Dagur - 19.03.1952, Side 11

Dagur - 19.03.1952, Side 11
Miðvikudaginn 19. marz 1952 D A G U R 11 MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 6. síðu). hvernig dýnan, eða það sem legið er á, skyldi vera. Átti hún að vera mjúk eða hörð, eða kannske mitt á milli? Þetta mikla vandamál og margumdeilda hefur kannske naumast verið leyst endanlega með rannsóknum þessum, en all- flestir iækna og vísindamanna, sem að rannsóknunum stóðu, samþykktu að rúmið ætti að vera mjúkt. Á harðri dýnu, segja þeir, er líkaminn borinn uppi af til þess að gera fáum stöðum (snerti- stöðum) en á þessum stöðum herpast vefir líkamans saman, og getur það auðveldlega orðið til óþæginda, sem svo valda því, að maðurinn ‘sefur ekki eins rótt og ella. Því mýkri sem dýnan er, því jafnar kemur þungi mannsins (snertingin) niður, En á það er þó lögð mikil áherzla, að rúmið verði að vera jafnmjúkt og varað við „hengikojustílnum." 60 cm. á hæ?. Hæð rúmanna var líka rann- sökuð með það fyrir augum, að finna þægilegustu hæð til þess að búa um rúmin og gera hreint undir þeim. Gerðar voru alls 244 tilraunir með umbúnað' á rúmum af ýmsum hæðum. Af þessum rannsóknum og af umsögn þeirra er framkvæmdu umbúnaðinn varð byggð sú staðhæfing, að bezt sé að rúmin séu 60 cm. há. Svo há rúm er þó naumast að finna á markaðinum og sennilega fyrir þá sök, að flestir vilja geta setzt á rúmstokkinn, en Svíarnir slá því föstu, að rúmið megi ekki vera undir 45 cm. á hæð, ef hægt á að vera að búa um það án þess að það verði að verulegu leyti óþægilegt .Um hæð rúmfótanna er það að segja, að þeir eiga helzt að vera 25 cm. og ekki lægri en 20 cm. til þess að hægt sé að gera hreint án harmkvæli. Fimm hundruð hreingerningartilraunir leiddu þessa staðreynd í Ijós. Að lokum er á það minnt, að mað- urinn dvelur um þriðjung æv- innar í rúminu og hve mikilvægt það því hljóti að vera, að hann hvíli þar vel. Nú getum við reynt að mæla rúmin okkar og athuga, hve nálægt við komumst hinum sænsku kröfum. A. S. S. Damask Lakaléreft og stót Léreft, hvít Léreft, einlit Léreft, rósótt Léreft, köflótt Dúnhelt léreft Flónel, hvítt Flónel, einlitt Flónel, rósótt Flónel, röndótt. Vejnaoafvarudeild. • Fokdreifar (Framhald af 6. síðu). Og svo hélt sauðburðurinn áfram og nú eru þær allar bornar, 17 talsins, sú síðasta bar um mánaðamótin febrúar og marz. Lömbin eru 20, aðeins 3 tví- lembdar, sem betur fór. 011 lömbin eru frísk og þrífast vel og gefa ekki sitt eftir á garð- anum, þau sem farin eru að éta. Allar þessar rollur eru af Vest- fjarðakyni. En hvert vei-ður svo áframhaldið? Bera kannske 2/3 af ærhópnum næsta vetur á sama tíma og svo flestar eða kannske allar 1954? Hver veit. En gaman væri að vita, hvort fleiri hefou orðið fyrir því „happi“, að sauðburðurinn flytt- ist yfir á vetrai-mánuðina. Eg man ekki til að eg hafi séð þess getið opinberlegaA - Mjólkurflutningar (Framhald af 7. síðu). ar túrinn til Akureyrar tekur 12 klst. En þeir þekkja okkur á ströndinni og við þá. Við njótum fyrirgreiðslu margra, en sérstak- lega eigum við þökk að gjalda hjónunum í Fagraskógi. Þar er okkur ævinlega tekið tveim höndum, þar er beðið eftir okkur, ef við erum seint á ferð og veitt af frábærri gestrisni. Ferðirnar hefðu verið enn erfiðari, ef við hefðum ekki átt að heimilisfólkið þar. Snjórinn hér og þar. En það hefur víðar verið snjó- þungt en í Svarfaðardalnum. Ut- varpið hefur flutt okkur fréttir af snjóþyngslunum sunnanlands (43 cm. snjóaði einu sinni í Reykjavík að því fréttastofa út- varpsins hermdi). Eitt af tíma- rjtum höfuðstaðarins hefur auk heldur birt mynd af mjólkur- flutningabíl á kafi í skafli og þarf þá ekki lengur yitnanna við. Hafið þið séð þessa mynd? Jó- hann þrosir. Jú, við höfum séð hana, segir hann um leið og hann snarast út. Hann hefur þegar eytt of löngum tíma í að spjalla því að mörg verkefni bíða og í dag á að halda heim. En hann sagði ekki meira. En þeir sem skoða myndina þá arna, sjá, að hún er ekki frá „vegunum kring- um höfuðstaðinn“ eða öðrum stað þar syðra. Hún er af gulum her- bíl, A 219. Á hurðina er málað: UKE Dalvík. Hún er tekin í Skíðadal í fyrra. Þeir hafa rugl- ast í ríminu fyrir sunnan. Það er víðar snjór á íslandi en í Gríms- nesinu. Daflia-eldavél og stórt GÓLFTEPPI til sölu. — Upplýsingar (eftir liádegi) í sírna 1394. Stúlka óskar eftir formiðdagsvist. Upplýsingar í síma 1597 fyrir föstudag. K ý r til sölu. Afgr, yísar á. ÚR B Æ O G BYGGÐ S3 HULD, 59523196; JV/V; Frl.: I. O. O. F. = 1333218iy2 = Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 e .h. á sunnudaginn kemur. P. S. Messað á Möðruvöllum í Hörg- árdal sunnudaginn 23. marz kl. 2 e. h. Ársþing ÍBA heldur áfram í félagsheimilinu kl. 20.20 í kvöld. Látin er að Kristneshæli ekkj- an Ingigerður Zóphoníasdóttir frá Skáldalæk, 84 ára að aldri. Úðun með vetrarlyfinu Ovicide gegn blaðlús og birkiormi á trjám og runnurn, fer fram í vetur ef tíð leyfir og snjó leysir. Bæjar- búar, sem vilja láta eyða óþrif- um á gróðri sínum með þessu lyfi, ættu að hafa tal af mér sem fyrst. Finnur Árnason. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trjúlofun sína ungfrú Elísá- bet Guðmundsdóttir frá Husa- vík, og Vigfús Björnsson bóka- bandsmeistari, Akureyri. Karlakór Akureyrar endurtek- ur söngsekmmtun sína í Nýjá- Bíó næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Aðgöngumiðar seldir á laugardag hjá Pétri og Valdimar, Ráðhús- torgi og síðan við innganginn. Rangliermt var í síðasta tbl. nafn höfundar sjónleiksins Ævi- sagan, sem Leikfélag Akureyrar mun sýna bráðlega. Hann heitir Samuel Behrman ,en ekki Berg- man, eins og sagt var, er þekktur amerískur sjónleikjasmiður og leikhúsmaður. Ritstjóraskipti hafa enn orðið við „Verkamanninn". — Jakob Árnason hvarf af ritstjórnarhaus blaðsins með síðasta tbl., en nafn Ásgríms Albertss. gullsm. kom staðinn. Ásgrímur stýrði um tíma blaði kommúnista í Siglufirði. — Jakob Árnason er áfram í rit- nefnd blaðsins. Þakkarávarp. Nýlega bárust Lögmannshlíðarkirkju stórrausn arlegar peniugagjafir, sem nota á til raflýsingar í kirkjunni, frá Kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju kr. 1.300.00, kvenfél. „Gleym mér ei“ í Glæsibæjarhreppi kr. 700.00 og frá frú Helgu Pétursdóttur, Bérgi, Glerárþorpi, kr. 1.000.00, sem hún gefur sem minningar- gjöf um látinn eiginmann og fóst- urdóttur. — Fyrir hönd safnaðar- ins sendum við gefendunum okk ar innilegasta þakklæti fyrir gjaf- ir þessar og fórnfúst stárf þeirra fyrir kirkjuna. — Sóknarnefndin. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur aðalfund fimrntud. 20. marz kl. 4 e. h. í kirkjukapell- unni. Venjuleg aðalfundarstörf. Gamla kirkjan. Nýja sjúkrahúsið. Almennur æskulýðsfundur mun verða sunnudaginn 30. marz n. k. í Samkomuhúsinu. Nánar auglýst síðar. Strandarkirkja. Kr. 25 frá I. A. Mótt. á afgr. Dags. Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju er á sunnu- daginn kem- ur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni. — 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar mætið kl. 10. Æskulýðs- l/íÍktWí/íÍL félaS Akureyr- (rnmmr arkirkju. — Elzta deild, fundur í kap- ellunni á sunnu daginn ld. 8.30 e. h. Bláklukku- sveitin, Elsa Lára Svavarsdóttir. Látin er fyrir nokkru hér í bæ Valgerður Vigfúsdóttir kaupkona, gestgjafa Sigfússonar á Akureyri, er hér rak hótel frá 1898 til dauða dags. Frk. Valgerður rak hér lengi verzlun. Hún var borin til grafar frá Akureyrarkirkju í gær. Gjafir til sængarkaupa á Sjúkrahús Akureyrar. Asta Frið- riksd. 100 kr. — Ónefndur 500 kr. — Zontaklúbbur Akureyrar 900 kr. — Rakarastofa Sigti-yggs og Jóns 550 kr. — Rebekkustúkan nr. 2, „Auður“, Akureyri kr. 1000. — Kvenfél. „Feryja, Arnarneshr. 1000 kr. — Kvenfél. Svalbarðsstr. 1000 kr. Móttekið. Kærar þakkir. Ragnheiður Árnadóttir. Skíðamót Akureyrar heldur áfram um næstu helgi með keppni í stórsvigi, öllum flokkum karla og kvenna. Keppnin fer fram hjá Ásgarði og hefst kl. 2 e. h. Ef veður leýfir vérður einnig keppt í stökki.' Lagt verður af stað frá Hótel KEA kl. 10 f. h. Skíða ráðið. Strandarkirkja. Áheit kr. 50. — Mótt. á afgr. Dágs. Leikflokkur úr Saurbæjar- hreppi sýndi sjónleikinn „Hrepp- stjórinn á Hraunhamri“ að Þverá í Ongulsstaðahreppi laugardags- kvöldið 8. marz sl. Aðsókn var mjög mikil og leikendum ágæt- lega fagnað. — Viðtökur voru rausnarlégar, og vill leikflokkur- inn flytja beztu þakkir til Ingólfs Pálssonar, Uppsölum, og leik- flokki Ungménnafélágsins Ársól í Ongulsstaðahreppi. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 15 frá N. N. Mótt. ó afgr. Dags. Nýlega fékk maður hér í bænum tilkynningu frá toll- stjóraskrifstofimni í Reykjavík. Segir þar, að ef böggull, sem komið hafi til landsins í júlí 1948 verði ekki tafaríaust sótt- ur í Hafnarhúsið í Reykjavík, verði hann seldur fyrir kostn aði. Maðurinn háfði aldrei áður heyrt að hann ætti böggul í tollinum, og 1 ítt skiljanlegt er, að slíkar sendingar skuli látnar liggja í Reykjavík árum saman og ekki séndar til tóllstöðva úti um land. Hér mun heldur ekki vera um einsdæmi að ræða. Guðspekistúkan „Systkinaband- ið“ heldur fund þriðjudagmn 25 marz næstk. kl. 8.30 síðdegis. Efni: Æðri heimar. Fíladelfía. Almcnnar samkom ur eru í Lundargötu 12 sunnu- daga og fimpitudagp kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin.’ — Saumafundir fyrir stúlkur á miðvikudögum kl. 5.30 e. h. Zíon. Samkömur ' ríæstu viku Sunnud. kl.‘ 10.30 f. h.: Stinnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e, h.:- Almenn samk. — Þriðjud. kl. 5.3,0 e. h Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikudag kl. 8.30 e. h.: Föstu- hugleiðing. (Takið Pássíusálmana méð). —‘ Fiiríintudag kl. 8 e. h.: Fundur fynir ungar stúlkur. K. F. U. M., Akureyri. Fundur í Zíon næstk. sunnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—-13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, drengir og piltar yfir barnaskólaaldur) kl 2 e. h. Sjónarhæð. Arthur Gook talar á samkomunni næsta sunnudag kl. 5. Allir velkomnir. Biblíunámsskeiðið. — Enginn fundui' næstk. laugardagskvöld. Sæm. G. Jóh. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 160 frá X. Mótt. á afg’r. Dags. Til Sólheimadrengsins. Kr. 50 frá B. Mótt. á afgr. Dags. Akureyringar! Munið eftir að gcfa litlu fuglunuríi. Munið minningarspjöld sjúkra- hussins! Fást í Bókaverzl. Axels og í Blómabúð KEA. Til raflýsingar Möðruvalla- klausturskirkju hafa sóknárnefnd borizt þessar gjafir: Frá börnum og niðjum hjónanna Jakobínu heitinnar Sveinsdóttur, ljósmóð- ur, og Friðriks heitins Jóhanns- sonar á Galmarsstöðum, á aldar- afmæli Jakobínu 23. nóv. sl., kr. 3000, frá Jakobínu Sveinbjarnar- dóttur að Gásum kr. 60, frá org- anleikara kirkjunnar, Jóni Krist- jánsyni kr. 500, til minningar um Kristján heit. Eggertsson kr. 1000, afh. af Davíð Eggertssyni. — Beztu þakkir. Sóknarnefnd. „S5kn“, félag Framsóknar- kvenna, heldur aðalfund sinn föstudaginn 21. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Rotarysalnum. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Nefnd- ir geri grein fyrir störfum sínum. Konur! Hafið með ykkur handa- vinnu. Mætið stundvíslega. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 50 frá Rósu og kr. 20 frá ónefnd- um. Gjöf til minnisvarða gömlu kirkjunni kr. 25 frá N. N. Þakkir Á. R. I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall- konuan nr. 1 heldur fund næstk. mánudag kl. 8.30 e. h. í Skjald- borg. Venujuleg fundarstörf. — Inntaka nýrra félaga. — Hag- nefndaratriði o. fl. — Nánar aug- lýst siðar. Húnvetningafélagið heldur kvöldskemmtun fyrir félaga og gesti, að Hóael KEA, föstudaginn 21. þ .m. og hefst hún með sam- eigirílegri kaffidrykkju kl. 8.30 e. h. Til' skemmtunar: Ræður, upp- lestrar, dans ,spil. Aðgöngumiðar verða afhentir á afgreiðslu hótels ins, miðvikudag og föstudag frá kl. 2—6 é. h. Nýii' félagar vel- komnir. — Stjórnin. Til sjúkrahússins. — Gjöf frá ónefndri konu kr. 10. — Gjöf frá Önnu Margréti Ólafsdóttur kr. 100. — Mótt. á afgr. Dags. Til nýja spítalans. Garðar Jó- hannesson kr. 50. — Benedikt Kristjánsson, Kristbjörg Stefáns- dóttir og Kristján Benediktsson, Þverá, Öxarfirði, kr. 300. — Sjálfstæðisfélögin á Akureyri kr. 10000. — Ungmennafélagið Ársól í Öngulsstaðahreppi kr. 2000. — Fanney Kristjánsdóttir og Krist- ján Benjamínsson kr. 500. — Kvenfélagið Voröld í Önguls- staðahreppi kr. 5000. — Iátlahóls- hjónin kr. 1000. — Eyþór Tómas- son kr. 2000. — Jón Aðalsteinn Guðmundsson kr. 25. — Stefán Ingjaldsson, Hvammi, Höfða- hverfi, kr. 1000. — Hjónin Tryggvi og Jónína, Hafnarstr. 2. kr. 200. — S. K. kr. 200. — Anna Árnadóttir kr. 200. — Ólafur Ól- afsson kristniboði kr. 200. — Gróðurhús og Blómabúð KEA kr. 4215. — Slysavarnadeild Arnar- neshrepps kr. 1000. — Jónas Pétm-sson frá Hranastöðum kr. 100. — Ragna Jónsdóttir, Mógili, kr. 500. — Hjónin Sigmar og Sig- urlaug, Mógili, kr. 500. — Hjónin Kjartan og Helga, Mógili, kr. 500. — Verkstjórafélag Akureyrar kr. 1000. — Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri kr. 6000. — Bindindis- félagið Vakandi í Hörgárdal, ágóði af samkomu, kr. 625. — Snorri Þórðarson, Bægisá, kr. 1000. — Margrét Ólafsdóttir kr. 100. — N. N. kr. 150. — N. N. kr. 10. — Elísabjörg Jóhannsdóttir kr. 500. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.