Dagur - 31.10.1951, Side 10
10
D A G U R
Miðvikudaginn 31. október 1951
Þorp í álögum
Saga eftir Julia Truitt Yenni
(Framhald).
Hún ætlaði að fara, en hikaði,
þegar hún sá Amos lioma inn.
Hann brosti, lyfti hendinni í
kveðjuskyni, en hún horfði á
hann í þögulu þakklæti, vegna
þess að hann hafði aldrei spurt
hana nærgöngulla spurninga og
hún hafði aldrei lesið neina for-
vitni úr augum hans.
„Bíddu eftir mér,“ sagði hann
um leið og hann gekk að af-
greiðsluborðinu til þess að taka
póstinn sinn.
Þau gengu hlið við.hlið á brott
frá pósthúsinu í átt til fljótsins,
en þar á árbakkanum hafði hann
komið verksmiðju sinni á fót í
gömlu korngeymslunni hans föð-
ur síns. En þau fóru ekki inn í
bygginguna, heldur gengu yfir
brúna á myllutjöminni og settust
ann, þar sem flutningapramm-
arnir höfðu verið festir í gamla
á handriðið, rétt við fljótsbakk-
daga. Þau horfðu á þungan
strauminn þyrlast við fætur sér.
Hún minntist sólskirfemorgunsins
sem þau höfðu átt saman undir
perutrénu og minningin vermdi
hjarta hennar og gerði henni
rórra í skapi. Hún vissi að hún
gat ekki gert neinar áætlanir um
framtíðina, en hins vegar þegj-
andi samþykki í milli þeirra að
njóta hvers annars, án spurninga,
og vissulega mundi það gott með-
an það varði.
Allt í einu sagði hann: „Vesal-
ings Rósa, hún á ekki sjö dagana
sæla, þú ert að murka úr henni
líftóruna smátt og smátt — notar
til þess aldar gamlar pyntingar-
aðferðir!“
„Eg veit að hún á bágt. En
hvað á eg eð'segja til þess að
seðja þessa óskaplegu forvitni?"
„Ekkert,“ svaraði hann, „og
þess gerizt heldur ekki þörf, því
að fyrr eða seinna mun. hún fá að
vita allt, sem hún girnist. Skrítið
er það,“ hélt hann áfram, um
leið og hann kastaði brotinni
trjágrein út í strauminn, „að öll
þykjumst við eiga einhverja sér-
hæfileika og sérgáfu. Sérhæfi-
leiki Rósu er að upplýsa leynd-
ar mál og safna upplýsingum. —
Faðir hennar var læknir hér að
Ármóti í fjörutíu ár og amma
hennar og langamma voru veit-
ingakonur í Saddlers. Og nú er
Ed póstmeistari. Enginn —
hvorki í bæ eða héraði — hefur
drukkið sig fullan eða skrifað
ástarbréf án þess að hún vissi um
það. Og nú er svo komið, að henni
finnst hún eiga fullan rétt á að
vita allt um hagi náungans.“
Aftur henti hann blómskrýddri
grein út í strauminn og þau
horfðu á eftir henni niður eftir.
„Og þó er það kannske ein-
keninlegast," hélt hann áfram,
„að Rósa er engan veginn það,
sem venjulega er kallað kjafta-
kerling. Hún segir engar sögur.
Hún fyrirlítur bæjarslúðrið.
Finnst hún sjálf standa langt fyr-
ir ofan það. En hún þarf samt að
>
vita allt — og vita það á undan
öðrum, svo að ef einhver kemur
til hennar og segir: Rósa veiztu
— — geti liún horft fyrirlitlega á
spyrjandann, með svip, sem segir
ótvírætt: Þetta vissi eg fyrir
mörgum vikum síðan, góða mín.
Þú ségir mér engar fréttir, en
mér fannst ekki taka því að hafa
orð á því.“
—o—
Faith horfði á straumvatnið.
Henni farinst það, sem hann hefði
sagt ,alls ekki skemmtilegt, og
hún hafði það á tilfinningunni, að
skemmtun hans af því að segja
frá þessum athugunum sínum
væri næsta yfirborðsleg. Henni
fannst, að hann hefði verið að
gera tilraun til þess að vara hana
við.
„Og nú hef eg bætt einni synd
ofan - á,“ sagði hún lágt, „sem
sjálfsagt bætir ekki úr skák þeg-
ar uppvíst verður um hana: Eg
hef skrifað bók.“
Hún fann að röddin var sektar-
leg, hún mundi hafa sagt „eg
brauzt inn í banka“ með svipuð-
um raddblæ.
„Nú, svo það er þetta. Eg vissi,
að eitthvað var um að vera.“
„Þeir ætla að gefa bókina út.
Það var í sambandi við útgáfuna,
sem mennirnir frá New York
komu hér. En eg get ekki séð,
hvernig eg gat farið að segja frú
Silvernail frá þes§u?“
„Einhverjir mundu bæði hafa
getað og gert það. En ekki þú. En
nú leysist málið af sjálfu sér, er
það ekki?“
„Hvernig þá?“
„Bókin verður gefin út. Um
hana vérður getið í blöðunum og
jafnvel hér að Ármóti hlýtur að
fara svo, að einhver reki augun
í það. Þá geta allir varpað önd-
inni léttara ög sagt: — Nú, svo
að þetta var það!“
„Blöðin?1 ‘endurtók hún. „Já,
líklega kemst það í blöðin. En
þegar allt kemur til alls, voru
þessir tyefr menn, sem heimsóttu
mig — þótt þeir væru kurteisir
og elskulégir — í reyndinni ekki
svo mjög frábrugðnir Rósu -----—
Það er kannske heimskulegt áð
láta svoria, en eg get ‘ékki talað
um liðría. tíð við ókunnugt-fólk.
Gömlu árip. tilheyra aðeins mér-
og pabba. Eg get blátt. áfram
■ekki —' ---“ • - \ ‘
Hún, þagnaði^.þyf að inni fyrir
bjó meira en hún • gat útskýrt;
jafnvel fyrir Ambs.
!lJ ';(FfarriháÍiJ).
Vil kaupa
20 ungar liænur,
Afgr. vísar á.
Kokossmjör
Lækkað verð.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýlenduvórudeildin
og_útibú.
Heilt bankabygg
Heilbaunir
Hálfbaunir
Kaupíélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
og útibú.
Sagógrjón
Kr. 5.80 kílóið.
ííaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
og utibú.
Tannsápa
Tannburstar
Hárþvottalögur
i flöskum og glösum.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
og útibú.
FÍóru-sælgæfi
Blandað koniekt
í pokum, 2 stærðir.
Konfekt skrautöskjur,
2 stærðir.
Kremstengur
Blandaður brjóstsykur
Piparmyntu brjóstsykur
Anís brjóstsykur
Malt brjóstsykur
Menthol brjóstsykur.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
og útibú.
jStúlku
i
vantar mig nú þegar til
heimilisstarfa, hálfan eða
allan daginn. Sérherbergi.
Kristinn Jónsson,
Hafnarstræti 90,
Sími 1196.
Akureyri.
Litli drengurinn okkar,
GUÐMUNDUR RAGNAR,
sem andaðist 24. þessa mánaðar verðiir jarðsunginn frá Ak-
ureyrarkirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 1.30 eftir hádegi.
Þórdís Brynjólfsdóttir. Þórarinn Guðmundsson.
Okkar innilegustu þakkir til allra er auðsýnt hafa hjálp og
liluttekningu við andlát og jarðarför
BJÖRNS KRISTINS H. ASPAR.
Sérstaklega viljum við þakka Kaupfélagi Eyfirðinga og
samstarfsmönnum hans ómetanlega aðstoð og hlýliug.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
Þökkum innilega auðsýnda hjálp og liluttekningu í veik-
indum og við fráfall og jarðarför
SVEINBJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR, Holtakoti, Glerárþ.
Margrét Vilhjálmsdóttir. Einar Sveinbjörnsson.
Margt smáft á sama sfað:
Borðsalt, Pipar, Allrahanda, Saltpétur, Negull
st. og óst., Kúmen, Kanel, st. og óst., Karry,
Múskat, Engifer, Kardemommur, st. Laukur,
Lárviðarlauf, Edik, Sinnep, Þurrkaðar Súp’u-
jurtir, Sósulitur, Súpulitir, Eggjaduft, Bökun-
ardropar, Sætar möndlur, Gerduft, Hjartar-
salt, Matarlím, Gelatine, Búðingar, Súpur,
Súputeningar, 3 teg., Makkaroni, Spaghetti,
Rasp, Maizena, Corn Flakes, All Bran, Bakaðir
hafrar, Barnamjöl, Kakaó, Te, Suðusúkkulaði,
Átsúkkkulaði, Sælgæti, fjölbr. úrval, Molasyk-
ur, Strásykur, Púðursykur, Kandíssykur, Flór-
sykur, Vanillesykur, Skrautsykur, Matarkex,
Kremkex, Waterkex, ískex, 2 kr. pk., Sagó-
grjón, Hrísgrjón, Hafragrjón, Kartöflumjöl,
Hrísmjöl, Baunir. — Ávextir, nýir, þurrkaðir
og niðursoðnir. — Jarðarherjasulta, sérstaklega
góð. — Kerti — Spil. — Strákústar, Gólfsópar,
Gólfskrubbar, Handskrubbar, Klósettburstar,
Skaftburstar, Naglaburstar, Skóburstar.
Vöruhúsíð h.f.
Málverkasýning Garðars
opin daglega frá kl. 1 — 11.30 e. h.
að Hótel KEA (Rotarysal).
Hrossakjöt
Seljum í haust lirossakjöt í heilum og
hálfum skrokkum. Söltum fyrir þá, er
þess óska. Höfum fyrirliggjandi tóm
ílát, hálftunnur og kúta. Gjörið pant-
anir yðar sem fyrst. — Sendum heim.
Kjötbúð KEA.
Sími 1714.