Dagur - 22.12.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk Föstudaginn 22. desember 1951 Bók eftir ungan Ákureyring, Arna Jónsson, vekur hvarvetna mikla athygli EINUM UNNI ÉG MANNINUM. Skáldsaga eftir Árna Jónsson. Bókaútgáfan BS. Prentverk Odds Björnssonar. Akureyri. 1951. Eru þetta 40 heztu bækurnar, sem skrifaðar hafa verið síðusfu 1850 árin? Alþjóðleg skoðanakönnim á vegum brezks tímarits Það væri heillandi hlutvei'k fyrir mann, sem hefði til þess góðan tíma og ástæður, að lesa þessa bók og skrifa um hana í góðu tómi — að sökkva sér niður í það viðfangsefni og gera sög- unni þannig þau skil, sem hún verðskuldar. En á hinn bóginn er það þá álíka slæmt hlutskipti að lesa hana illa og á harla stopul- um tómstundum og eiga svo að skrifa um hana „ritdóm“ á hreinum hriflingabjörgum. — Skáldsaga þessi er raunar miklu stærri í sniðum en svo — bæði kostir hennar og gallar — að það sé sérlega árennilegt að leggja á hana nokkurn þann dóm, er verða mætti bæði höfundi hennar og væntanlegum lesendum til nokkurrar leiðbeiningar og at- hugunar. Sagan er kölluð byrj- andaverk höfundar á þessu sviði bókmenntanna, og er það líka, samkvæmt venjulegu tímatali og bókfræðilegum athugunum. En að öðru leyti ber hún þess lítinn vott, því að á henni er enginn byrjandabragur. Ungui' og knár vinnupiltur verður presti sínum að bana í brúðkaupsveizlu hins síðar- nefnda. Lesandinn fær síðar að vita, að pilturinn hefur um all- langa hi'íð lifað ástalífi með brúði hins nývígða prests og ann henni hugástum, og hún honum, enda er hjónabandið henni hvorki giindarráð, né heldur af nokk- urri ást sprottið. Morðið er þá einnig unnið í ölæði og sennilega algert óviljaverk, þótt duldum hneigðum kunni að hafa skotið upp úr undirmeðvitund piltsins á úrslitastundu og ráðið nokkru um gerðir hans, eins og þá var í pottinn búið, þótt hversdagslega sé hann harla meinhægur og ólíklegur til illverka. — Stúlkan hvetur hann fast til þess að flýja af landi burt, leggur á í'áðin og undirbýr flótta hans í hvívetna. En á leiðinni til skips, þegar pilt- urinn á yfir fjöll og öræfi að sækja og lendir þar í vonzku veðri, ákveður hann að snúa við aftur og taka á sig fulla ábyrgð verka sinna. Hann hlýtur sinn dóm og situr hann af sér með þolinmæði og jafnaðargeði. Og hin þunga og óvenjulega reynsla verður þeim báðum — stúlkunni og honum — mikið og sjaldgæft þroskaefni, því að bæði í'eynast þau steypt úr þeim málmi, sem bráðnar ekki né brennur í eld- vígslu hinna þyngstu mannrauna, heldur skírist hann og göfgast í deiglunní, unz hann ljómar og skín, þegar húmar að ævikvöldi. Þetta er þá í sem skemmstu máli aðalefni sögunnar á ytra borðinu, en gefur þó raunar harla óljósa hugmynd um verkið í heild og hina innri atburðarás, ef svo mætti að orði kveða, því að í þessa uppistöðu er skotið harla mörgum og sundurleitum þráð- um, sem sízt eru allii' af einum og sama toga spunnir. Þarna bregður fyrir heilum herskörum af íslenzku sveitafólki af ýmsum og ólíkum gerðum, og dregnar eru upp fjölmargar skyndimynd- ir af lífi þess og starfi í blíðu og stríðu. Höfundur virðist — ekki sízt af bæjarmanni að vera — óvenjulega skyggn og gjörhugull á fjölmarga þætti íslenzks sveita- lífs, sem annars dyljast flestum, og á þetta jafnt við um lýsingar hans á mannlífi og náttúrufari íslenzkra byggða. Sumar mann- lýsingar hans eru t. d. meistara- lega vel gerðar út af fyrir sig, að- eins er sá galli á, að þær kynnu að Virðast alltof margar og ná- kvæmar, ekki sízt, þegar þess er gætt, að margt af því fólki, sem hann lýsir allítarlega, kemur sjaldan — og sumt aldrei — við söguna upp frá því. En einkenn- andi er það fyrir þennan höfund — og gjarnan þess vert, að því sé á lofti haldið — hversu laus hann eu við þann undirtón yfirlætis og mannfyrirlitningar, sem virðist annars mjög í tízku meðal hinnar yngri skáldakynslóðar nú á dög- um. Á. Jónss. hefur hinar mestu mætur á hverjum manni og konu, sem ber á góma í sögu hans, vildi gjarnan lýsa þeim og rekja æviþráð þeirra allra af nærfærni og skilningi, jafnt kot- bóndans og niðursetningsins sem stórbóndans og sveitarstólpans. Hann skilur mæta vel og virðir þau sannindi, að „aðgót skal höfð í nærveru sálar“, að mannslífið er dýrmætt og heilagt, hversu ves- ælt og aumt sem það kann þó að virðast í augum þess, sem aðeins lítur á yfirborð hlutanna og hirð- ir lítt um hin hinztu rök og lög- mál tilverunnar. Hann skilur þá staðreynd vel og virðir til fulln- ustu, að mannssálin er þó, þrátt fyrir allt, kóróna og kjarni allrar sköpunar og tilveru, þegar öllu er á botninn hvolft. Frásagnartækni og „bygging- arstíll“ sögu þessarar er með talsvert óvenujulegum brag og ekki alls kostar heppilegtim, að því er virðist. Látum svo vera, að frásögnin hefst með nokkrum hætti á sögulokunum sjálfum, eða a. m. k. nálægt úrslitaatburð- um frásagnai'innar allrar. Slík vinnubrögð eru engan veginn dæmalaus, og getur stundum far- ið vel á því, að hringrás atburð- anna bíti þannig í sinn eiginn sporð. Hitt er miklu óvenjulegra — og stórum vafasamara raunar — að nútíð, fortíð og framtíð er kynlega blandað saman víða í sögunni, og loks endar hún á löngum bréfaflokki, sem farið hefur á milli höfuðpersónanna. Fjalla bréf þessi aðallega um hvers konar lífsvísdóm, heim- speki, siðfræði og trúmál, en í þeim er þó einnig að finna hin eiginlegu úrslit og afdrif við- burðarásarinnar og frásagnarinn- ar sjálfrar. Frásagnartæknin er þannig í senn mjög nýtízkuleg og harla gamaldags. En ekki virði eg höfundi sögunnar þetta til kunnáttuleysis né viðvanings- brags. Hann veit vissulega, hvað hann er að gera, en er sérlund- aður nokkuð og kýs að fara sín- ar eigin, ótroðnu slóðir, þótt vafalaust þyki sitt hverjum um það, hversu vel hann sleppi frá tilraun þessari og ævintýri, enda má lengi um slíkt deila . Ekki verður skáldsögu þessar- ar svo minnzt, að málfars höf- undar sé þar að engu getið. Það er víða forkunnar fagurt og ram- íslenzkt í eðli sínu, og snilliyrðiog yfirbragðsmikillar setningar leika höfundi á tungu. En stíllinn er sUms staðar ofhlaðinn af þessum sökum og viðhafnarmikill um skör fram. Og undarlega stingur það í stúf, þegar svo er í pottinn búið og annars mjög til málsins vandað, að sjá setningar eins og þessar skjtóa upp kollinum í miðjum klíðum: — „strákarnir gerðu grín að henni“, og fleira af slíku tagi. Eg ber ekki þessa fyrstu bók Árna Jónssonar saman við flest önnur byrjendaverk í skáld- sagnagerð nú á dögum, og raun- ar líki eg henni ekki heldur sam- an við fjölmargar sögur gamalla og gróinna rithöfunda, — svo miklu meira finnst mér um hana vert að ýmsu leyti. En þó er eg óánægður með hana í aðra rönd- ina — e. t. V. óánægðari með hana en flest annað, sem eg hef gefið mér tóm til að lesa nú um sinn. — En aðeins óónægður af þeim sök- um, að mér finnst svo mjóu hafa munað, að hér yrði til stórbrotið og heilsteypt listaverk, sem lengi skyldi minnzt í bókmenntasögu okkar. Og því bíð ég næstu bók- ar frá hendi þessa höfundar með talsverðri óþreyju: — Skyldi það verða þá, sem kraftaverkið ger- Skólameistari kominn heim Þórarinn Bjömsson skóla- meistari kom flugleiðis til lands- ins í gær, úr Bandríkjaför sinni. Skólameistari mun vætanlegur heim í dag. Brezka tímáritiS „Britain To- day“ banð í september til skoð- anakönnunar nieðal lescnda sinna um heim allan um, hverjar bækur þeir teldu merkastar í heimsbókmenntunum síðan árið 100 e. Kr. Þátttaka er orðin mjög mikil, úr öllum heimsálfum, segir í des- emberhefti tímaritsins, sem hing- að barst nú um helgina, og eru þar birt úrslitin eins og þau eru nú' orðin, í þeirri röð, sem flest atkvæði hafa fallið. Vilja menn gera breyting- artillögu? Með því að hér er gott íhugun- arefni um hátíðirnar, verða bæk- ur og höf. taldir hér á eftir. Jafn- framt vill Dagur fúslega ljá rúm breytingartillögum, sem menn kynnu að vilja gera. Bækurnar eru hér nefndar með erl. heiti, nema viðurkennt ísl .heiti sé til á þeim. Listinn er þessi: Cervantes: Don Quixote. Tolstoy: Stríð og friður. Swift: Ferðir Gullivers. Dickens: Davíð Kopperfield. Defoe: Robinson Crusoe. Hugo: Vesalingarnir. Bunyan: Pilgrim’s Progress. Flaubert: Madame Bovary. Thackeray: Vanity Fair. Voltaire: Candide (Birtingur). Boswell: Ævisaga Johnsons. Dickens: Picwick Papers. Dostojefsky: Glæpur og refsing. Scott: fvar hlújárn. St. Thomas Aqiunas: Summa Theologica. Jane Austen: Pride and preju- dice. St. Augustine: Játningar. Thomas Kempis: De Imitatione Christi. Macchiavell: II principe. H. C. Andersen: Ævintýri. C. Bronte: Jane Eyre. Darwin: Upphaf tegundanna. Dostojefsky: Bræðurnir Kara- mazov. More: Útópía. Samuel Pepys: Dagbók. Þúsund og ein nótt. Carroll: Alice í undralandi. Gibbon: Hnignun og hrun Róm verska hcimsveldisins. Manzoni: Proinessi Sposi. Marx: Das Kapital. Stevenson: Treasure Island. Boccaccio: Decameron. E. Bronte: YVuthering Heights. Churchill: Seinni heimsstyrj- öldin. Kipling: Dýrheimar. Montaigne: Ritgerðir. Melville: Moby Dick. Rabelais: Gargantua og Panta- gruel. Tolstoy: Anna Karenina. Þetta eru 39 bækur og um 40. sætið keppa þessar: Skytturnar eftir Dumas, Tom Jones eft-ir Fielding, Presturinn í Wakefield eftir Goldsmith, Hugleiðingar eftir Markús Árelíus, Pensées eftir Pascal og Quo Vadis eftir Sienkiwics. Þetta er listi brezka tímarits- ins. Hvaða breytingartillögur vilja menn gera? Tvær bækur frá norð- lenzkum höfundi Komnar eru út tvær bækur eftir Björn Ól. Pálsson skólastj. í Grenivík, en þessi höf. vakti verulega athygli 1949 með skáld- sögunni „Og svo giftumst við.“ Hinar nýju bækur Björns Ól. Pálssonar heita: „Tjaldað til einnar nætur“ og er það smá- sagnasafn. Eru 12 sögur í bók- inni, sem er 178 bls. Hin er skáldsaga og heitir „Hjá búa- steinum11. Útgefandi er bókaút- gáfan Edda hér í bæ. Ný læknabók eftir Frank G. Slaughter „Þegar hjartað ræður“ nefnist ný skáldsaga eftir hinn kunna ameríska lækni og skáldsagna- höfund Frank G. Slaughter, sem út er komin hjá Draupnisútgáf- unni í Rvík í þýðingu Andrésar Kristjánssonar. — Óþarft mun að kynna þennan höíund íslenzkum lesendum, svo alþekktur og vin- sæll sem hann er þegar orðinn hér á landi fyrir fyrri sögur sín- ar, svo sem „Líf í læknishendi", „Dagur við ský“, „Ást en ekki hel“ og „Þegar hamingjan vill“. Hin nýja saga mun bera með sér óræk höfundareinkenni Slaught- ers, en hún er annars 23. bókin í bókaflokki þeim, sem einu nafni nefnist „Draupnissögur11 og al- þekktur er orðinn meðal ísl. skáldsagnalesenda, og sízt mun hin nýja saga spillt vinsældum hans né heldur höfundarins, en hún gerist raunar á hinum við- burðaríku og dramtísku árum eftir amerísku borgarastyrjöld- ina, og fjallar annars — auk ásta og ævintýra — um upphaf hins alþekkta og illræmda leyni- félagsskpar Ku-Klux-Klan. STÚDENTAFÉLÆGIÐ Á AKUREYRI: Þorláksblót verðtír hnldið að I.óni, laugardaginn 22. þ. m., og hefsi. I það kl. 10 e. h. — Aðgöngumiðar seklir við innganginn Félagar, fjölmetinið! * STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.