Dagur


Dagur - 19.03.1952, Qupperneq 12

Dagur - 19.03.1952, Qupperneq 12
12 Bagxjk Miðvikudaginn 19. marz 1952 Yfirflotaíoringi Atlanzhafsbanda- lagsins ræddi við ríkissijórn íslands á mánudaginn Kom til þess að ræða „sameiginlega ábyrgð vora á Atlanzhafssvæðinu“ Yfirforingi flofastyrks Atlants- hafsríkjanna, Lynde McConnick og aðstoðarmaðnr hans, Sir Willi- am Andrews flotaforingi og nokkrar fylgdarmenn þeirra, dvöldu í Reykjavík um helgina og ræddu við ríkisstjórn Islands um hervarnarmál Atlantshafsbanda- lagsins, að því er varðar ísland. Á mánudaginn ræddi flotafor- inginn við blaðamenn í höfuð- staðnum og bii-ti þar m. a. eftir- farandi ávarp til íslendinga: „Mér er það sérstök ánægja að koma í heimsókn til íslands og votta þjóðinni virðingu mína vegna hins merkilega hlutverks hennar í sögu hinna frjálsu þjóða. Alþingi yðar er formóðir þjóðþinganna, stjórnarhættir yð- ar eru gott dæmi um lýðræði í framkvæmd, og íslendingar hafa sýnt, hvernig þjóð getur lifað í friði og eindrægni við allar þjóðir heims. Aðrar þjóðir geta lært mikið af Islandi. Undanfarna mónuði hef eg not- ið mjög ánægjulegra samskipta við Pétur Eggerz, fulltrúa yðar í herrriálanéfnd Atlantshafssvæðis- ins. • Eg hef komið hingað til að kyrjnaKt. ríkisstjórn yðar og starfs mönnum hennar og ræða við þá um hina sameiginlegu ábyrgð vora á Atlantshafssvæðinu. Mér þykir ennfremur Vænt um að fá þetta tækifæri. til að rSeða við yf- irmann varnarliðsins á íslandi, Edward J. McGaw, hershöfð- ingja. Sem þátttakendur í Norður- Atlantshafsbandalaginu munum vér með festu framkvæma sam- eiginlegar skuldbindingar vorar, þær að ■ varðveita frið og frelsi, sem íslendingar hafa jafnan lótið sér annt um.“ Auk þess sagði yfirflotaforing- inn, að ísland ætti ekki að þurfa að óttast, fremur en önnur lönd Atíantshafsbandalagsins, þótt til ófriðar kæmi, ef bandalaginu tækist að leysa hlutverk , sitt af hendi svo sem til væri ætlazt. Þessir góðu gestir húrfu vestur um haf, til Kanada, aðfaranótt þi’iðjudagsins. dæluna af Óskari Halldórssyni Unnið verður við flugvallargerðina hér í smiiar Á sunnudaginn komu hingað flugleiðis tveir menn úr Flugráði, þeir Bergur Gíslason og Baldvin Jónsson, og í för með þeim yfir- verkfræðingur flugvallanna Mar- teinn Björnss., vélaverkfræðingur frá Hamri í Reykjavík, Einar Þorkelsson, og yfirverkstjóri flugvalla ríkisins, Guðni Jónsson. Erindið hingað var að athuga sanddælu þá, sem byrjað var að nota í fyrra við flugvallargerðina. Hvaða Akureyringiir tekur þátt í landsliðs- keppni í skák? Skákþing Norðlendinga stend- ur yfir þessa dagana og eru þátt- takendur 23, keppt er í þremur flokkum. Aðeins einn utanbæjar- maður er á þinginu. Sigurvegari í meistaraflokki öðlast réttindi til þess að taka bátt í landsliðskeppni í skák, sem hefst 23. þ. m. í Rvík. í gáer voru þeir Jón Þorsteinsson og Jón Ingimarsson hæstir í meistaraflokki með 4V:> vinning og Stefán Ó. Stefánsson í II. fl. með 6 vinninga. Keppni er lokið í I. flokki og sigraði Ármann Rögnvaldsson með 4 vinningum. Búnar eru 6 umferðir. Sjöunda umferð var tefld í gærkveldi, en úrslit ekki kunn er blaðið fór í pressuna. Óskar Halldórsson útgerðarmað- ur átti dæluna, en nú hefur flug- málastjórnin keypt hana.af hon- um. Er hún talin í góðu lagi, en gera þarf á henni nokkrar breyt- ingar tíl þesS að hún kömíi að sem beztum notum við dælustarfið hér. Ér ætlunin að dæla sandi af Leirunni upp á flugvallarstæðið og hækka þannig landið í Eyja- fjarðarárhólmum, sem ætlað er undir flugvöllinn. Unnið er að því þessa .daga að taka dæluna sundur og verður henni breytt hér. Vinna hefst þegar ísa leysir. Vinna við nýja flugvöllinn mun hefjast strax og ísa leysir af ánni og Leirunum. Verður fyrst um sinn aðallega unnið með vélum, fyrst méð jafðýtúm og svo með sanddælunni, er hún kemst í lag. Eyfirðingiir hrcppti ferðina til Khafnar Bláðið hefur frétt um einn vinning í happdrætti Tímans, sem komið hefur hingað í Eyjafjörð Guðjón Einarsson, Núpufélli í Eyjafirði, hlaut ferð til Kaup- mannahafnar og heim. aftur með Gullfossi. Sennilegt að þýzkur vinnumaðiir hafi flutt gin- og klaufa- veiki til Kanada Gin- og klaufaveikifarald- ur kom nýlega upp i Saslcat- chevvanfylki í Kanada og var þegar hafizt handa um stór- felidan búfjárhiðurskurð og aðrar varnaraðgerðir. Það þykir nú sannað, að bakterían hafi komið til landsins með þýzkum innflytjanda, land- búnaðarv’erkamanni frá ná- grenni Bremen, sem nýlega kom vestur sem innflytjandi. Er talið sennilegt, að sýkillinn hafi flutzt með fatnaði hans, sennilega skóíatnáði. Þjóð- verjinn hóf þegar eftir kom- una yestur að starfa á bónda- bæ í Saskatchéwan og þar kom veikin upp. Nýjar og strangar varúðarreglur um innflytjendur hafa tekið gildi í Kanada. Stórgjafir halda áfram að berast sjúkrahúsinu Ekki haía enn borijt fregnir af árangari fjá. söfnunar til sjúkra- hússir.s í sýsium og bæjum Norð- lendingafjorðungs, en fjársöfnun- arlistar voru fyrir nokkru sendir öllum hreppstjórum og bæjar- stjórum. En góðar gjafir halda áfram að berast víðs vegar að. í blaðinu í dag kvittar Guðm. Karl PétUrsson yfirlæknir m. a. fyrir móttöku þessara upphæða: Frá Ungmennafélaginu Ársól í Öng- ulsstaðahreppi 2 þús., Kvenfélag- ið Voröld í Öngulsstaðahreppi 5 þús., ágóði af blómasölu Blóma- búðar KEA 4215 kr., Slysavarna- deild Arnarnesshrepps 1 þús., Sjálfstæðisfélögin á Akureyri 10 þús., Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri 6 þús., Verkstjórafélag Akureyrar 1 þús. Þá eru nokkrir einstaklingar með gjafir allt að 2 þús. kr. í sl. viku voru á lista yf- irlæknisins ýmsar stórgjafir, eins og t. d. 10 þús. kr. gjöf frá Stefáni óðalsbónda Stefánssyni á Sval- barði. Á listanum í þessari viku eru m. a. 1 þús. kr .gjafir frá bændunum Snorri Þórðarsyni á Bægisá og Stefáni Ingjaldssyni í Hvammi, og 2 þús. frá Eyþóri Tómassyni á Akureyri. Listinn er birtur á bls. 11. „Adam“ gerður upptækur! Dómsmálaráðuneytið stöðvaði í fyrradag sölu á tímaritinu „Adam“, sem riýlega hóf að koma út hér í bænum. Er ábyrgðar maður þess skráður P. Guð- mundsson. í viðtali við Reykja víkurblað segir Ragnar Bjarkan fulltrúi, að endanleg ákvörðun hafi þó ekki verið tekin um það, hvort útgáfa ritsins verði bönnuð fyrir fullt og allt. Riti þessu svip- ar til danska ritsins „Hudibras" og flutti þetta hefti hálfkveðnar vísur og myndir. Lögreglu á hverjum stað hefur verið fyrir- skipað að taka upplag í bóka- verzlunum í sína umsjá. Jóhann Svarfdælingur í Texas Myndin er úr E1 Paso Time í Texas, sýnir Jóhann Svarfdæling og 4 blómarósir bar úr borginni. Jóhanti Svarfdælingur var beðinn að leika „Golíat” í kviktnyndinni og rr Jóhann Svarfdælingur, sem í Bandaríkjuniun er nefndur „hæsti maður veraldar“, hefur að und- anförnu unnið með fjölleikaflokki í Texas og segir blaðið E1 Paso Times frá dvöl hans þar í borg nú nýlega og birtir viðtal við hann. í þessu viðtali er m. a. greint frá því, að Jóhann hafi leikið fornaldarmann í kvikmyndinni „Fornaldarkonur“ og ætlunin hafi verið að hann léki risann Golíat, í Hollywood-kvikmynd- inni „Davíð og Batseba“, en úr því hafi ekki getað orðið vegna þess að Jóhann hafi þá þurft að sýna með fjölleikaflokki þeim, er hann er ráðinn hjá, í Suður-Am- eríku. Maður að nafni Tuulun leikur Golíat í kvikmyndinni, en aðalhlutverkin leika hinir kunnu leikarar Gregory Peck og Susan Hayward. Mynd þessi er nýlega komin á markaðinn og vekur mikla athygli. í bréfum hingað heim segir Jó- hann frá starfi sínu vestra. Hann er þar á sífelldrum ferðalögum og hefur að undanförnu dvalið í ýmsum borgum Texasfylkis. Býst hann við að taka sér hvíld Edvard sýnir Vatna- jökulsmyndina Edvard Sigui'geirsson dvelur um þessar mundir í Reykjavík og sýnir þar litkvikmyndina, sem hann tók í Vatnajökulsleiðangri Akureyringa 1950, þeim er bjarg- aði áhöfn Geysis af jöklinum. Var fyrsta sýningin í Sjálfstæðishús- inu í gærkveldi, á vegurn Ferða- félags íslands. nú í þessum mánuði, fram til þess tíma, er súmarsýningar hefjast. Jóhann lætur vel af sér, hefur nóg að starfa, ferðast víða og sér margt, en segir bæði í bréfum og viðtalinu við EiPasoTimes að líf- ið sé sér stundum erfitt og þreyt- andi. Skíðamót Norðurlands á Siglufirði Skíðamót Norðurlands fer fram í Siglufirði um aðra helgi. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 18 km. göngu A- og B-flokki. 15 km. göngu 17—19 ára ald- ursflokki. Svigi A-, B- og C-flokki. Stökki A- og B-flokki. Stökki 17—19 ára aldursflokki. Þeir Akureyringar, sem hafa hug á að taka þátt í Norðurlands- mótinu að þessu sinni, hafi sam- band við form. Skíðaráðs^ Akur- eyrar. Fjöibreytt skemmtun barnamia Barnaskólabömiri höfðu árs- skemmtun sína í sl. viku og var hún með svipuðu sniði og áður. Onnuðust börnin sjálf öll skemmtiatriði og fórst það vel úr hendi. Þarna voru leiksýningar, upplestrar, skrautsýning, gaman- þættir og söngur. Barnakór skól- ans söng þarna undir stjórn Björgvins Jörgenssonar, m. a. lög eftir tónskáld bæjarins, söng- stjórann, Björgvin Guðmundsson og Áskel Snorrason og tókst þessi söngur prýðisvel.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.