Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginri 7. nóvémber 1951 5 ^/vw'/vv>A/vv'/'/>/'/vv'/v'//v>/>>//'/wV'^//v>/w^m^//vv'í{ DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 lílaðið kcmur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. l’RENTVERIv ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Húsnæðismálin og alvara st jómmálaf lokkanna SAMKVÆMT FRASOGN sunnanblaða hefur dómsmálaráðherrann látið þess getið í þingræðu ’jm húsnæðismál, að lildega hafi stjórnmálaforingj- ar þeir, sem beittu sér fyrir setningu laganna um aðstoð ríkisins við húsabj'ggingar í kaupstöðum árið 1946, verið haldnir of mikilli bjartsýni. Þetta er virðingarverð viðleitni til hreinskilni, en kemur nokkuð seint. Vafasamt er, að oröið bjartsýni verði auk heldur talið lýsa bezt hugarfari þeirra manna, sem sem hömpuðu þessum lögum framan í kjós- endur í kosningabardaganum 1946. Ábyrgðarleysi og lýðskrum er nákvæmari skilgreining. Loforðin frá miðju sumri 1946 voru óframkvæmanleg þegar á jólaföstu sama ár. Olíklegt er, að þingmenn „ný- sköpunarfiokkanna" hafi ekki vitað það fyrir og hafi verið blindaðir af of mikilli bjartsýni. I þess- um efnum standa flokksmenn dómsmálaráðherrans þó engan veginn lakar að vígi en samstarfsmenn þeirra í nýsköpunarstjórninni, enda þótt þá síðar- nefndu hafi skort kjark og manndóm til þess að játa syndir sínar og standi í þess stað að því að bregða upp fyrir sjónum kjósenda fögrum mynd- •rm af allsherjar-lausn húsnæðisvandræðanna með samþykkt nýrrar löggjafar á Alþingi. Alþýðuflokk- ’irinn státaði t. d. mjög af húsbyggingalögunum 1946, enda hafði flokkurinn stjórn þeirra ráðu- rseyta, er framkvæma áttu lögin. Margir kjósendur lögðu trúnað á fagurmælin. Ymsir ábyrgir aðilar lentu í sömu fallgröf, þ. é. m. bæjarstjórn Akur eyrar. Hún ákvað í ársbyrjun 1947 að beita sér íyrir allmiklum húsabyggingum á grundvelli iag- anna, og gerði út sendinefnd á fund þáverandi fé- lagsmálaráðherra, Finns Jónssonar, Alþýðuflokks- forstjóra. Nefndin fékk greið svör: engir peningar voru til að framkvæma lögin fáum mánuðum eftir að þau voru sett, og engar likur fyrir því, að bæjar- stjórn Akureyrar gæti fengið nokkun fjárstuðning frá rikinu til húsabygginga sinna, hvað sem öllum lagabókstaf liði. Ráðherra þessi fékkst ekki einu sinni til þess að veita aðstoð til þess að fá banka- ián til framkvæmda. Þessa fyrirgreiðslu sótti Akur- eyrarkaupstaður í hendur Alþýðuflokksins, þegar hann réði framkvæmd laganna um aðstoð rikisins við húsabyggingar í kaupstöðum. Sömu sögu munu aðrir aðilar hafa að segja. Setning laga þessara og áróður í sambandi við þau, er eitt gleggsta dæmið um ábyrgðarlaust lýðskrum, sem um getur í stjórn- málasögu síðustu áratuga, og er hollt að minnnst þessarar reynslu, þegar menn lesa nú tillögur frá sömu aðilum um ný lög og fyrirmæli, um að leysa húsnæðisvandræði kaupstaðanna með aðstoð ríkis- ÞINGMENN EIGA ÞAÐ TIL á hátíðastund- um, að tala fagurlega um þingræðið og lýðræðiö og vara við gálauslegri umgengni um þessi musteri vestrænnar menningar. En sumir þessara sömu þingmanna virðast ekki gæta þess, að ekki ómerk- ur þáttur viðleitninnar að grafa undan grundvelli musterisins, er setning laga á Alþingi, sem hvorki er vilji né geta til að framkvæma, þegar til raun- veruleikans kemur. Sú opinberun, að forustumenn stjórnmálaflokka hika ekki við að bæta í lagasafn xíkisins fyrirmælum, sem á pappírnum eiga að gagna þegnunum, en í reyndinni eru aðeins til orð- in til þess að hossa stjórnmálafor- ingjum á hættustund, er ekki fall- in til þess að treysta þingræðið í landinu eða skapa heilbrigt stjórn- arfar. Því miður sjást þess alltof oft merki, að stjórnmálamenn noti sömu vinnubrögð og fyrir kosning- arnar 1946. Sýnishorn þess eru sum þau frumvörp og tillögur, sem stjórnarandstöðuflokkarnir núver- andi hafa lagt fyrir Alþingi. Þau eru eins og útstilling í búðar- glugga í einræðisríki: Skrautlegur varningur til sýnis, en tómar hill- ur, þegar inn er komið. Þannig verður hvorki aukinn vegur þings né þjóðar. FOKDREIFAR Sextíu ár að heiman og óloppinn á tungunni. MÉR HAFA borizt nókkrar vísur, vestan um haf, sem eg ætla að birta hér á eftir ,og kannske nokkrar fleiri síðar. Höfundurinn er Albert J. Goodman (Guð- mundsson) í Winnipeg, kallar sig hér Albert frá Tjörn, en sú Tjörn mun vera í Sléttuhlíð í Skaga- firði. Albert hefur dvalið fjarri fósturjöriðnni í 62 ár, fluttizt vestur 1889, þá 12 ára, og.hefur síðan átt heima í Winnipeg. Mun hafa komið heim a.m.k.einusinni. Þeir, sem óttast nú svo mjög um móðurmálið, ættu að lesa þessar vísur, kveðnar eftir meira en 60 ára sambúð við enskuna. Og þeir, sem sletta ensku í tíma og ótíma, mættu líka staldra við og minn- azt þess, að menn þurfa ekki endilega að gerast tunguloppnir þótt erlendur kliður heyrist stundum í návist þeirra. Vísur Alberts.. Og svo fara hér á eftir nokkrar vísur Alberts frá Tjörn. Skagfirzk „vesturheimska". Tilveran mér talsvert gaf af tímans afleiðingum, ríkur er því orðinn af ýmsum tilhneigingum. Aldrei fyllist andans þrá, ævin spilling tvinnar, oft því villist vegi frá vonarhillu minnar. Á klerka held eg kæmi fát og kölska fær’i af gaman, ef allir vær’u á einum bát og öllum kæmi saman. Þeir, sem óvart segja satt, sjaldan gleðja nokkurn mann, einatt tildra háum hatt og halda laust um grallarann. Alheimsborgarinn. Einn á bát’i og einn á tali, einn við diskinn sinn, einn í hóp og einn í vali og eini kjósandinn. Þrír og kvart. (Þá ólöglegur netamöskvi í Manitoba.) Þessa ef teldi eg sögu sanna sumum mundi þykja hart, að sálir fjölda fiskimanna fáist helzt í þrjá og kvart. Sálarriðann sumir vilja teygja, þótt sanngirnina til þessi verði að beygja, allir hafa ósköp til að segja, því alla skortir vizku til að þegja. Bót í máli. Ekkert skrifað upp á blað, enginn hefur neitt að segja, en allir ferðast upp á það einhvern tíma mega — deyja. Skyldur lífs ef skiljum vér og skynseminnar njótum, skál að drekka skylt oss e'r á Skagfirðingamótum. (Staddur á Sauðárkróki 1913.) Jón ferjumaður við „Ósinn“. Uf C»a>*a.«*.4 •••'Ijrj .. 3 t, j (9 ■*awú3t& Vorsins Ijós þá lýsa fer og lifna blóm í haga, Jón við Ósinn unir sér - alla sumardaga. Bergmál víða leiftra um lönd leikmanns sögu góða, en aðeins mína hægri hönd hef eg þér að bjóða. Sporin liggja fjær og fjær feðra og vina-tjöldum, en tíminn líður nær og nær náðar-töðugjöldum. Áttræður síðastliðinn mánudag Keppa lengra kýs eg sízt klækja hála — veginn, ef eg mætti eiga víst Síðastl. mánudag varð Jónas A. Jónasson trésmíðameistari, Víðivöllum 12 hér í bæ, áttræður. Jónas er fæddur að Ytri-Bug á Snæfellsnesi og ólst þar upp. - Hann lærði trésmíði hjá Sveini Jónssyni í Stykkishólmi (bróður Björns ritstjóra). Að námi loknu hvarf Jónas til Þingeyrar í Dýra- firði og giftist þar 1899 Ingi- björgu Bergsdóttur Pálssonar frá Pálshúsum í Reykjavík. Þau eignuðust 4 börn, tvö þeirra komust til fullorðinsára, þau Emilía leikkona í Rvík og Gústaf rafvirkjameistari hér í bæ. Jónas varð kunnur iðnaðarmaður á Vestfjörðum. Árið 1915 fluttu þau hjón hingað til Akureyrar og hér hefur Jónas átt heima síðan. — Ingibjörgu konu sína missti Jónas 1932. Seinni kona hans er Odd- rún Jónsdóttir frá Miðhúsum i Á’ftaneshreppi. Hér á Akureyri varð Jór.as brátt í hnpi kunnustu iðnmeistarri •bæjarins og tók auk þess veru- elgan þátt í félagsmálum, m. a. í stofnun og starfi Leikfélags Ak- ureyrar og í Góðtemplararegi- unni. Margir minntust þessa mrc.ta borgara á afmælisdaginn. Dagui sendir honum beztu árnaðarósk- ir. ftlatreiðslubók Sameiniiðu þjóðaima Dagsins, sem helgaour var Sameinuðu þjóðunum, hins 24. okt. sl., var minnst víða um heim og á margvíslegan hátt. Fyrir tilstilli nefndar þeirrar, sem vinna átti að því að auka þekkingu Banda- ríkjamanna á öðrum þjóðum í sambandi við hátíða- höld dagsins, var gefin út matreiðslubók þar í landi þennan dag S. Þ. Bókinni var gefið nafnið „Heims- ins beztu réttir“, og skrifar frú Eleanor Roosevelt formála að henni. Segir þar m. a., að bók þessi muni færa Ameríkumenn nær hinu daglega lífi fólksins í ýmsum .löndum. Þótt mikill mismunur sé á þjóðarsiðum hinna ýmsu landa, á tungu þeirra og sögu, hafa þær allar eitt sameiginlegt, en það er að borða. Nefnd sú, er vinna átti að því að vekja áhuga Ameríkumanna á öðrum þjóðum í sambandi við dag S. Þ. ákvað því að nota þessa vinsælu aðferð, kynna fyrir löndum sínum matarsiði hinna ýmsu þjóða og birta upp- skriftir af beztu réttum hverrar þeirra. Að matreiðslubók þessari, sem í eru um 1000 uppskriftir frá 60 þjóðum, hefur verið unnið af hinni mestu kostgæfni færustu manna og kvenna. Hefur verið höfð samvinna við fulltrúa og sendi- nefndir á þingi S. Þ. til þess að afla hinna beztu uppskrifta frá hverju landi, en eftir það tóku amer- ískar matreiðslukonur og sérfræðingar af ýmsu tagi við og unnu úr upplýsingum þeim, er fengizt höfðu hjá fulltrúunum. Er bókin talin mjög nákvæm um mál og vog, bökunarhita, stærð skammtanna o. s. frv. Pönnukökur frá íslandi. í septemberblaði New York Times Magazine er sagt frá væntanlegri útkomu þessarar bókar. Segir þar að réttir þessir muni áreiðanlega falla Ameríku mönnum vel í geð. Nokkrir réttanna eru sérstaklega nefndir fyrir það, hve góðir þeir séu og auðvelt að gera þá, t. d. sítrónueggjasúpa frá Grikklandi, pönnukökur frá fslandi, sem fylltar séu með þeytt- um rjóma og sultu og fyllt kálblöð frá Saudi Ara- bíu. Utgáfustjóri bókarinnar, frú Hawkins að nafni, segir að útgáfa þessarar bókar hafi verið hið skemmtilegasta starf, og segist hún þess fullviss, að allir þeir, sem eigi eftir að nota þessa bók, muni finna það, að hún hafi vérið samin með það fyrir augum að stuðla að aukinni kynningu á milli þjóð- anna. Væntanlega verður einhvern tímá síðar hægt að birta einhverjar uppskriftir úr matreiðslubók Sameinuðu þjóðanna í kvennadálkinum. Sólarsápuspæoir Sápuverksmiðjan Sjöfn hefur nýlega hafið fram- leiðslu á sápuspónum, og er vara þessi nú komin á markaðinn. Er hér um að ræða algera nýjung í ís- lenzkum iðnaði, því að sápuspænir hafa aldrei verið framleiddir áður hér í landinu. í tilefni af þessu bað eg verksmiðjustjórann, Ragnar Ólason, efnafræðing, að segja lesendum kvennadálksins, hver væri höfuðmunur á sápu- spónum og venjulegu þvottadufti. ----o---- „Aðalmunurinn á sápuspónum og venjulegu þvottadufti er sá, að sápuspænirnir eru framleiddir úr hreinni sápu, og í þeim er ekkert óbundið alkalí eða sódi. Efni þessi eru aftur á móti í öllu vénju- legu þvottadufti, og eru þau oft orsök þess, að ull- arföt hlaupa, og þau þykja ekki fara vel með alla fínni vefnaði. Þess vegna eru sápuspænirnir fram- leiddir sérstaklega með það fyrir augum að nota þá í þvott á ullarflíkum, barnafatnaði ýmiss konar, nærfötum, solckum, blússum og yfirleitt öllu, sem viðkvæmt er.“ ----o---- Sjöfn hefur fengið hinar fullkomnustu vélar, og í hinum nýendurreistu húsakynnum er framleioslan. í fullum gangi og ýmsar nýjungar væntanlegar. A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.