Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn "30. janúar 1952 D A G U R 5 SkólakerfÉ Bandarlkjðnna er írjálslegf - áherzla lögð á hagnýfa fræðslu Rætt við Þórarin Björnsson skólameistara Þórarinn Björnsson skólameist- ari tók svo til orða á dögunum, er eg ræddi við hann um skólamál Bandaríkjanna og kynni hans af fólkinu vestur þar, að fyrir- greiðsla sú, er hann naut á ferða- lagi sínu um Bandaríkin á sl. hausti, væri í rauninni táknlegt dæmi um lífsstíl fólksins þar og viðhorf. Þótt förin væri farin í stjórn- ai'boði, vár ætlast til þess, að gesturinn réði því sjálfur, hvað hann vildi sjá ,og hvern hátt hafa á kynnum sínúm af stofnunum, mönnum og málefnum. Förin var því öll ákaflega frjálsleg, en samt var skipulag hennar afbragðsgott og fyrirgreiðsa öll frábær. En þetta tvennt — mikið frjálsræði en þó snjallt og gott skipulag á hlutunum -—■ má e. t. v. kalla að einkenni lífsstíl bandarísku þjóð- arinnar fremur öðru.Er mérþetta frelsi, frjálsleg framkoma fólks- ins og sú mikla gnótt allra hluta — auðlegð og ríkidæmi — er hvarvetna blasir við augum, einna minnisstæðast nú, er eg lít til baka yfir þessar vikur, er eg dvaldi vestra, sagði skólameist- ari, og er þó mörg minnisverð tíðindi að telja fyrir mig úr þess- ari ferð. Ferðasagan í stórum dráttum. Eg lagði upp frá Keflavíkur- flugvelli 26. sept. og var kominn til Washington eftir ótrúlega skamman tíma. Þar var gerð áætlun um kynnisför mína með þeim hætti, er fyrr segir, en mér síðan sleppt lausum til að haga mér að eigin ósk, en átti þó hvarvetna hauka í horni, þar sem voru fulltrúar utanríkisráðu- peytisins í ýmsum stórborgum, er aðstoðuðu mig í hvívetna. Þurfti aldrei að hafa áhyggjur af gist- ingu eða öðrum beina né hafa mikið fyrir því að komast í sam- band við þá aðila, er mig fýsti að kynnast. Frá Washington fór eg fyrst til háskólabæjarins Ithaca í New York fylki, en þar er Cornellháskólinn og Fiskebóka- safnið íslenzka. Dvaldi þar um skeið. Þetta er ágætt menntaset- ui' í fögru umhverfi. Hitti þar tvo nemendur mína, Kristján Karls- son bókavörð við Fiskesafnið og Gunnhildi Snorradóttur rnagist- er, er á þar heimili. Ithaca finnst mér einn fallegasti háskólabær, er eg hef séð. Til Cornellháskóla s. hafa margir íslendingar leitað, en fátt um íslenzka stúdenta þar nú sem annars staðar vestra. Er nám þar yfirleitt' of dýrt fyrir okkur efnalega. — Frá Itacha fór eg til ríkisháskóla Michigan- fylkis í Ann Arbor, þaðan til Chi cago, Minneapolis, svo til Grand Forks í Norður-Dakota; þá alla leið vestur til Kaliforníu, til San Fransisco og Berkeleyháskóla, þaðan til Nýju Orleans, síðan norður aftur til Washington, Baltimore, Boston og New York. Lengst dvaldi eg í San Fransisco og í Washington. Þú hefur aúðvitað hitt fjölda nemenda og annarra íslendinga? Eg hitti víðast hvar fyrir ís- lendinga, mér til gagns og ánægju, ýmist landa héðan að heiman eða gi'óna Vestur-íslend- inga. í Boston hitti eg m. a. Tóm- as Árnason lögfræðing, gamlan nemanda og bæjarmann, er þar dvelur við framhaldsnám. í Chicago Árna Helgason ræðis- mann, er lét sér annt um mig, í Minneapolis Gunnar Björnsson ritstjóra og syni hans alla, hvern ágætismanninn öðrum meiri, er þar hafa allir hlotið góðan frama, þótt ungir séu enn. Þar hitti eg og Akureyring, Tryggva Aðal- steinsson, er ýmsir hér munu þekkja. f Grand Forks prófessor Richard •* Beck, er við þekkjum allir; í Dakota er margt manna af íslenzku bergi brotnir, og varð eg var við það í háskólanum og heimavistum hans. í Berkeley er Jóhann Hannesson frá Siglufirði búsettur og kennir við háskólann. Þar er og Jón Löve, ágætur náms maður, hefur lokið prófi í bíó- kemíu og lýkur senn prófi í lækn isfræði og verður á þessu ári prófessor við háskólann í Cleve- land. í San Fransisco hitti eg marga kunna íslendinga, eða hafði fregnir af þeim. Þarna eru t. d. hinir kunnu Stonesonbræð- ur, frægir athafnamenn í bygg- ingaiðnaði, er leyst hafa af hendi ýmis stórvirki. Þeir munu vera Borgfirðingar. Af íslendingum er greiddu götu mína þar voru t. d. frú Rannveig Schmidt og Okta- víus Þorláksson ræðismaður, og tveir nemendur mínir, Vigfús Jakobsson frá Hofi í Vopnafirði og Sigurður Eiríksson, héðan úr bænum. f Baltimore hitti eg prófessor Stefán Einarsson og í Washington að sjálfsögðu sendiherrahjónin frú Ágústu og Thor Thors, er tóku mér af einstakri alúð og gestrisni. Marga fleiri ágæta landa hitti eg í ferðinni, er reynd ust mér góðir vinir, en of langt yrði að telja þá alla upp hér. Kynni þhi af skólum og upp- eldismálum? Skólamálin heyra ekki undir sambandsstjórnina í Washington nema að mjög litlu leyti; þau eru sérmál fylkjanna. Af því leiðir þegar, að skipulagið er nokkuð breytilegt frá einum landshluta til annars. Sums staðar — og raunar viðast — eru ríkisháskól- ar, annars staðar eru þeir einka- stofnanir eða sjálfseignarfyrir- tæki. í stórum di'áttum virtist mér skólakei'fið allt frjálslegt og viðhorf manna til uppeldis- og fræðslumála ekki vanabundið heldur „dynamiskt11 — á sífelldri hreyfingu, í sífelldri leit að heppilegustu aðferðum. í lægri skólunum hafa nemendur t. d. miklu frjálsara námsefnaval en hjá okkur. Helming námsefnis- ins á hverju skólaári fá þeir í hendur „að ofan“ — þ. e. skyldu- fög, en um hinn helminginn hafa þeir allmikið frjálsræði innan vissra takmarkana, þ. e. þeir geta valið um ýmis efni. Þetta þýðir það í reyndinni, að nemendur læra líklega ekki eins mikið af staðreyndum og nemendur hér, þ. e. þeir leggja ekki eins mikið á minnið, en þeir laðast þá fremur að viðfangsefnum, er þeim eru að skapi og ná betri árangri þar en ella. Yfirleitt má segja, að fólk, sem svarar til stúdenta hér, kunni minna í bókstafslærdómi en við, enda virtist mér námið mjög miða að því, að menn hefðu gagn af því beinlínis í lífsbarátt- unni en lærðu síður til þess eins að verða lærðir. Mér fannst t. d. eftirtektarvert, hver áherzla er lögð á þjóðfélagsfræði — Social Sciences — en undir það heiti „sortérar“ ýmis gagnleg þekking, t. d. uppbygging þjóðfélagsins, menningarlega og efnahagslega og skipan hinna ýmsu greina op- inbers lífs. Þeir lesa þar t. d. um gerð fjárlaga ríkis og bæja, um skyldur helztu embætta, um þró- un félagslegrar samhjálpar, um réttindi boi'garans og skyldur hans að vera nýtur og góður þegn. — Allt athyglisverðui' fróð- leikur. Hér er ekki ætlazt til ut- anaðlærdóms, heldur þess, að menn séu heima í aðalatriðum úr 2 þykkum kennslubókum: Skólabragur og kennsluhættir. Mér þótti frjálslegur bragur í tímum. Ekki ærsl og agaleysi, heldur var kennsla oft í samtals- formi, þar sem kennarinn leiddi samtalið, en nemendur tóku fjör- legan þátt í því. Þarna var rætt um margvíslegustu efni. Eg kom til dæmis í tíma, þar sem rætt var af kappi um ástina og hjónaband- ið! Slíkt mundi þykja tíðindum sæta hér. Kennarar virtust sums staðar hafa frjálsræði og aðstöðu til ýmiss konar tilfæringa, sem hér er ekki tök á að framkvæma. T. d. kynntist eg frönskukennara í menntaskóla. Eftir nokkurra mánaða kennslu lét hann nokkra úi' bekksögninni flytja siguppum bekk; þeir höfðu verið mjög dug- legir. Með stærsta hópinn hélt hann áfram sem fyrr. Nokkra einstaklinga lét hann hefja námið á ný — þeir gátu lært, en höfðu dregizt aftur úr. Og loks fengu nokkrir þessa ráðleggingu: Þið skuluð hætta þessu og velja ykk- ur eitthvert annað fag. Þið lærið aldrei frönsku! Svona aðstaða opnar möguleika til kennslu- árangurs, sem hér þekkist ekki. Telur þú þetta frjálsa fyrir- komulag betra en okkar kerfi? Hvort tveggja hefur sína kosti og galla. Þar vestra berjast sumir kennarar fyrir fastara formi. Við, sem höfum það, getum stund um hugsað okkur meira frelsi og svigrúm en reglugerðir og próf- kröfur veitá. En tvímælalausan kost tel eg hið „dynamiska" við- horf til skóla- og uppeldismála og leitina að því bezta. í því efni má sitt hvað læra af öðrum þjóðum, t. d. Bandaríkjamönnum, enda þótt eigi sé unnt né sanngjarnt að bera skólakerfi þeirra mjög sam- an við okkar skipan. Hin ytri áðbúð skólanna? Hún virtist mér víðast mjög góð, húsakynni, kennslutæki, að- búð heimavista o. s. frv. bera vott um auðugt land og mikla tekn- iska hugkvæmni. Aðbúð nem- enda yfirleitt ágæt. Góðir náms- menn virðast hafa tækifæri til- þess að komast fjái'hagslega létt út úr löngu námi vegna mai'gs konar styrkjastarfsemi. Menn, sem gegnt hafa herþjónustu, njóta sérstakra fríðinda í skólun- um. Sum skólahverfi vestra — Campus — eru mjög glæsileg að öllum búnaði og hljóta að vera ánægjulegar vistarverur fyrir ungt fólk .En að sjálfsögðu er ietta nokkuð misjafnt í einstök- um skólum og landshlutum. Svo að þú telur ferð þína hafa verið góða og gagnlega? Fyrir mig var hún ævintýri lík- ust og heill minningasjór. Hún opnaði mér sýn til ýmissa efna í skólamálum og uppeldismálum, sem eg tel gott að kj%mast og eru íhugunarefni og e. t. v. getur mað ur líka á slíku kynningarferða- lagi betur en ella fest auga á því, sem er gott í þeirri skipan, sem maður býr við heima. En auk þess, sem eg sá í skólum, þótti mér gaman að sjá Bandaríkja- menn heima hjá sér, kynnast frjálslegri og aðlaðandi fram- komu þeirra, greiðasemi og hjálpsemi. Maður 'vérður þess lítt var þar, að vera útlendingur og er það notaleg tilfinning fyrir ferðalang. Dagur þakkai' skólameistara greið svör við spurningum og býður hann velkominn heim aft- ur. Félagswhist og dans a ð Lóni næstkomandi föstudag, kl. 20.30. Verðlaun veitt. Dansað til kl. 1. — Hljómsveit J. Riba leikur. Aðgangur kr. 15.00. — Veitingar, m. a. kalfi, pönnukökur og flatbrauð með hangikjöti. Karlakórinn „Geysir“. Dráftarbrautir Akureyrarbæjar Tilboð óskast í leigu á dráttarbrautum Akureyrar- bæjar á öddeyrartanga. — Frestur til að skila tilboðum er til 10. febrúar n. k. - Nánari upplýsingar varðandi leiguna gefnar á skrifstofu bæjarstjóra. L Húshjálp Ensk kona, reglusöm, vön al- gengum húsverkum, sem er í kynnisferð hér á landi, óskar að dvelja á Akureyi'i til vors og fá fæði og herbergi gegn hús- hjálp eftir nánara samkomu- lagi. Tilboð óskast send blaðinu merkt: húshjálp. Bæjarstjóri. j ar Barnabindingar Unglingabindingar Gormabindingar Göngubindingar Stakir gormar. Jdrn- og glervörudcildin 4UGLÝSIÐ t DEGI ÍHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKí-iKa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.