Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 30. janúar 1952 Fjórðungssjúkrahúsið á Ákureyri Ávarp til k\en|)jóðarimiar Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kvenfélögin á Norður- landi áttu sinn þátt í því að Iieilsubæli Norðurlands komst upp. Þau lögðu mörg drjúgan skerf til þess nauðsynjamáls. — Stofnun heilsuhælisins var bless- unarríkt starf í baráttunni við berklaveikina. Nú — 30 árum síðar — er ann- að stórmál á döfinni, sem krefst aðstoðar góðra manna. Það er Fjórðungssjúkrahúsið hér á Ak- ureyri. Að sjúkrahússbyggingu þessari hefur verið unnið 4—5 ár og mikið fé lagt fram, bæði af al- mannafé og frá Akureyrarbæ. En sjúkrahúsið er ætlað öllu Norð- urlandi, og okkur Norðlendingum á að vera það metnaðarmál ,að þessari þörfu byggingu verði lok- ið sem fyrst, að hún megi verða til blessunar alþjóð hér norðan- lands. Erfiðar aðstæður. Um þessi áramót eru erfiðar ástæður hjá þessari stofnun. Lít- ið fé fyrir hendi til að halda verkinu áfram. — Mikið af efni og áhöldum er þegar komið á staðinn, en eftir að koma þeim fyrir. Það, sem mest á ríður nú er að geta staðist kostnaðinn af vinnunni við sjúkrahúsið. Þörfin fyrir spítalann er aug- Ijós öllum almenningi hér norð- anlands. Sjúkrahús það, sem nú er starfrækt hér á Akureyri — fimmtíu ára gamalt timburhús — er algerlega óviðunandi. Það ætti því að vera áhuga- og metnaðai-mál allra Norðlendinga, að Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri geti tekið að fullu til starfa sem allra fyrst og helzt ekki síðar en á árinu 1952. Sjúkrahúsið verður, að áliti dómbærra manna, mjög fullkom- ið að allri gerð. Og allir, sem þekkja mannkosti og hæfni yfir- læknisins, Guðmundar Karls Péturssonar, fagna því að hann fái þar notið starfskrafta sinna að fullu, fái þar starfsskilyrði við sitt hæfi. Starf kvenna. Ríkið hefur í mörg horn að líta um þessar mundir, og svo mun enn verða um skeið, hefur enda lagt þessari stofnun stórar fúlgur. Konur á Akureyri hafa á und- anförnum árum gengist fyrir fjársöfnun til sjúkrahússins með miklum dugnaði og fómfýsi. Hafa safnað til byggingarinnar nær Vt. milljón króna, og auk þess veitt hagstæð lán. — Nú er komið til kasta annarra félaga á Norður- landi. Og eru mér þá hæst í huga þær 70 kvenfélagsdeildir í Sam- bandi norðlenzkra kvenna. Að þau taki nú höndum saman við aðra áhugamenn um þetta mál. — Mörg þarfleg málefni hafa kvenfélögin á Norðurlandi látið til sín taka. Þau hafa styrkt og hrint af stað mörgum þjóðþrifa- málum. Það er alkunnugt, að kvenfé- lögin hafa verið dugleg að efla sjóði sína og eiga mörg álitlegar fúlgur í sjóði. . Vilja kvenfélögin leggja fram fé? Væri það ekki vel til fallið, að félögin stigu nú á stokk og strengdu þess heit að leggja fram hvert fyrir sig 1000.00 — eitt þús- und krónur — úr sjóði sínum þessu nauðsynjamáli til eflingar og framdráttar, og gerðu það fljótt! — Þanu mundu standa jafn rétt eftir sem áður. En auk þess ,að þau með þessu framlagi sýndu þegnskap og félagsanda að hlaupa undir bagga og veita nauðsynjamáli lio og hljóta þakklæti og virðingu al- þjóðar fyrir, þá er hitt * ekki minna um vert, að finna sam- takamáttinn, finna hvað hægt er að gera, ef við stöndum saman. Það er ennfremur trúa mín að mörg önnur félög á Norðurlandi færu að dæmi kvenfélaganna, ef þau ríða á vaðið, legðu þennan skerf fram líka. Þúsund krónur, hvorki meira né minna. Það er gott að setja sér það markmið. Það munar um minna! — Félögin á Norðurlandi skipta hundruðum. Halldóra Bjamadóttir. Jörð ti! sölu Ásláksstaðir II í Arnarneshreppi er til sölu. Tilboðum sé skilað til Guð- mundar Frímannssonar, skóla- stjóra á H jalteyri, fyrir 20. fe- brúar næstkomandi. Skógrœktarjélag A rnarnesshrepps. Nýkomið ZJllargarn, margir litir, Kvensokkar, ull og nylon, Herrasokkar, ull og nylon, Hdlfdúnn, væntanlegur næstu daga. ÁSBYRGI h.f. Barnavagn til sölu í Fjólugötu 12 uppi, eftir kl. 6. Tek að sauma telpukjóla, kápur og úti- föt. Verkefni tekin á þriðju- dögum og fimmtudögum, frá kl. 1—6. Signý Kristjánsdöttir, Ránargötu 24, syðri clyr. Stúlka óskast á fámennt sveita- heimili. Upplýsingar í Qdd- eyrargötu 3. I STUTTU MÁLI DANSKT blað hermir í sl. viku, að söngkonan Elsa Sig- fúss hafi fengið tilboð frá Þjóð leikhúsinu í Reykjavík að leika og syngja í óperettunni ,,Leðurblakan“ eftir Johan Strauss, en ætlunin sé að sýna söngleik þennan þar í vor. Sé þetta fyrsta leikhlut- verk Elsu Sigfúss. Ungfrúin á að leika hlutverk Orlovskys prins. Þá veit maður, eftir dönskum heimildum, hvað Þjóðleikhúsið á.íslandi hyggst aðhafast með vorinu. * t SÍÐASTA hefti hins vandaða ameríska tímarits The American Scandinavian Review er grein um KEA og starfsemi þess eftir Hauk Snorrason ritstjóra. Ritstjóri ameríska tímaritsins er dr. Henry Goddard Leach, er hingað kom sumarið 1950. * UM ÞESSAR mundir er efnafræðin ofarlega á dagskrá í Sovét-Rússlandi. Efnafræð- ingarnir þar hafa fengið nýja línu. Það var allt í einu upp- lýst að þeir höfðu verið á villi- götum. Nú eiga þeir að innlifa sig í efnavísindi þau, er kennd eru við A. M. Butlerov ,en þau byggja á „efnasamsetningu á grundvelli hins díalektíska materíalisma, sem er lagður af himun mikla vísindamanni J. V. Stalin og eftir forsögn hans um réttlínu hinna franisæknu visinda og þýðingu þeirra fyr- ir Ráðstjórnarríkin-. Undir leiðsögn flokks þeirra Lenins og Stalins, munu efnafræðing- ar Sovétríkjanna mcð lieiðri framkvæma það, sem hinn mikli lciðtogi alls verkalýðs, ef naf ræðisnillingurinn Josef Vissorinovich Stalin, liefur falið þeim,“ eins og segir um þessi mál í síðustu rússnesk- um blöðum, að sögn Social- Dcmokraten í Khöfn nú ný- lega. -k DANSKA ríkisstjórnin hef- ur orðið fyrir vonbrigðum með hækkun á ölskatti, er gerðiu- var í apr. 1951. Uppgjör um áramót sýndi, að minna fé kom í ríkiskassaim á árinu 1951 en 1950. Danir svöruðu hækkuninni með minni öl- kaupum. TRIPPLON- Vinnuvettlingar Járn- og glervörudeildin Peningabudda m með tveimur merktum 100 kr. seðlum, tapaðist síðastl. fimmtudag frá K.E.A. upp Kaupvangsstræti. Vinsam- iegast skilist til Sigurðar O. Björnssonar í P. O. B. Skemmtikvöld í Skjaldborg miðvikudaginn 30. jan., kl. 8.30 e. h. Félags- vist og dans. Aðgangur kr. 7.00. " Stúkurnar Brynja og ísafold. - Sveinn Björnsson, forseti, látinn (Framhald af 1. síðu). og til 1920 og hæstaréttarmálaflutningsmaður eftir það til 1926. Alþingismaður Reykjavíkur var hann 1914—1916 og 1919—1920. Formaður Eimskipafélags íslands 1914—1920 og 1924—1926. Forstjóri Brunabótafélags íslands 1916—1920 og 1924-1926. Hinn 16. ágúst 1920, eftir að ísland fékk fulla sjálfstjórn, varð hann sendihcrra íslands í Kaupmannahöfn og gegndi því staríi til 1924, er hann kom heim, en tók við því á ný 15. júní 1926 og gegndi því til ársins 1940, er Þjóðverjar her- námu Danmörku og hann kom heim til Islands svo að segja alkominn. A sendiherraárunum gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir þjóðina, sótti margar alþjóðaráðstefnur og þing og gerði marga verzlunarsamninga við önnur lönd. Fyrsta árið eftir heimkomuna var liann ráðunautur ríkis- stjórnarinnar um skipan utanríkismála. En 17. júní 1941 var hann kosinn ríkisstjóri Islands af al- þingi, og endurkosinn árin 1942 og 1943. A lýðveldishátíð- inni að Þingvelli var hann kosinn fyrsti forseti íslenzka lýð- veldisins, 17. júní 1944, og hefur síðan verið sjálflcjörinn, er forsetakosningar hafa átt að fara fram. Sveinn Björnsson beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum og stofnun félaga til alþjóðarheilla, svo sem Eimskipafélags íslands, Hins íslenzka flugfélags og Rauða krossins. Sveinn Björnsson kvæntist árið 1908 eftirlifandi konu sinni Georgíu Björnsson, fæddri Hoff-Hansen, dóttur Hendriks Emils Hansen, jústizráðs í Hobro á Jótlandi. Fluttist hún til íslands með manni sínum og gerðist þar ágæt húsmóðir á forsetaheimilinu sem íslenzk væri, vinsæl og mikils metin. ÚTSALA Stórfelld yerðlækkun á fatnaði og vefnaðarvörum Tilbúinn faínaour: Karlm.föt frá kr. 495.00. Karlm.frakkar frá kr. 390.00. Karlm.jakkar frá kr. 380.00. Karlm.buxur f. kr. 159.00. Kvenkápur, frá kr. 450.00. Kuldajakkar drg. frá kr. 139.00. Ivarlm.skinnjakkar, frá kr. 300.00. Kvenblúss- ur, verð kr. 98.00. Barna-snjógallar (útiföt), á ca. 3—5 ára, verð kr. 49.00. Kvensloppar, hvítir, lítil nr. verð kr. 59.00. Karlm.hattar, nr. 7, 7i/g, 714, kr. 20.00. Karlm.vetrarhúfur frá kr. 39.00. Drg.vetrarhúfur, frá kr. 17.00. Skíðahúfur, kr. 11.00. Hálsbindi, verð frá kr. 10.00. — 200 Manchettskyrtur, verð frá kr. 94.00. 100 sportskyrtur, stór nr., fyrir innkaupsverð. Toledo- sportskyrtur á kr. 165.00. Vinnuskyrtur, khaki, á 59.00. Prjónavörur: Kvenpeysur frá kr. 30.00. Kvengolftreyjur frá kr. 72.00. Bamapeysur á kr. 16.00—20.00. Prjónaföt bama (peysa, buxur) á kr. 29.00. Prjónavesti drengja frá kr. 22.00. Prjónavesti karlm. frá kr. 39.00. Ullartreflar, kr. 15.00. Nærfatnaður: Satin-undirföt, lítil nr. á kr. 49.00. Undirkjólar, lítil nr. á kr. 39.00. Sportbolir á kr. 25.75. 100 sokkabanda- belti (ísl.) seld fyrir innkaupsverð. Mikið af nærfatnaði karlm., kvenna og barna, mjög ódýrt. 600 pör kven- sokkar, nylon, fyrir innkaupsverð. 300 pr. karlmanna- sokkar, fyrir innkaupsverð. Baðmullarvörur: Ca. 3000 metr. af ýmsum baðmullarvörum, svo sem: flónel, sirz, tvisttau, milliskyrtuefni, náttfataefni o. fl. fyrir innkaupsverð. Kjólaefni: Ca. 1000 metr. kjólaefni (gervisilki), seld fyrir inn- kaupsverð. — Baðmottur, frotté, verð kr. 59.00. Leðurvörur: Sérstaklega ódýrar, t. d. kventöskur og veski, frá kr. 39.00. Innkaupatöskur, seðlaveski, buddur, skrif- möppur, fyrir mjög lágt verð. Taubútar, ódýrir, og margt fleira á lágu verði. Notfærið yður þetta sérstæða tækifæri. Branns verzlnn Páll Sigurgeirsson. L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.