Dagur - 19.03.1952, Síða 7
DAGUR
7
Mið'vikudaginn 19. marz 1952
Vetrarleið um Yaðlalieiði
Eftir Jón Kr. Kristjánsson á Víðivöllum
Hin síðustu ár hefur verið lagt
ae meira og meira kapp á það, að
halda þjóðveginum milli Eeykja-
víkur og Akureyrar opnumríyrir
hílaumferð allan veturinn, eftir
því sem mögulegt hefur reynzt.
Þrátt fyrir bættar- samgöngur á
sjó og í lofti, hefur brýn nauðsyn
þótt til að einnig landleiðin væri
fær sem oftast.
Flutningaþörf yfir Vaðlaheiði.
Um lágsveitir Þingeyjarsýslu
austan Vaðlaheiðar, úr Ljósa-
vatnsskarði til Húsavíkur, er nú
víðast góður vegur, svo að ekki
vantar nema herzlumuninn til
þess að sú leið verði jafnfær öðr-
um lágsveitavegum norðanlands
á vetrum. Og þegar vegurinn um
Tjörnes verður fullgerður, opnast
vetrarleiðin einnig allt til Kópa-
skers, og lengra austur smátt og
smátt. — Það er því fullkomlega
eðlilegt, að rætt sé um það með
æ meiri alvöru og þunga, hve
gjörsamlega óviðunandi ástand
ríkir varðandi vetrarferðir um
Vaðlaheiði. Á sama tíma og bílar
bruna hindrunarlaust um allt
Suðvesturland, norður til Akur-
eyrar, og um Suður-Þingeyjar-
sýslu austan Vaðlaheiðar, líða
fleiri mánuðir svo að yfirVaðla-
heiði fæst naumast troðin slóð
fyrir jeppa, nema það kosti mikl-
ar og margþættar umræður, og
að þeir, sem augljóst er að þurfa
aðgerðarinnar við — kannske í
lífsnauðsyn — greiði kostnaðinn
að meira eða minna leyti. — Að
sjálfsögðu kemur þetta harðast
niður á Fnjóskdælingum. Þeir,
einir allra, er hafa aðalþjóðleið
Norðurlands þvert um sveit 'sína,
þurfa yfir slíkan fjallveg að sækja
að höfn og verzlunarstað. Til
Akureyrar þarf læknis að leita
og þangað þarf sjúklingum að
koma. Yfir heiðina þarf að flytja
alla þuhgavöru úr kaupstað, og
sömuleiðis smjör bænda hálft ár-
ið, þótt næstu sveitir, bæði að
austan og vestan komi mjólk
sinni á markað oftast nær.
Hagsmunir Akureyringa og
Þingeyinga.
En þó er ekki í þessu tilfelli um
hagsmuni eins sveitarfélags að
ræða. Leiðir Þingeyinga og Hús-
víkinga liggja mjög vestur yfir
Vaðlaheiði. Þeir, sem lengra ætla
eh til Akureyrar, þurfa fyrst
þangað, ef þeir t. d. vilja fá-flug-
ferð eða far með langferðabíl til
Reykjavíkur. Mikil og marghátt-
uð menningar- og verzlunarsam-
bönd hafa alltaf verið milli Þing-
eyinga og Akureyringa, og svo
mun lengi verða. Og það er mikið
tjón fyrir báða aðila, að sam-
gönguhindranir torveldi að þau
viðskipti geti farið eðlilega fram.
Ekki er heldur auðmetið hvílíkur
fjárhagslegur hnekkir samgöngu-
örðugleikar þessir eru fyrir Ak-
ureyrarbæ sérstaklega, þar sem
sífelldar mannaferðir og vöru-
flutningar þurfa að eiga sér stað
milli bæjarins og raforkustöðvar-
innar við Laxá.
Af framangreindum ástæðum
og fleirum verður nú þegar að
hefja sókn til úrbóta á því vand-
ræða- og ófremdarástandi, sem
nú ríkir í þessu máli. — Hið
fyrsta, sem gera þarf, er að fá því
framgengt að þessi leið njóti
sama réttar, hvað snertir eftirlit
og fjárframlög vegna snjómokst-
urs eða þjöppunar fyrir bíla, og
, aðrir aðalþjóðvegir njóta yfir
vetrarmánuðina. Það má ekki
eiga sér stað, eins og fyrir kom
eftir hlákuna góðu seint í febrúar
síðastliðnum, að þótt aðrar aðal-
leiðir væru færar og Vaðlaheiði
hafði margar undanfarnar vikur
vei-ið lokuð bílum, þá var ekkert
gert af hálfu hins opinbera til
þess að gera fært yfir hana, þrátt
fyrir tilmæli ýmissa manna aust-
an heiðar, fyrr en gengið hafði
verið inn á að láta gera leiðina
færa frá Skógum upp á heiðar-
brún, eða ábyrgjast fjárframlag
til verksins að öðrum kosti. Þetta
var gert og vegurinn hélzt fær
um vikutíma til hagsbóta fyrir
marga, en ekki fyrir þá, er kostn-
aðinn greiddu, fremur en aðra.
Misréttur, og áníðsla sem þessi,
er skömm og á ekki að eiga sér
stað. Enginn trúir því að óreyndu,
að slíku hafi nokkurs staðar á
öðrum stað verið beitt á aðal-
þjóðleiðinni frá Reykjavík til
Húsavíkur. Hvers vegna þá að
beita því við það héraðið, sem
verst er sett með tilliti til læknis-
vitjana og flutninga á þungavöru,
auk almennra mannflutninga?
Vegna þess að alltaf geta komið
tímabil, þegar ekki er unnt að
halda opinni leið fyrir venjulega
bíla milli Húsavíkur og Akureyr-
ar, er nauðsynlegt að til séu snjó-
bílar, sem annast geti póst- og
mannflutninga þegar nauðsyn
krefur. Líkur eru til að hann geti
gegnt þessu hlutverki fyrir
stærra svæði, t. d. Norður-Þing-
eyjarsýslu líka.
Ný vegagerð.
Þótt takast megi að bæta mikið
úr samgönguörðugleikunum á
umræddri leið frá því sem nú er,
með snjómokstri og aðstoð
snjóbíls, þá verður ekki undan
því vikist, að hraða lagningu nýs
vetrarvegar, eða' stórfelldum
vegabótum, frá Ljósavatnsskarði
inn til Eyjafjarðar. Þær fram-
kvæmdir verða framar öllu öðru
að byggjast á nákvæmri rannsókn
á því hvar vegarstæði er bezt með
tilliti til snjóalaga. Það er full
átsæða til að víta, hve flausturs-
lega oft er unnið að undbúningi
nýrra vega. Venjulega koma
einhverjir verkfræðingar um há-
sumarið, oftast ókunnugir í þeim
byggðum, þar sem vegurinn á að
liggja, mæla og merkja og fara
síðan. Það ætti ekki að eiga sér
stað að nýir vegir séu lagðir, án
þess að nákvæmar snjómælingar
hafi áður verið framkvæmdar á
vegarstæðinu um fleiri ára skeið.
Verið er að endurbæta, og að
nokkru að leggja nýjan veg,
norður Fnjóskadal að austan og
niður Dalsmynni. Sá vegur er
nauðsynlegur fyrir þá, sem við
hann búa, og getur orðið til
nokkurra úrbóta _ fyrir fleiri, á
meðan ekki er annarra betri leiða
völ, t. d. á haustin, þegar krapa-
snjó hleður á Vaðlaheiði, en
rignir af í lágsveitum.
En þeir, sem til þekkja, skoða
þessi vegalagningu ekki sem var-
anlega lausn og hvergi nærri þá
beztu. Auk þess sem vegarstæðið
hefur alls ekki verið valið fyrst
og fremst fyrir vetrarveg, heldur
miðað við hitt, að notast við
gamla veginn sem mest, þá vita
allir, sem þekkja hvernig snjó
leggur í þrönga dali og gil á
Norðurlandi, að austurhlíð
Fnjóskadals og norðurhlíð Dals-
mynnis geta ekki verið örugg
leið á vetrum. Vegurinn þarf því
að liggja sem fyrst vestur yfir
Fnjóská, og þar sem hún fellur
ekki í gili eins og neðan við
Skóga. Þegar vestur yfir ána er
komið, er um þrjár leiðir til Eyja-
fjarðar að velja:
a) Niður Fnjóskadal að vestan
og um Dalsmynni sunnan ár. Það
er til muna snjóléttari leið en
austan og norðan árinnar — sú
snjóléttasta, sem völ er á, -— en
litlu styttri, og vegarstæðið ekki
alls staðar gott.
b) Um Víkurskarð. Sú leið er
til muna styttri, og rnundi reyn-
ast ótrúlega lítið lengri en
Vaðlaheiðarvegur nú. Skarðið er
lágt, og telja kunnugir, að í suð-
urhlíð þess megi fá mjög örugga
vetrarleið. Vestanvert við há-
skarðið er vegarstæðið örðugra,
en oftast er þar snjólétt.
c) Að endurbæta Vaðlaheiðar-
veginn, sem nú er, til mikilla
muna. Leggja hann á öðrum stað
vestan í heiðarbrúninni og hækka
hann á vissum stöðum.
Nauðsyn ber til að hið bráðasta
fari fram nákvæm athugun á því,
hver þessi leið skuli valin og
komið verði á snjómælingum, þar
sem þurfa þykir.
Brú á Fnjóská.
Naumast verða gagngerðar um-
bætur gerðar, nema ný brú verði
byggð yfir Fnjóská, þótt ekki sé
þar með sagt að hún þurfi að
koma á undan eða jafnhliða
vegalagningunni sjálfri. Árgilið
hjá Skógum verður stundum
jafnsnemma illfært yfirferðar og
Vaðlaheiðarvegurinn. Sumir ætla,
að brúin þar, sem nú er orðin yfir
fjörutíu ái-a, fari ekki að þola
mjög mikinn þungaflutning, en
gæti hins vegar staðið lengi og
borið létta umferð. Því væri gott
að geta fullnægt því tvennu í
senn, að létta þungaflutningi af
þeirri brú á vetrarvegi yfir
Fnjóská, hver sem hinna þriggja
fyrrnefndu leiða vestur um heið-
ina yrði valin. Sterk rök hníga að
því, að þetta sé hægt. Tveimur og
hálfum kílómetra norðan við
Skóga, við svonefndan Ljóts-
staðalæk, fellur áin þröngt milli
.blágrýtisklappar að vestan og
malarnefs að austan. Með nokk-
urri vissu mun mega segja, að þar
sé hægt að gera stytzta brú sem
völ er á yfir ána í dalnum og
jafnframt örugga fyrir ísruðn-
ingi. Snjólétt og jafnlend vega-
stæði liggja að þessum stað, eftir
því sem um getur verið að ræða:
Að austan, af þjóðveginum vest-
an við Háls, norð-vestur af mel-
unum og yfir lárétta viðarmóa að
ánni. Að vestan: norður og upp
á veg sveitarinnar þeim megin;
og þaðan er gott að leggja veg.
hvort heldur sem er norður á
bóginn, eða suður og upp á þjóð-
veginn, að líkum rétt ofan við
hina snjósælu brekku, sem er
norðan við brúna á Nesánni aust-
an í heiðinni. Líklega mundi þetta
frávik af þjóðveginum, á kaflan-
um frá Hálsi yfir í heiðina, frem-
ur stytta leiðina en hitt. — Með
tilliti til samgangna innan
Fnjóskadals væri áskjósanlegra
að fá brú norðar yfir ána. En af-
staðan til langferðaleiðar og brú-
arstæðis hlýtur algerlega að ráða
úrslitum í þessu tilfelli. Því er
ekki líklegt að kvikað verði langt
frá þessum stað: ekki heldur þótt
þótt önnur hvor nyrðri leiðin
verði valin inn fyrir heiðina.
Greinarkorn þetta er skrifað
sem innlegg í þær umræður, sem
þegar eru hafnar um þetta nauð-
synjamál. Þær hljóta að verða æ
ákveðnari, unz til framkvæmda
kemur, og viðunandi lausn er
fengin.
Víðivöllum, 9. marz 1952.
Jón Kr. Kristjánsson.
Ung kýr,
mjög góð, til sölu.
Ai<>r. vísar á.
Samgönguerfiðleikar
Þetta er áagleg sjón á vegunum kringum höjuðsiaðinn um
þessar mundir, þegar samgöngur hafa teppzt að meira eðá
■minna leyti vegna óvenjulegs jannkyngis.
Mynd af Dalvíkurbíl í sunnlenzku tímariti í vor.
Brotizt þrisvar í viku í vetur
til Akureyrar með mjólk
úr Svarfaðardal
Mjólkurbilarnir hafa verið allt að tuttugu
ldukkustundum á leiðinni
Þrigvar í yjku kcinur lest
þriggja stórra, gulmálaðra herbíla
akandi niður Brekkúgötu, sem
leið liggur um miðbæinn og
Grófargil, til Mjólkursamlagsins.
Þctta erjj bílarnir úr Svarfaðar-
dal.
Þeir hafa í allan vetur brotizt
hingað með mjólkina og heim aft-
ur með alls konar vörur til Dal-
víkinga og Svarfdælinga. Áðeins
tvær ferðir hafa fallið niður í vet-
ur, var þá giipið til flutninga á
sjó. En að' öðru leytí hefur áætlun
þeirra staðizt. En þáð hefur kost-
að ótrúlega mikið erfiði og dugn-
að að halda þessum ferðum uppi,
brjótast í misjöfnum véðrum fram
um Skíðadal og Svarfaðadal og
síðan alla leið til Akureyrar.
Þrír vaskir Ðalvíkingar hafa
staðið í þessu erfiði nú í vetur og
um mörg undanfarin ár, Jóhann
Jónsson, Halldór Gunnlaugsson
og Sveinn Jónsson. — Dugnaður
þeirra og harðfengi hefur víða
spurzt. — Blaðið kom að máli við
einn þeirra félaga á dögunum og
spurði hvernig ferðirnar gengju
nú orðið. Hann lét vel af því.
Þetta er ekkert orðið, ekki nema
um 4 klst.! í leiðangurinn fram
um Skíðadal og Svarfaðardal, til
að sækja mjólkina, og annað eins
í aksturinn til Akureyrar. Stund-
um í vetur hefur ferðin um dal-
inn tekið 14 klst., en það er 2ja
tíma ferð á sumrin, og til Akur-
eyrar um 20 klst., en það er
klukkustundar ferð á sumardegi.
Algengt var 8—10 tímar.
Bílar á beltum.
í vetur fengúm við til reynslu
útbúnað á bílaná, sem gaf góða
raun og á sjálfsagt fyrir sér að
verða meira notaður. Það voru
belti sem sett voru yfir báðar
afturhásingarnar og yfir aftur-
hjólin. Belti þessi eru smíðuð á
bílaverkstæði útbús KEA á Dal-
vík, af Jónasi Hallgrímssyni, og
reyndust gefa miklu betri spyrnu
en hjólin gerðu, og auk þess flutu
bílarnir betur yfir fannir með
þessum hætti. Auðyelt er að setja
þennan útbúnað á bílana og taka
hann af aftur, svipað eríiði og
setja á keðjur. Með þessum hætti
hafa hinir þungu herbílar orðið
hálfgildings snjóbilar. Eins góðir
og nýju snjóbílarnir? Jóhann
Jónsson bílstjóri hristir höfuðið.
Nei, líklegast eru þeir framtíðin í
þessum vetrarflutningum. Hvorki
menn né vélar endast til þess
lengi, að leggja nótt við dag í
þessum flutningum.
Hcfur vegurinn ekki verið
ruddur í vetur?
Tvisvar hefur það verið reynt,
en entist skamma stund. Leiðin
liggur ekki í gegnum snjóinn
heldur ofan á honum. Greiðfær-
ara er þar sem búið er að þjappa,
en í geilum eftir ýtur. í Svarfað-
ardal eru harðsporar eftir bílana
orðnir mun hærri en umhverfið
og festir ekki snjó á þeim lengur.
Meira vit væri í því að leggja fé
til þess að hækka veginn eða færa
burt úr snjóakistum, en ausa því í
vafasaman mokstur. Þegar er
fengin reynsla af því. í hitteð-
fyrra var hækkaður vegarkafli á
Hámundarstaðahálsi. Þar var áð-
ur einn versti partur leiðarinnar.
Nú er þar engin fyrirstaða. Þann-
ig eru íleiri dæmi. Mjög víða
mætti forða fannfergi á veginum
með upphækkunum.
Flytjið þið fleira en mjólkina?
í ferð munu vera um 5000 ltr.
mjólkur og auk þess er alltaf ein-
hver annar flutningur. Og til Dal-
víkur mikið af vörum í hverri
ferð. Farþegar? Jú, það er til, að
menn leggjast í að ferðast með
okkur, þótt ekki sé hraðferð þeg-
(Framhald á síðu 11).