Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 16. janúar 1952 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 19. DAGUR. (Framhald). Pearl Miller sat með blúndu- verk sitt í eldhúsinu. Fingur hennar gengu ótt, eins og ævin- lega þegar hún var að starfi, en andlit hennar var áhyggjufullt og þreytulegt — en þó fulít eftir- tektar þessa stundina. Hún var að hlusta. Nú er hann uppi á háalofti, hugsaði hún; liann finnur þá aldrei, nei, hann finnur þá aldrei, en hvað á eg að gera? Hann verður fullur tortryggni og hann trúir mér aldrei aftur. Eg get ekki búið með honum ef hann verður alltaf á verði gagnvart mcr og horfir sífellt á mig eins og eg væri.... En hún gat ekki haft orðið yfir í huga sér. Hana hryllti við því. Hvernig get eg látið mér detta annað eins í hug? hugsaði hún, og hún skipti litum og titringum fór um hana. En eg eyddi ekki peningunum, hugsaði hún, ekki grænum eyri, eg lagði þá bara fyrir til þess að við ættum citt- hvað í ellinni. En hún vissi í hjarta sínu, að hún mundi aldrei fá sig til að snerta þá. Jafnvel þótt þau skorti allt þegar þar að kæmi, gæti hún aldrei fengið sig til þess að taka af þeim — eyða fjársjóðnum, sem hún hafði geymt og fóstrað öll þessi ár. Hún hafði alltaf sparað — geymt hvern eyri til þess tíma, er neyðin kveddi dyra, þannig hafði hún talað við sjálfa sig, en í hjartanu var rödd, sem sagði, að hún geymdi aurana vegna þess fyrst og fremst, að það var henni sálarfró að vita af þeim, handfjalla þá, hagræða þeim og raða á felustaðnum góða, sem eng in lifandi sála vissi um nema hún og aldrei, aldrei mundi hann finna hann. Nei, nei, hugsaði hún, og henni vöknaði um augu af sjálfsmeð- aumkun og tárin hrundu niður kinnarnar. Hann hefur engan rétt til þess að hugsa um mig sem — eg hef ekkert rangt gert. Eg hjálpaði til við kistulagninguna, hann þurfti ekki aö kaupa neina hjálp. í sannleika var það eg, sem vann fyi-ir peningunum. Nú er hann kominn í gestaherbergið. O, eg get ekki litið hann réttu auga cftir þetta. Tárin streymdu og munnurinn herptist saman í gráthviðunum. Hvernig stóð á því, að leyndarmál hennár, sem hafði verið stolt hennar, og sigurhrós hið innra, var. J?.Ú ,Útmálað_ sem synd af eig- inmanni hennar? Hún gat aðeins grátið örlög sín, hugsað ■ með skelfirtgu til bónda sírts 1—já og með heift og sársauka, þar sem hann var að reyna að leita uppi á lofti, leita að leyndardóminum, sem hún gat ekki afborið að sjá opinberaðan. Blúnduverkið féll úr hendi hennar, hún huldi andlitið í höndum sér og grét beisklega. Jósef Stafford pantaði hádeg- isverð fyrir sig og Hampton og hugsaði til þess með ánægjú, að (Framhald). ■ iiiliiiuiliii ii i ■ 111 ■ ■ i ■ ■ ■ ii 11 ■ i iiiiiiiillliu 1111111111II111 Tilboð óskast í smíði á stólum og borðum í samkomuliús yerka- \ lýðsfélaganna. — Upplýsingar veita: Jón Ingi- j marsson, Klapparstíg 3, sími 1544, og Baldur \ Svanlaugsson, Bjarmastíg 3, sími 1685. — Tilboð I um þar£ að skila fyrir 25. þ. m. \ H ÚSNEFNDIN. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111' 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,, Bifreiðaeigendur! Tek að mér smíði á bifreiðayfirbyggingum og aðgerðir á stálhúsum og íleira á verkstæði mínu í Hafnarstræti 92 (Slipphúsinu). Efni fyrirliggj- andi. Vönduð vinna. — Talið við mig, áður en farið er annað. BALD UR S VANLA UGSSON, bifreiðasmíðameistari. lllllllllllllllllllllllllll.tlllllllllllllllllllllll■lllll■■■■l||•■l■l||•l|||*||•■■lllllll■lll•lllllllllllll•ll■llllllllllllllllllllllllllll Herrahaftar fjölbreytt úrval. Vefnaðarvörudeild. Eftirtaldar vörur hafa nú verið settar á bátalistann, en fást hjá okkur með gamla verð- inu: Ferðatöskur, 6 stærðir Seðlaveski, leður, kr. 12.00 og 15.00 Skólatöskur Kventöskur, alls konar, 70 kr. stk. Gardínutau, netofin, gul. rauð, blá, .græn, kr. 24.50 mtr. Flauel Ensk undirföt og nátt- kjólar Borðdúkar, með serviett- um, kr. 40.00 settið. Verzl. Eyjafjörður h.f. Mjólkurflutningafötur, 20, 25 og 30 ltr. Skilvinldur Glerstrokkar Stálstrokkar, 5 ltr. Mjólkurfötur Blikkfötur, st. og smáar Olíubrúsar, 5 og 10 ltr. Olíulugtir, kr. 16,80 og 18.85 Olíuvélar Asbestkveikir Trektar, með og án síu Búrvigtar, 2 teg. Hraðsuðupottar Bánkarar Þvottaklemmur U ppþ vottabalar Stálull Vírsvampar Vaskasugur Sigti Fiskraspar Kökukefli Kjöthamrar Bakkar Trésleifar Hnífapör, Sósuskeiðar Ostahnífar, Kleinujám Skæri, margar tegundir Sníðaskæri Vasahnífar alls konar, kr. 4.00 stk, Skeiðahnífar Tappatogarar T eskeiðakassar Peningakassar. Sen'dum gegn póstkröfu. Verzl. Eyjafjörður h.f. Ensk morgunverðarstell Bollapör, m. gylltri rönd Kr. 6.60 parið Postulínsbollar Plasticbollar Diskar, djúpir Sc grunnir Leirkönnur Vatnsglös Niðursuðuglös, 3Á og 1 ltr. Verzl. Eyjafjörður h.f. Heilar kardemommur Hvítur pipar í bréfum Marenamjöl í pökkum Pablurn barnamjöl. • Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Karlmanna-bomsur Krakka-bomsur Skódeild KEA. TILKYNNING Þeir, sem eiga fatnað hjá oss frá 1949—1951, eru beðnir að \'itja hans fyrir 25. þ. m. Eftir þann tíma verður hann seldur fyrir áföllnum kostnaði. GUFUPRESSAN s.f. Skipagötu 12. Bridgefélag Akureyrar hefur ákveðið að halda annað Bridge-námskeið, fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að mæta í Lóni næstkomandi föstudag, 18. þ. m., kl. 8.30 e. h. STJÓRNIN. TILKYNNING Nr. 1/1952. Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski: Nýr þorskur, slœgður g með haus ............................... kr. 1,85 pr. kg. hausaður ......................... kr. 2,35 pr. kg. g Ekki má selja fiskinn dýrari, þó hann sé þverskorinn & í stykki. Ný ýsa, slœgð með haus ...........................kr. 2,05 pr. kg. hausuð ............................ kr. 2,60 pr. kg. Ekki má selja fiskinn dýrari, þó hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskru og ýsa) flakaður með roði og þunnildum kr. 3,65 pr. kg. án þunnildá ....................... kr. 4,95 pr. kg, roðflettur án þunnilda ............ kr. 5,90 pr. kg. Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisk- salinn reikna kr. 0,75 og kr. 0,20 pr. kg, aukalega fyrir þann fisk, sem er fram yfir á kg. Fisk, sem er frystur sem varaforði, má reikna kr. 0,50 pr. kg. dýrara en að ofan greinir. Ekki má selja fisk hærra verði, þótt hann sé uggaskorinn, þunnildaskorinn eða því um líkt. Meg tilkynningu þessari er úr gildi fallin tilkynning Verðlagsskrifstofunnar frá 6. júní 1951. Reykjavík, 11. janúar 1952. Verðlagsskrifstofan. £B!HSKH!B><HS-ÖKHSKBIH>KHS-)IBÍKB!BJ-)SKHSKBIBSKí<H><H!HIB!HS<BBIB>KH!B!H!HS<í-KB!HÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.