Dagur - 23.04.1952, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 23. apríl 1952
Almenn iðnsýning verður haldin í
Reykjavík í sumar
Skorað á iðnfyrirtæki að taka þátt í henni
Dagskrármál landbúnaðarins:
FóðurMöndur og steinefni
Fyrir nokkru síðan var rætt hér
í búnaðarþættinum um fóðurbliind-
ur. Síðan máli þessu var hreyft, hafa
bæði fræðimenn og lcikmenn tekið
að ræða þessi mál með meiri álniga
en verið hefur. Einkum hefur at-
hygli ntanna beinzt að steinefna-
blöndum þeim, sem á boðstólum
eru og ýmist eru notaðar í fóður-
bliindur eða menn káupa þær og
gefa þær sem cins konar lækninga-
lyf eða með heimablönduðu fóðri.
Að því er mér er kunnugt, mun
aðallega um þrjár steinefnablöndur
að ræða, sem tiotaðar eru af bænd-
itm landsins: Fúðursnll, keypt frá
Englandi, steinefnablanda fní Kehl-
um og fosfórkalk. Auk þess hefur
Gísli Kristjánsson ritstjóri útbúið
fóðursalt í tilraunaskyni og er að
reyna salt þetta á nokkrum stöðum.
Hér á eftir birtist mjög athyglis-
verð grein eftir Guðbrand Hlíðar
dýralækni um steinefnaspursmálið,
þar sem hann bendir á, að fosfór-
kalk geti í mörgum tilfellum bætt
úr steinefnaskorti mjólkurkúa og
komið í mörgum tilfellum í veg
fyrir bráðadauða í kúm.
Arni Jónsson.
Nokkur orð um iiotkun fosfórkalks
Eftir Guðbrand Hlíðar, héraðsdýralækni
Af því tilefni, að á þessu ári
eru liðin 200 ár frá því að Skúli
Magnússon stofnsetti í Reykjavík
iðnfyrirtæki, sem almennt hafa
nefnd verið „Innréttingarnar" og
gerðist þar með frumherji að
verksmiðjuiðnaði hér á landi —
svo og því, að ekki hefur verið
hadin almenn iðnsýning hér n
landi í 20 ár, hafa iðoaoarsamtök-
in í landir.u, þ. e. Félag íslenzkra
iðnrekenda og Landssamband
iðnaðarmanna og auk þeirra Sam
band íslen2kra samvinnufélaga,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og Reykjavíkurbær, ákveðið að
gangast fyrir almennri iðnsýn-
ingu í Reykjavík sumarið 1952.
Verður hún haldin í hinni nýju
Iðnskólabyggingu á Skólavörðu-
holti og væntanlega opnuð á af-
mælisdegi Reykjavíkur, 18. ágúst.
Sýning þessi, sem verður lands-
sýning, á fyrst og fremst að vera
almenn vörusýning, þar sem komi
sem skýrast fram hversu fjöl-
þættur og yfirgripsmikill iðnaður
íslendinga er orðinn. — En einn-
ig verða teknir til sýningar vel
gerðir munir frá einstaklingum,
þó slíkir munir teljist ekki beint
til iðnaðar.
Við undirritaðir, sem skipaðir
höfum verið af áðurgreindum að-
ilum til að koma sýningu þessari
í framkvæmd, munum næstu
daga senda bréf um sýninguna til
allra þeirra iðnaðarmanna og iðn-
fyrirtækja, sem oss er kunnugt
um og væntum þess að þeir legg-
ist á eitt með okkur að gera sýn-
inguna sem fjölbreyttasta og full-
komnasta, — gera hana voldugri
og merkilegri sýningu, sem valdi
straumhvörfum í íslenzkum iðn-
aðnrmálum. —
Vi'ð skorum þvrf fastlega á alla
iðnaðarmenn og framleiðendur
iðnaðarvara, hvar sem eru á
landinu ,að taka þátt í Iðnsýning-
unni 1952 og senda skrifstofu Iðn-
sýningarinnar, Skólavörðustig 3,
tilkynningu um það fyrir 1. júní
næstkomandi.
Við munum síðar tilkynna nán-
Sldðamót Akureyrar
1952
SVIGSVEITARKEPPNI 20/4.
1. Sveit K. A. 285,1 sek.
I. Magnús Guðm. 63,1 sek.
3. Sigtryggur Sigtryggss. 70,1 sek.
4. Halldór Ólafsson 73,8 sek.
8. Bergur Eiríksson 77,4 sek.
2. Sveit IMA 342,2 sek.
5. —6. Halldór Gíslas. 76,8 sek.
5.—6. Árni B .Árnason 76,8 sek.
9. Haukur Árnason 92,1 sek.
10. Friðrik Stefánsson 96,5 sek.
3. Sveií Þórs 345.6 sek.
2. Birgir Sigurðsson 66,8 sek.
7. Valgarður Sigurðsson 77,0 sek.
II. Jón K. Vilhj. 100,6 sek.
12. Jens Sumarliðason 101,2 sek.
ar um allt sem máli skiptir um
þátttökukostnað og fyrirkomulag
sýningarmnar; Óski einhver sér-
stakra upplýsinga um einstök
atriði snertandi þátttöku hans í
sýningunni, mun nefndin fúslega
veita þær;
j framkvæmdanefnd iðnsýning-
arinnar 1952.
Frá félagi ísl. iðnrekenda:
Sveinn Guðmundsson,
formaður.
Svæinn Valfells.
Frá Landssamb. iðnaðarmanna:
Guðbjörn Guðmundsscm,
ritari.
Axel Kristjánsson.
Frá Samb. ísl. samvinnufélaga:
Ilarry Fredriksen.
Frá Sölumiðstöð hraðfrvstih.:
Ólafur Þórðarson.
Frá Reykjavíkurbæ:
Helgi Hallgrímsson.
Mikill ákugi fyrir
ræktunar- og
byggmgamálum
í Hraf nagilshreppi
í bréfi til blaðsins í sl. viku, er
skrifað úr Hrafnagilshreppi:
Það er sagt að fátt beri til tíð-
inda í sveitinni og þaðan séu eng-
ar fréttir, en ef betur er að gáð,
þá er alltaf töluvert sem til tíð-
inda ber. Það hefur komið skip-
un frá ríkisskattanefnd um áð
taka á skýrslu hjá okkur bændun
um, sem skáru niður árið 1949,
fjárbætur, sem við fengum haust-
ið 1951, en hitt hefur ekki heyrst
að við eigum að draga frá það
tjón, sem við liöfum orðið fyrir,
þar sem við skárum niður eftir
gömlu lögunum, en þeim var svo
breytt á Alþingi eftir að við sam-
þykktum niðurskurð og látin
verka aftur fyrir sig. Svo er sí-
hækkandi verð síðan á sauðfé, og
sjá allir hvaða tjón þetta er. En
þeir þykjast geta metið rétt þar
syora, og öllu ber að hlýða, sem
þaðan kemur!
★
Það er mikill áhugi hér í ræktun
ar- og byggingamálum, bæði á
íbúðarhúsum og útihúsum og
verða byggingarnar hlaðnar úr
R-steinum, og steypa allir hann
sjálfir heima hjá sér, og munar
það miklu á verði. Þrjú nýbýli er
verið að stofna.
★
Félagslíf hefur verið mikið hér
í vetur. Sjónleikurinn „Tengda-
mamma“ hefur verið sýndur hér
7 sinnum við góða aðsókn, og
ungmennafélagið er að fara af
stað með annan leik. Einnig hafa
verið æfðar leikfimisæfingar, í
þinghúsi hreppsir.s, tvisvar í
viku, og stendur ungmennafélag-
ið fyrir því.
íþróttafélagið
Völsungur í Húsa-
vík 25 ára
12. apríl sl. átti íþróttafélagið
Völsungur í Húsavík 25 ára
starfsafmæli, og var þess minnst
með mjög veglegu hófi í sam-
komuhúsi bæjarins 2. páskadag.
Hófið sátu um 160 manns. Fóru
þar fram ræðuhöld, söngur, upp-
lestur, dans o. fl. Bárust félaginu
bæði heillaóskaskeyti og blóm.
Félagið var stofnað 12. apríl
1927, af 23 ungum mönnum, og
hefur það starfað óslitið síðan. Nú
eru í félaginu 200 manns.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu
Jakob Havsteen form., Jóhann
Flavsteen gjaldkeri, Ásbjörn
Benediktsson ritari og meðstjórn-
endur þeir Helgi Kristjánsson og
Benedikt Bjarklind.
Þeir bræður, Jakob og Jóhann
Havsteen, eru meðal þeirra félaga
sem mest og bezt hafa unnið fyrir
félagið og stutt það, enda voru
þeir báðir kosnir heiðursfélagar.
íþróttafélagið Völsungur hefur
jafnan staðið fyrir fjölþættri
íþróttastarfsemi þar í bæ, og hef-
ur meginn þorri húsvískrar æsku
átt lengri eða skemmri viðdvöl í
félaginu.
Frá 1933 til þessa dags hefur
Jónas G. Jónsson verið starfandi
leikfimiskennari hjá félaginu, og
er nú heiðursfélagi þess.
Núverandi stjórn félagsins
skipa þessir menn: Þórhallur B.
Snædal form., Höskuldur Sigur-
geirsson gjaldkeri, Aðalsteinn
Karlsson ritari, Lúðvík Jónasson
og Guðmundur Hákonarson.
Kirkjukór Lögmanns-
hlíðarsóknar heldur
samsöng nk. sunudag
f Glerárþorpi er unnið ágætt
söngstarf innan kirkjunnar. í
mörg undanfarin ár hefur þar
verið starfandi kirkjukór Lög-
mannshlíðarsóknar, og hefur
hann annast allan kórsöng við
guðsþjónustur, bæði í Lögmanns-
hlíðarkirkjú og barnaskólahúsinu
í Glerárþoi'pi. — Hefur kórinn
rækt það starf af hinni mestu
prýði undir söngstjórn Áskels
Jónssonar organista og söng-
stjóra.
En auk þessa starfs hefur kór-
inn haldið opinberar söng-
skemmtanir og samkomur til
styrktar kirkjunni. Er skemmst
að minnast samsöngvana í þing-
húsi Glæsibæjarhrepps og í
Skálaborg við hina beztu aðsókn
og undirtektir.
Nú ætlar kórinn að halda aðra
söngskemmtun í Skálaborg á
sunnudaginn kemur kl. 3.30 e. h.
Syngur kórinn bæði trúar- og
ættjarðarsöngva, en einsöngvari
er hin vinsælá scngkona frú
Helga Sigvaldadóttir.
Það er rík ástæða til þess að
láta í ljósi gleði og ánægju yfir
því fórnfúsa og árangursríka
söngstarfi, sem hér er verið að
vinna. — Söngur kórsins er mjöjg
blæfagur og vel samæfður og frú
HeJga hefur jafnan hlotið mikið
löf fyrir söng sinn. — í kórnum
eru yfir 20 manns. — Söngstjóri
hans er, eins og áður er ságt, Ás-
kell Jónsson, en núverandi for-
maður er Halldór Jónsson, Ás-
byrgi.
Kirkjuvinur.
Fyrir um það l)il 4 árum fékk cg
K. E. A. til þess að gera pöntun á
efnablöndu (sekundært fosfórkalk).
Ástæðan var sú, að hér í Eyjafirði
varð ég var við steinefnaskort hjá
mjétlkurkúm í vaxandi mæli.
Einnig langaði með til þess að
reyna steinefnin sérstaklega hjá
bændttm, sem árlega misstu eina
eða fleiri kýr úr svonefndum bráða-
dauða.
Þessa bliindu hefur K. E. A. síðan
pantað árlega í sívaxandi mæli og
er nú svo komið, að um 2.5% af
fóðurblöndunni er fosfórkalk, og
bændur geta auk þess keypt það
sérstaklega og gefið aukaskammta
eftir þörfum.
Eg hef iill þessi ár ráðlagt þessi
steinefni mikið ásamt með þorska-
lýsisgjiif (D-bætiefni) og hef ástæðu
til þess að vera ánægður með ár-
angurinn. Nú gengur sá orðrómur
liér nyrðra, að þekktur starfsmaður
Uúnaðarfélags Jslands hali látið
það álit í ljós, að blanda þessi') geti
„í gefnu tiífSlli" verkað sem hrein-
asta eitur og á hann þar ltklega við
það, að ef vetrarfóður íslenzkra
kúa er hfutfallslega kalkríkt miðað
við fosfórinnihald þess, þá muni
steinefnablanda þessi gera það hlut-
fall enn óhagstæðara.
Sömuleiðis þykjast bændur sjá í
steinefnabliindunni, að hún hafi
brevtt um lit, sé nú mu ljósari og
flngerðari en fyrstu árin og óttast,
að um aðra blöndu sé að ræða.
Mér er skylt að koma með eftir-
farandi athugasemdir pg skýringar
i þessu máli:
Ef gengið er út frá því, að um
svipað magn þurfi af Ca og P til
viðhalds, eða ca : p = 1 : 1. þá cru
hliðstæðar tiilur til mjólkurfram-
leiðslu ca : p = -f- 24 : 17 eða =
ca. 1.4 : 1.
Til fósturmyndunar þarf 24 g ca
á vaxtarkíló, en um 14 g fosfór. Af
þessu má sjá, að hlutfallið á milli
meltanlegs Fa og p mun þannig
þurfa að vera talsvert meira ca en
p í lóðrinu.
Þetta eru danskar tiilur, og svo að
ég styðjist enn við þær, þá álítur
próf. Bendixen, að bezta hlutfall
milli ca og p í fóðrinu eigi að vera
Ga : p = 1.8 : 1.
Nú hcf ég látið framkvæma efna-
greiningu ;i fosfórkalki því, sem
læst hjá K. E. A.
Efnagreininguna framkvæmdi hr.
íorstjóri Ragnar Ólason, Sjöfn.
Niðurstaða hans var sú, að hér
væri sekundært kalciumfosfat með
nokkru íblandi af prímeru kalcium-
fosl'ati, sem ekki ætti að skaða melt-
anleika blöndunnar.
Ragnar atluigaði einnig hlutföll-
in á milli Ca og p í blöndunni og
komst að þeirri niðurstöðu, að hún
væri: ca : p = 1.7 : 1. og nægja þær
tölur tif að sýtia, að steínefnablanda
þessi hefur einmitt þessi ákjósan-
legu hlutföll, sem égi minntist á
áðnr.
1) Glsli mun hafa látið þessi orð
falla um cnska fóðursaltið. — A. J.
Ef steinefnablanda þessi „í gefnu
tilfelli" gæti verið hreint eitur, þá
varpa ég fram eftirfarandi spurn-
ingum:
1. Hvernig stendur á því, að mér
hcfur tckizt að l;ckna með henni
fjölda gripa, sem ég álelt að þjáð-
ust af steinefnaskorti?
2. Glöggir bændur láta vcl af
henni?
3. Er nokkur ástæða til þess að
ætla, að steinefni þessi séu óheppi-
leg, þegar athugað er, að bráða-
dauði í kúm í Eyjafirði hefur ein-
mitt stórum minnkað á þesstim síð-
ustu fjórum árum og aldrei vcrið
minni en einmitt síðasta ár?
Hitt er svo annað mál. að að-
steðjandi verkefni er að rannsaka
ýtarlega meltanlegt efnainnihald
vetrarfóðurs nautgripa, og kann þá
ýmislegt að koma í Tjós, t. d. að
heildarhlutfall milli Ca og p sé
rangt, of lítið fosfór, en ég fæ ekki
séð annað, en að-þessi umrædda
steinefnablanda eigi fyllsta rétt á
sér eltir sem áður í vetrarfóðrinu,
hver sem slík niðurtaða yrði.
f STUTTU MÁLI
HNEFALEIKAR eru göfug
íþrótt, sem kunnugt er. í
hnefaleikakeppni í Canberra í
Ástralíu nýlega, gerðist annar
keppandinn sífellt brotlegur
við leikreglurnar, þrátt fyrir
ítrekaðar áininningar dómar-
ans. Dómarinn missti loksins
þolinmæðina og sló báða box-
arana niður með vel útilátnu
höggí á kjálka. En þá hljóp til
einvígisvottur annars kappans
og sló dómarann í rot. Áliorf-
endur töldu sig hafa fengið út
á aurana sína.
★
VERÐFALL liefur orðið á
kopra upp á síðkastið og er
þess vænst að það hafi þau
áhrif að smjörlíkisverð lækki
hvarvetna. f Austur-Afríku
fást nú 11 shillings fyrir 18 kg.
(1 frasila) miðað við 23 shill-
inga fyrir mánuði.
★
DANSKA bílaeigendasam-
bandið gerir nú út fyrstu til-
raunastöðina á hjólum. Þetta
er stór, yfirbyggður vagn með
mörgum mælitækjum. er sér-
fræðingar stjóma. Hlutverk
þeirra er að „díagnosera“ bíla,
þ. e. finna sjúkdóminn í stað
þess að láta bifvélavirkja leita
að honum eða láta þá sjálfráða
um sjúkdómslýsinguna. Bíla-
eigandinn fær bílinn sinn
„hlustaðan“ og síðan kort, þar
sem sjúkdómurinn er skil-
greindur og lækningin ráð-
lögð. Eðlileg kostnaðaráætlun
fylgir. Þessar bílarannsóknar-
stöðvar ryðja sér til rúms í
seinni tíð og segja margir bíla-
eigendur að þær spari stórfé
og er það trúlegt. Bretar eru
upphafsmenn að þessari starf-
semi.