Dagur


Dagur - 27.02.1952, Qupperneq 8

Dagur - 27.02.1952, Qupperneq 8
8 Miðvikudaginn 27. febrúar 1952 Oviðunandi samgöngur (Framhald af 1. síðu). Aukinn stuðningur. í ræðu sinni lagði Guðm. Karl Pétursson áherzlu á, að enda þótt nú væri farin þessi leið, að leita til hvers manns um að láta eitt- hvað af hendi rakna, væri það ekki vegna þess að forráðamönn- um málsins þætti almenningur hafa sýnt tómlæti tilþessa—þvert á móti — heldur eingöngu af þeirri ástæðu, hver nauðsyn er að ljúka byggingunni og taka spí- talann í nótkun, en því marki yrði ekki náð nema með auknum átökum alls almennings. Læknirinn skýrði frá því, að samskotafé, frá upphafi, næmi nú alls um 750 þús. krónum og hafa margar góðar gjafir borizt þessar síðustu vikur eins og áður er greint frá hér í blaðinu. Sæust hvarvetna merki um áhuga fólks fyrir að ljúka smíðinni á þessu ári. Handbært fé er nú lítið nema samskotaféð frá síðustu vikum, um 100 þús. kr., og óeydd gjöf Kr. Kristjánssonar forstj., frá því fyr- ir nokkrum árum, er staðið hefur á vöxtum, kr. 50 þús. Búið er að verja til hússins alls 7 millj. og 247 þús. kr. Ríkisstyrkur og bæj- arframlag á þessu ári verður samtals 1 millj. kr., von um nokk- urt lánsfé til viðbótar, en áætlað að spítalann skorti samtals um 2,5 millj. kr. til þess að unnt verði að ljúka byggingunni að öllu leyti og búa hana tækjum. Þótt þau lán fáist, sem von er um, og opinber framlög, skortir samt verulegt fjármagn, og það er til þess að leysa þann hnút, sem nú er leitað beint til hvers manns um stuðn- ing. Byggingin skoðuð. Að lokum bauð bygginganefnd spítalans blaðamönnum að skoða hversu langt væri komið innrétt- ingum spítalans. Vinna 16 menn um þessar mundir við bygging- una undir stjórn byggingameist- aranna Odds Kristjánssonar og Bjarna Rósantssonar. Langt er komið að ganga frá efstu hæðinni, en hinar hæðirnar eru skemmra á veg komnar. Unnið er að upp- setningu ýmissa tækja, svo sem röntgentækja, eldhústækja o. fl. Þótt margt sé enn ógert og mikið starf fyrir höndum, bæði við hús- ið sjálft og útvegun búnaðar, má Jeppafæri yfir Vaðlaheiði í fyrradag vai- unnið að opnun Vaðlaheiðarvegar fyrir jeppa og reyndist það auðvelt verk og komu Þingeyingar hér á jeppum í gær. Aðalfyrirstaðan er stóri skaflinn í heiðarbrúninni Eyja- fjarðarmegin, en greiðíært er annars staðar. Auðvelt hefði ver- ið að gera akfært þessa leið fyrir löngu. segja, að vel framkvæmanlegt sé að ljúka því öllu á þessu ári, ,ef unnið verður af kappi og fjár- skortur hamlar ekki. Vænta rhenn hér góðra undir- tekta bæjarmanna, sem fyrrum, svo og sýslufélaganna er næst liggja og leitað er til. Nýi spítal- inn þýðir aukið öryggi fyrir alla landsmenn og mest fyrir þá, sem auðveldast eiga með að sækja hingað. Þess vegna er nú bein- línis leitað eftir stuðningi utan- héraðsmanna, í fyrsta sinn, og þess vænst, að þeir leggi hönd á plóginn og vinni að því takmarki með Akureyringum og Eyfirð- ingum, að taka nýja spítalann í notkun uin næstkomandi áramót. Bærinn vill ekki verja fé til loftvarna Ríkisstjórnin hefur tilkynnt bæjarstjóm að hún sé fús að leggja fram allt að 50 þús. kr. til byrjunarframkvæmda í loft- varnamálum hér í bæ, gegn jafn- háu framlagi frá bænum. Bæjar- ráð hefur lagt til að engu fé verði varið úr bæjarsjóði til þessara mála. Skógræktarfélagið fær land hjá bænum Bæjarstjóm hefur samþykkt að Skógræktaríélag Akureyrar fái land, er félagið hefur sótt um, vestan þjóðvegarins hjá Brunná, suður að Hamralandi, upp að Langaklett, enda falli það land til bæjarins aftur, sem ekki verð- ur tekið til skógræktar innan 10 ára. Vinnuskóli Akureyrar mun væntanlega hefja starf um miðjan maí og verður tilhögun hans með svipuðum hætti og á síðastliðnu sumri. Björgvin Jörgensson, kennari, veitir skólanum forstöðu og starí- semin mun að mestu fara fram á landi skólans við Miðhúsaklapp- ir. Skólinn getur tekið við 25— 30 börnuum á aldrinum 12 og 13 ára (aldurinn miðast við áramót). Skólinn staríar í 3 til 4 mánuði, en börnin fá viku sumarfrí í sam- ráði við kennarann. Vinnutilhögun verður í aðal- atriðum þannig: 1. Kartöflur verða settar niður í 2 ha. lands, en rófur og gulræt- ur í 1.5 ha., og vinna börnin sam- eiginlega að þessu. Uppskeru úr þessuin görðum fær vinnuskól- inn og gengur andvirði hennar upp í kostnað við skólahaldið. 2. Hálfum ha. lands verður skipt milli barnanna, þannig, að hver nemandi fær ákveðinn reit er hann ræktar í eftir vild, og sér um að öllu leyti undir umsjá kennarans. Skólinn leggur nem- Dregið á laugardagimi í happdrættinu Á laugardaginn kemur verð- ur dregið í hinu glæsilega happdrætti Tímans. Eru því allra síðustu forvöð að ná í miða í dag og næstu tvo daga. Enn fást miðar á afgreiðslu Dags, en annars er sölunni hvarvetna að ljúka. Frestið því ekki til morguns, að kaupa miða. Það er brýnt fyrir þeim, sem hafa fengið miða til sölu, að gera tafarlaust skil til næsta umboðsmanns. Kennaraliði Húsmæðra- skólans sagt upp Skólanefnd Húsmæðraskóla Akureyrar hefur á fundi í þessum mánuði ákveðið að segja upp kennaraliði skólans frá 1. sept. næstk. að telja. Ritstjóri kommúnista- blaðs njósnari fyrir Rússa Enn er komið upp njósnamál í Svíþjóð og enn er það sænskur kommúnisti, sem hefur rekið njósnir um hervarnir Rússa. Ritstjóri kommúnistablaðsins „Norrskens flammarí* í Lulea, Fritjof Embom, var handtekinn nýlega og hefur nú verið ákærð- ur fyrir njósnirnar. Hefur hann m. a. gefið Rússum upplýsingar um undirbúning Svía til að flytja óbreytta borgara til óhultra staða ef innrás yrði gerð í Svíþjóð. — Þetta er talið mjög alvarlegt mál. andanum til verkfæri og áburð, en hann greiðir sjálfur útsæði og annan kostnað, ef einhver verð- ur, enda á hann sjálfur uppsker- una úr sínum reit. 3. Vinnuskólinn mun hafa sér- stakan reit, þar sem nemendum gefst kostur á að fylgjast með til- raunum, sem gerðar verða með áburð og útsæði. Onnur vinna en garðavinna, sem til kann að falla. Skólinn er jafnt fyrir stúlkur sem drengi. Vinnutími barnanna verður allt að 6 stundum á dag, og verður hver vinnustund, sem unnin er í þágu vinnuskólans, greidd með 3.00 kr. Skólinn tekui- aðeins við þeim börnum, er hugsa sér að taka þátt í störfum hans allt tímabilið. Þeir, sem hafa hug á að koma börnum sínum í vinnuskólann, geta snúið sér til Björgvins Jörg- enssonar, kennara, Lækjargötu 2, sími 1698, eða til Tryggva Þor- steinssonar, kennara, Munka- þverárstræti 5, sími 1281, fyrir 15. marz 1952. (Framhald af 1. síðu). Þrjú atriði. Sóknin til aukinna samskipta héraðanna þarf að vera þríþætt. í fyrsta lagi þarf auknar sam- göngur á sjó yfir veírarmánuðina. Það má ekki koma fyrir í fram- tíðinni, að eðlileg verzlunarsam- skipti í milli Þingeyinga og Ey- firðinga strandi á því, að ekki sé unnt að koma varningi í milli héraðanna nema í hæsta lagi einu .sinni í mánuði. Á þeim grundvelli geta þau viðskipti aldrei orðið eins mikil og góð og efni annars standa til. í þessu sambandi kem- ur tvennt til athugunar: Betra fyrirkomulag siglinga af hálfu Skipaútgerðar ríkisins og póst- bátsferðir austur á bóginn. í öðru lagi þarf að taka upp önnur vinnubrögð gagnvart sam- göngum á landi. Á þessum vetri hefði verið hægt að koma bif- reiðum yfir Vaðlaheiði langtím- um saman án stórkostlegs kostn- aðar eða erfiðleika. Og fyrir aust- an Fnjóskárbrú hefur lengst af verið greitt akfæri til Húsavíkur, um Kinnarbraut. En engin til- raun hefur verið gerð til þess að opna Vaðlaheiðarv. og er þetta af skiptaleysi óviðunandi og stingur alveg í stúf við viðhorf vega- málastjórnar til samgangna yfir Oxnadalsheiði og samgangna í milli héraðanna sunnanlands. — Þetta mál þurfa héruðin að sækja á vettvangi vega- og samgöngu- málastjórnarinnar og krefjast annarra vinnubragða af hálfu umboðsmanna vegamálastjórnar- innar hér nyrðrr en tíðkast hafa nú um skeið. í þriðja lagi þarf svo að athuga, hvað unnt er að gera til þess að tryggja landleið austur á bóginn er núverandi þjóðvegur um Vaðlaheiði teppist vegna snjóa. Má þar benda á veginn um Dalsmynni og Fnjóska dal, sem alveg hefur verið van- ræktur, rannsókn á vegarstæði yfir Víkurskarð, og loks það atr- Menntaskóla- nemendur sýna „Spanskflugunau Hinar árlegu leiksýningar nem- enda Menntaskólans á Akureyri munu að forfallalausu hefjast í þessari viku eða næstkomandi föstudágskvöld. Leikfélag M. A. sýnir að þessu sinni hinn spreng- hlægilega skopleik Spanskflugan eftir Arnold & Bach, og hefur það sýnt hann áður fyrir 9 árum síðan við mikla aðsókn þá og ánægju leikhúsgesta. Eins og vant er, eru nemend- urnir sem leika uppteknir mjög við nám sitt og verður því reynt að hraða leiksýningum eftir mætti. Er því vissara fyrir leik- húsgesti, sem sjá ætla leikinn, að fara sem fyrst. Leikfélag M. A. hyggst að hafa barnasýningar, eina eða fleiri, á sunnudagseftir- miðdögum við vægu verði. Leik- stjóri er Jón Norðfjörð leikari. iði, sem nærtækast er, rannsókn á vetrarvegarstæði yfir vestan- verða Vaðlahciðarbrún, sem ekki liggur í gegnum mestu snióakistu heiðarinnar eins og núverandi vegarstæði. Kunnugir telja, að oftar mundi akfært um heiðina en nú er, ef vegurinn á heiðarbrún- ina lægi norðan við gilið en ekki sunnan þess eins og nú er. Segja mikinn mun á snjóþyngslum á þessum tveimur stöðum. Aukin samskipti lyftistöng fyrir bæði héruðin. Hér í blaðinu hefur áður verið rætt um hverja þýðingu það hef- ur fyrir verzlun og iðnað bæjar- manna, að hinum stóra markaði hér fyrir austan skuli vera lokað fyrir þeim, þegar á haustdögum og haldið lokuðum fram á vor eða sumar. Þegar þrengir fyrir dyr- um með atvinnu, verður þetta augljósara en áður. Iðnaðarmenn bæjarins sjá þetta gerla. Hið sama gildir um verzlunina. Þingeying- ar hafa löngum sótt talsvert af verzlun sinni hingað þegar sam- göngur hafa verið í lagi. Frá sjón- arhóli Þingeyinga er því svipaða sögu að segja. Þingeyskir bænd- ur hafa löngum átt markað fyrir ýmsar framleiðsluvörur hér á Akureyri og þeir þurfa að sækja margvísldg erindi hingað. Að öllu samanlögðu er það sízt ofmælt, að hinar gersamlega óviðunandi samgöngur í milli héraðanna séu til tjóns fyrir íbúa þeirra beggja og aðkallandi úr- lausnarefni að koma þeim málum í sómasamlegt lag og til meira samræmis við samgöngur í milli annarra staða á landinu. Er vakið máls á þessu hér í þeirri von, að fulltrúar beggja héraðanna taki þessi málefni til sérstakrar athugunar og leiti sameiginlega leiða til úrbóta. Nemendur frú Ingi- bjargar Steindóttur sýna gamanleik Síðastl. fimmtudag hafði full- trúaráð verkalýðsfélaganna hér frumsýningu í leikhúsi bæjarins á sjónleiknum Landabrugg og ást, sem er þýzkur gamanleikur en staðfærður hingað. Frú Ingibjörg Steinsdóttir er leikstjóri og fer jafnframt með eitt hlutverkið, en aðrir leikend- ur munu flestir vera úr leikskóla þeim, sem frúin hefur haldið hér í vetur. Er þama fólk, sem ekki hefur áður stigið á fjalirnar hér að neinu ráði a. m. k. Eigi verður efni leiks þessa rakið hér, enda er þetta innihaldslítill skopleik- ur, sem gegnir því hlutverki einu að vekja hlátur og tókst það all- vel á sýningu þessari, því að leik- endur skila hlutverkum sínum mjög sómasamlega og sumir all- vel. Hlutverkin leika: Áki Eiríks- son, Bjarni Finnbogason, Hreinn Jónasson, Guðmundur I. Magnús son, Jón Ingimarsson, Rósberg Snædal, Lilja Hallgrímsdóttir, Sæunn Geirsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, og svo leikstjór- inn, frú Ingibjörg Steinsdóttir. — Sýningum leiksins hefur verið vel tekið og virðast menn skemmta sér vel. Viimiiskóli AL hefur starf í maí í vor Tekur við 25-30 börnum í vor

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.