Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 8
8 Bagub Miðvikudaginn 7. nóvcmber 1951 Auðvett að gera ágæla og frygga höfn í Raufarhöfn Verulegar framkvæmdir síldarsaltenda - Nýtt verzlunarhús Kaupfélagsins Fyrirhugað að stofea sérstakí presta kal! fyrir Hríseyjar- og Stærra- Árskógs-sóknir Frá héraösíundi Eyjaíjarðarprófastdæmis í fyrri viku Raufarhöfn hefur nú um skeið verið mesta síldarmóttökuhöfn landsins. Liggur staðurinn ágæt- lega við síldarmiðunum unuan Norðausturlandi og hefur mjög eflst hin síðari ár. Dagur fékk nýlega fréttapistil frá þessum norðlenzka athafnastað og fer hann hér á eftir. Heyafli sæmilegur. Spretta nú í sumar varð mjög léleg og þurrkar ekki fyrr en nú í haust, að heyin náðust. loks sæmilega þurr og af sumum tún- blettunum fékks alls ekkert og er þetta annað sumarið í röð, að heyfengur af , heimablettunum hefur brugðist. En nokkrir þorps búar eiga í félagi tún vestur í Leirhöfn og hefur það bæði þessi sumur orðið þorpsbúum þó nokkur hjálp, því að útkoma á því túni hefur orðið sæmileg. Þrátt fyrir þetta er nú búið að fá hey, svo að útlit er fyrir, að engin vandræði verði á komandi vetri og er það að þakka fyrirhyggju þorpsbúa sjálfra, að fá hey að, hvar sem hægt hefur verið, og svo hefur hreppsnefndin einnig útvegað hey, sem mun koma í góðar þarfir handa þeim, sem út- undan hafa orðið með að ná sjálf- ir í hey. Þorskafli brást. Aðalatvinna Raufarhafnarbúa er við síldarverksmiðjuna og við síldarsöltun og hefur þessi at- vinna komið sér alveg sérstaklega vel nú í sumar, því að þorskafli hefur brugðist að mestu. Þó kom í vor gott aflahlaup á svonefnda Hólsvík og fékkst út úr því um 130 skippund af góðum fiski á ör- fáum sólarhringum og nú nýlega fengust sjötíu skippund á fjórum dögum og þó er ekki komið á land á þessu ári í allt af þorski nema tæp 300 skippund og er það óvenujulega lítið, því að hér við Sléttuna hafa verið hin beztu fiskimið. Framkvæmdir síldarsaltenda. 27. þús. tunnur af síld voi'u saltaðar á fimm síldarplönum. Utan um þetta hefur skapast mjög mikil atvinna, því að í vor var vinna við að fullgera síldar- plan hjá Óskari Halldórssyni og annað hjá Valtý Þorsteinssyni og nú í haust er Óskar að byggja stórt timburhús á steyptum grunni, sem er bæði geymsla og íbúð fyrir síldarfólk, því að fjöldi aðkomufólks hefur unnið við söltunina og síldarplönin. Loks er kaupfélagið að láta byggja stórt verzlunarhús og er við það mikil atvinna. í fyrsta sinn í sumar var saltað hér á vegum hreppsins í félagi við kaupfélagið. Síldarlýsið er nærri allt farið héðan ,og mest part saltsíldin, en aftur á móti er síldarmjölið nærri allt hér enn nema það, sem selt hefur verið hér innanlands. Loks á í voi' komanda að byggja bæði hús og síldarplan fyr ir h.f. Hafsilfur, framkvæmda- stjóri Vilhjálmur Jónsson. Komu þau m.b. Helgá frá»Reykjavík og m.b. Björn Jónsson frá Reykja- vík með timburfarma frá Svíþjóð, sem er eign h.f. -Hafsilfur og nota á til . fyrirhugaðra fram- kvæmda á næsta vori. Hafnarbætur. Hér við innsiglinguna var í sumar byggður lítill viti, sem er um leið innsiglingarmerki og ætti það að vera mjög til öryggis við innsiglinguna, sem er þröng og fremur vandrötuð, en höfnin sjálf er fyrirtak frá náttúrunnar hendi, en þarf ýmissa lagfæringa við, svo að hún sé fyrsta flokks höfn, því að hið svonefnda Litla- sund, sem hefur smátt og smátt myndast og stækkað, þarf að lokast, því að inn um það berst sandur, sem höfnin óðum grynnist af. Einnig þyrfti að moka "upp úr höfrrinni, og það gerði Óskar Halldórsson nú í sumar af sinni bryggju, en allt of lítið enn. Svo þyrfti að moka al- veg upp gömlu höfnina, sem er fram undan og austan við það sem mokað var í sumar. Einnig þyrfti að setja góðar festur í höfn ina, svo að stór skip geti haft sig frá bryggju og legið út á þó að gerði ósjó og skipið væri statt á Raufarhöfn. Einnig þyrfti að setja ljósbauu á Hólmabökuna og fleira þyrfti að lagfæra. En þetta allt mundi fljótt borga sig, því að þá yrði hér ágæt höfn og hennar væri full þörf hér á norðaustur- horni landsins. Fyrir helgina kom hingað til bæjarins brezkur verkalýðsmála- fulltrúi, hr. Allan R. Tennyson og í fylgd með honum hr. Bryan Holt frá brezka sendiráðinu í Reykjavík. Hr. Tennyson hefur verið starfsmaður brezka verkalýðs- málaráðuneytisins i 20 ár, og starfaði hann síðast sem sendi- sveitarráðunautur í verkalýðs- málum við sendisveit Breta í Mexíkó. Til íslands kom hann til þess að kynna sér verkalýðs- og félagsmál og starfsemi samvinnu- hreyfingarinnar. Skoðaði sainvinnufyrirtækin. Hr. Tennyson skýrði blaðinu frá því, að í tíð samsteypustjórn- arinnar, hafi verið byrjað á því, að senda sérstakan ráðunaut þessara erinda til Washington í tilraunaskyni. Þótti það gefast svo vel, að ákveðið var að halda áfram á svipaðri braut og í dag hafa Bretar 22 slíka fulltrúa við sendisveitir sínar, en starí þeirra uær yfir um 50 lönd. T. d. nær starf verkalýðsmálafulltrúans við brezku sendisveitina í Stokk- hólmi yfii' bæði Svíþjóð og Nor- eg. Tilgangurinn með því að hafa slíka ráðunauta við sendisveit- irnar er að afla upplýsinga á 10 ára telpa gabbaði aðdáenclur klessu- málverkanna! Á „Septembersýningunn" dönsku nú í liaust, þar sem helztu klessumálarar Ðana sýndu verk sín, gerðizt at- burður, sem í frásögur er fær- andi: 10 ára telpa, Jette Koch, veðjaði 25 aurum við ömmu sína um það, hvort myndir hennar yrðu tcknar, cf hún sendi þær dómnefndinni, sem valdi verk á sýninguna. Jette sendi 6 myndir, 3 voru teknar. Gagnrýnendur klessulistar- innar fóru lofsamlegum orð- um um myndirnar í bJöðunum1 og útskýrðu litaval hennar og „composition“ efíir kúnstar- innar reglum. Ein myndin seldist fyrir 100 d. la'ónur. — Eftir að sýningin hafði staðið yfir nokkra hríð komst upp um 25 aura veðmálið og höf- undinn .Jette var himinlifandi, því að hún fékk ekki aðeins 25 aurana, heldur líka 100 krón- ur og mynd af sér í blöðunum. En „Iistfræðingarnir“ urðu hálf skömmustulegir á svip- inn. Gullbrúðkaiip í dag í dag eiga gullbrúðkaup sæmd- arhjónin Kristín Sigfúsdóttir skáldkona og Páhni Jóhannes- son verkamaður hér í bæ, Munkaþverárstræti 16. sviði verkalýðs- og félagsmála í viðkomandi landi, svo að sendi- herrarnir geti fengið um þau mál sem gleggstar upplýsingar. Hér í bæ ræddi hr. Tennyson við framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga og skoðaði verzlanir þess og verksmiðjur SÍS, Gefjuni og Iðunn. Markverð kvikmynd J • úr hafdjúpunum Á undanfömum árum hefur Ólafur Ólafsson kristniboði sýnt hér tvær mjög athyglisverðar o^ fallegar kvikmyndir, sem auk þess að veita mönnum fróðleik um lífið í náttúrunni og leyndar- dóma himinhvolfanna, hafa vakið til umhugsunar um tilveru stjórnandi skapara. Á laugar- dagskvöldið kemur sýnir Ólafur þriðju kvikmyndina af þessari gerð í Zíon ,og fjallar hún m. a. um rannsóknir vísindanna á hljóðum, sem fiskarnir gefa frá sér og kunnugt varð um í kaf- bátaleit með nákvæmum mæli- tækjum á stríðsárunum. Þessi kvikmynd er tekin af leiðangri, sem sérstaklega rannsakaði þessi mál og eru myndirnar flestar teknar neðansjávar. Hér er mynd, sem er í senn föguc og hefur minnisverðan boðskap að flytja. Öllum er heimill aðgangur í Zíon meðan húsrúm leyfir. Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæniis var haldinn á Akur- eyri íimmíudaginn 25. okt. Sátu hann, auk prófasts, séra Friðriks J. Rafnars, 4 sóknarprestar og 15 safnaðarfulltrúar. í ársskýrslu prófasts kom 'þetta m. a. fram: Skýrsla prófasts. Á árinu 1950 voru 360 messur fluttar í prófastsdæminu, er það 13 fleiri en árið á undan og svarar til 45 messum á prest. Er það hærri hlutfallstala en yfir landið í heild. Altarisgestir voru 477, og er það nokkru lægra en árið á undan. í prófastsdæminu voru við síðustu áramót 15932. Nemur fólksfjölgun á árinu 511, og af þeirri tölu koma 433 á Akureyr- arprestakall eitt. Á síðastl. 10 ár- um hafa þessar breytingar orðið á fólksfjölda prestakallanna inn- an prófastsdæmisins: Grundarþing, fækkun 55. — Akureyrarprestak., fjölgun 2214. — Möðruvallakl.prestak., fækk- un 90. — Vallaprestak., fjölgun 12. — Ólafsfjarðarpr.k., fjölgun 79. — Siglufjarðarpr.k., fjölgun 107. — Grímseyjarpr.k., fækkun 32. Að lokinni skýrslu prófasts var gengið til dagskrár og afgreidd venjuleg héraðsfundarmáþkirkju reikningar, umsóknir um hækk- un kirkjugjalda' o. fl., og var þá komið að' aðalmálinu, sem fyrir fundinum lá til umsagnar og álitsgerðar, en það var hið nýja frumvarp til laga um skipun prestakalla. Reiíaði prófastur málið og skýrði frá þeirri breytingu sem orðið hefði á skipun prestakalla í landinu síðan 1840. Gat hann um fækkun þá, sem á prestsembætt- um hefðu orðið, með lagasetn- ingunum 1880 og 1907, alls 77. Nú hefði ný, stjórnskipuð nefnd gert nýtt frumvai-p um skipun presta- kalla í landinu. Væru gerðar þar allmiklar breytingar, lagt til að sum prestaköll væru lögð niður, þar sem fólki hefði fækkað mjög, og vegabætur og brúargerðir réttlættu að leggja þau undir nágrannaprestakall eða skipta þeim og fjölgun á öðrum stöðum, svo sem Reykjavík. Yrðu þá lög- leg prestsembætti í landinu 114. Eitt nýmæli flytur frv. þetta. Það er um svokölluð kennslupresta- köll. Ætlast er til að prestar í 10 prestaköllum séu líka kennarar, bar sem fámenni og sóknarfjöldi leyfir. Prestakall I Hrísey. Aðalbreytingin, sem snertir Eyjafjarðarprófestsdæmi er að Vallaprestakalli í Svarfaðardal skuli skipt í 2 prestaköll, Valla- og Hríseyjai'prestaköll. Eftir síð- asta manntal yrðu hin nýju prestaköll þannig: Vallaprestakall (Urða-, Tjarn- ar-, Upsa og Vallasóknir) með prestsetri á Völlum, með 1205 manns. Hríseyjarprestakall (Hríseyj- ar- og Stærra-Árskógssóknir) 'með prestsetri í Hrísey, með 655 manns. Urðu um þetta mál fjörugar umræður. Að lokum flutti séra Sigurður Stefánsson svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var með öllum atkvæðum: „Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis, haldinn á Akur- eyri 25. okt. 1951, lýsir ánægju sinni yfir störfum prestakalla- skipunarnefndar og framkomn- um tillögum hennar um skipun prestakalla í Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Telur fundurinn að stofn- un nýs prestakalls, með núver- andi Hríseyjar- og Stærra-Ár- skógssóknum; sé mjög æskileg, en lítur þó svo á, að hlutaðeig- andi söfnuðum ætti að gefast kostur á að segja álit sitt um staðsetningu prestsetursins í hinu nýja prestakalli. Sömuleiðis telur fundurinn að upptaka Glæsibæjarsóknar að nýju í Möðruvallaklausturs- prestakall sé eðlileg, enda þeirri sókn ennþá þjónað frá Möðru- völlum, þó að hún, lögum sam- kvæmt, skyldi ganga undir Ak- ureyri vorið 1941, er Bægisár- prestakall hið forna var lagt nið- ur.“ Þá var kosin nefnd til undir- búnings kirkjudegi á næsta sumri fyrir Eyjafjarðarprófastsdæmi. í nefndina voru kosnir undir for- sæti prófasts: Séra Benjamín Kristjánsson, séra Sigurður Stef- ánsson, Jakob Tryggvason organ- isti og Jón Rögnvaldsson safnað- arfulltrúi. Að fundarlokum sátu prestar og fulltrúar kaffiboð að Hótel KEA í boði prófasts. SafnaðarfuIItrúi í 45 ár. Þess er vert að geta, að. einn safnaðarfulltrúi, Gísli Jónsson á Hofi í Svarfaðardal, hefur verið í 45 ár fulltrúi Vallasafnaðar, og sótt alla héraðsfundi prófasts- dæmisins í þessi 45 ár, nema einn, 1922. Það mun undantekning, ef ekki dæmalaust, að sami maður- inn sé safnaðarfulltrúi sóknar sinnar, og hafi sótt 44 héraðs- fundi, auk þess að Gísli hefur verið sóknarnefndarmaður, og lengst af oddviti nefndarinnar, í öll þessi ár. Kind í Ðimmuborgum alian fyrravetur Hjá Kaupfélagi Þingeyinga í Húsavík hófst slátrun 19. sept. og var lokið 12. okt. AIls var slátrað tæpum 17 þús. fjár. Dilkarnir reyndust hér lélegir til frálags og var meðalþungi allra dilkskrokka ekki nema 13,97 kg. Þyngstu meðalvigt dilka hafði Páll Guðmundsson bóndi í Salt- vík, 19,51 kíló, og 3 dilkskrokka átti hann, sem vigtuðu 25,5 kíló. Þyngstan dilkskrokk átti Emil Guðmundsson oddviti í Flatey, 26 kíló. Farnar eru héðan 97 smálestir af dilkakjöti til Ameríku. Gekk af í Dimmuborgum. Um sl. mánaðamót fannst vet- urgömul kind, sem gengið hafði af í fyrravetur í skógargirðingu við Dimmuborgir í Mývatnssveit. Var henni slátrað og vigtaði skrokkurinn af henni 36 klíó. Eigandi var Valdimar Halldórs- son bóndi á Kálfaströnd. Ekki er með öllu vitað, hvort þarna hafi fallið kindur í fyrra- vetur eða ekki. Brezkur verkalýðsfulltrúi íiýlega í heimsókn hér Kynnir sér meðal annars starf samvinnufélaganna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.