Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 16. janúar 1952 , ^^A/v/>/^«/v^/>/vvv'/^v\^/'/^>/vv>/vvvV'/>/'/vvv>/N/v^/yvwv'^/'«í DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. átt hefur sér stað innan útgerð- arinnar í því efni að koma bættu skipulagi á sín mólefni, útiloka þar óþarfa kostnað og milliliða- starfsemi. Er áreiðanlega mikið rúm fyrir endurbætur á því sviði. En aðgerðir til úrbóta verða þar ekki framkvæmdar með skjótri svipan. Þess vegna verður ekki séð að þjóðarbúskapur íslendinga hafi átt annars úrkosta en leggja enn fé fram til þess að tryggja rekstur þeirra framleiðslutækja, sem mestum gjaldeyri skila í land á ári hverju. Án þeirrar gjaldeyr- isöflunar mundi neyðarástand við hvers manns dyr. FOKDREIFAR PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Nýi bátavörtilisíinn RÍKISSTJÓRNIN hefur nýlega tilkynnt, að hinn svonefndi bátavörulisti, sem stofnaður var vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar er lendis um fyrri áramót, hafi verið aukinn, og Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna hefur að sínum hlut til- kynnt ,að það telji þessar aðgerðir nægja til þess að tryggja útgerð bátaflotans á vertíð þeirri, sem nú er hafin. Þannig leystust þau vandamál, sem undanfarin ár hafa haldið bátunum í höfn fram eftir þessum mánuði, þegar um áramót. Það þýðir lengri vertíð en áður og vonandi meira fislcmagn og gjaldeyri í þjóðarbúið. Bátagjaldeyrisskipulag- ið hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum hafa blöð stjórnarandstæðinga verið hávær í sambandi við þessi mál og halda því fram um þessar mundir, að engir hagnist á bátagjaldeyrisfyrirkómulaginu nema heildsalar höfuðstaðarins. Þetta er öfga- kenndur málflutningur. Bátagjaldeyrisskipulag- inu má finna margt til foráttu, en ur vöndu var að ráða. Átti heldur að hefja milljónatuga uþpbótár- greiðslur úr ríkissjóði? Eða átti að horfa upp á framleiðslutæki, sem skila í land 60—70% af út- flutningsverðmæti þjóðarinnar, liggja bundin við hafnargarða? Hvorugum þessum spurningum hafa stjórnarandstöðuflokkarnir svarað játandi, enda væri það þeim erfitt. Þeir gágnrýna skipu- lagið en benda ekki á, hvernig hefði mátt komast hjá því. Gagnrýni þeirra er því neikvæð og mark,- laus. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR vilja einkum beina athygli almennings að verzluninni í sam- bandi við bátagjaldeyrinn. En þeir þegja lengst af um þá staðreynd, að vegna þessara aðgerða tókst að hækka fiskverðið til sjómanna á sl. ári úr 75 aurum í 96 aura, miðað við slægðan þorsk. Var það hagnaður fyrir braskara? Þessar ráðstafanir hækkuðu einnig fiskverðið til útgerðarinnar sjálfrar og tryggðu áframhaldandi rekstur hennar. Um þessi áramót blasti enn við sú staðreynd, að hlunnindin frá í fyrra nægðu ekki til að halda bátaflotanum á miðunum á vertíðinni. Óhagstæð verðlagsþróun hér heima hefur aukið útgerðar- kostnað og eðlilegt er einnig að laun 'sjómanna hækki, ekki síður en annarra stétta. Þar á ofan bætist staðreynd, sem margir láta sér yfirsjást, en er alvarleg ániinning fyr- ir þjóðina: Aflabrestur á vetrarvertíð syðra hefur aukizt jafnt og þétt sl. ár. Meðalafli í róðri í Faxaflóa var 1949 7,1 Iest, 1950 6,1 lest og 1951 5,2 lestir. Átti að grípa til uppbótanna úr ríkissjóði til þess að vinna gegn þessari þróun í afkomu útvegsins? Ekki hafa stjórnarandstæðingar beinlínis haldið því fram. Ríkisstjórnin tók þann kost, sem áður er lýst, að auka bátavörulistann og er erfitt að sjá hver önnur úrræði voru fyrir hendi eins og ástatt er. Vegna þessara aðgerða hækkar fiskverðið til sjómanna úr 96 aurum í 105 aura og gjör- breytir það viðhorfinu á vertíðinni. ÞÓTT ILL NAUÐSYN hafi þannig rekið lands- stjórnina til þesasra aðgerða, er ekki þar með sagt að ekki megi sitt hvað finna að framkvæmdinni og þó miklu fremur því framkvæmdaleysi, sem Framhaldssaga með nýju sniði. I SIÐASTA HEFTI „Radio Times“ — útvarpsblaðsins brezka — er skýrt frá því, að langt sé komið að flytja hlustendum sögu Dickens um Davíð Copperíield. Er sagan framhaldssaga í leik- ritsformi og skiptist í 12 útvarps- þætti. Það tíðkast mjög í brezka útvarpinu að snúa kunnum skáldverkum í leikritsform í að- alatriðum og flytja með þessum hætti. Er þetta vinsælt útvarps- efni og girnilegt til fróðleiks og skemmtunar ef góðir og smekk- vísir listamenn hafa fjallað um leikritssmíðina og valdir leikarar kynna sögupersónur, sem hlust- endum eru þegar kunnar úr vin- sælum sögum. Þessi tegund út- varpsssögu er ekki kunn hér hjá okkur, en víst mundi hlustendum þykja fengur að því, að tilraun væri gerð með slíkt framhalds- söguform. Ymsar kunnar íslenzk- ar skáldsögur eru allvel til þess- arar umbreytingar fallnar og ekki hörgull á háefum leikstjór- um og leikurum. En vissulega mundi slík framkvæmd kosta all- mikið undirbúningsstarf og mun meira; en oftast verður vart við í dagskránni. Kannske strandar þessi hugmynd aðallega á því, að hér hjá okkur er ekki lagt það starf í dagskrárundirbúning, sem er undirstaða slíkrar nýjungar. Heimur versnandi fer. Eg liekl að útvarpiuu fari aftur í þessu efni og mátti það þó vissulega, ekki við því. Manni virðist dagskrárundirbúningur svífa í lausu lofti og impróvíserað allt fram á síðasta augnablik. — Grammófónninn er enn sem fyrrum látinn bera hita og þunga dagsins. Lítið dæmi frá sl. helgi sýnir, hvernig starfað er að dag- skránni. í barnatímanum á sunnu dagskvöldið skiptust á upplestur tveggja smásagna og grammó- fónsmúsík. Sögurnar voru eins og gengur og gerist, en músíkin í engu frábrugðin því, sem glym- ur í eyrum manns í hádegisút- varpi eða morgunútvarpi. Plöt- urnar — gamlir þýzkir trafarar — auk þess gamalkunnar úr því útvarpi. Skyldu börnin ekki hafa orðið hrifin? Þennan „barna- tíma“ hefði mátt setja upp á hvaða heimili í landinu sem er, sem hefur útvarpstæki eða grammófón. í þennan tíma var ekkert undirbúningsstarf lagt. Höf. hans hefði getað „undirbú- ið“ hann allan á meðan hann sigldi í lyftunni upp á efstu hæð Landssímahússins. Svona trakte- ment er til þess fallið að drepa áhuga fólks fyrir útvarpinu, og sannfæra börnin um að í þeirra „tíma“ þar sé ekkert að sækja nema hversdagsleikann gráan og ömurlegan. Þegar eftirvæntingin er öll á burt, er útvarpsdagskráin dauð í vitund fólksins. Það kostar starf að halda eftirvæntingunni lifandi. Það starf var ekki merkj- anlegt í barnatím. um sl. helgi, en ekki er það einsdæmi. Þannig er allt of oft starfað að dagskrár- undirbúningi. Meðan sá andi rík- ir er vonlítið að fá framhaldssögu með nýju sniði eða aðrar nýjung- ai’, sem uppörvun er að. Veggurinn í milli Eyfirðinga og Þingeyinga. ÞESSI VETUR hefur verið all- snjóþungur sunnanlands nú upp á síðkastið, en hér nyrðra hefur verið fremur snjólétt lengst af og er svo enn. Utvarpið hefur skýrt okkur allnákvæmlega frá sam- göngumálum þar syðra og víð- tæku starfi vegamálastjórnarinn- ar að halda vegum akfærum. Ekki aðeins aðalleiðum til höfuð- staðarins, heldur líka vegum inn- anhéraðs t. d. í Árnessýslu. Fjöl- margar ýtur og snjóheflar virðast að verki þar hvenær sem þörf krefur. Snjóruðningurinn þar syðra hlýtur að kosta stórfé. Nú er það síður en svo að álasa beri vegamálastjórninni fyrir þessar framkvæmdir. Þetta er eins og það á að vera og koma skal víðar. Greiðar samgöngur eru líka ein aðalundirstaða blómlegs atvinnu- og menningarlífs. En mönnum verður hugsað til þess, hvernig vegamálastjórnin hér býr að Ey- firðingum og Þingeyingum. Þar er uppi önnur stefna en syðra. Þrátt fyrir snjólétta tíð allt frá haustdögum er engin tilraun gerð til þess að halda opinni bílleið í milli Eyjafjarðar- og Þingeyjar sýslu. Strax í fyrstu snjóum lok- ast þesSi leið og er síðan látið kyrrt liggja, stundum fram á sumar. Jafnframt stöðvast að verulegu leyti eðlileg verzlunar- samskipti í milli héraðanna. Það er alveg vafalaust, að það er verulegt áfall fyrir atvinnulíf þessa bæjarfélags, að ekki skuli sæmilegar samgöngur til hinna blómlegu og fjölmennu byggða austan Vaðlaheiðar. Vel má vera, að forráðamenn vegamálanna hér þyki góðir ráðsmenn suður vegamálaskrifstofu og sparsamir á fé ríkisins og víst er sparsemi dyggð, þar sem hún á við. En hitt dylst engum, að fyrir þetta bæj- arfélag og héruðin umhverfis, hefur þetta verið léleg ráðs mennska og til tjóns fyrir at vinnulíf byggðarlagsins. Ef vel væri, ættu umboðsmenn vega málastjórnarinnar hér að vera í fylkingarbrjósti í sókn fólksins hér nyrðra til bættra samgangna. Þeir ættu að benda á áfangana og hvetja til þess að þeim yrði náð á sem stytztum tíma. Þeir ættu að vera málsvarar fólksins hér gagn vart ríkisvaldinu að þessu leyti En því fer víðs fjarri að svo sé, Frá þeim kemur fátt nema úr- tölur. Þeir sjá fjárskort vega- málastjórnarinnar miklu betur hér en syðra. Enda er engin til raun gerð til að halda opinni leið milli Eyfirðinga og Þingeyinga jafnvel ekki í snjóléttri tíð eins og í vetur. Segja kunnugir, að lítið átak hefði þurft til þess að halda opnum veginum til Húsa víkur lengst af í vetur. Skilnings leysi og sljóleiki þeirra aðila, sem þarna ættu að vera vakandi, er veggur, sem skilur Eyfirðinga og Þingeyinga, báðum til tjóns, Þessum vegg þarf að ryðja úr vegi og taka samgöngurnar í milli héraðanna nýjum tökum. Atvinnuleg uppörvun. Iðnaðarmenn hér eiga við ei iðleika að etja. Markaður þeir (Framhald á 7. síðu). íslenzkt tweed eða útlent gabardine? Við höfum Iesið um það í blöðunum að bátagjald- eyrislistinn, svonefndi hafi verið aukinn. Þar er nú að finna ýmsar vefnaðarvörur, sem ekki voru þar áður. Þetta þýðir í reyndinni, að þessar vörur verða dýrari fyrir notendur en áður var. Um réttmæti jessara ráðstafana ætla eg ekki að fjölyrða, enda utan verkahrings þessa þáttar. En þessi breyting hlýtur að skipta máli fyrir heimilin í landinu og 3ví er hún tekin hér til umræðu. Fá munu þau heimili, sem telja sig með góðu móti geta greitt hærra verð fyrir nauðsynjar sínar en nú er gert. En er þess kostur eftir að hinni nýju skipan er kom- ið á? Sjálfsagt ekki að öllu leyti, en ekki þarf öll jessi verðhækkun að koma niður á hagsýnum heimilum. Innlendu efnin — dúkarnir, sem spunnir eru úr íslenzkri ull — eru ekki beinlínis snortnir af breytingunni. Verð þeirra hækkar ekki af þessari ástæðu. Getum við því ekki notað þau meira og betur en nú er gert? Eg er ekki í vafa um, að við getum notfært okkur innlendu efnin miklu betur en nú er gert. Tökum til dæmis tweed-efnin. Tweed er ein af dýrmætustu útflutningsvörum Breta. Gott tweed, t. d. hið fræga Harris-tweed, þykir hvarvetna erlendis efni í hinn vandaðasta sport- og útifatnað fyrir karla og kon- ur, ungt fólk og gamalt. Bretar og Skotar nota það, mikið, enda er það endingargott, hentar sérlega vel í hinu svala og raka loftslagi Bretlandseyja. Vestur í Ameríku er skozkt tweed í fatnað, t. d. vetur og vor, talið kennimark efnamannsins, enda eru þessi innfluttu tweed-efni dýr þar. Þótt undarlegt megi virðast hafa íslendingar ekki tileinkað sér þessa tízku nema að litlu leyti. Á stríðsárunum virtust hermennirnir, sem hér dvöldu t. d. miklu betur kunna að meta hin fallegu og vönduðu tweed-efni Gefjunar en við hér heima. Þeir keyptu þessi efni og sendu heim og þar þóttu þau afbragð og ekki standa að baki skozkum tweed-efnum. Augljóst má því vera, hvei-su larigtum hentugri fatnaður úr þessu efnum er hér í okkar svala loftslagi en út- lendu „gaberdine“-efnin, sem hver apar eftir öðr- um að ganga í. Gaberdine-tízkan á íslandi er fyrir löngu komin út í öfgar. Það er blátt áfram hlægilegt að sjá fólk í þessum gabei'dine-fatnaði í frostum og stórhríðum vetrarins. Sagt er, að menn fari jafnvel í fjallgöngur í gabei'dine-dressi! En svo að öllu gamni sé sleppt, þá virðist hér hafa orðið öfugþróun í klæðatízku okkar. Við höfum flutt inn erlenda tízku en ekki þá exiendu tízku, sem hentaði okkur bezt. Tízkan í karlmannafatnaði og útifatnaði kvenna hér er sótt til Bandaríkjanna og Frakklands en ekki til hinna tápmiklu og praktísku Skota, sem sköpuðu sjálfir þá tízku er hentaði þeirra landi og lífsskilyi'ðum bezt og gerðu það þannig, að hún varð útflutningsvara — þótti fín í öðrum löndum. Falleg tweed-útidragt eða karlmannaföt eru miklu menn- ingarlegri fatnaður hér á norðurslóðum en gaber- dineföt eða annað skjóllítið efni. Og þegar augljóst er, að hið íslenzka tweed kemur til með að verða miklu ódýrara en innflutt efni, þá er sannaxiega kominn tími til að breyta um stefnu í fatagerð okk- ar og fatakaupum og innleiða hér stóraukna notkun hinna fjölbi'eyttu og fallegu tweed-efna, sem fáan- leg eru hér heima. Kannske gætu framleiðendur þessai’a efna líka gei’t eitthvað til þess að vekja sér- staka athygli fólks á kostum þeiri-a? HEIMILISHJALP I VIÐLÖGUM. Alþingi hefur samþykkt frumvarp frk. Rann- veigar Þorsteinsdóttur um heimilishjálp og er hér mai'kvert nýmæli, sem húsmæður um land allt veita athygli. Greint er fi'á aðalatriðum hinna nýju laga annai's staðar í blaðinu í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.