Dagur


Dagur - 31.10.1951, Qupperneq 12

Dagur - 31.10.1951, Qupperneq 12
12 Daguk Miðvikudaginn 31. október 1951 em eyja, — segir leiðangur Paul Emile Victors jökulliim allt að 3250 m. þykkur Samkvæmt frásögn National- tidende í Kaupmannahöfn sl. miðvikudag, hefur einn vísinda- mannanna, er tóku þátt í franska Grænlandsleiðangrinum — undir stjórn Paul Emile Victor — upp- lýst, að e. t. v. sé það markverð- asti árangur leiðangursins að uppgötva, að Grænland sé ekki stærsta eyja veraldar eins og segir í landafræðikennslubókum, heídur sé hér um þrjár eyjar að ræða. \UW\NAK ÍSCORfiBy WftO CTRISTIAWHMT3-------».______ ^HOlSTEINBORo ^NOERlböiSUAK SuKkcrTDRpen /tOOTWAO ^V*****™ FlSK2lnís',CT Fredtrikshaat) ilviQtut AJUllANEKAAB Na"°naiiK'lwí(APF74avEt Teikningin sýnir hvernig Græn- land cr skipt í þrjár eyjar skv. kenningum Victor-leiðangursins. Leiðangursmenn telja sig geta sannað að gjár miklar gangi í gegnum landið undir jöklinum og séu 300—400 m. undir sjávar- máli. Hér er í fyrsta lagi um að ræða gjá, sem gengur úr Jakobs- firði á vesturströndinni til Score- bysunds á austúrströndinni, ca. 400 m. lægri en hafflöturinn, og í öðru lagi aðra gjá, enn dýpri — undir jöklinum, frá Christians- haab til Kangerlugssak — yfir þvert landið. Fyrri kenningar. í tilefni þessara fregna frá franska leiðangrinum, sneri hið danska blað sér til hins kunna danska jarðfræðings Noe-Ny- gaard (sem kunnur er hér á landi eins og Paul Emile Victor) og spurði um álit hans. Segir Noe-Nygaard á þessa leið: — Kenningin um að Grænland sé ekki samfellt land ,er ekki ný, en hún hefur aldrei verið sönn- uð. í fyrri kenningum hefur ver- ið gizkað á, að Diskó-flói væri upphaf að einni gjánni þvert yfir landið. Ekki vil eg að svo kcmnu máli fullyrða neitt um sannleiks- gildi fregnanna af uppgötvunum Victor-leiðangursins; vafalaust verða niðurstöðurnar birtar í bók eða á vísindamannaþingi. Jökulþykktin allt að 3250 m. Paul Emile Victor er sjálfur fyrir nokkru kominn heim til Frakklands til þess að vinna úr vísindalegum árangri leiðangurs- ins, en 26 meðlimir leiðangursins fóru nú á dögunum um Godt- haab^ á heimleið. Leiðangurs.t menn mældu jökulþykktina og fundu mesta þykkt 3250 metra. Við mælingarnar voru notuð bergmálstæki af sömu gerð og þau er notuð voru til mælinganna á Vatnajökli sl. vor, og að þeim unnu m. a. frönsku vísindamenn- irnir, sem tóku þátt í íslenzk- franska leiðangrinum á Vatna- jökli, en hinn nafnkunnasti þeirra hrapaði í gjá í Grænlands- jökli í sumar og fórst þar. Nýi „Þór“ í heimsókn Nýja varðskipið „Þór“ kom hér á mánudaginn og var hér þann dag. Skoðaði fjöldi manna skipið og leizt það hinn glæsilegasti far- kostur og mikill styrkur land- helgisgæzlunni. 1 Umskipun Mýgrjóts j frá Grænlandi á ; Akurevri •/ Fyrirspurnir liafa borizt; bæjarstjórn — m. a. með; milligöngu danska ræðis- mannsins hér — um viðhorf og möguleika bæjarins til þess að vcrða umskipunarhöfn fyr- ir blýgrjót, er Danir hyggjast vinna á Grænlandi á námu- svæðum þeim, er dr. Lauge Koch fann þar fyrir fáum ár- um. Hugmyndin er að flytja blýgrjótið á smáskipum til ís- lenzkrar hafnar vegna erfiðra liafnarskilyrða á Grænlandi, en stór flutningaskip hlaði síðan hér og flytji hráefnið til kaupcnda báðum megin Atl- antshafs. Hér virðizt um mál að ræða, sem athuga ber vel og ekki er ólíklegt að geti haft atvinnulega og efnahags- lega þýðingu fyrir bæinn. — Vonandi verður ekki lagzt á málið af bæjaryfirvöldunum. Ýmis önnur bæjarfélög norð- anlands og vestanlands munu hafa áhuga fyrir málinu. Enn er heslur fýndur á öræfunum Leitarieiðangur í októberbyrjim bar ekki árangur - getur Dýraveriidunarfélagið bjálpað? í sept. í haust, um svipað leyti og Stefán Steinþórsson og hans félagar sóttu hestinn suður í Jökuldal, fór ungur maður, Hreinn Gunnarsson, Tjörnum í Eyjafirði, skemmtiferð suður að Geldingsá, þar sem sæluhúsið „Gráni“ stendur. Hugðist liann dvelja þar um nóttina, en einhverra orsaka vegna, lagði þann upp heim sam- dægurs. Þegar hann var kominn norður undir svonefndan Urðar- vatnaás, ætlaði hann að hafa hestaskipti, en grá hryssa, sem hann reið, var lítið tamin og stygg, spretti hann af henni hnakknum, en gætti þess ekki, að taka tauminn niður af makkan- um. En á meðan hann var að reiðtygja hitt hrossið, hljóp hryssan frá honum út í myrkrið. Hljóp hann á eftir henni, en náði henni ekki, þegar hann kom til baka á þann stað, sem hnakk- hesturinn átti að vera, var hann horfinn, leitaði hann um stund, en fann hvorugt hrossanna, sneri síðan við suður að sæluhúsinu „Grána“ og lét þar fyrirberast um nóttina. Fann hnakkhestinn en hryss-an var horfin. Morguninn eftir leitaði hann hrossanna, fann hnakkhestinn norðan til á Vatnahjalla, þá á réttum vegi norður af, taldi hann þá miklar líkur til að Grána væri komin heim, en svo var ekki, og hefur ekkert til hennar spurzt síðan, þrátt fyrir mikla leit suður um fjallbrúnir. Leitaö um öræfin í október. Síðasta leitin var gerð 1.—2. okt. Fóru þeir suður og austur á öræfin og vestur að Geldingsá Jón Hjálmarsson bóndi í Vill- ingadal og Sigtryggur Aðal- steinsson á Jórunnarstöðum, en urðu einskis varir. Þó sáu þeir slóð eftir einn hest liggja í aust- urátt, framan við öll daladrög, í stefnu á Bleiksmýrardalsbrún. Ekki hefur enn verið ieitað til Dýraverndunarfélagsins hér á Akureyri, en líklega mundi það vilja veita einhverja hjálp, t. d. láta leita úr flugvél áður en snjóalög leggjast yfir. Er sorglegt til þess að vita, ef hryssan verður hungurmorða einhvers staðar héi á fjallabrúnunum, þegar vetrar að. r Askell Snorrason fleiri til Moskvu o „Menningarfulltrúar“ eru um það bil að leggja upp héðan til Rússlands, í ltynnisför á vegum MÍR, hliðstæðri þeirri, sem farin var sl. ár. í hinni nýju „sendi- nefnd“ er Áskell Snorrason tón- skáld hér í bæ, Jon Magnússon fréttastjóri íslenzka ríkisútvarps- ins, Bolli Thoroddsen verkfræð- ingur, Sigvaldi Thordarson arki- tekt og Arnfinnur Jónsson barnaskólastjóri. r Ovíst hvort bifreiðaveFkstæðið Þórshamar verður eeidurbyggf Milljónatjón í bmnanum sl. fimmiudagsmorgim Enn mun ekki lokið rannsókn vegna ctórbrunans á bifreiöa- verkstæöinu Þórshamri hér í bæ sl. fimmíudagsmorgun, en ekkert mun upplýst um eldsupptökin. Munu raímagnsleiðslur hafa ver- ið í góðu lagi, cnda nýlegar. Eins líkleg skýring brunans og hver önnur er, að innbrot hafi verið framið í verkstæðið um nóttina og hafi þjófar kveikt eld- inn viljandi eða óviljandi, en allt eru þetta ágizkanir einar. Mikil eyðilegging. Eldsins varð vart um kl. 5,15 á fimmtudagsmorguninn og var slökkviliðið þegar kallað út. En eldurinn breyddist óðfluga út og varð ekki við hann ráðið. Brann þarna allt, sem brunnið gat og féll þak hússins, en bílar, vélar, áhöld og tæki eyðilögðust ger- samlega. Um kl. 7 var þarna orð- ið milljónatjón. Þegar inn í rúst- irnar varð loksins komizt, kom í ijós, að bókstaflega allt, sem í verkstæðinu var, hafði eyðilagzt, þ .á. m. 9 bílar og ein loftpressa, mótorar margs konar og vinnu- vélar. Svo og allur varahlutalag- er fyrirtaekisins. Smurningsstöð verktsæðisins, vestan aðalvinnu- salsins, slapp þó, en er óstarfhæf, því að mótor tengdur henni brann. Bílarnir óvátryggðir. Aðeins einn bílanna, sem á verkstæðinu voru, mun hafa ver- ið vátryggður, bíll Ragnars Bollasonar á Stórhamri, fyrir 40 þús. kr. hjá Samvinnutrygging- um, og er sú upphæð þó hvergi nærri fullar bætur fyrir bílinn. Jón Olafss. frá Gilsá missti þarna mjólkurfl.bíl. Steinsteypuverkst. Akureyrar vörubíl, Samband nautgr.ræktarfélaga Eyjafjarðar jeppa, Norðurleið h.f. póstflutn- ingabíl (enginn póstur var í honum og eru sögur um það til- hæfulausar). Loks var þarna yfirbyggð herbifreið, skagfirzk, og tveir fólksbílar, annan eign Hans Þorsteinssonar BSO hér í bæ, en hinn Vilhelm Þórhallsson, Finnastöðum við Grenivík. Húsið lágt tryggt. Húsið var í skyldutryggingu hjá Brunabótafélagi íslands, lágt tryggt miðað við núverandi verð- lag, en vélar, áhöld og lager tryggt hjá Almennum trygging- um h.f. Þetta fyrirtæki mun hafa verið einn aðaleigandi hluta- félagsins Þórshamars, en aðrir hluthafar ýmsir kunnir bæjar- menn. í stjórn eru Stefón Árna- son, framkv.stj., Jakob Karlsson afgr.m. og Gísli Olafsson varð- stjóri. Framkvæmdastjóri er Kjartan Jóhannsson. Þórshamar var búinn ágætum tækjum til bifreiða- og vélavið- gerða og hafði verið lagt kapp á Málverkasýnmg Carðars Loftssonar Garðar Loftsson listmálari opnaði málverkasýningu að Hó- tel KEA sl. laugardag og sýnir þar 30 olíumálverk og 60 vatns- litamyndir. Er hér um athyglis- verða sýningu að ræða. Sýningin er opin a. m. k. þessa viku. að búa verkstæðið sem bezt á síðustu árum. Ai’t óvíst um endurhyggingu. Fastir starfsmenn á Þórshamri eru 21 og liafði þeim ekki verið sagt upp í gær, en allt er í óvissu um, hvort ráðizt verður í endur- byggingu verkstæðisins, enda mun langt í land að tión þetta verði upp gert að fullu. Er hætt við að stór hópur manna missi atvinnu vegna brunans, og er það eitt alvarlegt áfall. Emi 5ÖÖ þúsimd til nýja sjúkrahússins Á fjárlagafrv. því fyrir árið 1952, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir 500 þús. kr. fjáiíramlagi ríkisins til nýja sjúkrahússins hér, og er það sama upphæð og í ár, en í reynd- inni minni styrkur til spítalans en áður, sökum vaxandi dýrtíð- ar. Er þess að vænta að Alþingi hækki þessa upphæð verulega. Um þörfina á auknu sjúkrarúmi verður ekki deilt og óhyggilegt að láta milljónirnar, sem búið er að festa í nýbyggingunni, öllu lengur óarðbæra í húsi, sem að engu gagni kemur heilbrigðis- málum þjóðarinnar. Heimavistarhúsið liggur undir skemmdum. Brynleifur Tobiasson, settur skólameistari, segir í grein í Mbl. í gær, að hið nýja heima- vistarhús M. A,- liggi undir skemmdum, ef *"ekki verður gengið frá byggingunni að utan, en til þess að fullgera hana mun skorta bæði leyfi Fjárhagsráðs og fé frá Alþingi. Skorar Brynleifur á Alþingi að veita a. m. k. 500 þús. kr. til hússins á frjárl. 1952. Sjötugur í fyrradag í fyrradag varð Jón St. Melstað bóndi á Hallgilsstöðum sjötugur. Jón er Húnvetningur, en hefur eytt mestum hluta ævinnar — eftir nokkurra ára námsdvöl í Noregi — hér í Eyjaíirði. Á Hall- gilsstöðum hefur Jón búið lengi og gert þar miklar uinbætur. — Þessa ágæta bónda og síglaða heiðui‘manns verður nánar getið hér í biaðinu síðar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.