Dagur - 27.02.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 27.02.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. febrúar 1952 D A G U R 5 Bjartsýni Þingeyinga var mikif Spjallað við Steingrím Jónsson, fyrrv. sýslumann nm stofnnn Samb. ísl. sam= vinnnfélaga að Yztafelli fyrir 50 árum Húsavík, aðsetur K. Þ., vagga íslenzks samvinnustarfs. 70 ár liðin síðan fulltrúar fimm þingeyskra sveita stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga „Eg lýsi því yfir, að Sambands- kaupfélag Þingeyinga er stofnað.“ Þessi orð mælti Steingrímur Jónsson, þáverandi sýslumaður Þingeyir.ga, á fulltrúafundi þing- eysku kaupfélaganna, á Yztafelli liinn 20. febrúar 1902. Sú stofnun, sem nú heitir Sam- band íslenzkra samvinnufélaga var formlega stofnað. Fulltrúar frá Kaupfélagi Þingeyinga, Kaup félagi Norður-Þingeyinga og kaupfélagi Svalbarðseyrar höfðu undirritað sambandslögin og gengið formlega frá öðrum atriðum í sambandi við hið nýja fyrirtæki. Á fundinum voru mættir þessir fulltrúar: Frá Kaupfélagi Þingeyinga, Pétur Jónsson á Gautlöndum, Stein- grímur Jónsson sýslurpaður, og var hann fundarstjóri, og Sigurð- ur Jónsson í Yztafelli, en frá Kaupfélagi Norður-Þingeyingá, Árni Kristjánsson í Lóni og frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, Frið- björn Bjarnason á Grýtubakka og Helgi Laxdal í Tungu. Auk þess- ara kjörnu fulltrúa nokkrir gest- ir, meðal þeirra Benedikt Jónsson á Auðnum, Jón Jónsson frá Gautlöndum og nokkrir aðrir. — Allir þessir menn eru horfnir yfir landamærin miklu nema einn Steingrímur Jónsson fyrrverandi sýslumaður, nú hniginn að aldri, en samt hress í tali og framgöngu. Eg kom að máli við hann nú á dögunum og spurði hvort hann vildi ekki segja mér einhverja endurminningu frá þessum sögu- lega Yztaíellsfundi, sem svo djúp og mikil spor hefur markað í sögu allrar þjóðarinnar. — Fundurinn sjálfur og það, sem um hann er skráð, í fundar- bókina, er' kunnur samvinnu- mönnum, sagði Steingrímur, og tilheyrir sögunni. En auðvitað gerist margt á slíkri stundu, sem aldrei er skráð í fundargerðabók. Gæti hann rifjað eitthvað upp af því? Hvernig komu fulltrúarn- ir á fundinn, hvernig var veður þennan dag, hvernig var „stemningin“ hjá fundarmönn- um? Hinn virðulegi öldungur renn- ir huganum 50 ár aftur í tímann, til'aðstæðna, sem eru gjörólíkar því, sem við eigum að -venjast í dag. — Jú, auðvitað gæti eg rifj- að eitthvað af því upp, eg man þessa daga mjög glöggt, en eg hef ekki hugsað um þetta nú í seinni tíð og er því óviðbúinn. Ferða- lagið? Við ferðuðumst á hesta- sleða, frá Húsavík að Yztafelli. Það var góð ferð. Fönn yfir öllu, kalt, en sól var á lofti. Eg hygg að fulltrúarnir vestan Vaðlaheiðar hafi komið á skíðum til fundarins. Slík ferðalög voru erfiðari en nú gerizt, en í góðu ve$ri ánægjuleg. Það var gott að koma að'Yzta- felli. Þar var mikið menningar- heimili og gestrisni. Húsakynni voru þar góð eftir því sem þá gerðist í sveitum. Að fundi lokn- um slóust Kinnungar í för með okkur til Húsavíkur, í kaupstað- arferð. — Andrúmsloft á fundinum? — Það var ágætt. Þessir menn voru flestir gagnkunnugir, höfðu unnið saman lengi áður að sam- vinnumálum, sem voru þeirra hjartans mál, vissu hvað þeir vildu. Stofnun Sambandsins átti sér ekki langan undirbúning, sem kunnugt er. Þegar maður lítur til baka til þessara ára, undrast maður bjartsýni okkar Þingey- inga á þessum fundi, já, og oft bæði fyrr og síðar. En okkur varð að trú okkur, það var það merki- lega. Það lá í loftinu á Yztafells- fundinum, að félögin í Samband- inu mundu, er tímar liðu, verða fleiri en þrjú. Við vissum að Ey- firðingar mundu koma, og Aust- firðingar. Þetta kom líka á dag- inn síðar meir. Pétur hafði áður skrifað um að kaupfélögin ættu að ganga í eitt sambandsfélag og rökstutt hverja þýðingu það mundi hafa fyrir þau. Þótt sjáan- legt væri að aðstaða sambands þessara þriggja kaupfélaga mundi verða ei'fið um næstu framtíð, vegna legu þeirra og annarra að- stæðna, held eg að allir hafi verið mjög vongóðir um árangurinn af þessu skrefi. Nutum við þar kannske ekki sízt Benedikts á Auðnum, þótt hann væri ekki kjörinn fulltrúi á fundinum. — Hann var þar engu að síður með lífi og sál. Benedikt var hugsjóna maður. Engum lílcur er eg hef kynnzt. Oll mál, er hann kom ná- lægt, urðu lifandi af honum. Hann hafði lesið kynstrin öll um félagsmál og þjóðfélagsmál og hann smitaði alla, sem unnu með honum af áhuga sínum. Benedikt var á „öðru plani“ en við flestir hinir. Hannjniklaði ekki fyrir sér erfiðleikana, sá alls staðar leiðir til framfara. Við hinir litum kannske raunsærra á málin. Pét- ur og Sigurður voru athugulir menn og höfðu ágæta þekkingu á málefnum kaupfélaganna og aðstöðu allri. Aðrir fulltrúar líka. En hinn lifandi áhugi Benedikts og krafturinn frá honum, hafði áhrif á alla. Hann hafði því áhrif í þá átt, að auka bjartsýnina og trú manna á möguleikunum. Enginn kenndi mér meira á því sviði en hann. — Og næstu árin? — Þróunin var hæg framan af. Kaupfélögin þrjú höfðu ekki bol- magn til stórra átaka. En jarð- vegurinn-yar undirbúinn til þess að fleiri félög gerðust þátttakend- - en þeim varð ur. Kaupfélag Eyjafjarðar, sem þá var kallað, var fyrsti nýi liðs- maðurinn 1905, og 1907 Kaupfé- lag Eyfirðinga, frá því bættist samvinnumönnum sá kraftur, sem langt skilaði áfram, Hall- grímur Kristinsson, er um hug- sjónaeld og áhuga líktist um margt Benedikt á Auðnum. — Næstu árin þar á eftir fjölgaði svo félögunum, enda var unnið að því að tengja þau saman í eina heild innan sambandsins. Þá sögu þarf ekki að rekja, hún er öllum samvinnumönnum kunn, og hver árangur hefur orðið til þessa dags. — Og nú, þegar litið er til baka, til Yztafellsfundarins, og sögunn- ar síðar? — Enginn gat séð það fyrir 1902, hvernig mundi verða um- horfs 1952, eða rennt grun í allar þær stórfelldu framfarir, sem orðið hafa í landinu, ekki sízt á vegum samvinnumanna. Sú saga er glæsileg. Bjartsýni Þingeyinga var mikil, en samt á rökum reist. Þeir trúðu á hugsjónina og þeim hefur orðið að trú sinni. Dagm' þakkar hinum aldna brautryðjanda skemmtilegt við- tal og árnar honum allra heilla á þessum merkilegu tímamótum, sem nafn hans verður jafnan tengt við. Það er fágætt að ein mannsævi skuli endast til þess að sjá svo stórfellda breytingu sem þá, er orðið hefur frá Yztafells- fundinum 1902 til stórfram- kvæmda Sambands íslenzkra samvinnufélaga á síðustu tímum, og hafa verið þátttakandi í þessu starfi mikinn hluta tímabilsins. Steingrímur Jónsson var fundar- stjóri á Yztafellsfundinum, sem fyrr segir, og á aukafundi sam- bandsins á Ljósavatni um haust- ið sama ár og næstu árin á Breiða mýri, Yztafelli og Ljósavatni. — Hann var framkvæmdastjóri Sambandskaupfélagsins árin 1905 —1909 og með í ráðum um flest þau málefni, er ráða þurfti fram úr fyrir kaupfélögin á þessum árum. Hann var og virkur þátt- takandi á stai'fi Kaupfélags Þingeyinga og varaformaður þess um áratugi. Samstarfsmenn hans voru flestir þeir landskunnu brautryðjendur samvinnumála, sem dýpst spor hafa markað í þjóðarsögunni. Mikil vandræði að fá fisk í matinn á Akur- eyri Hörmungarástand hefur ríkt á fiskmarkaði bæjarmanna nú upp á síðkastið og hefur reynzt óger- legt að fá góðan nýjan fisk í mat- inn. Hefur þetta valdið heimilum í bænum hinum mestu erfiðleik- um. Ástæðan er, segja fisksalar blaðinu, að auk þess sem ógæftir hafa hamlað sjósókn frá ver- stöðvum hér við fjörðinn, má heita að fisklaust sé í Eyjafirði og á grunnmiðum. Síðastl. miðvikudag voru 70 ár liðin síðan 15 þingeyskir bændur úr 5 lireppum sýslunnar komu saman til fundar að Þverá í Lax- árdal og stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga og bar með skipulega samvinnuuhreyfingu í landinu. ’ Til bessa félags og stofnenda þess rekja öll kaupfélög á íslandi sögu sína eins og samvinnufélög um héim allan rekja þraeði til Rochdale í Lancashire. — Stofn- endur þessa félags vorú frum- herjar samvinnustarfs á fslandi, þeir voru „vefarar" okkar byggða og þeir ruddu veg, þar sem eng- inn vegur var áður, þrátt fyrir mikla örðugleika, eins og fyrir- rennarar þeirra á Bretlandi. Öll íslenzka þjóðin hefúr lengi notið ávaxtanna af iðju þeirra, fram- sýni og hugsjónabaráttu. I . .. a- Íl-i ■ ;t ,.*• fn* . ■ - ■ |- ' . , ; ■ “ - Stutt tímabil — mikill árangur. 70 ár el’u aðeins skammur tími í ævi stofnana, en árangurinn af starfi Kaupfélags Þingeyinga er stórkostlegur. Ekki aðeins heima í héraði, þar sem héraðsbúar hafa með samvinnu og samhjálp gert stórvirki til framfara og aukn- ingar menningar á öllum sviðum, heldur um gjörvallt landið. Frá Þingeyingum barst samvinnu- hugsjónin um byggðir landsins. Fyrir áhuga þeirra og eldmóð eignaðist hún ágæta baráttumenn víða um landið. Það var fi’amtak þeirra, að stofna Sambandið, og síðan hafa kaupfélögin hringinn í kringum land sótt fram hönd í hönd, inhan sambands síns, til stórfelldra hagsbóta fyrir alþýðu manna og þjóðarbúskapinn allan. Sú saga er of mikil og merkileg til þess að verða rakin í stuttri blaðagrein. Merkisberar. Kaupfélag Þingeyinga hefur alla tíð átt á að skipa mjög glæsi- legu foringjaliði. Fyrstu stjórn þess skipuðu Jón Sigurðsson á Gautlöndum, Benedikt Krist- jánsson prestur í Múla og Bene- dikt Jónsson á Auðnum. En að- alhvatamaðurinn að stofnun þess, og fyrsti framkværrjdastjóri, var Jakob Hálfdánarson bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit. Á herðum hans og Benedikts Jóns- sonar á Auðnum hvíldi mestur þungi í uppbyggingu félagsins á fyrstu árum þess. En margir fleiri lögðu þar hönd að, t. d. Pét- ur á Gautlöndum, Jón í Múla, Sigurður í Yztafelli, Steingrímur frá Gautlöndum og ýmsir aðrir. Þessir menn allir voru merkis- berar íslenzkra samvinnumála. — Starf þeirra verður seint full- þakkað. Merkar franikvæmdir. Eigi er rúm til að rekja fram- kvæmdasögu K. Þ. Það hafði ekki aðeins forustu í félagslegum efnum, heldur og í verklegum framkvæmdum um langt skeið. Á 70 ára starfsskeiði þess hafa skipzt á skin og skúrir, en félagið hefur komið heilt út úr hverri eldraun. Það hefur löngum verið stærsta og athafnamesta fyrir- tæki Þingeyinga og er ekki of- mælt, að kaupstaðurinn í Húsa- vík, sem risið hefur upp með ný- tízkubrag á síðustu árum, sé að vejulegu leyti byggður í kring- um framkvæmdir félagsins og þá aðstöðu, sem starf þess hefur skapað. Fyrirtæki félagsins eru öll traustlega byggð, en e. t. v. er þó mest um það vert, að hvergi á landinu muniélagslífið sjálft vera öflugra og meira lifandi en í K. Þ. Hefur svo verið frá fyrstu tíð. Þótt ytri aðstaða hafi á ýmsan hátt breytzt með árunum, er kjarninn enn hinn sami. Á þess- um tímamótum í sögu félagsins og samvinnusamtakanna .í land- inu, senda samvinnumenn for- ustumönnum K. Þ. og félags- mönnum öllum beztu árnaðar- óskir um framtíð félagsins og héraðsins alls. Búnaðarþing sett á mánudag Búnaðarþing var sett á mánu- daginn, af formanni Búnaðarfél. íslands, Þorsteini bónda Sigurðs- syni á Vatnsleysu. — Fulltrúar hlýddu á ávörp forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra. — Til- kynnt var að Búnaðarfélagið hefði gefið Landgræðslusjóði minningargjöf um forseta íslands. Fulltrúar voru allir mættir nema 2. Fuljtrúar Eyfirðinga eru Ólaf- ur Jónsson ráðunautur og Ketill Guðjónsson á Finnastöðum, sem er varamaður Hólmgeirs Þor- steinssonar á Hrafnagili, sem ekki gat sótt þingið vegna sjúk- leika.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.