Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 8
 Bagum Miðvikudaginn 30. janúar 1952 Dagskrármál landbúnaðarins: Kaup á tilbúnum áburði 1952 Fyrir stuttu síðan hefur áburð- arsalá ríkis auglýst áætlað verð á tilbúnum áburði á vori komanda, jafnframt þeim tegundum áburð- ar, sem verða á boðstólum og eins og venjulega þurfa menn að panta áburð fyrir 20. febrúar. Verð áburðarins hækkar nokk- uð, eins og sjá má á eftirgreind- um tölum yfir þann áburð, sem fáanlegur verður í vor Kalkammonsaltpétur .... 75 Þrífosfat ................. 100 Súperfosfat ............... 100 Kalí, klórsúrt ............ 100 Kalí, brennisteinssúrt . . 100 Blandaður áburður .... 50 Tröllamjöl ................. 50 kg 73,00 88.00 20.5 kg 163.00 200.00 22.7 kg 76.00 85.00 11.8 kg 92.00 116.00 5.0 kg 119.00 134.00 12.6 kg 65.00 75.00 15.0 kg 55.00 60.00 9.0 Þetta áburðarverð er bæði árin miðað við verð við skipshlið. Hvað kostar nú meðal áburð- arskammtur á hektara með þessu verði? Sé gert ráð fyrir að borið sé á hvern ha á túni, sama áburðar- magn og eg gerði ráð fyrir, í grein í þessum þáttum 31. jan. 1951, en þar var áætlað 75 kg hreint köfn- unarefni, 50 kg hrein fosfórsýra (P.jO-) og 60 kg kalí (KjO), en þetta magn samsvaraði 365 kg kalkammonsaltpétri, 110 kg þrí- fosfat og 12 kg kalí 50%. Sam- kvæmt auglýsingu áburðarsöl- unnar er nú á boðstólum aðeins, 60% kalí og þarf því ekki nema 100 kg af því á móti 120 í fyrra. í því liggur líka verðmismunurinn á kg í pokanum. Við skipshliðkost aði þessi áburður kr. 685.00 á hektara 1951. Nú myndi sama magn kostar um kr. 775,00, eða 90 kr. hærra pr. ha. Gera má ráð fyrir að bóndi, sem keypt hefur áburð í fyrra fyrir um 8000 kr., muni nú þurfa að borga um 9500 kr. fyrir sama magn. Það er skoðun min, að þótt áburðurinn sé óneitanlega dýr, kæmi það ekki til mála að draga úr skynsamlegri notkun hans. Eins og eg benti á í fyrra, þá má telja það mjög hóflegan árangur a ð fá í uppskeruauka 25—30 hesta af töðu fyrir ofangreint ábui'ðarmagn. Sé gert ráð fyrir 50 hesta uppskeru af ha, sem tæp legáler meðal uppskera, þá verð- ur áburðarkostnaður á hvern heyhest varla meira en 20—25 krónur, nema þar sem flutningar eru mjög dýrir og aðrar aðstæður óhagstæðar. Veglegt afmælisrit Samvinnuskólans Samvinnuskólinn varð 30 ára 1948 og var þess minnzt af nein- Tilbúni áburðurinn er orðinn einn allra þýðingarmesti rekstr- arliður hjá öllum, sem fást við ræktun jarðarinnar. Hér á landi höfum við möguleika til að afla heyja á tiltölulega ódýran hátt. Uppskera af hverri flatareiningu er sambærileg við svo til hvaða uppskeru sem er í nágrannalönd- um okkar, svo sem kornupp- skeru, rófnauppskeru o .fl. Og það sem grasið hefur fram yfir allar aðrar fóðurtegundir er: í fyrsta lagi er það algilt fóður, í öðru lagi er það venjulega ódýr- asta fóðrið og í þriðja lagi er það holt og eðlilegt þeim búfénaði sem við ræktum hér á landi. — Grasið er gullnáma íslenzks londbúnaðar. Tilbúni áburðurinn er lykill að þeirri námu. Á. J. Viljið |)ér gerast áskrifandi að blaða- umsögnum? Fyrsta febrúar næstk. tekur til starfa í Reykjavík fyrir.tæki, er „Blaðaumsagnir“ nefnist. Er þetta hliðstætt „Press clipping“ þjónustu, sem algeng er erlendis. Tilgangur þessa félags er sá, að safna saman úrklippum um ýmis efni úr öllum dagblöðum. Þessu er komið fyrir á þann hátt, að einhver aðili, fyrirtæki, félag eða einstaklingar gerist áskrifandi að einhverju efni, einu eða fleiri og fær þá tilsent frá „Blaðaumsögn- um“ allt það, sem um viðkomandi efni er ritað í blöðum landsins. Á hverja úrklippu er límdur blaðhaus fyrirtækisins og á hann er prentað nafn og heimilisfang þess blaðs, sem greinin birtist í, ásamt dagsetningu. Á þennan endum m. a. í afmælishefti Sam- vimumnar og með afmælishófi í Reykjavík. En nemendur skólans hafa ekki látið þar við sitja, heldur standa þeir nú að útgáfu veglegs afmæl- isrits, sem nýlega er komið út hjá Norðra. Þar ritar Jónas Jónsson skólastjóri um starf skólans, Þór- arinn Þórarinsson ritstj. segir sögu hans og Sigurvin Einarsson kennari segir frá afmælishátíða- höldunum syðra. Síðan er nafna- skrá nemenda og stutt æviágrip tekið saman af Árna Benedikts- syni frá Hofteigi, þá kemur kenn- aratal, og loks myndasafn ár- ganga skólans. Nemendur skól- ans úr öllum árg. munu hafa gagn og gaman af þessu riti og fjöl- margir aðrir Samvinnumenn munu telja feng að því. hátt fær áskrifandi ritaða sögu þess málefnis, sem hann er áskrifandi að, glögga og alhliða samtíðarlýsingu, sem getur orðið mjög nauðsynlegt plagg fyrir við- komanda. Áskrift að einu efni kostar kr. 20.00 á mánuði, en hver úrklippa kostar 1.00 kr. Sé sami aðili áskrifand'i að tveim efnum kostar það 25.00 kr. á mánuði, hækkar þannig um 5.00 kr. við hvert við- bótarefni. Fastagjaldið er nokk- urs konar trygging fyrir fyrir- tækið, því að oft kemur það fyrir, að ekkert er skrifað í langan tíma um ýmis efni, en blöðin þarf allt- af að lesa mjög gaumgæfilega, því að ekkert má fara fram hjá fyrir- tækinu. Heimilisfang fyrirtækisins er á Laugateig 44, Reykjavík. Hækka útvarpsgjöldin í 180 krónur? Lausafregnir herina,, að búið sé að áltveða að hækka afnota- gjöld útvarps fyrir yfirstand- andi ár í 180 krónur. Virðist hér um einkennilega ráðstöfun að ræða, ef satt reynist, því að útvarpið er stóreignafyrirtæki og á milda sjóði ,er útvarpsfor- ráðamennimir vilja verja til þess að byggja „höll“ í Rvík. Ohætt er að fullyrða að lands- menn hafa lítinn áhuga fyrir hallarbyggingunni og telja von lítið að dagskráin batni hót þótt útvarpsíorustan verði flutt í lúxushúsakynni. Miðað við dagskrána í vetur ,er 100 krón- ur yfrið nógu liátt gjald fyrir hana. - Ilraðfrystihúss- rckstnr á Akureyri (Framhald af 1. síðu). Steinsen bæjarstjóri og Tryggvi Helgason útgerðai'maður. Guð- mundur Jörundsson benti á hver væri aðstaða togaranna á hverri árstíð til fiskupplags hér og taldi hana á ýmsan hátt erfiða og ú'.i- lokaða er sækja þarf aflann vestur og suður fyrir land. Hent- ugast væri það þann tíma er veitt er fyrir Norðurlandi. en sá galii aftur á móti fyrir væntaníegt hraðfrystihús, að í Norðurlands- fiskinum væri sáralítið af góð- fiski, heldur mest megnis smár þorskur. Guðmundur taldi sjálf- sagt að hraðfrystihússmálið yrði rækilega. rannsakað og hafizt handa um byggingu húss, ef sýnt þætti -að grundvöllui' væri fyrir hendi, en hann vildi ekki að svo stöddu fullyrða neitt um það, að hve miklu leyti togaraútgerðin gæti bundið sig við slíkan rekst- ur. Álþingi samþykkti lög um hækkun fðsteignagjaida bæjaríélðganna Lækkar útsvarsáætlunin um 1.5-2 millj. kr.? Alþingi samþykkti í sl. viku frv. um heimild fyrir bæjarfélög- in að innheimta gjöld, sem miðuð eru við fasteignamat, önnur en vatnsskatt, með 400% álagi, enda komi til samþykki félagsmála- ráðherra. Eru þar með orðin að lögum til- mæli bæjarstjórnar Akureyrar um fjáröflun til þess að halda beinni niðurjöfnun í skefjum. Er áður skýrt frá aðdraganda þessa máls í blaðinu. Utsvarsáætlun lækkar. Sá fyrirvari var hafður við samþykkt fjárhagsáætlunar bæj- arins nú eftir nýjárið, að ef frv. þetta næði fram að ganga, mundi bæjarstjórn notfæra sér heimild- ina og lækka útsvarsálagningu „Reykjafoss“ á Akureyri Hið nýja vöruflutningaskip Eimskipafélags íslands, Reykja- foss, var væntanlegt hingað til bæjarins í gærkvöldi austan fyrti' land. Er þetta fyrsta koma skips- ins til Akureyrar. sem næmi hækkun fasteignagjald anna. Hefur verið áætlað, að út- svarslækkunin nemi lVi— 2 millj. króna. Verður nú væntanlega hafizt handa um að reikna út gjöldin með álaginu og þá um leið, hinn nýja útsvarsstiga. Ileimskuskrif kommúnista. Kommúnistar hafa valið þann furðulega kost, að berjast gegn því, að þessi samræming á fast- eignagjöldum við núv. verðlag, kæmist á. Vilja þeir hejdur afla tekna til bæjarfélagsins með beinu tekjuútsvari en taka jafn- framt nokkurt tillit til eigna manna. Er alveg augljóst, að þessi skipan mála kemur í heild rétt- látar niður en bein stórhækkuð niðurjöfnun. í skrifum um þetta mál hafa kommúnistar haldið fram þeirri furðulegu staðhæf- ingu, að hin nýja skipan muni vera hagstæðari fyrir KEA en bein útsvarsálagning. Þetta er heimskutal hið mesta. Vitað er að kaupfélagið er einn stærsti fast- eigandi í bænum og Ijóst, að álag- ið er mjög þungur skattur fyrir það, líklega svo að nemur hundr- uðum þúsunda kr. Endurvarpssföðin kom hingað með Brúarfossi á mánudaginn Verður sett upp^skammt frá Skjaldarvík Von um stórbætt hlustunarskilyrði Afstaða ríkisvaldsins. Svavar Guðmundsson taldi m. a. að erfitt yrði að sannfæra rík- isvaldið að það ætti að styðja hraðfrystihússbyggingu hér, á sama tíma og fiskiðjuver víða á landinu hefðu ekki nægilegt hrá- efni. Fyrir þjóðfélagið í heild virtist eðlilegra að fiskupplag væri sem næst miðunum. Annars taldi ræðumáður sjálfsagt að málavextir yrðu rækilegar at- hugaðir. Helgi Pálsson andmælti þeirri skoðun Hallgríms Björns- sonar, að hentast væri að reisa fiskiðjuverið í Krossanesi og taldi fram mörg atriði til and- mæla. Tryggvi Helgason talaði mjög fyrir því, að ráðizt yrði í húsbygginuna hið allra fyrsta. Málið skýrðist. Að öllu samanlögðu varð þessi íundur í Stúdentafélaginu til þess að skýra málið og til þess að sýna fram á, að það er ekki eins ein- falt og auðvelt viðfangs og ýmsir vilja lialda fram. Á vegi þess eru ýmsir erfiðleikar, sem óvíst er að unnt reynist að yfirstíga. Skaði var að fleiri bæjarbúar áttu þess ekki kost að hlýða á erindi Hall- gríms Björnssonar. Þótt hann sé hlynntur málinu komu ekki fram í erindi hans neinar órökstuddar fullyrðingai' um framkvæmda- möguleika, heldur leitaðist hann við að útskýra hina tæknilegu möguleika og aðstöðu alla á fræðilegan hátt. Þannig er líka sjálfsagt að vinna að þessu máli. Fundur þessi fór hið bezta fram. Fundarstjóri var Stefán Karlsson menntaskólakennari, form. Stú- dentafélagsins. * Hin nýja 5 kw endurvarpsstöð, sem ríkisútvarpið hefur ákveðið að kuma upp hér í nágrenni Ak- ureyrar til þcss að bæta hin slæmu hlustunarskilyrði hér um slóðir, kom til bæjarins með e.s. Brúarfossi sl. mánudag. Er hér um að ræða ca. 100 kassa og tók Grímur Sigurðsson, for- stöðumaður útvarpsviðgerðar- innar hér, við sendingunni. Verður reist við Skjaldarvíkur- veginn. Ákveðið er að stöðin verði reist við afleggjarann, sem liggur af þjóðveginum hér norðan bæjar- ins til Skjaldarvíkur. Upphafiega var ráðgert að reisa stöðina vest- an Akureyrar, og var fengin lóð til þess lijá bænum. En athugpn leiddi í ljós, að skilyrði væru betri fyrir stöðina norðan bæjar- ins og verður hún því sett upp skammt frá Skjaldarvík, sem fyrr segir. Á sl. sumri var ekkert gert til að undirbúa byggingar þar, þótt vonir stæðu til þess, og verð- ur að hefja það verk frá grunni í vor. Byggja þarf íbúð fyrir stöðv- arstjóra, auk stöðvarhússins sjálfs. Má því ætla að langur að- dragandi verði að stöðin komist í notkun, enda þótt hún sjálf sé hingað komin, sem fyrr segir. — Virðist einkennilegt, að uppsetn- ingin skuli þurfa að dragast vegna ónógs undirbúnings af hálfu útvarpsins hér heima. Bætt hlustunarskilyrði. Vonir standa til, að endurvarjis- stöðin stórbæti hlustunarskilyrði hér, enda er þess mikil þörf. Um leið er stigið fyrsta skrefið til þess að koma hér upp aðstöðu til útvarps, er hægt væri að fella inn í dagskrá ríkisútvarpsins. Verður það næsti áfangi í endurbættum útvarpsmálum, að koma þeirri aðstöðu upp hér og víðar. Togararnir fiska fyrir Bretlandsmarkað „Kaldbakur“ seldi 3463 kit í Grimsby sl. laugardag fyrir 11843 sterlingspund. „Harðbakur“ fór á veiðar í fyrradag. „Svalbakur“ er væntanlegur af veiðum seint í þessari viku og siglir þá til Bret- land. „Jörundur“ hefur nýlega byrjað veiðar fyrir Bretlands- markað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.