Dagur - 09.04.1952, Qupperneq 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 9. apríl 1952
Þorp í álögum
-tví'.
Saga eftir Julia Truitt Yenni
28. DAGUR.
www-
(Framhald).
,,En hvers vegna í ósköpunum
þurfti hún endilega að koma
hingað?“ Röddin var bitur,
augnaráðið hvasst.
„Hún kom hingað vegna þess
að fasteignasali sagði henni frá
húsinu. Hún hafði efni á að ná
tangarhaldi á því. Og henni
leizt ákaflega vel á sig hér í Ár-
móti.“
Rósa sagði ekki fleira. Hún
horfði þögul á hann. Svo sneri
hún sér frá honum og gekk inn í
eldhúsið.
Hann stóð grafkyrr við barinn
og reyndi að hugsa skipulega.
Hann fann nú að hann gat ekki
lengur haldið eér í fjarlægð frá
borðinu, þar sem þær sátu, Eva
og Faith, og þá gilti, að hvert orð,
er hann sagði, væri hnitmiðað við
aðstæðurnar.
Hann setti glasið á borðið og
gekk síðan í gegnum matsalinn
og rakleitt inn í herbergið, þar
sem þær sátu.
„Halló, Eva,“ sagði hann fyrst,
og svo: „Faith. ...“
En það var Eva, sem svaraði:
„Seztu hjá okltur, Amos. Við er-
um að ljúka við það síðasta af
koníakkinu hans pabba. Það má
kalla merkisatburður. Kannske
veit hann líka á eitthvað?"
Hann settist, hélt að kannske
væri Eva farin að finna til þess
að hún var búin að drekka eitt-
hvað af koníaki, en ekki varð það
séð á henni.
„Mér þvkir vænt um að þú hefur
kynnst Evu. Eva er nefnilega
mín fyrsta, stóra ást, og eg er ekki
Rósa Silvernail.
búinn að ná mér almennilega af
því ennþá.“
„Nei, Ámos,“ sagði Eva, brosti
og rétfí horiúm hcndina yfir borð-
íð. '' T"’* XT'X'Y
Amos hugsaði, að Faith ætti
ekki til neitt þessu líkt — engar
ástúðlegar minningar af þessu
tagi, engin gömul kynni, sem
ljómuðu í endurminningunni.
Ekkert af slíku liðsinnir mér til
þess að halda í hana. Örvænting-
artilfinning læddist í brjóst hans
á ný.
„Faith....“, sagði hann, en
þagnaði svö, hörfði á hana orð-
laus. En ekki nema andartak.
„Gerðu það aldrei aftur, Faith,“
sagði hann svo.
Hún horfði spurnaraugum -á
hann.
„Eg á við, að þú megir aldrei
aftur standa innan við læstar dyr
og svafa ekki, þegar kallað er á
þig. Það var... . Gerðu það ekki
aftur.“
„Fyrirgefðu,“ sagði hún. Hún
mætti augnaráði hans andartak.
Það var engin fyrirgefningarbón
í augunum, ekki tillit vinar. Eftir
litla þögn sagði hún: „Eva er bú-
in að segja mér allt. Eg veit,
hvað eg hef gert.“
„Þú hefur ekkert gert,“ sagði
Eva undrandi. „Það sagði eg
aldrei. Þú hefur alls ekliert gert.“
Eva vissi ekki, hvort Faith
heyrði þetta. Amos horfði þögull
á þær litla stund, en sagði svo:
„Faith, þú mátt ekki álykta fljót-
færnislega. Fólkið hér í Ármóti
er búið að koma sér í klípu. En
það hefur lifað af hneyksli og
vandræði fyrr og hvað annað,
sem að höndum hefur borið.“
Hann þagnaði, því að Faith,
sem horft hafði á hann meðan
hann sagði þetta, leit undan, í átt
til dyranna. Þaðan kom undir-
gangur og hávaði. Ein rödd skar
sig úr, gnæfði upp yfir hinar eins
og drangur úr sjó. Það var Roxie
Drumheller.
„Slepptu mér, segi eg, slepptu,
Lucíus Parker,“ hrópaði hún.
Eftir fótaspark og hávaða í
anddyrinu, birtisf hópur manns í
veitingastofunni. Roxie stjakaði
frá sér, gekk fram og leit í kring-
um sig. Hún kom auga á borðið í
aukaherberginu. Andlit hennar
varð allt í einu uppljómað af
bræði, hún settu undir sig höfuðið
og geystist þangað.
„Komdu með lökin, Beulah,“
hrópaði hún.
í kjölfarið kom lítil, hræðsluleg
kona, og bar stóra körfu með lér-
eftum. Á eftir henni gekk Lucíus
Parkei’, ekkert hamingjusamleg-
ur að sjá. ,
„Roxie,“ sagðí hann og var
hvass í máli, en nú dugðu ekki
orðin ein lengur.
„Haltu þér saman,“ kallaði
Roxie til hans. „Það er til ein-
hvers að borga þér stórar .fúlgur
á ári til þess að forða mér frá
vandræðum.“
„En eg er einmitt að reyna að
forða þér frá að gera heimskupör
og frá vandræðum!“
„Já, og lætur þér á sama standa
þótt því sé haldið fram að eg noti
skítugan rúmfatnað."
, Hún sneri sér beint að Faith,
lét sem hún sæi ekki Amos og
Evu.
(Framhald).
Husmæður!
Látið í þvottavélar ykkar að i/3 Sólar-sápuspæni og %
Perlu- eða Geysis-þvottaduft, og árangurinn mun gera
yður ánægðar.
Sólar-sápuspœnirnir eru ódýrustu og beztu sápuspœn-
irnir, sem fáanlegir eru.
Sápuverksmiðjan SJÖFN.
Rósa kom með glas handa hon-
um og hann lofaði Evu að hella
það fullt. Hann horfði ástúðlega á
hana á meðan. Hann hafði þekkt
Evu lengi. Hann átti ekkert nema
ástúðlegar minningar um hana.
Hann minntist fyrstu kynna sinna
af henni. Hann vissi nú, að hún
hafði verið óvenjulega bráð-
þroska og íturvaxin stúlka. —
Hún hafði haft eitthvert ómót-
stæðilegt aðdráttarafl. Hann
■ Cf .
mundi það, eins og það hefðþgerzt
í gær. Hún kom gangandi, hvít-
klædd með hvítan hatt á sól-
skinsdegi. Minningin var björt,
hvítt, sól, birta. Hann hafði rifið
sig lausan frá frænku sinni, sem
hafði haldið í hendina á honum,
hlaupið beint á þessa hvítu veru
og tekið utan um hana.
„Amos, Amos, hvað gerirðu,
drengur,“ hafði frænka hans sagt.
En Eva (og það hafði verið sér-
kennilegur og þægilegur ilmur af
henni) hafði aðeins lotið höfði og
kysst hann á vangann.
Amos hafði elskað hana ákaf-
lega eftir þetta atvik, og þessi
barnsást entist honum lengi,
seinna breyttist hún í einlægan
vinarhug og hann fylgdi henni
síðan.
En nú sneri hann sér að Faith:
Vald. V. Snævarr:
Tjarnarkirkja í Svarfaðardal sextug
(Nokkrir þættir úr sögu hennar)
(Framhald).
maður mim liann háfa verið, en vel kunni liann þó með
fjárm'urii að fara. Aðstaða þeirra hjóna til fjáröflunar hefir
að ýmsu leyti verið óhæg. Þau áttu mörg börn, og embættis-
tekjurnar voru rýrar: lengst af tæpar 600 kr. á pappirnum
á ári, hýernig seni þær hafa svo goldizt. Innheimtuharka var
víst víðs.fjarri þeim hjónum, en greiðásemi og góðfýsi nær-
tæk. Bújörðin var tálin sæmileg, þótt ólík væri hún því, sem
hún er nii. í skjölum „brauðamatsnefndarinnar“ frá 1854
er Tjörn lýst á þá leið, að „jörðin hafi þýfð tún í meðallagi
grasgéfin, engi sé mikið og gott „mestan part“, en land-
kreppa hin mesta, landlétt fyrir ær, en gott fyrir kýr. Hún
fóðri í meðalári 6 kýr, 70 ær, 30 lömb, 20 sauði og 4—5 hross,
— en sé fólksfrek. — Þá hafði það sitt að segja, og varð sízt
til auðssöfnunar, að séra Kristján varð „að byggja allan stað-
inn upp“ í prestsskapartíð sinni, — og sum húsin tvívegis.
Hann var og fjárhaldsmaður kirkjunnar og auðgaðist víst
ekki á þeirn viðskiptum, eins og síðar kann að verða frá sagt.
Þrátt fyrir allt verður samt ekki annað sagt, en að allt bless-
aðist vel í höndum þeirra hjóna. ,
Þegar séra Kristján kemur í Tjörn, var þar lítil og forn-
fáleg torfkirkjaj byggð á árunum 1852—1853. Hún var 13%
al. á lengd, 6 álnir á breidd og 3% aí. á hæð upp á bitabrún,
og þaðan í sperrukverk 3% al. Hún var Hvítmáluð upp að
bitum. Stafnar ofan bita voru úr timbri, ýmist bikaðir eða
„lýsismálaðir“ rauðleitir að utan. Klukkum var komið fyrir
í vesturstafni kirkjunnar. — Vitanlega hrörnaði hún ár frá
ári, þrátt fyrir sæmilegt viðhald. Torfkirkjur entust ekki að
Tjamarkirkja.
öllum jafnaði öllu lengur en 40—50 ár, jafnvel ekki hér á
Norðurlandi.
Nokkru fyrir eða urii 1890 var farið að hreyfa því, að fulla
nauðsyn bæri til, að byggja nýja kirkju og þá helzt úr timbri.
í Prófastsvísitazíugjörð 15. júlí 1891 segir svo: „Norðurvegg-
urinn er lagstur á grindina, svo að kirkjan er sýnilega farin
að hallast til suðurs. Svo er. og meira en álnarlangur partur
af þilinu að innan fúinn í gegn. Suðurveggurinn er bæði
snaraður suður og sprunginn, svo að óumflýjanlegt væri að
taka hann og gjöra af nýju, ef kirkjan ætti að vera í sama
formi. Sama þurfti og að gjöra við norðurvegginn, ef hann
ætti ekki að snarast alveg suður.-----Þar sem nú þessu er
þannig varið, og kirkjan er, svo sem venja var með eldri
kirkjur, byggð í því formi, sem alls ekki samsvarar kröfum
(Framhatd).