Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 07.11.1951, Blaðsíða 6
G D A G U R Miðvikudaginn 7. nóvember 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 11. DAGUR. (Framhald). Ef til vill voru það árin, sem hún hafði átt ein með pabba, sem hafði gefið henni allt og ekkert dulið — sem höfðu skapað í brjósti hennar þessa nær óeðli- lega sterku andúð á því, að deila tilfinningum sínum með öðrum. Hún vissi vel, að þessi kennd hafði áhrif á viðhorf hennar til hjónabandsins. Ástæður þær, sem hún hafði fengið Amos fyrir því að hún kaus að bíða, voru sannar og réttar, en svo voru líka aðrar, sem hún hafði ekki nefnt. Hún var ólík föður sínum að því leyti, að hún þarfnaðist mikils tíma áður en hún gæti hugsað sér að hleypa nokkrum inn fyrir þann háa vegg leyndar- dóms, sem hún hafði hlaðið utan um líf sitt. Hún hafði það á tilfinningunni á þessu augnabliki, að veggirnir væru að hrynja, og þessi tilfinn- ing skapaði mikla óró í brjósti hennar. En hún stjakaði henni frá með valdi og bældi niður ósk- ina, sem var rétt komin fram á varir hennar ,að hún hefði aldrei sent útgefandanum handritið af því að sú gerð hennar ógnaði í dag einangrun þeirri, sem hún háfði sjálf kosið sér og hafði varðveitt af mikilli umhyggju. Hana hafði langað til að skrifa. Hún mundi ekki til þess að hún hefði þráð annað starf en það. Og þetta starf var líka á vissan hátt viðurkenning fyrir föður hennar. Hún gat lýst fólkinu, sem hann hafði þekkt og á það allt stafaði ljóma frá góðvilja hans og djúp- um skilningi á mannshjartanu. Hún mundi víst halda áfram að skrifa. Ekkert mundi geta fælt hana burt af þeirri braut. Rósa Silvernail laumaði hend- inni út undan sænginni og stöðv- aði hringingu vekjaraklukkunn- ar. Starfsdagur hennar var byrj- aður. Vekjaraklukkan tilkynnti innreið hans klukkan fjögur á hverjum morgni. Hún lá kyrr í rúminu þangað til hún heyrði stóru klukkurnar tvær úti í bæ slá fjögur högg. Þá var fengin staðfesting á því, að stundin væri upprunnin. Klukk- urnar tvær fylgdust ágætlega að Stærri klukkan hafði ekki slegið nema tvö högg þegar sú minni byrjaði. Klukkusláttui'inn minnti Rósu alltaf á Jónatan Bricker og konuna hans. Jónatan byrjaði hvert samtal hægt, með djúpri röddu, en hann komst aldrei langt áður en Lucy greip fram í fyrir honum og lauk við setning- una fyrir hann. En Jónatan lét það ekki á sig fá, heldur hélt áfram með það, sem hann var að segja og lauk við frásögnina eigi að síður, þótt Lucy væri fyrir löngu búin að opinbera hugsanir hans, því áð svo virtizt, sem hann gæti ekki hætt þegar hann var einu sinni byrjaður. Rósa gat ekki áfellzt Jónatan. Sér hver maður - varð að hafa einhvern hjá sér annað slagið, sem lofaði honum að segja það, sem hann ætlaði að segja, í friði, og það gat Evie Larch gert, þótt hún kynni e. t. v. ekki margt annað. Enda mátti segja, að það væri líka allt og sumt, sem pabbi hennar hafði kennt henni. — Rósa steig fram úr rúminu og klæddi sig ímyrkrinu.Hennihafði aldrei fallið illa að þurfa að fara á fætur klukkan fjögur á degi hverjum. Þegar hún leit út um gluggann sinn á 3. hæð Saddlers- hótels og út yfir bæinn á þessum tíma dagsins, fann hún betur en áður, hverju hlutverki hún hefði að gegna. Hún var á verði þegar aðrir sváfu. Þegar þeir fóru loksiiis að rumska, var hún fyrir löngu tekiji til starfa í veitinga- stofunni; oftast sat hún á bak við bjórstallinn. Og þar sat hún á þessum morgrii, hinn sjiöunda október. Hún var að strjúka froðuskán ofan af bjórglasi fyrir Pétur Traphaven þegar Fern Ferris kom blaðskellandi inn, augsýni- lega var henni mikið niðri fyrir. Fern hafði átt létt með að gera Rósu gramt í geði. Hún var einn af þessum óþolandi listasnobb- um, sífellt blaðrandi um bækur og höfunda, rétt eins og allir væru þeir prívatvinir hennai'. En Rósa stillti sig alltaf og í stað þcss að láta Fern koma sér í vont skap, horfði hún meðaumkunar- augum á hana og minntizt þess, hvernig umhorfs hefði verið heima hjá henni, þegar foreldrar hennar höfðu matsöluna. Rósa hélt áfram að laga diska, bolla og ölkrúsir, eins og hún sæi ekki Fern, en svo gekk hún fram í veitingastofuna til henn ar, hægt og virðulega. „Eg hélt þú værir enn í Lunadilla hjá systur þinni,“ sagði Rósa. „Já, en eg gat ekki verið leng ur, það héldu mér engin bönd lengur. Rósa, sjáðu bara!“ Fern lagði bók frá sér á borð- ið, en sló upp dagblaði á milli þeirra og benti Rósu á fyrirsögn. „Fay var öll í uppnámi, og hélt því fram að engin manneskja hér í Ármóti gæti hafa haft hugmynd um þetta!“ (Framhald). Til sölu: Þriggja tonna VÖRUBÍLL í ágætu standi. — Tvískipt drif. Nánari upplýsingar í Bifreiðaeftirlitinu, Akureyri. 2 samliggjandi herbergi í Innbænum til leigu, nú þegar. Aðgangur að eld- luisi kemur til greina. — Sími. — Bað. A ðalbjörn Kristjánsson, Aðalstræti 28. DANSSKEMMTUN verður að HRAFNAGILI næstkomandi laugardag og lrefst kl. 10 e. h. Skógrœk tarfélag H raf n agi Ishrepps. Silfur-armband (með plötu, merktri K. J.) tapaðist 27. f. m. Vinsaml. skilist, gegn fundarlaunum, á afgr. Dags. Markið mitt er: Heilrifað hægra, blaðstýft framan vinstra. Brenni- mark: Danni E. 9. Kristján Jónsson. Helgafelli, Svarfaðardalshreppi. Kona óskar eftir ráðskonustöðu í bænum. Afgr. vísar á. Jörð til sölu Jörðin Ábær í Akrahreppi, Skagafirði, er til sölu og laus til ábúðar í næstu far- dögum, ef viðunanlegt boð fæst. Gunnar Gíslason, Sólborgarhóli. Sniðinn og saumaður barnafatnaður Tekið á móti á þriðju- og fimmtudögum kl. 2—5 e. li. í Hafnarstræti 35. Efri bjallan. 2 hringingar. Flónel, 8 tegundir Flos-handklæðadregill á kr. 17.85 Sokkar o. m. £1. G. Funch-Rasmussen. Svartur hundur, með hvítan blett á bringunni og gular lappir, hefur tapazt frá Sigtúnum í Öngulsstaða- hreppi. Gegnir nafninu Snati. Bið ég þá, sem kynnu að verða varir við þennan hund, að gera mér aðvart. Sigtúnum, 5. nóv. 1951. Kristján Bjarnason. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Fróðasundi 10B, þann 5. þ. m. - Jarðarförin ákveðin síðar. Börn, tengdaböm og barnabörn. Maðurinn minn, JÓNAS ÞÓR, verksmiðjustjóri, lézt að heimili sínu 6. b. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Vilhelmína Sigurðardóttir Þór. ARI JÓNSSON frá Rauðhúsum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar 2. nóvember, verður jarðsunginn að Saurbæ þriðjudaginn 13. nóvember kl. 1 e. h. Vandamenn. Jarðarför KRISTJÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, sem lézt að heimili sínu, Oddagötu 9, Akureyri, 2. þ. m., fer fram að Munkaþverá föstudaginn 9. nóvember kl. 1 e. h. Vandamcnn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför HELGU GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Myrká. Aðstandendur. Öllum þeim, nær og fjær, sem auðsýndu hlýhug og samúð við andlát og jarðarför JENS KRISTJÁNSSONAR, Stærra-Árskógi, og veittu margháttaða lijálp, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Biðjurn við Guð að launa þeim öllum. Eiginkona og börn. Minar hjartanlégustu þakkir fœri ég öllum þeim, sem 4 | hjálpuðu mér i veikindum minum og sonar míns. Sér- % ^ . W I slalilega vil ég þakka Mœðrastyrktarnefnd fyrir alla þá | hjálp, sem hún veitli mér. — Guð blessi ykliur öll. \ Jóhanna Sigurðardóttir. Minar bezlu þakkir til allra þeirra, sem minhtust min % | á sjölugsafmœlinu 29. október síðastliðmn, með heim- I sókn, blómum, kvœðum og skeytum. Ennfremur þakka | ég börnum mínum og brœðrum góðar gjafir. Sömu- | leiðis þalika ég innilega öll vinsamleg orð til min og % f minnar fjölskyldu. Hallgilsstöðum, 4. nóvember 1951. JÓN ST. MELSTAÐ. Innilega þakka ég ykkur öllum, sem sýnduð mér vinarhug rneð heimsókn, skeytum og gjöfum á sextiu ára afmceli mínu, 24. október síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. GUÐM. RÖGNVAIDSSON. AUGLÝSIÐ L DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.