Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Miðvikudagiim 16. janúar 1952
Skrafið um „skalifrelsi" sam-
vinnufélaga er bfekking
r
Ivilnun skattalaganna frá 1921 er að raestu
leyti horfin - stríðsgróðaskattalögin jbungbær
fyrir samvinnureksturinn
í síðasta hefti Félagstíðinda
KEA er athyglisverð grein um
skattamál samvinnufélaga og
firrur þær, sem stundum sjást
á prenti um þetta efni. í grein
þessari segir svo:
Fagtímarit sekt um blekkingar.
Skattamál íslendinga hafa ver-
ið mikið rædd bæði í blöðum og
á fundum nú síðustu tíma. And-
stæðingar samvinnufélaganna
hafa notað tækifærið og þyrlað
upp miklu moldviðri um „skatt-
frelsi“ þeirra. Ekki skal að því
fundið, þótt mál þessi séu rædd
á opinberum vettvangi, en gera
verður kröfu til þess, að rétt sé
farið með staðreyndir. Misbrest-
ur virðist þó vera á þessu. Jafn-
vel í tímaritum, sem stjórnað er
af mönnum með sérþekkingu í
þessum málum, eru lesendum
boðnar hinar herfilegustu firrur.
í Verzlunartíðindunum frá nóv.
sl. er ein slík grein. Þar stendur
orðrétt á bls. 6:
„Á sama tíma, sem kaup-
mönnum og öðrum skattgreið-
endum er gert að þola stöðugt
hækkandi skattaálögur í ýms-
um formum, njóta samvinnu-
félögin áfram hinna geysi-
miklu skattfríðinda, er þau
hafa notið um langan tíma. Þau
greiða ekki nema 8% tekju-
skatt, en kaupmeim og aðrir
skattgreiðendur upp í 90%. Þá
mega þau draga 1/5 til 1/3
af hreinum tekjum félagsins
frá, áður en skattur er á þau
lagður og leggja skattfrjálst í
varasjóð. Samvinnufélögum,
sem hafa vörukaup og sölu að
aðalverksviði, er ennfremur
heimilt að draga frá tekjum
síniun það, sem þau grciða
félagsmönnum í árslok eða
færa þeim til séreignar í stofn-
sjóði í hlutfalli við vörukaup
þeirra, minnst 3% af verði að-
keyptra vara, er félagsmenn
hafa keypt hjá félaginu og þar
að auki vexti af stofnsjóði.“
Þessi endurprentaða klausa
sýnir bezt hugsunarhátt and-
stæðinga samvinnufélaganna. —
Það mun flestum vera kunnugt,
að allar skatthækkanir síðustu
ára hafa komið jafnt niður á sam-
vinnufél. og öðrum. Ekki hafa
þau verið undanþegin söluskatti,
tekjuskattsviðauka né stríðsgróða
skatti, enda mun meginhluti
stríðsgróðaskattsins vera greidd-
ur af samvinnufélögum. Þá er
sagt, að samvinnufél. greiði að-
eins 8% í tekjuskatt en kaup-
menn og aðrir skattgreiðendur
upp í 90%. Hér er farið rangt
með. Tekjuskattur og stríðs-
gróðaskattur samvinnufélaga upp
í 76%. Samvinnufélögum er
heimilt að leggja allt að 1/3 í
varasjóð, skattfrjálst, enda mega
þau ekki greiða varasjóð sinn til
félagsmanna við félagsslit. Hluta
félög hafa einnig rétt til að leggja
1/5—1/3 í varasjóð og mega
greiða varasjóð sinn til hluthafa.
Kaupmenn greiða ekki skatt
af afslætti.
Samvinnufélögin mega draga
frá tekjum sínum, það sem þau
greiða félagsmönnum sínum í
árslok, annað hvort sem afslátt af
keyptum vörum eða sem verð-
uppbót á afurðir. Þótt regla þessi
sé sérstaklega tekin fram um
samvinnufélög, þá má segja að
hún gildi um allar verzlanir.
Kaupmaður, sem gefur við-
skiptamanni sínum afslátt af
vöruúttekt fær vissulega afslátt-
inn dreginn frá tekjum sínum og
greiðir því ekki skatt af þeirri
upphæð. Sama er að segja um
kaupmann, er kaupir afurðir og
greiðir uppbætur á kaupverðið.
Hann fær uppbæturnar vissulega
dregnar frá tekjum sínum og
greiðir ekki skatt af þeirri upp-
hæð. Eigi er það heldur nein sér-
réttindi hjá samvinnufél. þótt þau
megi draga frá vexti af stofnsjóð-
um félagsmanna, því að stofn-
sjóðirnir eru skuld félagsins við
félagsmenn, sem það er skylt að
greiða háa vexti af. Hins vegar
mega hlutafélög draga frá tekjum
sínum '5% vexti af hlutafé, hvort
sem þáu greiða híuthöfum þá eða
ekki.
Eðli samvinnureksturs alls
staðar viðurkennt.
Það hefur verið viðurkennt í
öllum löndum, að rekstur sam-
vinnufélaga sé annars eðlis en
einkarekstur og félagsrekstur,
sem hefur gróða eigendanna sem
markmið. Þess vegna ber að
skattleggja þau eftir öðrum regl-
um. í Bandaríkjunum eru sam-
vinnufélögin alls ekki skattlögð,
meðan að ekki er meir en 15% af
umsetningu utanfélagsviðskipti.
Breytingar skattalaganna hér á
landi hafa allar miðað í þá átt, að
íþyngja samvinnufélögunum og
er ívilnun sú, er skattalögin frá
1921 veittu þeim, að mestu leyti
horfin. Einkum hefur stríðs-
gróðaskatturinn orðið samvinnu-
félögunum þungur, þar eð hann
er kominn upp í 68% af 200 þús.
kr. tekjum, en slíkar tekjur eru
ekki háar fyrir stór félög. Sam-
band ísl. samvinnufélaga var gert
að greiða í beina skatta á sl. ári
yfir 1 milljón kr. Var það lang-
hæsti skattgreiðandinn í landinu.
Kaupfélag Eyfirðinga hefur
greitt í beina skatta síðastl. 5 ár
1,7 millj. kr.
Það er oft talað um „skatt-
frelsi“ samvinnufélaganna af
andstæðingum þeirra. Ofan-
greindar upplýsingar ættu að
nægja til þess að sýna, að það er
öfugmæli. _
Stúlka
óskar eftir góðri atvinnu,
t. d. ráðskonustöðu. Uppl.
á símstöðinni Krossum.
Amerískur sraokiuo
O
til sölu (meðalstærð).
Jón M. Jónson,
klæðskeri,
Saumast. K\TA.
Eldri-dausa-klúbbur
DaUsleikur að Lóni laugar-
daginn 19. þ. m. Hefst kl.
10 e. h. — Félagar vitji að-
göngumiða á sama stað á
löstudagskvöld kl. 8—10.
Stjórnin.
Húsgögn til sölu:
1 borðstofuskápur úr eik, 5
borðstofustólar úr eik, tví-
settur klæðaskápur. Munir
þessir eru til sýnis í Holta-
götu 4 kl. 5—7 e. h. næstu
daga. — Sími 1731.
Rafmangstúba
til sölll.
Ásgeir Halldórsson,
K.E.A.
NÝKOMIÐ:
Peysufatasatín, .
Silki- og isgarnssokkar, sv.
Rennilásar,
Teygjutvinni, fl. íitir,
Tölur og hnappar,
Blúndur, milliverk og hönd
í rniklu úrvali.
Anna & Freyja.
Atvinna
Kona, vön hvers kohar
saumaskap og algengri
vinnu, óskar eftir atvinnu
sem fyrst.
Afgr. vísar á.
Ungakorn
fæst hjá
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Innilegt þakklæti til allra, nær og f jær, sem auðsýndu okkur
samúð og vináttu, við andlát og jarðarför
STEFANS SIGURÐAR STEFÁNSSONAR.
Sérstaklcga þökkum við hjartanlega öllum þeim, sem með
nærveru sinni, cg á annan lrátt, leituðust við að gleðja hann, og
létta Iionum byrðina, í hans erfiðu veikindum.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Steinunn Steíánsdóttir,
Steinunn Eiríksdóttir, Stefán Stefánsson,
Sigurlaug Stefánsdóttir.
———
Innilegt þakklæti til allra cr auðsýndu samúð og hjálpseini
við andlát og jarðarför
GUÐNYJAR INDRIÐADOTTUR.
Vandamenn.
1
Herranæríöí
útlend — hagstætt verð.
Vefnaðarvörudeild
Vinnufatnaður
Samfestingar (brúnir og bláir)
Jakkar og buxur (í brúnum og bláum lit)
Vinnuskyrtur í miklu úrvali. Verð frá 59.00.
Vefnaðarvórudeild
l
Tjekknesk — Gabardine
V efnaðarvörudeild
Saumakassar,
kr. 170.85 stk.
Straubretti,
með stoppaðri plötu,
kr. 105.50.
Sendum gegn póstkröfu.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
<!
Frá Húsmæðraskóla Ákureyrar
I>ær stúlkur, sem óska eftir að stunda nám við
Húsmæðraskóla Akureyrar næsta ár gjöri svo
vel að senda umsóknir sínar til forstöðukon-
unnar. Skólinn tekur til starfa 15. september.
Nokkrar stúlkur geta komizt að í heimavist.
Valgerður Árnadóttir.
Húsmæður, athugið!
Getum endurhúðað þvottabala, mjólkurbrúsa,
matarílát og ýmiss konar eldhúsáhöld úr járni.
Látið ekki þessa muni ryðga niður að óþörfu.
Spyrjizt fyrir í síma 1659.
Málmhúðim KEA.