Dagur - 31.10.1951, Side 2

Dagur - 31.10.1951, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 31. október 1951 rot úr lífssöffii íslenzks bónda iímzt Giiðiaogs Jóakimssonar á Bárðartjörn Það getur ef til vill ekki talizt með stórtíðindum þó einn útslit- inn, aldraður bóndi, þrotinn að þreki og kröftum, falli í valinn. En þó er lífssaga allflestra slíkra manna snar þáttur í þeirri seiglu, er fleytt hefur þessari þjóð gegn- um margskyns þrengingar lið- inna ára .Vildi eg hér mega draga fram örfáa punkta úr lífssögu eins slíks bónda, sem nú er horf- inn úr jarðvist her, merkisbónd- ans Guðlaugs Jóakimssonar á Bárðartjörn. Guðlaugur er fœddur í Litla- gerði í Grýtubakkahreppi 25. dag marzmánaðar 1877, sonur hjón- anna er þar bjuggu þá, þeirra Jóakims Jóakimssonar og Guð- nýjar Svanlaugsdóttur. Áttu þau hjón þrjú börn, önnur en Guð- laug, er komust til fullorðinsára: Svein bónda er lengi bjó á Stein- dyrum í Grýtubakkahreppi, en dvelur nú á Akureyri, Sigurveigu er gift var Baldvin Gunnarssyni í Höfða og Onnu er gift var Þor- steini Gíslasyni bónda á Svínár- nesi. Þröngur mun fjárhagur for- eldra Guðlaugs hafa verið eins og svo margra annarra á þeim árum. Börnin munu því hafa verið van- in, svo fljótt sem auðið var, við mikla vinnu cg orðið að sjá sér sjálf farborða mjög snemma. Var Guðlaugur smali á ýms- um bæjum hér í hreppnum og þótti liðtækur vel við bað vei'k, en á þeim árum var víðast hvar fært frá og urðu smalarnir að vera. árrisulir og árvakrir við fjárgæzluna. Um tvítugsaldur réðist Guð- laugur í það þrekvirki, að fara á bændaskólann í Ólafsdal. Ber það skapíestu og viljastyrk Guð- laugs órækt vitni, að honum, fé- lausum unglingi, skyldi ekki vaxa slíkt í augum. í Ólafsdal dvaldi Guðlaugur í tvö ár og afl- aði sér þar þess veganestis, er entist honum allt lífið. Að loknu tveggja ára námi kom hann heim í sveit sína aftur og hafði þá með sér tvo vana dráttarhesta og jarðvinnsluverkfæri, þau fyrstu er komu í þessa sveit, og hóf að vinna að jarðvinnslu hjá bænd- um. Er gamli Ólafsdalsplógur- inn, sem Guðlaugur kom með, enn við líði á Bárðartjörn og eitt- h.vað notaður á hverju ári. ★ Hinn 6. júní árið 1909 giftist Guðlaugur eftirlifandi konu sinni Emilíu Halldórsdóttur, mestu dugnaðar- og myndarkonu. Hún | átti sinn stóra, virka þátt í því, j hve farsællega öll verk þeirra hjóna voru af hendi leyst. Reistu þau bú í Hvammi, í tvíbýli á móti Sveirii, bróður Guðlaugs. Tóku þau Guðlaugur og Emilía fljótlega við allri jörðinni og hófu búskap þar með mestu rausn og prýði. Bjuggu þau í Hvammi í 7 ár og eignuðust á þeim árum 5 börn. Árið 1916 var Hvammur seldur og varð Guðlaugur ekki kaupandinn, hvað sem valdið hefur. Fluttust þau hjón þá að Bárðartjörn. Bárðartjörn var þá eitt allra aumasta kotið í þessum hreppi, hús bæði lítil og að falli komin og túnið lítill óræktar- kragi kringum bæinn. En jörð- inni fylgdi þó nokkurt land bæði til heiðarinnar og allstór mýrar- fláki niður undan bænum. Mun Guðlaugi hafa verið allþungt í huga, er hann varð að hrekjast frá Hvammi, er talin var ágætis- jörð, og búið haíði verio stór- mannlega á um langt árabil, og setja sig niður á þessu niður- „Ekki skal gráta Björn bónda“, sagði Ólöf ríka, og eitthvað líkt mun Guðlaugi hafa verið í hug, enda mun glöggt búmannsauga hans hafa séð hilla undir fram- tíðarmöguleika á kotinu, þó nið- urnítt væri, ef hagsýni og elju væri beitt til hins ítrasta. Sama árið og hann flutti í Bárðartjörn, reisti hann þar baðstofu, mjög myndarlegt hús á þeirrar tíðar mælikvarða. Veitti maður því sti-ax eftirtekt, er komið var inn í nýju baðstofuna, hve hún var rúmgóð og björt, enda veitti ekki af, því hér var ekki setið auðum höndum. Vefstóll, kambar, rokk- ar og prjónar gengu hér allan veturinn. Og er voraði, var tekið til óspilltra málanna við bygg- ingu nýrra húsa, sléttun og út- færslu túris og byggingu áveitu- garða í mýrinni niður undan bænum. Og öll voru störfin prýðilega vel af hendi leyst. Og ekki leið á löngu áður en fúaflóinn, sem áður var til einsk- is nýtur, varð þakinn kjarngóðu stargresi, er bylgjaðist fyrir blænum. Túnræktin teygðist æ lengra og lerigra í allar áttir út fró gamla túnblettinum, rennslétt og áferðarmjúk. Útihús öll reist.i Guðlaugur að nýju og prýðilega gerð. T. d. reisti hann á fyrstu búskaparárum sínum á Bárðar- tjörn stór fjárhús úr steinsteypu, sem þá var ekki vanalegt. ★ Árin 1930—31 byggði Guð- laugur vandað íbúðai-hús úr steini. Var nú allt auðveldara er árin liðu og börnin uxu upp og áttu sinn virka þátt í starfinu. Enda voru nú framkvæmdir und- angenginna ára farnar að gefa góðan arð. Var það eftirtektavert að fjárhagur Guðlaugs var á þessum árum ekki þrengri en það, þrátt. fyrir byggingar og annað umstang, að þegar kreppu- lánasjóður kom til sögunnar og fjölmargir ágætir bændur þurftu að flýja á náðir hans til efna- hagslegrar viðreisnar, þurfti Guðlaugur þangað ekkei-t að sækja. Má það teljast vel á spil- unum haldið. Árið 1941 hætti Guðlaugur bú- skap og fékk tveim sonum sínum, þeim Höskuldi og Jóakim, bú og jörð í hendur. Var nú heilsan og kraftarnir mjög farið að bila, enda starfsdagurinn orðinn lang- ur og ekki legið ó liði sínu. Var jörðinni fljótlega skipt í tvennt og reisti Höskuldur sér nýbýli að Réttarholti, á rústum gamals býl- is, er þar stóð nokkru sunnar og neðar en Bárðartjörn. Fluttust þau gömlu hjónin með honum þangao og þar dó Guðlaugur 7. júlí sl. Þetta er í stuttu máli ævintýrið um litla óræktarbýlið Bárðar- tjörn, sem á rúmum 30 árum breyttist í tvö blómleg býli fyrir atbeina atorkumanns, þar sem tveir af afkomendum Guðlaugs njóta þess arfs, er hann eftirlét þeim, og virðast hafa fullan hug á að heiðra minningu föður síns á hinn bezta hátt með því að halda starfi hans áfram. Guðlaugur á Bárðartjörn var tæplega meðalmaður á hæð og grannur, fríður sýnum. Hann mun alla ævi hafa verið fremur heilsuveill, en viljaþrek og seigla í blóð borin. Guðlaugur fylgdist vel með því sem var að gsrast í kringum hann, bæði utan sveitar og innan og lé.t í Ijósi skoðun sína á málefnum skýrt og nfdrátt níddá koti með stóraii barnahóþ. arlaust, fá orð í fullri meiningu. Skapmikill var Guðlaugur og krafðist mikils af samverka- mönnum sínum, enda sparaði hann ekki sína eigin krafta. Þó alvara lífsins krefðist alls af Guð- laugi, hafði hann þó ánægju af góðum gleðskap og lét þá ekki sinn hlut eftir liggja. „Hver er sinnar gæfu smiður“, segir máltækið og sannaðist það vel á Guðlaugi. Hann var að mín- um dómi mikill gæfumaður. Hann eignaðist ágæta konu og mannvænleg börn og hann lifði það að sjá árangur verka sinna í velgengni barna sinna og mun það ekki sízt hafa verið honum óblandið gleðiefni. Þau Guðlaug- ur og Emilía eignuðust 9 börn: Jenný, ógift á Akureyri, Hösk- uld, bónda í Réttarholti, Svan- fríði, húsfrú á Akureyri, Jóakim, bónda ó Bárðártjörn, Sigurvin, vélstjóra á Grenivík, Laufey, húsfrú á Jaðri, Óla, vei'kamann á Akureyri, Torfa, verzlunarma.nn á Dalvík og Kristínu, húsfrú í Hrísey. •ár Þetta er í síuttu máli ævintýrið Guðlaugs á Bárðartjörn, saga um baráttu og sigra eins íslenzks bónda. Okkar ágætu íþróttamenn æfa sig í íþróttum og setja ný og glæsileg met, bæði utan lands og innan og afrek þeirra eru skráð í sérstaka afrekaskrá. Enn er lítt eða ekki farið að skrifa afreka- skrá íslenzkra landbænda. En hvort sem það dregst um lengri eða skemmri tíma, dylst mér ei að^nafn Guðlaugs á Bárðartjörn muni eiga þar ofarlega sæti. Bautasteinar eru reistir til minningar um líí og starf góðra manna. En beztu og varanleg- ustu bautasteinarnir eru þó vel unnin verk í þágu sjálfs sín og alþjóðar. Slík voru verk Guð- laugs á Bárðartjörn, og þó nafn hans gleymist er tímar líða, mun þó verða, eins og Stephan G. Stephansson segir í einu af snilld ai-kvæðum sínum: „Og svo er á sérhverju vori, er sumarið kemur til lands, sem leynst hafi lífsmark í spori þess liðna og steingleymda manns, sem vonin hans liggi í því landi, í laufskrúðans dásemd hans andi, í gróðrinum hugurinn hans. S. B. Ólafsfirðingiim afhcntur verðlauna- bikarinn í sumar ákvað menntamála- ráðuneytið að gefa því sýslu- eða bæjarfélagi, er mesta þátttöku sýndi í norrænu sundkeppninni, silfurbikar í viðurkenningar- skyni. Nú er fyrir nokkru kunn- ugt, að ísland sigraði í keppn- inni og að íbúar Ólafsfjarðar- kaupstaðar unnu verðlaunabikar ráðuneytisins. Menntamálaráð- herra, afhenti hann 19. þ. m. for- seta . bæjarstjórnar Ólaísfjarðar, Sigurði Guðjónssyni, bæjarfó- geta, bikarinn, með kveðju og þökk til Ólafsfirðinga fyrir þátt- töku þeirra í sundkeppninni. Öðrum megin á silfurbikarinn er þessi áletrun: „Til Ólafsfjarðar- kaupsíaðar frá menntamálaráðu- neytinu.“ Hinum megin stend- ur: „Til minningar um þátttöku Ólafsfirðinga í norrænu sund- keppninni 1951.“ Dagskrármál landbúnaðarins: Borgar sig að gefa kjarnfóður? Samkvæmt nýkomnu liefti af Árbók landbúnaðarins er til- greint að tala alls búpenings um áramót 1949 og ’50 sé þessi: Nautgripir Sauðfé Hross Geitfé Loðdýr Svín Alifugiar 43.054 401.743 41.912 325 488 298 122.191 Um sömu áramót er tala bænda 6.141 utan kauptúna og kaup- staða, og áttu þeir búfé samtals og á hvern bónda að meðaltali: Samt. Á hvern fccnda Kýr og kelfdar kvígur 27.633 4.5 Aðrir nautgripir 11.791 1.9 Ær 257.966 42.0 Aðrar sauðkindur 71.465 11.6 Hross 33.866 5.5 Alífuglar 69.899 11.4 Samkvæmt þessum tölum er meðalbú einstakra bænda: 6.4 nautgripir 53.6 sauðkindur 5.5 hross 11.4 alifuglar Miðað við framtalda mjólk 1949 er meðal ársnyt mjólkurkúa 2263 lítrar. Ef við athugum lítillega hvern- ig bændur landsins afla fóðurs handa búfé sínu, er það gert áð- allega á tvennan hátt: í fyrsta lagi öflun heyja — töðu og út- heys — og í öðru lagi keypt út- lent kjarnfóður — ýmiss konar vörur ásamt innlendum mjöl- tegundum, svo serri síldarmjöí, fiskimjöl o. fl. Við þurfum ekki að fara marga áratugi aftur í tímann, til þess að minnast þess, að innlenda fóðrið — heyið — var svo til eina fóðrið, sem borið var fyrir búfé. Hafði svo verið allt fró landnámstíð. Nú er það hins vegar svo, að ca. 10—20% af fóðri nautpenings og sérstaklega mjólkurkúa er að keypt fóður og bændurnir eiga engin þátt f að framleiða það. Nú liggur það í hlutarins eðli, að íslenzkir bændur hljóta að keppa að því, að rækta allt sitt fóður sjálfir eða svo til. Norð- menn héldu á þessu hausti af- mæli í tilefni þess, að 50 ár eru liðin síðan þeir byrjuðu ó skipu- legum fóðurtilraunum með búfé. Var meginmarkmið þeirra, frá því fyrsta, að framleiðsla húfjár- afurða skyídi bygcrð á innlendu fóðri. Prófessor Knut Breirem komst m. a. þannig að orði í af- mælishófinu: „Den grunnide vi har bygd pá i 50 ar, er at norsk husdyrproduktsjon bör bygge pá norsk för.“ Hvenær skyldum við íslend- ingar geta haldið upp á ársaf- mæli skipulagðri fóðurtilrauna? Hér á landi hafa að vísu verið gerðar nokkrar fóðurtilraunir, en þær hafa verið samhengislausar og án nokkur heildarmarkmiðs og erum við í því efni varla komnir lengra en Norðmenn fyrir 50 árum. Til þessa liggja að sjálf- sögðu ýmsar ástæður, en þeirra verður þó ekki getið hér. Eg lief áður bent á í þessum þáttum, að meginþorri íslenzkra bænda hafi tileinkað sér marg- háttaða tækni í sambandi við heyöflun og að þeir standi þar framar mörgum öðrum búnaðar- þjóðum. Af þessu leiðir að fram- leiðslukostnaður lieys cr hév nrinni, að öðru jöfnu, og heyið því cdýrasta foðrið, sem viil er á og þar ao auki hezta fóðrið, sé það slegið á hæfilegum tíma og nýting góð. Samkvæmt niðurstöðum búreikninga 1948 var fram- leiðslukostnaður 100 kg. heys kr. 22.03, þegar meðaltal var tekið af þeim 17 búreikningum sem búreikningaskrifstofu ríkisins bárust það ár. Skal nú gerður samanburður á verði heysins miðað við fóðurgildi og þremur aðalkjarnfóðurtegundum, sem notaðar eru til fóðurs nautgripa og sauðfjár árið 1948: Verð á 100 kg. Verð á 100 F.E. Taða 22.03 44.03 Síldarmjöl 112.00 89.60 Maís 145.00 145.00 Rúgmjöl 165.00 165.00 Þessi samanburður á verði sýnir, að heyið er helmingi ódýr- ara en síldarmjöl og nálega fjór- um sinnum ódýrara en rúgmjöl. Hvernig þetta hlutfall er nú, veit eg ekki með vissu, en vil þó ætla að hlutfallið á milli heys og kjarnfóðurs sé mjög hliðstætt. Síldarmjöl kostar um 400.00 kr. pr. 100 F.E. Rúgmjöl um 230 og fóourblanda um 250 pr. 100 F.E. Það ér því engum blöðum um það að fletta, að heyið er ódýrasta fóðrið undir öllum venjulegum kringumstæðum. Óþurrkar, eins og 1950, Norðan- og austanlands, auka að sjálfsögðu mjög fram- leiðslukostnaðinn, en við það ber ekki að miða eingöngu, þótt rétt sé að gera sér grein fyrir áhrifum tíðarfarsins ó fram- leiðslukostnað heysins. SöluVerð heys byggist eingöngu á verðlagi kjarnfóðurs og söluverð er því enginn mælikvarði á framleiðslu- kostnaði þess. í framhaldi af þessum hugleið- ingum er spurningin þessi: Borg- ar sig að gefa kjarnfóður og er ekki hægt að fóðra eingöngu á heyi, ón þess að afurðir minnki svo nokkru nemi. Eg tel að mikill fjöldi bænda noti kjarnfóður í hreinasta óhófi. Það er ekkert hóf á því að gefa kú t. d. 500 kg. af fóðurblöndu á ári, sem mjólkar 2500—3000 1. með um 3.6% feita mjólk. Eg vil hiklaust halda því fram, að kýr, sem ekki mjólka meira en 3000 1. og hafa meðal- feita mjólk, ættu ekki að fá eitt pund af fóðurbæti. Flestar kýr geta étið 10—12 kg. þurrhey og um 20 kg. vothey á dag og' eiga að geta mjólkað 12—15 kg. af meðal- feitri mjólk fyrir þetta fóður, sem jafngildir 8—9 fóðureiningum. Þar til kemur einnig að meðal- kýrin skilar ekki tilskyldu mjólkurmagni ca. 2.5 kg. mjólk 4.0% feit fyrir 1 kg. af fóður- blöndu. Góðar kýr og afburða kýr komast ekki af með heygjöf eina saman. Hér á tilraunastöðinni — á kúabúinu að Galtalæk — er kýr, sem bar 19. þ. m. og mjólkar nú, um og yfir 30 merkur í mál með sennilega á milli 5 og 6% fitu., Þessi kýr verður að sjálf- sögðu að fá eins mikið fóður og framast er hægt að fá hana til að éta. Sauðfé ættum við aldrei að þurfa að gefa kjarnfóður nema þá í heyleysi, og skal það ekki rökstutt nánar að þessu sinni. — Það eina, sem máli skiptir, er að slcapa rér aðstöðu til að afla nægra heyja af ræktuðu Iandi. — Þannig fóður verður álltaf ódýr- ast og það er áreiðanlega hægt að framleiða eins gott kjöt til út- flutnings, þótt ekki væri gefið síldarmjöl, en í stað þess taða. Væri það ekki ónýtt fyrir fjár- bændur, að geta framleitt út- flutn in gsaf urðir — dilkakjötið — af heimafengmi fóðri. Er nú tal- (Framhald.á 11. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.