Dagur - 19.03.1952, Page 2

Dagur - 19.03.1952, Page 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 19. marz 1952 Stjórnmáiðyfirlýsing aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins (Framhald af 1. síðu). íbúðarbygginga í kaupstöðum og kauptúnum. Aðalfundurinn telur á hinn bóginn rétt að benda á, að þótt verulega hafi áunnist í þá átt, er að framan gréinir, er ástandið í lándsmálum á ýmsan hátt ískyggi legt, einkum vegna óhagstæðra verðbreyíinga, er liaft liafa í för með sér hækkun framleiðslu- kostnaðar umfram verðhækkun á íslenzkum afurðum. Varð því eigi hjá því komist að gera sérstakar ráðstafanir og var gripið tii báta- gjaldeyrisfríðindanna. Þessi rás viðburðanna hefur veikt trúna á fjárhagskerfið og gert þeim létt- ara fyrir, er að því vinna, ráðn- um huga, að viðhalda fjárhags- legri upplausn í landinu. —o— Eins og nú standa sakir, telur aðalfundurinn mikið undir því komið, að þjóðinni skiljist, að það, scm á hefur unnist í rétta átt, samkvæmt framansögðu, er í hættu, nema fullrar varúðar sé. gætt. Ber þá einkum að hafa í huga það, er nú verður talið: 1. Höfuðnauðsyn ber til að koma í veg fyrir atvinnuleýsi með því að auka framíéiðsíu og halda uppi verklegum framkvæmd- um, sem orðið geti undirstaða cnn aukinnar framleiðslu. 2. Eitt meginskjlyrði þess, að hægt sé að koma í veg fyrir eða vir.na bug á atvinnuleysi er, að jafnvægi sé í þjóðarbúskapnum. Það eykur traust á fjárhags- kerfinu, hvetur til sparnaðar og þar með fjármagnsmyndun- ar innanlands og greiðir fyrir útvégún fjármagns erléndis. 3. Jafnvægi í þjóðarbúskapnum, síöðugt verðiag og peninga- gengi helzt ekki til lengdar, þótt rík.isbúskapur sé hallalaus, nema stefnan í kaupgjalds- og launamálum sé einnig við bað miðuð. Fyrir því er það hin mesta nauðsyn, að samtök þau, er einkum marka stefnuna í kaupgjaldsmálum geri sér far um að samræma þá stefnu þeim ráðstöfunum ríkisvalds- ins, sem gerðar eru til að koma í veg fyrir verðbólgu, atvinnu- leysi og gengishrun, og stuðli þannig að því í samvinnu við ríkisvaldið, að hægt sé að auka atvinnú og franileiðslu og sporna við viðskiptahömlum. Fari svo, vegna óvarlegra að- gerða, að þjóðarbúskapnum verði á ný komið úr jafnvægi með þeim afleiðingum. sem lýst er hér að framan, bitnar tjónið af því með miklum þunga á öllum almenn- ingi. Miðstjórnin telur rétt, að komið verði upp sérstakri framkvæmda lánastoínun ,enda verði tryggi- lega búið um stjórn hennar. Verði henni fengið hað hlutverk að safna saman innanlands fé, sem unnt cr að festa til langs tíma, og verði til hennar lagt fé Mótvirð- issjóðs með því skilyrði, að helm- ingi þess verði -varið til lána í þágu landbúnaðarirts og hinum helmingnum til eflingar fram- leiðslu og framkvæmda fyrir kaupstaði ög kauptún. Verði það hlutverk þessarar stofnúnar að veita lán til fjárfestingar ýmist beint til einstakra stórfrám- kvæmda eða til sjóða þeirra, er slík útlán annast að lögum. Stofn- unin geri sér grein fyrir áætlun- um um framkvæmdir í landinu, og verði úílánastarísemin miðuð vií mat hennar eða annarra, er það hafa með höndum aö lögum, á nauðsyn framkvæmdanna. Miðstjórnin ákvéður ennfrem- ur: 1. Að flokkurinn beiti sér fyrir frekari öflun lánsfjár til stofn- lánadeildar Bxinaðarbankans, m. a. til þess að unnt verði að auka lánveitingar til þeirra, er stofna heimili í sveit. Enn- fremur öflun lánsfjár til raf- orkuframkvæmda. 2. Að flokkurinn beiti sér fyrir því, að þeirri skiþain verði kom- ið á vinnslu sjávarafurða, að útveginum sé tryggt sannvirði fyrir sjávarafurðirnar, hliðstætt þeirri skipan, sem kornið hefur \'cfið á vinnslu og söluméðferð landbrmaðarafurða. Að útflutningi á saltfiski verði hagað þannig, að Sainband ísl. samvinnufélaga geti haft með liöndum sölu á sáltfiski - fyrir þáýsém það vilja, hliðstætt því, sem nú er um sölu freðfisks. -Að séð verðlfyríf fé til stofn- lána út á fiskiskip og fiskiðju- ver. 3. Að flokkurinn beiti sér fvrir þvT, að fram fari gagngerð at- hugun á aðstöðu iðnaðarins, m. a. vinnuaðferðum og verzlunar lana —~og tollakjörum þeim, sem þessi atvinnuvegur býr við, með það fyrir augum að veita heilbrigðum iðnrekstri nauðsyhlegan stuðning, Miðstjórnin teíur, að til þess bcri brýna náúðsýn að hagnýta sem bezt náttúruauðæfi landsins og þá sérsíaklega orkulindir þess, íjl fjölbreytni og efiingar atvinnu lífinu, með það fyrir augum að atvmna sé næg og þjóðinni þar með tryggð æskileg lífskjör. Tel- ur miðstjórnin, að efía bcri sér- stakíega framleiðslu þá, sem fyr- ir er, jafuframt því, sem nýjum atvinnurekstri er komið á fót. Til þessara viðfangsefna þarf stórnm meira fjórmagn en unnt verður að afla innanlands fyrst um sinn, þótt framjeiðsluaukning verði og aukinn sparnaður. Þess vegna er miðstjórnin f.vlgjandi Jántökum erlendis með því skil- yrði að Jseim sé varið til arðsamra framkvæmdá. Éhnfremur er mið- stjórnin því fylgjandi, að athug- aðir séu möguleikar á samvinnu viðerlenda aðila um stofnun stór- iðjufyrirtækja á sérleyfisgrund- velli, eða á annan hátt .eftir því sem hagkvænit revnist, enda sé örugglega um slíka samninga hú- ið og þá m. a. höíð til hliðsjónar reynzla annarra þjóöa um þetta éfni. Miðstjórnin íeggur áherzlu á, að fyriríækí verffi staðsett þar sem þjóðinni er hagfelldast. eink- u'm méð tilliti íil hæfilcgrar dreií- ingar byggðarinnar. ::j c» • ■ Miðstjórnin telur, að gera -vérði nýjai' • r'áðstafanir, til þess að draga úr Jitvinnuleysi því, sem nú á sér stað á vetrum. í því sam- bandi hendir miðsíjórnin ó eftir- faratidi: •’ i ■ <' i Að ríki og sveitarfélög kapp- kösti áð framkvæniá' að' vetrinum allaþá vinnu, sem ,þá verour unn- in með jafngóður árangri óg. á öðrurn tímum árs. Að ineð tilhögiih lám’eitingú og f jákfestingat-leýfa'Vérði íéitast við að beina framkvæmdum éinstakl- í sama farveg. Að allt sé gert, sem unnt er og rétfmætt, til þess að fiskafli' sé lagður á land til verkunar. Að ríkisvaldið annist vinnu- miðlun milii héraða — ef þörf gerist. : ' Að samtök verkafólks og at- vinriurekenda cfni til ráðsiefnu um þefta vandamál nú á næst- Uftrii ög taki þar-til aíhuguúar þær ráðstafanir, sem þessum samtökum virðast tiltækilegastar til úrbóta. —o— Miðstjórnin telur nauðsvnjegt, að greitt sé fyrir því svo sem unnt er, að f jölskyldur í kauptúnum og kaupstöðum geti koniið sér upp hæfilega stórum og sem ódýrust- úm íbúðum til eigin áfnota. Jafn- íramt skorar miðstjórnin á Al- þingi að samþykkja frumvarp það um húsaleigu, er undirbúið var og samið á sl. ári að tilhlutan félagsmálaráðherra. Sigurjón Rögnvaldsson barnakennari. Síðastl. laugardag var hann til grafar borinn hér á Akuréyri, rúmlegá 87 ára gamall. Sigurjón var fæddur á Steindyrum í Svarfaðardal 21. okt. 1864, og ólst upp þar í sveit við venjulég sveitarstörf til fuilorðinsaldurs. Var hann af dugmiklu bæridafólki kominn, og sjálfUr hamhleypa til vinnu, bæði á sjó og landi, með- an honum entist heilsá og kraft- ar. Á þrítugsaldri fór Sigurjón til Skagafjarðar og var þar um skeið, og þar kvæntist hann 1893 eftirlifandi konu sinni, Önnu Sig- mundsdóttur, frá BjarnastöSum í Unadal, ágætri konu, og um það leyti tók hann að fást við barna- kennslu á vetrum, en stundaði sjó vor og haust og heyskaparvinnu á sumrin. Hélt harin þessu alla tíð meðán hann dvaldi í Skagá- firði, en þaðan flutti hann til Dalvíkur, og hélt þar enn áfram sömu iðju, stundaði sjó og land- vinnu að sumrinu, en sagði til börnum að vetrinum á ýmsum heimilum. Til Akureyrar fluttist Sigurjón Rögnvaldsson 1914, og gerðist þá ráðsmaður við búskap hjá Axel Schiöth bakarameistara, og við það starf var hann í 19 ár. Tók hann þá aftur upp fyrri háttu, að segja til börnum að vetrinum og hélt þeirri venju meðan hann mátti. En smátt og smátt þverr- uðu kraftarnir, og hinn síðasta áratug má heita að hann hafi verið frá verkum, enda aldurinn orðinn hár og heilsan biluð. Og hin síðustu ár voru þau hjónin á heimili yngstu dóttúr sinnar, Hrefnu, og manns hennar, Þor- steins Þorleifssonar, véismiðfe, og þar andaðist Sigurjón 7. þ. m. Sigurjón Rögnvaldsson var einn þeirra gæfumanna, sem njóta lífsins og blessa það, ef þeir- heilir heilsu fá að starfa og þjóna. Fúsleikinn til þjónustu var hon- um í blóð borinn. Hann var mik- 111 starfsmaður, ágætlega röskur til verka. En hann var umfram allt hinn trúi og dvggi þjónn, sem hvergi vildi vamm sitt vita. Þótt hann væri laginn við að kenna börnum, og fræddi þau vel, bar þó hitt af, hve annt honum var um þau. Honum hafði verið trú- að fyrir beim, og því trausti mátti ekki bregðast. Og í þessu efni má hann og getur vel verið fyrir- mynd allra kennara. Glaðlyndi hans, góðvild og h'jartahlýja eru og miklir kostir hvers kennara. Og löngun hans til að fræðast, hlusta, taka eftir, var auðsæ alls staðar og ávallt. Allt, sem hann kunni og vissi, hafði hann numið af sjálfum sér. Hann sást oftast á samkomum, þar sem fróðleiks var að vænta, og meðan hann mátti, var hann jáfnan fyrsti maður, sem í kirkjú kom. Þar kunni hann ákaflega vel við sig, og kvaðst jafnan hlakka til beirra stundá. Þeim hjónum, Önnu og Srgur- jóni, varð 5 barna. auðið. Elzta í STUTTU MÁLI RÚSSAR herða nú eftirlit með því heima fyrir, að memi mæti á réttum tíma til vinnu og verður tekið mjög hart á yfirsjónum í þessu efni. Ung- liðablaðið „Komsomolskaya“ segir í grein 20. febrúar, að fyrir „brot á settum agareglum verður að refsa Jiunglega. Slík er skylda allra ungliðafélaga og sérhvers ungíiða.“ * MEÐAN flugvélarnar hér höfðu skipíi við talstöðvar á bylgju, sem aðgengileg er á venjulegum útvarpstækjum, var mikið hlustað á þær víða um land og fylgst með ferðuA þeirra. Menn heyrðu það, að það er sérstakt tungumál, sem flugmenn nota, og orðatiltæki, sem hvergi þekkjast annars staðar. Alþjóðaflúgmálastofn- unin hefur nú gefið út alþjóð- Iegt stafróf til afnota fyrir flugvélar í skiptum við tal- stöðvar við alla alþjóða flug- velli, í hvaða landi sem er. •— Bókstafirnir verða sagðir þannig: A-alpha, B-bravo, D- delta, E-echo, F-foxtrot, G- golf, H-hotel, I-India, J-Juli- et, K-kiIo, L-Lima, N-necíar, O-Oscar, P-papa, Q-Quebec, R-Romeo, S-Sierra, T-Tango, U-Uriion, V-Victor, W-whi- sky, X-extra, Y-Yankee, Z- Zulu. -k Það er talað um bað í Dan- mörku rui að hækka útvarps- afnotagjaldið úr 15 kr. í 20 kr. og þykja tíðindi þar í landi. Útvarpsstjómin rökstyður í ýfarlegri greinargerð naúðsyn þessarar hækknnar og skýrir fjárhag útvarpsins. Aðal- ástæða hækunarinnar er, að vegna Jiess að útvarpið tók upp tvöfalda dagskrá á s. 1. ári hefur útvarpstímum fjölgað uni 1000 og launagreiðslur hækkað. En það er ekki ætlun in að koma aftan að hlust- endum með hækkun þessa. Með því að komið er fram á árið þykir ekki fært að hún taki gildi fyrr en um n. k. ára- mót. Þessi kurtéiSi við hlUst- endur er rétt eins og á fslandi eða hitt þó heldur! Hér er ákveðið að stórhækka afnota- gjaldið en engiii tilkyrining birt um bað og því síður gréin- argerð. Rukkunin, þegar þar að kemur, og hótanir um að skrúfa fyrir, er hið eina, sem útvarpsnötendur hér heyra frá útvarpsstjórniimi hra þessi efni. Nýlega hélt rússneska her- náinsliðið í Austurríki her- sefingar og fór ckriðdrekahér þess þó úrii alcurlönd bænda og gerði stórtjón Rússar neit- úðu að bæta tjónið. Sögðu skriðdreka sína hafa verið á „friðaræfingu“ aðeins. Friður- inn verður kömmúninstum sífellt haganlegra verkfæri. barnið, Árni, prýðilegur efnis- maðúr, dó á þrítugsaldri. Dóttur misstu þau líka, Sigrúnu, 28 ára. En þrjár dætur eru á lífi: Anna, gift Gunnari Hafdal bónda á Hlöðum, Margrét, gift Bjarna Kjartanssyni í Reykjavík, og sú yngsta er Hrefna, sem áður er nefnd. Farðu vel, þú trúi og góði þjónn. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Sn. S. Yfirlýsing Vegna yfirlýsingar frá Leikfé- lagi Akureyrar í síðasta töiublaði ,,Dags“ um það, að rangt hafi ver- ið hermt hjá mér í húsauglýsingu um síðustu sýningar Leikfélags M. A., leyfi eg mér að taka eftir- farandi fram: Gert hafði verið ráð fyrir, að L. M. A. sýndi skopleik sinn „Spanskflugan" um tvær til þrjár helgar, og þegab sýnt þótti eftir aðra helgina, að sýningum yrði vel tekið, var leitað til skólastjóra barnaskólans uiri að færa barna- sýningarnar aftur um eina helgi, og tók hann því mjög ljúfmann- lega og samþykkti það. En þegar bæði eg og skólameistari Mennta- skólans höfðurri fengið afdráttar- laust svar frá leikstjóra Leik- félags Akureyrar um það, að væntanleg frumsýning félagsins gæti ekki dregizt um eina viku, þá átti L. M. A. ekki lengur kost á húsinu og varð að hætta sýn- ingum. Það er því rétt, sem eg sagði í húsauglýsingunum, að L. M. A. ætti ekki lerigUr kost á leikhús- inu, vegna væntanlegra leiksýn- inga Leikfélags Akureyrar. Akureyri, 12. marz 1952. Jón NorðfjönJ. Að hr. Jón Norðfjörð fari með rétt mál í ofánritaðri yfirlýsingu, að því er varðar Barnaskólann og Menntaskólann, vottum við und- irritaðir. Þórarinn Björnsson. Hannes J. Magnússon. ATHUGASEMD. Ritstjóri „Dags“ hefur góðfús- lega leyft mér. að sjá ofanritaða yfirlýsingu áður en blaðið fór í pressuna og vil eg í bví sambandi taka fram eftirfarandi- Þegar leikfélagið gaf það eftir, áð Menntaskólinn og Barnaskól- inn fengju leikhúsið til afnota fyrir sínar sýningar, var það ákveðið þegar í upphafi, að þess- um sýningum yrði lokið eigi síðar en 16. marz. Vegna þessara sýn- inga skólanna, dregst frumsýning leikfélagsins um hálfan mánuð og er það að vissu leyti nógu slæmt, með því að þegar svona er langt komið frarii á vorið, er hver vikán dýrmæt, því að það er alltaf erf- iðara að halda uppi leiksýningum hér í bæ, þegar komið er langt fram á vor. í annan stað þarf leik- félagið, af sérstökum ástæðum, að Ijúka sínum sýningum fyrir viss- an txma. Leikfélagið hefur enga löngun til að bregða fæti fyrir sýningar skólanna, eins og mér virðist að hr. J. N. vilji láta skína í milli lín- anna í yfírlýsingu sinni, þvert á móti liefur það nú sem endranær hliðrað til fyrir skólunum. Er svo útrætt um þetta mál frá minni hálfu. Vegna leikfélagsins. Guðmundur Gunnarsson. FYRIR tveimur árum tók hópur danskra fiskimanna sig upp og hélt til Uruguay í Suð- ur-Ameríku. Áttu þeir að stunda þaðan fiskveiðar og kenna UruguavmÖnnum ný- tízkulegar fiskveiðiaðferðir. — Það var danskt útgerðarfyrir- tæki, sem réði þá til starfsins, og tryggði for þeirra, í sam-- ráði við stjórnarvöldin í Uruguay. Voru menn bjart- sýnir um árangur af þessari nýjung. En í þessum mánuði komu fiskimennirnir aftur Iieim íil Danmerkur. Tilraúnin hafði mistekist. Danirnir fisk- uðu vel, en útgerðin bar sig samt ekki. Uruguaymenn fá kúíterana þeirra, en Danirnir eru sem sagt horfriir b.eim aftur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.