Dagur - 30.01.1952, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 3ÍT. janúar 1952
Þorp í álögum
Saga eftir Julia Truitt Yenni
21. DAGUR.
(Framhald).
gætinu sjálf. Hún hafði selt beztu
og lostaetustu kökurnar fyrir
smáaura skólasystkina sinna.
Hún hafði aldrei eytt eyri aftur,
heldur geymt aurana í horninu á
vasaklútnum sínum og bundið
fyrir. Og Pearl hafði átt til það,
sem verra var. Oftar en einu
sinni hafði verið komið að henni
úti í runnanum í skólagarðinum.
Þangað hafði hún lokkað smá-
9
börn úr fyrsta bekk og þar hélt
hún þeim frosnum við jörðina af
skelfingu. Hún snerti þau aldrei
eða meiddi þau. En hún sagði
þeim hræðile^ar sögur um for-
ynju, sem mundi koma að sækja
þau í myrkrinu. Þessi forynja
væri heljarstór maður, sem and-
litið vantaði á, og hann læddist
um á nóttunni og þreifaði í rúm-
um barnanan eftir þeim. Hann
þreifaði af því að hann hafði
engin augu, en það var ekki hægt
að sleppa frá honum, því að hann
heyrði svo óskaplega vel — jafn-
vel hjartslátt barnanna og and-
ardrátt.
Pe'arl var alltaf viðloða slys og
óhamingju og virtizt líða bezt í
návist voveiflegra atburða. Þeg-
ar eitthvað skelfilegt kom fyrir,
hafði Pearl venjulega verið þar
nálægt.
Eva starði á hana. Hún fann, að
hún gat ekki þolað návist henn-
ar. Hún varð að fara héðan sem
fyrst.
,,Hvað vilt þú hér, Pearl?“
spui-ði hún.
En Pearl kom ekki upp nokkru
orði fyrir grát og ekka. Hún var
eins og óásjáleg fatahrúga í
stólnum.
„Eva mín —“ byrjaði hún, en
orðin komu slitrótt. „Eg hef aldr
ei gert neitt rangt —■ ekki eins og
— eg meina að eg tók þá aldrei —
en eg, get ekki lifað við að hann
horfi á mig — eins og eg væri —'
—o—
Hún komst ekki lengra. Ný
gráthviða stöðvaði framhaldið. —
Eva horfði þögul á hana ofurlitla
stund, en sneri sér síðan undan.
Hún þoldi ekki lengur að horfa á
þessa ógeðfelldu hryggðarmynd.
Hún gekk út í horn stofunnar og
kveikti á litlu gasvélinni undir
tekatlinum, sem hún hafði jafnan
reiðubúinn í stofunni. Hún sýsl-
aði við að raða bollum á bakka og
sneri jafnan baki að Pearl, en
hún heyrði greinilega grátstun-
urnar, en jafnframt merki þess,
að Pearl var að byrja að ná stjórn
á tilfinningum sínum.
„Það er allt saman þessum
kvenmanni að kenna,“ snökti
Pearl, „— henni þarna, sem
skrifaði bókina. Honum mundi
aldrei hafa dottið neitt í hug, ef
hann hefði ekki lesið þessa bann-
settu bók.“
Hendur Evu stirðnuðu á boll-
unum á tebakkanum. Jæja. Svo
að þær Pearl voru fastar í sama
netinu. Hún sneri sér að henni,
ofurhægt og svipbrigðalaust. —
„Viltu segja mér til hvers þú ert
komin hingað?“ sagði hún.
„Eva, — eg —“ En hún komst
ekki lengra. Ný gráthviða greip
hana, og Eva sneri sér aftur að
katlinum á eldstónni. Vatnið sauð
og hún hellti upp á teketilinn og
lagaði bollana aftur á bakkanum,
en hún hlustaði eftir hverju orði
frú Pearl. „Eg sparaði fyrir hann
og safnaði þessu fyrir hann. Það
er allt og sumt. Til hvers hefð-
um við svo sem átt að nota þessa
peninga. Við höfðum ekkert með
lá að gera. Þeir hefðu farið í
einhvern óþarfa, engum til
gagns.“
Er það svona ennþá, hugsaði
Eva. Eg man vel dagana þegar
liún gekk um með aurana í vasa-
klútnum og eg minnist þess ekki
að eg sæí liana eyða grænum eyri
í þá daga.
Eg veit fyrir víst, .að eg hef
ekkert rangt aðhafst, Eva, en eg
þoli þetta ekki lengur. Hann er
hættur að tala við mig og hann
horfir á mig eins og eg væri —
ó, Eva, þú veizt ekki hvað eg hef
mátt þola. .. . “ Grátur batt enda
hnútinn á setninguna.
Þegar Pearl fékk málið aftur,
var röddin miklu styrkari.
„Mér 'datt í .hug, að eg gæti
sannað hönum, að eg hefði aldréi
meiht "á'nnáð en gött rrieð þessu.
Lem hefur alltaf verið hrifinn af
þessu húsi. Eg get vel skilið það.
Þetta hús mundi henta okkur svo
að ekki ýrði á betra kosið. Stof-
urnar uppi og niðri eins og okkur
hefur alltaf dreymt um. Og læk-
urinn gæti orðið gagnlegur. Og
garðurinn með læknum er dá
samlegur. Það mætti gera þenn-
an stað ákaflega skemmtilegan,
Eva.“
Tepotturinn, sem Eva hélt á,
datt á bakkann. Bollarnir ultu
um koll,' teið flóði um bakkann
og borðið og rann niður á gólfið.
Eva stóð hreyfingarlaus. Pearl
virtist ekki taka eftir neinu.
Brotni tepotturinn stöðvaði
orðaflauminn naumast andartak
„Eg skal ekki prútta, Eva, ekki
fárast um verðið. Eg skal láta þig
fá alla peningana. Alla, nema það
sem til þarf til að koma upp
tækjunum hér. Þú átt vatnsrétt-
indi í læknum, er það ekki? Þau
yrðu ekki undanskilin?11
Eva sneri sér að henni og horfði
þögul — nærri því í leiðslu, —
áfjáð, nærri því gráðugt, andlitið
og augnatillitið. Hendurnar voru
krepptar um svörtu töskuna, sem
geymdi blúnduverkið, sem Pearl
sleppti aldrei úr hendi. Pearl
greip niður í töskuna og sótti
þangað þykkan seðlabunka.
(Framhald).
í....'B'Æ'N'OTJET
Það er nauðsynlegt að endurnýja pantanir á eftir-
töldum vélum og áhöldum fyrir 7. febrúar næstk., þar
sem aðeins verða keyptar vélar samkvæmt endurnýjuð-
um pöntunum.
Mjaltavélar
Mugavélar
Mykjuclreifarar
Mykj uhleðsluvélár
Plógar, allar gerðir
Raðhreinsarar
Rakstrarvélar, allar gerðir
Raf magnsgirðingar
Rófnasáðvélar
Snúningsvélar
Saxblásarar
Sogdœlur fyrir safnþrœr
Handsláttuvélar
Þvagdreifarar.
Áburðardreifarar
Ávinnsluherfi
Brýnsluvélar
Dráttarválar, allar gerðir
Dekk og felgur á W 4
Herfi
Dieselrafst öðvar
Dieselvélar
H eyhleðsluvélar
Heyvagnar
Kartöfluflokkunarvélar
Kartöfluuþþtökuvélar
Kúakliþþur
Kaupfélag Eyfirðinga
Véla- og varalilutadeild.
Flautur
Hinar heimsfrægu Boscli-flautur
nýkomnar.
Véla- og varahlutadeild KEA.
Sakk
arin
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild
og útibú.
Skantaskór
Kven-skólilífar
með 14 hæl.
Skódeild KEA.
Nýjar sítrónur
ítölsk epíi
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
Renniiásar
15, 171/4, 30, 35, 40,
50, 55 og 60 cm.
Vefnaðarvörudeild.
45,
3500 bifreiðaeigendur
hafa tryggt bifreiðar sínar hjá Samvinnutryggingum og njóta hinna
*góðu kjara, sem félagið býður.
212 319 kr. arðnr
Samvinnutryggingar úthluta arði sínum til félagsmanna, og hlutu
þeir, sem tryggja bifreiðir sínar hjá félaginu, 212,319 krónur, á tveim
árum, en það samsvarar 5% afslætti af endurnýjunariðgjöldum.
320 000 kr. afsláttur
«
Samvinnutryggingar tóku upp þann sið, að gefa þeim bifreiðaeig-
endum, sem ekki valda skaðabótaskyldu tjóni á ákveðnu tímabili, ríf-
legan afslátt af iðgjöldum bifreiðanna.
Þannig voru greiddar í afslátt 320,000 krónur á tveim árum, og
eru það ekki lítil hlunnindi fyrir örugga ökumenn.
Bifreiðastjórar! Setjið ykkur það takmark á hinu nýbyrjaða ári að
draga stórlega úr árekstrunr og slysurn og tryggið ykkur þannig veru-
legan afslátt af1 tryggingagjöldum hifreiðanna.
Samvinmitryggingar
Skrifstofur i Sambandshúsinu. — Umboðsmenn um allt land.
Umboðsmenn á Akureyri: Vátryggingadeild KEA.