Dagur - 22.12.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1951, Blaðsíða 1
D A G U R sendir lesendum sínum jóla- og nýjárskveðjur. Kaupendur úti á landi, sem enn eiga ógoldið árgjaldið íyrir blaðið ,eru áminntir um að gera skil nú þegar! XXXIV. árg. Akureyri, föstudaginn 22. desember 1951 52. tbl. Stöðvarhúsið við Laxá Unnið var að byggingu stöðvarhússins nýja við Laxárvirkjun fram á vetur og miðaði allvel áfram. Húsið er mikið mannvirki og stendur djúpt í jörðu. M.vndin sýnir, hvernig umhorfs var þar eystra um það leyti, er störfum var hætt. — Ljósmynd: O. Baldv. Miíli 50 cg 60 kærur úl af fram- ferði unglinga bárusl Iðgreglunni hér m háfíðarnar í fyrra Aðeins örfáar kærur liafa borizt til lögreglunnar í Reykjavik á sama tíma 8. desember síðastliðinn ritaði Friðjón Skarphéðinsson, bæjar- fógeti Akureyrar og sýslúmaður Eyjafjarðarsýslu, ýmsum þeim, er uppeldisáhrif hafa á æskulýð þessa bæjar, svo sem forráðamönn- um skóla o. fl., svohljóðandi bréf: Hillir undir lok ránveiSa brezkra togara [Jtanríkisráðuneytið býst til aS kynna sér for- sendur Haag-dómsins og ömmr málskjöl „Undanfarin ár hefur borið all- mikið á ,að unglingar hér í bæn- um stofnuðu til óeirða á gamlárs- kvöld og á Þorláksmessudag. Sl. ár bárust hingað um 20 kærur vegna óeirða unglinga dagana Fjölinenni við jarðarför séra Stefáns Kristins- sonar Jarðarför sr. Stefáns B. Krist- inssonar prófasts fór fram að Völlum 18. þ. m. Ræður fiuttu Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, sr. Sigurður Stefánsson og sr. Stefán Snævarr, sem jarðsöng. Auk þeirra voru þa'r sr. Benja- mín Kristjánsson og sr. Pétur Sigurgeirsson, allir hempu- klæddir. Jakob Tryggvason org- anisti á Akureyri stjórnaði söngnum. Sóknirnir í Valla- prestakalli sáu um útförina óg kostuðu hana, sem virðingar- og þakklætisvott við hinn látna merkisprest. Öll athöfnin fór virðulega fram og með miklum myndarbrag, svc sem vera bar. Alþingi frestað í da<$ Aiþingi Iýkur ekki fyrir jól. Fjárlög voru afgrcidd í gær og í dag hefst jólaleyfi þingmanna Þing mun koma saman aftur eftir nýjár. fyrir jólin, og milli 20 og 30 kær- ur eftir gamlárskvöld. Á' sama tíma bárust lögreglunni í Reykja\iík ekki nema örfáar kærur. Ekki þarf að eyða orðum að því, hve vansæmandi þetta er fýrir Akureyri, og jafnframt skaðlegt fyrir þau ungmenni, sem hér eiga hlut að máli. Með samstilltum aðgerðum allra þeirra aðila, sem uppeldis- áhrif hafa á æskulýð þessa bæjar, hlýtur að vera hægt að uppræta með öllu þennan ljóta ósið, sem sett hefur svip menningarleysis á bæinn. Það eru því eindregin tilmæli mín til yðar, að þér gerið allt, sem í yðar valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir, að ungmenni bæjarins haldi áfram uppteknum uætti.“ Fer bókasafn Þorsteins M. Jónssonar til Kenn- araskólans? Meðal viðbótartillagna fjár- veitinganefndar er heimild til handa ríkisstjórninni að verja fé til að tryggja með samningi, að hið mikla bókasafn Þorsteins M. Jónssonar, skólastjóra á Akur- eyri, verði eign Kennaraskóla ís- lands, enda verði á skilyrði selj- anda fallizt af ríkisstjórninni. 7 millj. af greiðslu- afgangi til bæjar- og sveitafélaga Við umræður um frv. um framlengingu söluskatts í efri- deild Alþingis sl. þriðjudags- kvöld, var lýst samkomulagi st jórnarflokkanna um aö koma til móts við kröfur bæja- og sveitarfélaganna um aukna hlutdeild í skatttekjum. Verður 7 millj. króna af greiðsluafgangi þ. árs varið til að greiða vangoldin frainfög ríkissjóðs til skólabygginga og hafnar- og lendingarbóta. — Veðdeild Búnaðarbankans fær 1 millj. króna. Eftir þetta varff ramkomulag um að skerða eskkí 'blut ríkissjóðs af sölu- skattinum, en það hefði þýtt tekjuhalla á fjárlögunum að óbreyttum aðstæðum. — Ráð- herrar Framsóknarflokksins höfðu áður lýst því yfir, að þcir myndu ckki sætta sig við afgreiðslu fjárlaga með þeim hætti og lieldur segja af sér en taka við greiðsluhalla á fjárl. Avaxtasalan hefet í dag M.s. Snæfell var væntanlegt hingað með morgninum með ávextina frá Reykjavík og mun sala þeirra hefjast í dag. Hér er aðallega um epli og appelsínur að ræða. Eitthvað einnig af vín- berjum. Snæfell rúmaði ekki alla ávextina og er afgangurinn væntanlegur með m.s. Helga Helgasyni í dag eða morgun. Góð tíð - gott akfæri Einmuna góð tíð hefur verið hér um slóðir að undanförnu og er snjólétt orðið á láglendi og ak- færi gott innanhéraðs. Öxnadals- heiði greiðfær og jeppafært yfir Vaðlaheiði. Voru Þingeyingar hér í gær á jeppum. „Hjáguð 20. aldar- • a mnar ÞEGAR drengirnir 23, sem fórust, þegar stór almennings- vagn ók á drengjafylkingu á götu, voru jarðsettir í Bret- landi, talaði biskupinn í Roc- hester og réðizt mjög hvass- lega á „hinn þjóðfélagslega glæp, sem krefst sífelldra fórna á strætum og þjóðveg- um.“ Biskupinn sagði, að á hverjum degi færust 5 börn að meðaltali á brezkum þjóð- vegum „sem blóðfórnir til hjá- guðs tuttugustu aldarinnar: Hraðans.“ DANSKIR spítalar liafa fengið tilmæli um að gæta meira hófst í meðala-notkun. Er þetta liður í sparnaði við rekstur spítalanna vegna vax- andi dýrtíar og kostnaðar. Það kemur þegar fram í brezk- um fiskveiðamálgögnum, að Bret ar óttast að dómstólsorðin í Haag, þar sem þeir töpuðu iandhelgis- málinu við Norðmenn, verði til þess að útiloka brezka togara frá fleiri erlendum fiskimiðum en norskum og verður þeim sér- staklega hugsað til íslands í því sambandi, sem vonlegt er, því að hér hafa brezkir togarar stundað ránveiði á heimamiðum íslands allt síðan 1901. Voru Bretar farnir að líta á ís- lenzka landgrunnið sem sína eign, sbr. útreikninga brezkra þingmanna um fjárhagslegt tap Breta af fyrstu skrefum íslend- inga til að vernda fiskimið sín og atvinnu-undirstöðu. Nú þykjast brezkir togaraeigendur sjá hilla undir lok þessa tímabils, er þeir geta látið skip sín sækja á heima- mið fjarlægra þjóða og má því búast við því, að þeir knýji á dyr ríkisstjórnar sinnar að reyna að koma í veg fyrir þessa þróun. Sú aðferð, að sækja á í þessum mál- um í gegnum þing og stjórn, gafst þeim vei í haust, er þeir komu f STUTTU MÁLI DANSKUR prentari, Al- frcd Petersen, var handtekinn í Austur-Berlín fyrir 14 mán- uðum, sakaður um „skemmd- arstörf.“ Ilann var' látinn laus nú um miðjan des. og komst vestur fyrir járntjaldið. Haim fék aldrei að vita, hvað hon- um var gefið að sök. Hann yfirgaf fangelsið farinn að heilsu, hafði Iétzt um 23 kíló. Dágott sýnishorn af réttarfar- inu og réttarörygginu í sælu- ríkjum kommúnismans. -K FAROUK konungur Egypta Narriman, hin unga drottning hans, eiga von á erfingja í fe- brúar. Drottningin mun fæða á sjúkrahúsi í París. Kostnað- ur er sagður muni nema 500 þús. kr. Farouk þykist svo ör- uggur að þetta verði sonur- inn, sem hann hefur lengi óskað sér, og ríkiserfinginn, að hann hcfur fyrirskipað að all- ur fatnaður skuli miðaður við dreng! Konungur eignaðist 3 dætur með fyrri konu sinni. * LÍKLEGT ER, að Churchill forsætisráðherra Breta taki á ný upp þann sið, að ræða vandamál dagsins í útvarpi, eins og á stríðsárunum. Hafa blö'öin skorið á hann að cnd- urvekja þann sið, telja það nauðsynlcgt til skýringar á vandamá'unum og til uppörv- unar fyrir landsmenn. Vafa- laust mun fleiri fýsa að heyra Churchill en landa hans. Á stríðsárunum hlýddi allur heimurinn á mál hans og liíaut af styrk og uppörvun. því til leiðar að utanríkisráðu- neytið íslenzka veitti brezkum togurum meiii rétt til fiskiveiða undan Norðurlandi en íslenzk- um skipum cg er sú skipan enn í gildi. Hvað gerir ríkisstjórnin? Utanríkisráðuneytið hér mun bíða þess að fá í hendur forsend- ur dómsins í Haag og önnur málsskjöl og verður athugað hvað af þeim og dómsniðurstöð- unni má læra um rétt íslands til aðgerða í landhelgismálinu. Sýnis þó þegar augljóst, að ástæðulaust sé með öllu að halda lengur í gildi hinni gjör- ramlega óviðunandi skipun landhelginnar hér undan Norðurlandi, en liún er 4 mílur fyrir íslenzk sltip og útlendinga aðra en Breta. Gagnvart þeim aðeins 3 mílur. Fögnuður í Noregi. Sigur Norðmanna í landhelgis- deilunni hefur að vonum vakið mikinn fögnuð í Noregi — ekki sízt í Norður-Noregi, en íiski- menn þar hafa lengi mátt þola þungar búsifjar af völdum brezkra togara. í því sambandi verður ekki of oft minnt á, að í fjölmörgum íslenzkum verstöðvum liggur við landauðn vegna fiskleysis. AIls staðar hér norðanlands ber fiskimönnum saman um, að fiskigegnd á grunnmiðum hafi stórlega minnkað síðustu árin og víst er, að ránveiði togar- anna — ekki sízt brezkra — er þar er ein meginorsökin. Éftir dómsúrslitin í Haag munu landsmenn vænta þess, að ekki verði langt að bíða þess, að ísl. ríkisstjórnin hefjist handa um varnaraðgerðir fyrir framtíð þjóðarinnar með stækkun land- helginnar eins og framast er unnt að alþjóðarétti. Forseti dómstólsins •9 •* JUDGE BASDEVANT er franskur lögmaður og forseti alþjóðadómstólsins í Haag. Hann las dómsorðin í réttinum st. þriðjudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.