Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 16.01.1952, Blaðsíða 5
Miftvikudaginn 16. janúar 1952 D A G U R 5 Sfórkostleg framför í framleiðslu undralyfsins „Cortisone" Amerískir efnafræðingar hafa leyst gátuna - von fyrir milljónir gigtarsjúklinga Jafnvægið í milli ausfurs og vesfurs viðurkennt Markverðustu tiðindin, sem tilkynnt voru á alþjóðlegu efna- fræðingaþingi, sem haldið var í París nú nýlega, segir í nýkomn- um blöðum þaðan, var tilkynn- ing prófessors Aries við poly- teknisku stofnunina í Brooklyn, New York, að amerískum efna- fræðingum hefði tekizt að fram- leiða gigtarlyfið „Cortisone“ úr cfninu rosin. Rosin er hið harða gulleita efni, sem unnið er úr furukvoðu (har- pix). Það er notað í stórum stíl við framleiðslu málningar og við fleiri efnaframleiðslugreinar — Rosin fæst alls staðar, þar sem furuskógar vaxa og er því aug- ljóst, að framleiðsla undralyfsins með þess hjálþ er möguleg í stór- um stíl, og það innan eins árs, að sögn prófesosrs Aries. Cortisone er fágætt og rándýrt. Síðan Cortisone komst fyrst á lyfjaskrá fyrir tveimur árum, hefir það hlotið nafngiftina „undralyf11, vegna hinna merki- legu áhrifa þess á sársauka og stirðleika, sem stafa frá gigt og það læknar augnsjúkdóma, sem oft leiddu til blindu. En gigtarsjúklingar eru taldir i milljónum í veröldinni og ógæf- an var, að svo lítið var til af Cortisone, að það nægði ekki fyrir einn milljónasta hluta þeirra, sem þjáðust. Svo var það líka óskaplega dýrt. Hvorki meira né minna en 37 mismunandi stig eru í framleiðslu þess, frá hrá- efninu til lyfsins sjálfs. Hráefnið hefur til þessa verið gall úr ux- um. En það þurfti gall úr 400 ux- um til að vinna úr eitt gramm af Cortisone og engum sjúklingi var gagn að minni skammti en 100 milligrömmum, en 1/10 þessa magns á hverjum degi. Með því að margendurtekin inn- gjöf er nauðsynleg til lækning- arinnar, áttu gigtarsjúklingar ekki annars úrkosta en að notast við hin algengari og ódýrari meðul. Rannsóknirnar kvísluðust í þrjár greinar. Til þess að útrýma skortinum á „undralyfinu“. hafa efnafræð- ingar skipt rannsóknum sínum og tilraunum í þrjár megin grein- ar og hafa náð markverðum ár- angri í öllum þremur. Sú fyrsta var, að fækka framleiðslustigun- um til þess að ná Cortisone úr galli nautpenings og auka magn lyfsins, sem unnt væri að fá úr gefnu magni þessa hráefnis. Snemma á sl. ári tilkynnti firmað Chering Corp. í New Jersey, að tilraunir á þess vegum heíðu orðið til þess, að finna uðferð til að fá eitt gramm af Cortisone úr galli 8 uxa í stað 400 áður og hefði jafnframt fækkað fram- leiðslustigunum í 20 úr 37. Onnur grein rannsóknannna miðaði að því að vinna Cortisone úr öðru hráefni en uxagalli: Glöggir efnafræðingar sáu, að Cortisone mátti búa til úr kem ískri formúlu efnis, sem tveir vísindamenn Rockefeller-stofn- unarinnar höfðu nefnt „Sarmen- togenin“, en þeir einangruðu það fyrst árið 1915. „Sarmentogenin“ finnst í fræi og kvoðu hitabeltisjurtategundar sem nefnd er ,strophantus‘. Leið- angrar voru gerðir út til Vestur- Afríku og Mexíkó þar sem plönt- ur þessar vaxa, og reyndin varð, að úr ,,Sarmentogenin“ gátu góð- ir efnafræðingar framleitt Corti- sone. Plöntur þessar eru vafn- ingsviðarkenndar og eru nú ræktaðar í stórum stíl í Suður- ríkjum Bandaríkjanna, en nokk- ur tími mun líða unz nægilegt magn þroskast til verulegrar framleiðslu. Sem stendur gefur þessi grein ekki meira Cortisone en gallhráefnið. En „Sarmentog- enin“ er merkur áfangi. Corti- sone framleiðsla úr því er einföld. ,Aðeins‘ 16 framleiðslustig nauð- synleg! í leit sinni að fljótvirkari og ódýrari aðferðum til að ná í gigt- armeðalið var von efnafræðinga að finna efni, sem væri einfald- ara að samsetningu en Cortisone en gerði sama gagn. Allmörg slík efni hafa komið fram og hafa náð útbreiðslu hin síðari ár, en ekki hafa þau orðið langlíf og læknar hafa 'deilt um notagildi þeirra. En þessi grein rannsóknanna leiddi fram í dagsljósið annað kemískt efni, sem finnst í melt- ingarfærum dýra, og þetta efni er nú viðurkennt sem skæður keppinautur Costisone. á borði en ekki í orði Glöggskyggn höfimduí' metur aðstöðuna í milli stórveldanna um áramótin og er vongóður um að friður haldist Walter Lippmann margra dómi einn skyggnasti höfundurinn, sem nú ritar um alþjóðamál. Á sl. hausti birtist hér í blaðinu yf- irlitsgrein, er hann ritaði áður en hann hvarf í nokkurra mán- aða Ieyfi frá blaðamennsk- unni. Nú eftir áramótin hóf hann á ný að rita í New York Herald Tribune, og í fyrstu grcininni eru hugleiðingar um horfurnar á nýja árinu. Þykir Degi vel hlýða, að endusegja hér á eftir aðalatriðin úr þess- ari grein. Enginn getur fullyrt neitt um það, hvað gerast muni á árinu 1952. Við sjáum „lítt aftur og ekki fram.“ Atburðarásin er ekki fyrirfram ákvörðuð, heldur skap- azt af útreikningum og dóm- greind manna, sérstaklega þó Deirra, sem ráða málefnum þjóð- anna. Stærsta gátan virðist mér, hvort ástæða sé til að ætla að fyrir hendi sé nokkuð það, sem kalla mætti samstöðu í skoðun um það, hver sé aðstaða valdsins í veröldinni í dag. Þessi samstaða skoðun virðist mér eina sam- Hinir lítt könnuðu eiginleikar hormónanna. Efnavísindi hormónanna enn að skapast. Coi'tisone er einn af þeim fáu hormónum — auk kynhormónanna, — sem hægt er að setja saman meðkemískrifram leiðslu. En hráefnið, sem fyrir hendi var, var alltaf takmarkað Það leiðir því af tilkynningu pró- fessors Aries, að þessu sé þá gjörbreytt, því að rosin er lítt takmarkað hráefni, en það þýðir aftur að lyfið nær í framtíðinni til miklu fleira fólks en áður. Dr. Aries sagði, að 24 framleiðslu- stig þyrfti til að vinna Cortisone úr rosin, en aðalerfiðleikarnir væru við fyrsta stigið. Hin stig- in, sagði hann, eru til þess að gera mjög auðveld og frám- kvæmanleg án mikilla tækni- er að | hefði verið í mikilli og bráðri glögg- hættu, ef flugher og flotastyrk Rússa hefði verið teflt fram. — Vegurinn inn í Vestur-Evrópu virtist greiðfær. Hinn smávaxni herstyrkur Vestur-Evrópuþjóð- anna, var mjög dreifður og lítt fær um andspyrnu og her Vest- urveldanna þriggja næst austur- landamerkjunum var mestmegn- is hernámslið en ekki sterkur varnarher. í Evrópu eins og i Asíu var það afgerandi hernaðar- leg staðreynd, að þegar sleppir skyndiárásarmætti flughersins mundi alger hervæðing hafa tek- ið Bandaríkin full þrjú ár — nú eins og í heimsstríðunum báð- um. Það var þessi ögnarlega langi frestur, sem fremur en flest ann- að sannfærði Þjóðverja um að árás væri áhætta, sem vel mætti I Marshall orðaði það, „getur stytt þann tíma, sem nauðsynlegur er til að koma á fullri hervæðingu“ (mobilization). Framkvæmd þess arar áætlunar hefur gengið vel til þessa, og mér skilzt að innan eins árs muni þessi langi frestur hafa verið styttur svo stórkostlega, að Bandaríkin geti með skjótum hætti gert hernaðarlegan mátt sinn gildandi, ef kæmi til árásar- styrjaldar. Með þessu er orðin söguleg breyting á aðstöðu Bandarríkjanna í veröldinni. Hvað, sem gert kann að vera til þess að stilla hernaðarútgjöldum í hóf, virðist augljóst, að þessari aðstöðu beri að viðhalda. Stytting biðtímans er þegar orðinn sá raunveruleiki, að hin gamla formúla árásarríkjanna — að sigra og styrkja aðstöðu sína áður en Bandaríkin geta komið til skjalanna — er ekki lengur í samræmi við tímana. í samræmi við þetta finnst mér það líka athyglisvert, að Sovét- ríkin voru aðgerðarlaus á meðan við auglýstum það fyrir veröld- inni að við (Bandaríkjamenn) værum hernaðarlega vanmáttug- ir og hófumst handa um að leið- Undralyfið ACTH Efni þetta er þekkt undir nafn- inu ACTH og táknar þessi skammstöfun orðin „anterior, cortico-tropic hormone“. Hin kemíska formúla þess er enn komulagið, sem unnt er að gera ókunn enda þótt efnið væri ein- angrað fyrir meira en 15 árum, úr svínskirtlum. ACTH kemur ekki í stað Cortisone, heldur örf- ar það kirtlastarfsemi líkamans, þá kirtlastarfsemi, sem með mjög flóknum hætti framleiðir Corti- sone í hinni meistaralegu efna- smiðju mannslíkamans. Vand- kvæðin á notkun ACTH eru hin sömu og við Cortisone: Efnið er fágætt og afar dýrt. Það þarf kirtla 900 svína til að vinna úr 1 gramm af ATCH. Cortisone er, eins og ACTH, eitt af þeim flóknu efnum, sem nefnt er hormónar, er hafa á síðari árum orðið æ mikilvægari í læknavísindum. Þessi efni eru framleidd af kirtla starfsemi líkamans og fljóta með blóðinu til áhrifa á ýmsa hluta líkamans. Upphaf þeirra og verk- un er enn að verulegu leyti leyndardómur. Það er álitið, en ekki vitað, að Cortisone sé smurningin“, sem þarf til þess að hreyfing sé eðlileg og óþving uð. Gigt sé því vöntun á Corti- sone. sér von um að náist í milli hinna ólíku heima austurs og vesturs. Þeir geta ekki unnið saman, svo að þar sé nokkurt gagnkvæmt traust í milli. Ef þeir geta forðað árekstri, er það af því einu, að báðir gera svipaða áætlun um eigin styrkleika og styrkleika andstæðingsins. Minni skoðanamunur cn fyrst sýnist. Það er rökstudd — þótt ekki endanleg — ástæða til að ætla, að meðal beggja aðila séu áætlanir ábyrgustu manna ekki ólíkar í grundvallaratriðum. Að minnsta kosti hafa þeir hegðað sér þannig, að ætla má að þeir telji, að hvor- ugur aðili hafi hernaðarlega yf- irburði að því marki, að afgerandi geti talizt og að engin grundvall- taka á sig með mikilli von um al- t,a^- geran sigur. Þeir bjuggust við að hafa lagt Evrópu undir. sig .og brotið mótspyrnu þjóðanna á bak aftur áður en amérísk hlutdeild styrjöldunum,,gæti. haft veruleg áhrif. Það hefur oft verið sagt, að Hitler mundi ekki hafa byrjað styrjöldina í vestri ef hann hefði talið líklegt að Bandaríkin mundu sogast inn í hana. Rétt- ara er líklega að taka svo til örða, að hann mundi ekki i haf a by rj að stríðið, ef hann hefði vitað að Bretar mundu haldá út þangað til S Bandaríkjamenn voru tilbúnir að gera mátt sinn gildandi. Nú má telja það merkustu tíðindin á hernaðarsviðinu á árinu 1951, að tíminn, sem þarf til þess að koma fram algerri hervæðingu Banda- ríkjanna hefur verið mjög stytt- ur miðað við það, sem áður var. Þetta má kalla geysilega þýðing- armikla, hernaðarlega fram- kvæmd og í henni felst hin innri þýðing endurvígbúnaðar- áætlimar Bandaríkjamanna. — Stærsti veikleiki þeirra í báðum heimsstyrjöldunum — hinn langi frestur — hefur að verulegu leyti arbreyting á þessari aðstöðu! verið numinn á biott fyiir til- muni framköllúð með venjuleg- um hernaðarlegum aðgerðum, heldur miklu fremur af stjórn- málaþróuninni innan landa- eiu merkja hvors heims um sig eða báðum í senn. Á síðustu tveimur árum bendir margt mjög sterklega til þess að þetta sé rétt athugað. T. d. Kór- eustríðið og endurvígbúnaður Bandaríkjanna. Fyrir ári var her SÞ í Kóreu illa á vegi staddur. Segja má, að unginn úr hernum legra tilfæringa. Vonir standa því til að Cortisone verði í fram- tíðinni svo ódýrt, að milljónir manna geti notað það sem hin algengari meðul dagsins í dag. (Lausl. þýtt og endursagt). verknað Marshalls fyrrv. her- málaráðherra og Lovetts núv. yf- irmanni þeirra mála. Stefnubrcytingin 1950. Hinn 14. des. 1950 lögðu þeir mjög fast að Oryggisráði ríkisins, að gera afnám þessa langa frests að grundvallarstefnu landsins í öryggismálunum. Þetta var þegar herirnir í Kóreu voru á undan- haldi fyrir kínverskum her, sem sótti yfir Yalu-fljót. Á þeim tíma ríkti mikill kvíði og glundroði Washington og létt verk hefði verið að taka ákvörðun, sem byggð var á minni framsýni. En ákvörðun sú, er gerð var, var að koma upp aðstöðu til hernaðar- legrar framleiðslu, sem, eins og Hvað hélt aftur af þeim 1949 og 1950? Engar hugleiðingar í þessu sambandi eru í rauninni mark- verðari en þær, sem spunnar eru af spurningunni: „Hvers vegna ekki í gær?“ Hvers vegna hófu Rússar ekki árásarstríð þegar hinn vestræni heimur var hern- aðarlega vanmáttugur og átti meira en fullt í fangi með að standa kommúnistum snúning? Eg veit að vísu ekkert um það, hvernig Stalin svarar þessari spurningu þegar hann er að tala við sína félaga og undirmenn. En mér virðist að skynsamlegasta svarið, sem við getum gefið sjálf- um okkur, sé, að ástæðan til þess að styrjöld skall ekki á 1950 hafi verið sú, að Rússar hafa gert sér ljóst, að þrátt fyrir byrjunar- sigra mundu þeir aldrei geta sigrast á hinum nær ósigrandi mætti Bandaríkjanna. Þeii' hafa séð að endurvígbúnaður þeirra yrði ekki stöðvaður með stríði, heldur yrði það aðeins til að auka hann, og þegar endurvígbúnaður Bandaríkjanna er skoðaður í réttu Ijósi og án æsinga og áróð- urs, sést, að hann er ekki miðaður við árás og ekki til þeirra hluta hæfur. Þeir, sem lítið vita eða eru ábyrgðarlausir, geta talað um „að henda sprengjunni á þá.“ En þeir, sem bezt skilja hernaðarað- stöðuna vita, að án raunhæfrar aðstoðar margra þjóða í Evrópu og Asíu, er ekki unnt að láta Rússa kenna á hernaðarmætti Bandaríkjanna, svo að um muni. Þetta er hið hernaðarlega jafn- vægi, sem báðir heimarnir í austri og vestri virðast hafa talið skynsamlegt að viðurkenna — ekki með orðum enn sem komið er — heldur með stefnu sinni og gerðum. (Lausl. þýtt).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.