Dagur - 27.02.1952, Side 2

Dagur - 27.02.1952, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 27. febrúar 1952 AÐ NORÐAN Náttkjólar Undirföt Undirkjólar Buxur (gallað) selt í næstu viku, 3.-8. marz. T ækif æriskaup. Á annarra fjöðrum. Forráðamenn Sjómannafélags- ins hér á Akureyri höfðu þá und- arlegu tilhögun á atkvæða- greiðslunni um aðild að verkfalli því á togaraflotanum, sem nú er hafið, að láta fólk í öðrum lands- hluta ákveða, hvort atvinnu- reksturinn hér skyldi stöðvaður eða ekki. Samþykktin um verk- fallsheimild var gerð með því skilyrði, að ekki skærust fleiri félög úr leik í verkfallinu, en þegar var vitað um, er atkvæða- greiðslan fór fram. Með skilyrði þessu var það lagt í vald togara- sjómanna suður í Keflavík, hvort hafið yrði hér verkfall eða ekki. Þegar á hólminn kom þar, greiddu einir 10 menn af áhöfn „Keflvíkings“ atkvæði um mál- ið. Af þeim voru 6 meðmæltir því, að stöðva það skip og togara Ak- ureyringa, en 4 voru á móti. Ef einum hinna sex hefði snúizt hugur á síðustu stundu, hefði verkfallsaðildin verið felld með 5 : 5 atkvæðum. Sjómannafélagið hér siglir því raunverulega inn í verkfall þetta á annarra fjöðrum. Einhver ókunnugur Keflvíkingur hefur þar „ráðið fyrir báða“. Má um þessa tilhögun segja, að lítil gerzt nú með guma. Minnihlutinn ræður. Tölurnar um þátttökuna í at- kvæðagreiðslunni um verkfall í Keflavík sýna að þar hefur minni hluti skipshafnar ráðið. Tölur um þátttöku skipshafnanna hér í at- kvæðagreiðslunni hafa ekki verið birtar, en haft er fyrir satt, að einir 33 menn hafi tekið þátt í henni af 4 togurum. Leikmönn- um virðist undarlegt, að minni- hlutinn geti þannig ráðið örlögum þýðingarmikils atvinnureksturs, og ekki hefur áhugi sjómanna fyrir málinu verið sérlega mikill fyrst meirihluti þeirra lætur enga skoðun í ljósi. Enda mun það mála sannast að togarasjómenn hér hafi yfirleitt haft lítinn áhuga fyrir því að láta skerast í odda við útgerðarfyrirtækin og stofna til verkfalls. í togaraverkfallinu pm árið stóðu sjómennirnir hér ut- an við stöðvunina. Skipin stund- uðu þá karfaveiðar til mikilla hagsbóta fyrir bæjarfélagið og sjómennina • sjálfa. Sú reynsla mun þeim ekki gleymd. Hitt er vitað, að mikill áróður fyrir þátt- töku í verkfallinu var rekinn hér í þetta sinn. Fordæmi Sunnlend- inga var talið eftirbreytnisverð- ara fyrir okkar fólk 'en fordæmi Austfirðinga og Vestmannaey- inga, sem halda áfram að sigla á miðin, á hverju sem gengur í samningamálunum í landi. Eins og ástatt er nú í atvinnumálum bæjanna virðist ýmsum að Norð- firðingar og þeir, sem þeim fylgja, hafi valið betri kostinn. En kann- ske getur hinn slungni formaður Sjómannafélagsins skýrt það fyr- ir bæjarmönnum, að sú tilhögun er hann hefur lagt kapp á og fengið fram, sé happadrýgst fyrir alla. Hann hefur fyrr snúið snældu sinni haglega eins og Ijós- ast sést á því, að hann, sem sjálf- ur er útgerðarmaður og auk þess stjórnarmeðlimur í togaraútgerð- inni hér, getur samt verið for- maður sjómannasamtakanna og staðið fyrir verkfalli á þeim skip- um, sem hann ætti, stöðu sinnar vegna að vera á varðbergi fyrir. Þessi skýrsla er samt ókomin frá honum, og kannske sannar þessi undarlega tilhögun ekkert annað annað en það, þegar öllu er á botninn hvolft, að það er margt skrítið í kýrhöfðinu. Hljótt um saltfiskverkun. Hér hefur að undanfömu mikið verið rætt um hraðfrystihúss- byggingu og hraðfrystihússrekst- ur á grundvelli togaraútgerðar. Ljóst er, að slíkur rekstur er miklum vandkvæðum bundinn fyrir okkur, hér inni í miðju landi. Mönnum er, sem e. t. v. er skiljanlegt, tamara að líta til at- vinnuaukningar þeirrar, sem verða mundi við rekstur slíkrar stofnunar, en fjárhagsgrundvöll hennar sjálfrar, þegar þeir virða þetta allt. fyrir sér á pappírnum. En í umræðum þeim, sem um þessi mál hafa orðið hér, hefur verið hljótt um þá mikliTat- vinnuaukningu, sem saltfisk- verkun getur haft í för með. sér. Utgerðarfélag Akureyringa hefur lagt stórfé í byggingu fiskverkun.- arstöðvar á Gleráreyrum. Nú er það víst, að hver togarafarmur saltfisks, sem í land kemur til verkunar, gefur stórfé í vinnu- laun. í sambandi við umræðurnar um atvinnuaukningu vegna hrað- frystihússreksturs, virðist þessi staðreynd hafa horfið óþarflega mikið í skuggann. Fróðlegt væri að sjá skýrslur um það, hve marga saltfiskfarma þyrfti að leggja hér upp á ári, til þess að gefa vinnulaun á borð við 100 daga rekstur hraðfrystihúss. Landhclgismálin. Óhætt mun að fullyrða, að menn bíði þess með óþreyju, að frétta um aðgerðir ríkisstjórnar- innar í landhelgismálunum. Er nú svo að heyra á sunnanblöðun- um, að skammt sé að bíða stórra tíðinda af þessum vígstöðvum þjóðarbúsins. Nú líður að vori og að þeim tíma, er togararnir taka að færa sig norður fyrir land til veiða. Þótt okkar skip liggi þá e. t. v. bundin við bryggjur, er víst, að brezkir togarar verða á sveimi hér úti fyrir, því að ekkert verk- fall háir þeim. Og í dag búa þeir við þá furðulegu aðstöðu að mega veiða fisk heilli mílu nær landi undan norðurströndinni en ís- lenzk skip. Auðséð er á brezkum blöðum, að Bretar hyggjast ekki þegjandi sleppa ívilnun þeirri, sem ríkisstjórnin lagði þeim í hendur á sl. hausti, er búinn var til tvenns konar réttur hér á mið- unum, annar fyrir Breta og hinn fyrir íslendinga og aðra útlend- inga en Breta. Þessi afstaða brezku blaðanna virðist styðja þá skoðun, sem fram kom hér í blað- inu á sl. ári, að rangt hafi verið að veita þeir nokkur forréttindi. Þeir eru þegar farnir að tala um þau í STUTTU MÁLI ÚTFLUTNIN GS VERÐMÆTI Færeyinga 1951 varð d. kr. 75,2 millj. Þurrkaður saltfisk- ur var stærsti liðurinn, 30 millj., óvcrkaður saltfiskur 26,8 millj., ísfiskur 7,7 millj. Saltsíld seldu Færeyingar fyr- ir 1,3 millj., þorskalýsi 3,7 millj., hvallýsi 4 millj. og land- búnaðarvörur 1 millj. Útflutn- ingurinn varð nær því hinn sami að verðmæti og 1950. -K EFNAHAGSVANDAMÁL mikil steðja að Færeyingum. Sjóvinnubankinn hefur ratað í mikla fjárþröng, fyrirtæki, sem skula bankanum stórfé, hafa reynzt miklu lakar stödd fjárhagslega en ætlað var. — Sendinefnd eyjarskeggja er í Kaupmannahöfn að ræða við dönsku stjórnina um f jármálin og gera menn sér vonir um talsvert erlent fjármagn til viðreisnar. Um þetta segir þó m. a. svo í blaðinu „14. Sept- ember“, sem er lítt hrifið af meiri dönskum afskiptum af málefnum Færeyinga: — „Olukku tíð. Gullkálvurinn, sum foroysku miljóningarnir skulu dansa inn íKeypmanna- havn, hevur fingeð múla- og kleyvsjúkuna!“ M DÖNSK BLÖÐ skýra frá því, í sambandi við 50 ára leikara- afmæli Poul Reumerts á dög- unum, að Þjóðleikhúsið ís- lenzka hafi boðið leikflokki frá Kgl. leikhúsinu í Khöfn til gestaleiks á íslandi í vor, í maí. Á Reumert sjálfur að vera fyrir liðinu. Talað er mn að leika „Det lykkelige Skib- brud“ og á Reumert að leika Rosiflengius. — Þjóðleikhúsið okkar ætlar að rcynast vel lið- tækt í þeirri siðvenju opin- berra stofnana á Islandi, að láta vitneskju um fyrirætlanir sínar berast fslendmgum með erlendum blöðum. Frá aðalfundi Barna- verndarfélagsins Aðalfundur Barnaverndarfélags Akureyrar var haldinn í Skjald- borg miðvikudaginn 20. þ. m. — Fjáröflunardagur félagsins er fyrsti vetrardagin- og takmark félagsins er að koma upp vist- heimili fyrir börn í bænum og vinna að almennri fræðslu um uppeldismál. Stjórnin gaf skýrslu um störfin á árinu og reikningar voru samþykktir. Félagið er að- eins tveggja ára gamalt og á nú í sjóði kr. 34871,90. Félagsmenn eru 163. Stjórn félagsins var end- urkjörin, en hana skipa: Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnús- son, Elísabet Eiríksdóttir, séra Pétur Sigurgeirsson og Jón J. Þorsteinsson. Á fundinum flutti Egill Þór- láksson, kennari, erindi um upp- eldismál og einnig var sýnd kvik- mynd af hollum uppeldisháttum. sem sjálfsagðan rétt sér til handa og láta liggja að hótunum, ef lög, sem þegar eru samþykkt, verða látin koma til framkvæmda gagn- vart brezkum fiskiskipum, sbr. ummæli verklýðsblaðsins „Re- cord“, er rakin voru í síðasta tbl. í landhelgismálinu hafa íslend- ingar rétt mál að verja og tilslak- anir verða til þess eins að veikja málstaðinn og stofna til erfið- leika að óþörfu. R a k k r e m, útlent. R a k s á p a, ísl. og útl. R a k v é 1 a r Rakblöð, Gillette o. fl. Rakspritt, Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvorudeild og útibú. Sveskjur Kr. 11.35. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild Skrúfstykki Jám- og glervörudeild. Örfá orð til safnaðarins Kæri safnaðarvinur! í kvöld (miðvikudagskvöld) hefjast enn einu sinni föstuguðs- þjónustur í kirkjukapellunni. Nú fer sá tími í hönd, að kristið fólk minnist þess, að Meistarinn gekk götu þjáninganna. Það er kallað á oss til þess að fylgja honum á þessari göngu, þó aldrei væri nema til þess að þakka fyrir ,hvað hann lagði á sig vor vegna. En á síðastliðnum vetri voru svo fáir, sem fundu hvöt hjá sér til þess að hlýða þessu kalli, að komið hefur til mála, að leggja þessa guðsþjónustu niður. Má við svo búið standa? Er Akureyrar- söfnuður svo heillum hoi-finn, að hann vilji ekki taka þátt í sínum eigin föstuguðsþjónustum? Eða hvernig á að skilja þetta afskipta- leysi? Eg vona, að þú, kæri safnaðar- vinur, berir gæfu til þess að láta þig ekki vanta í hópinn, eða sért óhlýðinn við trúna, þegar hún væntir þess af þér að þú komir. „Gátuð þið ekki vakað með mér eina stund?“ var einu sinni spurt. Þannig hlýtur Meistarinn að spyrja enn í dag. — Þeir, sem koma, eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér Passíusálmana. Pétur Sigurgeirsson. Búrvogir Jám- og glervörudeild. Teskeiðar Jám- og glervörudeild. Ilmyötn 3 tegundir. 55 kr., 90 kr. og 115 kr. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin Prentvilíur í síðasta tölublaði Prentvillupúkinn var venju fremur athafnasamur í síðasta tbl., og eru þar nokkrar prent- villur, til leiðinda. Helztar eru: Á 1. síðu, greinin um landhelgis- málin: Málgagn eins stærsta og áhrifamesta málgagns Breta o. s. frv., átti að vera, eins og raunar má ráða af framhaldinu: Málgagn eins stærsta og áhrifamesta verkalýðssambands Breta, Tran- sport and General Workers’ Union o. s. frv. í viðtalinu við Þorstein M. Jónsson skólastjóra er línubrengl, í niðurlagi grein- arinnar, bls. 11 1. dálkur, neðsta línan á að færast í 2. dálk, þann- ig: „. . . . að hann hefur dæmi úr sögu og bókmenntum jafnan á hraðbergi, teflir fram persónum og atburðum liðinna tíma og tengir fortíð við nútíð ærið oft með snilldarlegum hætti. Slíka þekking öðlast menn ekki með námsbókalestri einum. Þar verð- ur að koma til skóli lífsins og líka sá skóli, sem Þorsteinn sjálfur telur sér hafa orðið drýgstan á ævinni: náin sambúð við hinn mikla bókmentaai-f þjóðarinnar. Og það er til þess að stuðla að því að sem flestir af verðandi leiðtog- um æskunnar í landinu lesi að gagni í þeim skóla o. s. frv.“ Aðrar villur eru saklausari og má auðveldlega lesa í málið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.