Dagur - 22.12.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 22.12.1951, Blaðsíða 7
Föstudaginn 22. desember 1951 D AGUR 7 HEÐINN h.f Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki — Stofnað 1889 Starfrœkir: Skipaafgreiðslu Saumastofu Mjólkursamlag Sláturhús Frystihús Bifreiða- og vélaverkstæði T résmíðaverkstæði I’rjár sölubúðir og kjötvinnslu Umboð fyrir Samvinnutryggingar Skagíirðingar! \ Innlánsdeild vor ávaxtar sparifé yðar með beztu fáanlegum kjörum. Kaupíélagið óskar öllum viðskiptamönnum árs og friðar og gleðilegra jóla! Iíaupfélag Skagfirðinga. Olíukyndingartæki Smíðum olíukynditæki af mismunanda stærðum fyrir íbúðarlms, verksmiðjur og skip. Olíukynditæki ásamt öryggistækjum til notkunar í íbúðarhúsum jafnan fyrirliggjandi. Sendum gegn eftirkröfú. Flórn-sulta flýgur út ÚR BÆ OG BYGGÐ Hátíðamessur í Akureyrar- prestakalli. — Aðfangadag kl. 5: Glerárþorp. P. S. — Kl. 6: Akur- eyri. F .J. R. — 1. jóladag kl. 2: Akureyri. P. S. Kl. 2: Lögmanns- hlíð. F. J. R. — 2. jóladag kl. 2: Akureyri. F. J. R. — Gamlárs- kvöld kl. 6: Akureyri. P. S. — Nýársdag kl. 2: Akureyri. F. J. Ri Kl. 2: Lögmannshlíð. P. S. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginndaginn 6. jan. n.k. kl. 1 e. h. Fundarefni: Kosning embætt- ismanna. Skipuð skemmtinefnd. Ymis skemmtiatriði. — Sækið vel fundinn og verið stundvís. Kam- ið með nýja félaga. Til Sólheimadrengsins. Kr. 50 frá S. R. Móttekið á afgr. Dags. Jólasamkomur Hjálpræðishers- ins. — Jóladag kl. 8.30 e. h.: Há- tíðarsamkoma. — 2. jóladag kl. 2 og 5 e. h.: Sunnudagaskólajóla- tré. — Fimmtudag, 27. des., kl. 2 e. h.: Jólatréshátíð fyrir börn. Aðgangur kr. 2.00. — Föstudag, 28. des., kl. 3: Jólafagnaður fyrir eldra fólk. — Laugardag, 29. des., kl. 8.30 e. h.: Jólafagnaður fyrir Heimilasambandið og Æsku- lýðsfélagið. KEA selur jólaávcxtina í ný- lenduvörudeild og öllum útibú- um í bænum, auk þess í „Jerú- salem“, Hafnarstræti. HÓTEL KEA Salirnir uppi opnir næst- komandi laugardag frá kl. 2 e. h. Klassísk hljómlist frá kl. 9 til 11.30 e. h. Dánardægur. Sl. sunnudag lézt að heimili sínu, Lundargötu 17 hér í bæ, Lúther Jóhannsson raf- virkjameistari, kunnur borgari og velmetinn. Hjónaefni. — Ungfrú Margrét Jensdóttir afgreiðslumær og Ing- ólfur Viktorsson, loftskeytamað- ur, m.s. Hvassafelli. Skákþingi Akureyrar er nýlok- ið. Skákmeistari varð Jóhann Snorrason. Efstur í I. fl. varð Haraldur Bogason og í II. fl. Tryggvi Kristjánsson. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Svava Kristjánsdóttir frá ísafirði og Hallgrímur Jónsson bónda Þor- bergssonar á Laxamýri. Fundur í barnastúkunni Samúð er sunundaginn 6. jan. kl. 10. f. h., en ekki kl .11, eins og mis- prentast hafði i siðasta blaði. Barnastúkurnar Sakleysið og Samúð hafa sameiginlega jóla- trésskemmtun fyrir félaga sína að Hótel Norðurland föstudaginn 28 .des. næstk. kl. 2 e. h. — Að- göngumiðar verðga afhentir í Skjaldborg sama dag kl. 10 árd. Munið að greiða félagsgjöldin um leið. Gjöf til Nonna-sjóðs. Frá Guð- laugi Sigmundssyni og fjöl- skyldu til minningar um Sigríði Jónsdóttur kr. 100.00. Mótt. með þökkum. A. S. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá N. N. — Kr. 50 frá S. P. Mótt. á afgr. Dags. SKJALDBORGAR * r i BIO * $ Jólamynd okkar verður: ^ Keisara-valsinn í Sérstaklega falleg og hríf- ^ Wandi söngva- og músíkmyndv) í eðlilegum litum. ^ Aðalhlutverk: BING CROSBY $ u JOAN FONTAINE. *) Sýnd í Giittó kl. 5 og 9 w Annan jóladag. § GLEÐILEG JÓL! Jólamynd barnanna § verður: V V, Trigger yngri j ^Spennandi og atburðaríkw kúrekamynd í fallegum x litum. ié Aðalhlutverk leikur ROY ROGERS jog Trigger og sohur hans. v j)Sýnd í Skjaldborg annan y yjóladag kl. 3 og þriðja jóla-(f dag kl. 5 og 9. GLEÐILEG JÓL! i* *****¥*¥*-¥-* t Sala „Harðbaks“ „Harðbakur“ seldi í Bretlandi í fyrradag, 3987 kit fyrir 9435 sterlingspund. Ný barnabók: Prinsessan í Portúgal Fyrir sk.ömmu kom á bóka- markaðinn barnakver cftir Hjört Gíslason. — Eru það barnasöng- ljóð, og gefur Pálmi H. Jónsson bókina út. Við lestur þessara Ijóða kemur það í ljós, að Hjörtur Gíslason á erindi til barnanna. Ljóðin hans eru í senn aðgengileg fyrir ungl- inga og flytja ákveðinn boðskap til þeirra, sem er bæði heilbrigð- ur og þjóðhollur. Fyrsta kvæðið .heitir Prinsess- an í Portúgal og er gaman að lifa sig inn í ævintýri litla drengsins, sem í draumi fer á hestinum sín- um víða um heim, m. a. til Portú- gal, þar sem hann leysir af hendi mikla þraut. Einnig kemur hann til landsins helga: Hér eru helgir dómar og heilagra manna spor. Héðan er bænin bezta bænin: „Faðir vor.“ Hjörtur ber mikla virðingu fyrir öllu, sem heilagt er, og kemur það glöggt fram í hinum fögru kvæðum hans. — Garðar Loftsson teiknaði myndirnar og' eru þær mjög vel gerðar. Það ber að þakka Hirti fyrir þessa litlu ljóðabók, og eg geri það fyrii’ hönd litlu lesendanna, sem áreiðanlega munu hafa gott og gaman af lestrinum. Pétur Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.