygg- ing“, sem Samvinnutryggingar hafa gefið út, en það fjallar um öryggis- og tryggingamál. Er það tilgangur ritsins, sem dreift verð- ur í stóru upplagi, að opna augu manna fyrir auknu öryggi, og sýna fram á, hvaða hlutverk tryggingastarfsemi gegnir í nú- tíma þjóðfélagi. í ritinu er fyrst grein um stofn- un og starf Samvinnutrygginga, en félagið varð fimm óra á þessu hausti, og er það nú þegar orðið annað stærsta tryggingaféTag landsins, en jafnframt li:3 cina, sem starfar á samvinnugrund- greitt 532.905 krónur í arð til hinna tryggðu undanfarin tvö ár. Orsakir árekstra. Þá er í ritinu greinin um orsök bifreiðaárekstra og eru í henni margar fróðlegar upplýsingar, er byggjast á reynslu bifreiðadeild- ar félagsins, sem nú tryggir 3500 bifréiðar, eða þriðju hverju bif- reið í landinu. Enn má nefna greinina „Hvers vegna skyldi eg líftryggja mig?“, þar sem rætt er um helztu kosti og galla líftrygg- inga og sýnt fram á þýðingu þeirra fyrir einstaklinginn. Þá er skýrt frá athyglisverðu máli vegna bifreiðaáreksturs, sem kom fyrir dómstóla hér, og er lesandinn beðinn að dæma í mól- inu eftir kunnáttu sinni á um- ferðareglunum, en aftar í ritinu er skýrt frá niðurstöðu dómstól- anna. Þá er grein um endur- tryggingar og skýrt frá gildi þeirra, en þess má geta sem dæm is, að einn nýsköpunartogari er endurtryggður hjá 70—80 endur- tryggjendum, og eru þessar tryggingar flókið og alþjóðlegt öryggiskerfi tryggingarfélaga. — Að lokum er grein um dýrtíð og brunatryggingar, og er þar rætt um þörfina á því, að tryggingar- upphæð á innbúi standi í eðli- legu sambandi við raunverulegt verð innbúsins á hverjum tíma, ef tryggingin á að nægja til að bæta tjón á því. Rit þetta er prentað í Eddu í þrem litum og hið snotrasta að öllum frágangi. Samvinnutrygg- ingar hafa áður gefið út bókina „Oruggur akstur“ fyrir bifreiða- velli. Hafa Samvinnutryggingar stjóra og bifreiðaeigendur. Segja sjálfsMorð, slys, glæpi og hvers kyiis kgahrot fara vaxandi — gera kröfur.nm aS áfengislögimum verði stranglega framfylgt j IŒA eíiiir til fræðslu l og skemmtifundar \ á inorgiin íj Kaupfélag Eyfirðinga held- l I7' ur fræðslu- og skemnitifund $ fyrir félagsmenn í Akureyr- í ardeild að Hótel KEA annað z kvöld kl. 8.39. Þar flytur Jak- ? ob Frímannsson forstj. ávarp, \ Ba'dvin Þ. Kristjánsson talar | : um skattamálin, José Riba og > I; Árni Ingimundarson leika létt 4 : ; lög og að iokum eru kvik-z ;; myndir, m. a. Sanmorræna z samvinnukvikmyndin. — Fé- > lagsmenn eru velkomnir á} ; fundinn, jjj Hvassafell losar Iiér 900 lestir af kolnm „Hvassafell“ kom hingað í gær frá Póllandi, með kolafarm. Hér á Akureyri losar skipið um 900 lestir, en afgang farmsins á ýms- um höfnum norðanlands. Ólafur Sigurðsson læknir kominn til bæjarins aftur Ólafur Sigurðsson læknir opn- ar lækningastofu hér í bænum á ný á morgun, í Hafnarstræti 87 (áður afgr. Dags). Ólafur hefur að undanförnu dvalið við fram- haldsnám í Bretlandi. Bærinn vill taka lán til atvinnubótaf ram- kvæmda Um þessar mundir vinna um 70 menn hjá bænum og rafveit- unni, en fé það, sem ætlað er til framkvæmda er senn uppnotað, hefur bæjari'áð ákveðið að reyna að fá 200 þús. kr. bráðabirgðalán til atvinnubótaframkvæmda. — Ætlunin er að taka lán þetta upp á fjárhagsáætlun næsta árs. Bæjarverkstjóri sækir um lausn frá starfi Júníus Jónsson bæjarverkstjóri hefur með bréfi sótt um lausn frá starfi sínu frá næstk. áramótum. Júníus hefur gegnt starfinu um áratugi. Á bæjarráðsfundi var samþykkt að auglýsa bæjarverk- stjórastarfið laust til umsóknar frá áramótum. Bindindissamtökin í landinu hafa gefið út „ávarp til þjóðar- innar“ vegna ástands þess, sem áfengissala ríkisins' og áfengis- neyzla þjóðarinnar hafa’skapað, og er þar dregin upp mynd af ástandinu — hispurslausari og um leið ógnarlegri en nokkru sinni fyrr. Fer naumast hjá því, að þetta ávarp veki athygli allra hugsandi manna. í því segir m. a. á þessa leið: Ljót lýsing. „Áfengisaldan flæðii' um byggðir og bæi landsins og veld- ur víða neyðarástandi á meðal manna. Sökum ölvunar verða hér og þar dauðaslys á götum bæjanna og vegum landsins, menn drukkna í höfnunum, finnast liggjandi dánir hér og þar, detta í húsum inni eða úti og bíða bana af, sjálfsmorð eru mörg, sökum ölvunar og óreglu, margir missa heilsu, stöðu og eignir, alls konar lagabrot og glæpir eru framdir af ölvu.ðum mönnum, skemmtunum og mannfundum er hleypt upp af drukknum óspektalýð, og mörg eru þau vandræði, sem áefngisneyzlan skapar. Konur og börn, foreldrar og aðrir ástvinir standa ráðþrota gagnvart afleið- ingum drykkjuskaparins, sem er nú orðinn geigvænlegt þjóðar- böl. — Allir landsmenn kannast við þetta hörmungarástand.“ Stór orð. „Ef til vill sýnir þó ekkert betur, hvílík hyldýpis vanvirða þetta er, en sú staðreynd, að nú eru margár mæður á íslandi ,sem vildu miklu fremur fylgja drengj unum sínum til grafar, en horfa upp á eymd þeirra og niðurlæg- ingu, og vita það þó allir menn, að flestar mæður elska börn sín svo, að þær vilja öllu fyrir þau fórna, og jafnvel lífinu, til þess að sjá þeim borgið og geta varðveitt líf þeirra og heilsu. Samt kjósa þær dauða barna sinrtá fremur en eymd áfengisneyzlunnar, svo hatramt er slíkt böl. Gegn þessu ófremdarástandi verður þjóðin öll að rísa og hrista af sér slíka vanvirðu ,og finna hjálparráð handa þeim möi’gu, sem hjálparþurfa eru.“ Kröfui' til ríki£-vald:ins. „Gera verður þær skilyrðis- lausu kröfur til ríkisstjórnar- innar: 1. Að áfengislöggjöfinni sé stranglega og undanbragðalaust framfylgt, og þar með tekið fyrir öll ólögleg vínveitingaleyfi. 2. Að lögum um meðferð ölv- aðra manna og áfengissjúklinga sé framfylgt, hjólparstöð sé kom- ið upp í Reykjavík, og starfi við hana læknar og sérstakir starfs- men nríkis eða bæjar, er leið- beini og aðstoði þá menn, sem læknishjálparinnar njóta. Ríki og bær komi tafarlaust upp drykkju mannahælum, samkvæmt áfeng- islöggjöfinni, og samkomulagi þeirra á milli, svo að hjálparstöð- in geti vistað þá menn á réttum stað, er læknar telja að þurfi hælisvistar. 3. Að fræðslustarfsemi um skaðsemi áfengisneyzlunnar sé aukin í öllum skólum og mennta- stofnunu.m landsins, og auknir og efldir þeir kraftar, er að bind- indismálum vinna.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um ölið. „Véi' skorum á alla landsmenn að snúast heilhuga til varnar gegn voða áfengðisneyzlunnar, áður en til enn frekari vandræða kemur. Vér heitum á öll félaga- samtök manna og alla dreng- skaparmenn á meðal þjóðarinnar, að taka höndum saman um öfluga og markvissa sókn gegn áfengis- neyzlu og áfengissölu, unz hvort (Framhald á 5. síðu). íhalclsflokkurimi brezki lofaSi að tak- marka fisklandanir Úrslit brezku þingkosning- anna í sl. viku (íhaldsfl. 321 þingsæti, Verkamannaflokk- urinn 294, Frjálslyndi flokkur- inn 6 og ýmsir flokkar 3) geta orðið örlagarík fyrir fslend- inga, ef sigurvegarinn hefst handa um að framkvæma það kosningaloforð sitt að tak- marka verulega fisklandanir erlendra skipa í brezkum höfnum. Vonandi er þó, að ekki verði úr slíkum aðgerð- um og ríkisstjórn CHURC- HILLS sýni íslendingum sömu sanngirni og velvilja í þessum efnum og ríkisstjórn ATT- LEES gerði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.