Dagur - 23.04.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 23.04.1952, Blaðsíða 7
Mið'vikudaginn 23. apríl 1952 D AGUR 7 Dagskrármál landbúnaðarins á síðasia Búnaðarþingi Stiklað á aðalatriðum úr ræðu Ólafs Jónssonar, búnaðarþingsfulltrúa Eyfirðinga, á fundi bændaklúbbsins á Akureyri nýlega (Niðurlag). Franileiðsluáætlanir fyrir bændur. Búnaðarfullfr. Bsb. Snæfellsness flutti erindi um að Búnaðarfélag- ið og stéttarsambandið í samein- ingu, ráði erindreka er ferðaðist um landið meðal bænda, er hafa óeðlilega lítinn búrekstur. Til- gangurinn með tillögunni var, að hvetja smábændur til þess að efla búrekstur sinn og njóta í því efni sérlegra leiðbeininga ráðu- nauts. Þetta yrði ekki vandalaust verk og þótti ekki fært að af- greiða slíkt nýmæli undirbún- ingslítið. Málið fór í nefnd, en fékk ekki aðra afgreiðslu á þessu búnaðarþingi. Sýningarskálar. Samþykkt var tillaga um að fela stjórn B. í., að athuga hvort fært þyki að kaupa tjöld eða skála, fyrh- búfjársýningar og er ætlunin að húsakynni þessi verði færanleg og lánuð búnaðarsam- böndum til búfjársýninga. Hér mun haft í huga, að erlendis er algengt að halda búfjársýningar í slíkum sérstökum húsakynnum og má telja líklegt að rétt verði talið og hentugt að hverfa að því ráði hér líka, þegar fært þykir. Varahlutir til Iandbúnaðarvéla. Búnaðarfélag Islands var af þessu Búnaðarþingi falið að kanna það hjá ræktunarsam- böndunum og Öðrum notendum landbúnaðarvéla, hvernig ástatt er nú með' útvegun varahluta í hinar einstöku tegundir og hvort umboð framleiðendanna hér á landi hafi jafnan nægilegar birgð- ir varahluta. Jáfnfrámt var stjórn B. f. falið að leita upplýsinga beint frá framleiðendum um ástæðuna fyrir varahlutaskorti. Ef athugun þessi leiðir í ljós, að einhver umboð geta ekki sinnt beiðnum notenda um varahluti, er ætlunin að leiðbeina bændum í samræmi við þær niðurstöður. Þetta er þýðingarmikið mál fyrir bændur. Það er dýrt að láta vél standa ónotaða langtímum vegna þess að lítið varastykki fæst ekki. Ljósavélar til sveitabæja. Vélsmiður í Reykjavík ræddi við Búnað'arþing um hentuga gerð dieselvéla fyrir sveitabæi og sýndi fulltrúum vélar af þeirri gerð, er hann taldi henta vel. — Hefur hann lýst skoðunum sínum um þessi mál í blaðagreinum. — Engin ákvörðun var tekin af Búnaðarþingi í þessu máli, en stjórn B. í. falið að rannsaka nánar hvort mótorrafstöðvar þessar muni reynast hagkvæmar fyrir búrekstur bænda. Tala bænda. Þetta Búnaðarþing ákvað' að láta afla ótvíræðra gagna um tölu bænda í landinu og sé miðað við lögbýli samkvæmt nýjustu skýrslum hreppstjóra um ábú- endur. Þótt merkilegt megi kalla, er ekki vitað með nákvæmri landinu og sýnist sjálfsagt að ráða bót á því. f því sambandi verður ekki komizt hjá að skilgreina nánar en nú er gert, hverjir geta borið bóndaheiti og hverjir ekki. Umbætur. Þá er komið að síðasta mála- flokkinum, er Olafur Jónsson rakti í erindi sínu. Snerta þau ýmsar umbætur, er Búnaðarþing vildi koma á, og beindi til Bún- aðarfélags íslands eða annarra aðila til þess að greiða úr eftir því sem ástæður leyfðu. Fyrst á dagskrá af þessum málum er grasfræblöndun og smit. Á síðasta surnri voru uppi há- værar raddir meðal bænda víða um Norðurland, Austurland og víðar, að grasfræblöndur, er þá fengust, væru óheppilegar og smitið mjög lélegt. Þessi mál voru tekin til rækilegrar athugunar á Búnaðarþingi. Jarðræktarnefnd þingsins rannsakaði kvartanirnar og ræddi við þá aðila, er hafa með höndum innflutning og dreifingu grasfræs. Þessi athugun leiddi í Ijós, að' sú breyting var nú orðin á grasfræblöndum, að í þær vantaði háliðagras, sem var áður 35% fræsins, ennfremur vantaði língresi, sem áður var 8—10% fræsins. Tilraunaráð landbúnað- arins hafði einnig vakið athygli innflytjenda á þessari breytingu og óskað að' fræinu yrði aftur komið í fyrra horf. Ástæðan til þessarar breytingar er aðallega vandkvæði að fá þessar grasteg- undir erlendis. Ræddi jarðrækt- arnefndin m. a. þá möguleika við forráðamenn SÍS, er innflutn- inginn hefur með höndum, að þessar grastegundir yrðu ræktað- ar sérstaklega fyrir ísland er- lendis, til þess að tryggja hag- stæðar grasfræblöndur fyrir ís- lenzkan landbúnað. Úr þessu mun rætast að verulegu leyti í ár og mun háliðagras fást frá Finn- landi, og vafalaust að þessar við- ræður og athuganir bera þann árangur að kapp verður lagt á það að tryggja þeim, er þess óska, þessar grastegundir í framtíðinni. Um smitið er það að segja, að upplýst var, hvernig stóð á lélega smiti á sl. ári, og er ekki ástæða til að ætla að það endurtaki sig. Ólafur taldi bæði háliðagras og língresi grastegundir, sem mjög gagnlegar væru, en einkum hefðu þær gefist vel norðanlands. Sunnanlands væru ekki allir á eitt sáttir um háliðagras, og væru sumir andvígir því. — Vel mætti vera, að þessi mismunandi afstaða orsakaðist af því að þessi grasteg- und hentaði betur, þar sem þurr- viðrasamt væri og hún sprytti seinna úr sér. Skógræktargirðingar. um styrk til þess að girða skóg- ræktarlönd og til skóggræðslu. Fé það, sem Alþingi hefur ætlað til þessara styrkja, hefur hvergi nærri hrokkið til þess að mæta eftirspurninni, og skoraði Búnað- arþing því á Alþingi að hækka fjárveitinguna svo að þessi að- stoð við skógræktina í landinu komi að fullum notum. Þá lagði Búnaðarþing til að í skógræktarlögin yrðu sett nánari ákvæði um gerð skógargirðinga og skyldur eigenda að hafa þær fjárheldar. Þessi krafa er sprottin af reynslu síðustu ára og af mála- rekstri af komu fénaðar í skóg- arlönd, um ófjárheldar girðingar. Er nauðsynlegt að þessi ákvæði séu skýr allra hluta vegna. Sala garðávaxta. Búnaðarþingi þótti reynslan hafa sýnt að ekki væri nógu gott skipulag á sölu garðávaxta í landinu, grænmetis og gróður- húsaframleiðslu, og lagði því til að innlendum matjurtaframleið- endum yrði veitt sama stoð í lög- um til skipulagningar framleiðslu og sölu afurða sinna, og mjólkur- og kjötframleiðendur njóta. Skor- aði þingið á landbúnaðarráðherra og framleiðsluráð landbúnaðarins að vinna að því að nýjum kafla um þetta atriði verði sem allra fyrst bætt við lögin um kjöt- og mjólkurframleiðslu. Starfsíþróttir. Búnaðarþing taldi keppni í starfsíþróttum athyglisverða nýj- ung, sem líkleg er til þess að vekja áhuga og virðingu æskunn- ar í landinu fyrir hinum ýmsu starfsgreinum landbúnaðarins og hafa uppeldisleg áhrif. Búnaðarþing mælir því með því að efnt verði til slíkrar keppni hér á landi og ákvað að B. í. skyldi gefa farandbikar til þess að keppa um. Er ætlast til að það héraðssamband ungmennafélag- anna, sem hæsta stigatölu hlýtur í slíkri keppni á landsmóti UMFÍ, hreppi bikarinn, en þingið taldi af ýmsum ástæðum eðlilegast að ungmenanfélögin tækju þetta mál upp á arma sína. Búnaðarþing lagði ennfremur til að skipuð verði fjögurra manna nefnd til þess að semja keppnisreglur og skipi hana' fulltrúar landbúnaðar- ráðuneytisins, UMFÍ, B. í. og Stéttarsambands bænda. Framleiðsla Fenjagass. Erindi barst frá þýzkum manni, að fá að reisa hér á landi útibú frá þýzku fyrirtæki, er smiði vél- ar til að framleiða fenjagas í þarfir landbúnaðarins. Búnaðar- þing gat ekki tekið ákvörðun í þessu máli vegna ófullnægjandi upplýsinga, en fól stjórn B. I. að afla þeirra. Leiði athugun í ljós, að þarna geti verið um ódýra orku að ræða fyrir sveitabýli, sem ekki eiga von á orku frá al- menningsrafveitum, taldi Búnað- arþing rétt að mæla með því að dvalar- og atvinnuleyfi verði veitt til þess að hefja þessa fram- leiðslu hér. Atvinnufræðsla í framhalds- skólum. Að lokum drap Ólafur á álykt- un Búnaðarþings um atvinnu- fræðslu í framhaldsskólum, sem hann taldi hið merkasta mál. — Milliþinganefnd hafði haft mál þetta til meðferðar og samþykkti Búnaðarþing tillögu hennar um að skora á næsta Alþirigi að skipa milliþinganefnd til að endurskoða fræðslulöggjöfina og verði í þeirri nefnd einn maður af hálfu land- búnaðarins. Búnaðarþinng vildi að eftirfarandi atriði yrðu tekin til greina við endurskoðun lag- anna: Tekin verði upp í öllum framhaldsskólum, fræðsla um höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Ákvæðum. fræðslulaganna um skólaskyldu 13—15 ára barna breytt í heimild fyrir viðkom- andi fræðsluhéruð, og þar sem slík heimild vcrður notuð, Sunnanblöðin geta þess, að ís- lenzka listsýningin í Briissel veki athygli Qg sé gpð kynning á ís- lenzkri list. Gott er það, að Belgíumenn vaða ekki lengur í villu og reyk hvað þetta áhrærir, en því miður eru líkindi til þess að margir íslendingar geri það og þekki harla lítið til íslenzkrar myndlistar. Ástæðan er einfald- lega sú, að nú um skeið hefur minna verið gert að því að kynna þeim þessa listgrein, þ. e. a. s. fólkinu, sem utan Reykjavíkur býr. Óraangt er síðan nokkur af hinum „stóru“ í íslenzkri mynd- list hafa sýnt verk sín utan Reykjavíkur ,og ekki virðist lista- safn ríkisins telja það hlutverk sitt, að gefa fólki úti á landi tæki- færi til þess að kynnast úrvals- verkum meistaranna. Líklegt má telja, að ástandið í heimi tónlist- arinnar væri ekki ósvipað hvað fólkinu úti á landi við kemur, ef ekki nyti hér við sérstakra sam- taka, er láta sig þau mál skipta. Ósennilegt er til dæmis að kúnn- ustu tónlistarmenn þjóðarinnar legðu það á sig að koma hingað til hljómleikahalds, ef þeir nytu ekki uppörvunar og aðstoðar þessara samtaka. Starf Tónlistarfélagsins hér vekur þá spurning, hvoft við þuffum ekki.annað félag, er hefði það takmark að; kynna okkur myndlist samtímans, eða hvort Tónlistarfélagið ætti ckki að færa út kvíarnar og láta, fleiri listgreinar til sin taká. Þetta er vissulcga engin fjar- stæða. Menn voru margir dauf- trúaðir á að Tónlistárfélagið hvert verði styttur. Loks að at- hugað verði hvaða raun lands- próf hafi gefið og hvort rétt sé að halda því áfram. Á meðan slík endurskoðun fæst ekki framkvæmd, vildi Búnaðarþing að B. í. leitaði samvinnu við Stéttarsamband bænda um erindaflutning um landbúnað í öllum framhalds- skólum landsins. Séu valdir til þess færir memi og fræðslu- málastjóra og forstöðumönnuin skóla gefinn kostur á slíkum erindaflutningi og ennfremur að fengnar verði innlendar og crlendar landbúnaðarkvik- myndir til sýningar í skólum. Onnur mál. Af öðrum málefnum, er Búnað- arþing f jallaði um, og ekki er rúm til að rekja hér að sinni, má nefna kornmölun, alifuglarækt, korn- y rk j umál, m j ólkurflutningamál og endurbætur vega, fram- kvæmdir á ríkisjörðum, aukin fjárráð ræktunarsjóðs, varnir gegn gin -og klaufaveiki, smjör- sölumálin og fjárskiptamál. Ólaf- ur Jónsson drap á þau öll í ræðu sinni, en eigi er rúm til þess að rekja þau nánar að sinni og lýkur hér að segja frá þessum fróðlega fundi í bændaklúbbnum á Akur- eyri og hinni greinargóðu skýrslu Ólafs Jónssonar um störf -síðasta mundi gera nokkurt gagn, er það var stofnað. Nú verður því ekki í móti mælt, að fyrir starfsemi þess hefur bæjarmönnum gefizt kost- ur á að njóta ágætrar hljómlistar, sem annars hefði farið fram hjá okkur að meira eða minna leyti. Ef Tónlistarfélagið fengi áhuga fyrir því að kynna bæjarmönnum hið bezta í íslenzkri myndlist, er mjög líklegt að kunnir málarar fengjust til að koma hingað með verk sín annað slagið. Þeir ættu þá vísan stuðning hér og aðstoð við undirbúning sýningar. Þeir vissu fyrirfram, að aðsókn mundi verða góð. Þannig væri steininum lyft úr götunni og líkindin fyrií því að við hér nyrðra gætum not-í ið góðrar myndlistar einu sinni til tvisvar á ári, væru stóraukin. —o— Þótt eg hafi hér nefnt Tónlist- arféalgið, er ekki þar með sagt, að forráðamenn þess séu skyldir til að taka þetta mál upp á arma sína. Þeir hafa þegar gert vel. En fordæmi þeirra sýnir, hvað hægt er að gera. Á meðan opinberum forvígismönnum í höfuðstaðnum þykir meii'a um vert að kynna út- lendingum íslenzka myndlist en sinni eigin þjóð, eru litlar líkur að nokkuð gagnlegt af þessu tagi fljóti að okkar fjörusteinum nema við verðum okkur úti um það sjálfir. Félagsskapur áhuga- manna á borð við tónlistarsam- tökin er líklegasti aðilinn til þess að verða þarna að liði. Og kann- ske vilja þeir góðu menn, sem hafa fengið góða hljómlistarmenn til þess að heimsækja okkur á liðnum árum, greiða götu málar- anna með sama hætti? í skógræktarlögunum er ákvæði vissu, hve margir bændur eru.ium að heimilt sé að veita bænd- verði áherzla lögð á verklegt nám. Námstími í skólum ár1 Búnaðarþings. Ú R BÆNUM: Starfserai Tónlistarfélagsins og kynni bæjarmanna af rayndlist

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.