Dagur - 25.06.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 25.06.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. júní 1952 D AGUK 5 Mikill viðbúnaður til ai taka á móti síldinni á Norðauslurlandi En hún getur „platað44 menn enn, segir Óskar Halldórsson útgerðar- maður í þessu spjalli við Dag Blaðið náði á dögunum tali af Óskari Halldórssyni útgerðar- manni, er hann staldraði hér við dagstund á leið frá Raufarhöfn til Reykjavíkur, og spurði hann um síldina, hvar hún væri og hvort hún kæmi. En Oskar varðist allra frétta, sagði það eitt, að hún væri svo sem vís til að „plata mann“ núna eins og svo oft áður. Annars vantaði svo sem ekki viðbúnaðinn til að taka á móti henni, a. m. k. ekki á Raufarhöfn, en þangað hefur Óskar nú flutt aðalbæki- stöð sína'í síldinni. Frá Siglufirði til Raufarhafnar. — Eg er hættur á Siglufirði, sagði hann. Sendi bæjaryfirvöld- unum símskeyti á gamlársdag síðastliðinn og þakkaði viðskiptin í 32 ár og lét þess getið, að eg mundi ekki koma þar aftur með atvinnurekstur. Þeir tóku .nefni- lega upp á því þar að leggja á mann þéttingshá útsvör, enda þótt maður stæði í stórfelldum taprekstri á sfldinni. Gat ekki fellt mig við svoleiðis vinnubrögð, kvaddi og fór. Nú er maður kom- inn í atvinnurekstur á Raufar- höfn og þar stendur mikið til í ár, miklu meira en í fyrra. Það er verið að stækka gömlu síldar- þlönin um helming og byggja nýja stöð. Þá hefur Raufarhafn- arhreppur leigt dýpkunarskipið Gretti og er ráðgert að dýpka innsiglinguna í höfnina og verða þetta framkvæmdir, sem kosta rriikið fé. — Nú, af mér er það að segja, að eg sá það í fyrra, að fólkið að sunnan getur varla hafst við úti í norðaustannepj- unni þarna fyrir austan. Það var aðeins í fáa daga í fyrra, sem menn voru ekki með munnherkju þar, að minnsta kosti við Sunn- lendingamir, en við vorum líka margir, um 70 stúlkur og 20—30 karlmenn. Eg hef því, á minni söltunarstöð, hafizt handa um að bj'ggja yfir fólkið, þ. e. a. s. koma vinnunni við söltunina undir þak. Þetta er heilmikið hús, 17x40 metrar að stærð, og verður nú í fyrsta sinn á Norðurlandi öll söltunin í húsi. Eg geri mér vonir um að mikið verði um að vera þarna fyrir austan í sumar. í fyrra voru þar 120 stúlkur við söltun, í ár a. m. k. 240. Þar var söltuð mei'ri síld í fyrra af þessu fáa fólki en í sjálfum Siglufirði. Þetta er athyglisverð staðreynd. Erindi þitt hingað? Ertu að hugsa um atvinnurekstur hér? — Ekki í síld að minnsta kosti. Eg dvel annars aldrei lengi í senn liér á Akureyri. Hef aldrei kunn- að neitt sérlega vel við mig hér, þetta er mikið skóla- og mennta- setur, en eg kann betur við grút- ar- og slorlyktina. Lítið um hana hér. Nóg um það. Mín ferð hingað stendur annai’s ekki beinlínis í sambandi við nein plön hér á Akureyri — þótt maður kunni e. t. v. að hafa einhver slík á bak við eyrað — nei, eg kom hér bara við á leið suður. Kom frá Kópa- skeri með línuveiðaranum Straumey, sem þið hér þékkið. Þegar eg kom þangað um borð fór eg að hugsa um það, að stundum geta blöðin komið ýmsu til leiðar og líklega eru þau meiri þáttur í þjóðlífinu en margur heldur. Og þið blaðamennirnir gegnið þá líka ábyrgðarstarfi. Utvegsbóndinn í Görðum og blöðin. Þessar hugleiðingar komu til af því, að skipstjóri á Straumey er Jón Sigurðsson frá Görðum á Seltjarnarnesi, en hann er sonur Sigurðar útvegsbónda og skútu- skipstjóra á sama stað. Fyrir nokkrum árum birtist viðtal við Sigurð í Morgunblaðinu, ritað af Valtý Stefánssyni ritstjóra. Eftir að eg hafði lesið þetta viðtal verð eg að segja það eins og er, að við- talshæfileikar Valtýs náðu í þetta skipti hámarki að mínum dómi, enda var mótparturinn, Sigurður útvegsbóndi, svo frumlegur í sinni frásögn, að sjaldan er á slíkt að hitta. Grein Valtýs um það, hvernig blaðaviðtal verður til, og þetta viðtal við Sigurð úr Görð- um, ættu að vera í lesbókum fyr- ir unglinga. Þannig er þar á mál- um haldið. Svo var það eitthvað þremur árum seinna, að eg hitti Vilhjálm S. Vilhjálmsson rithöf- und og benti honuih á, að hann mundi sjaldan á ævinni eiga þess kost að hitta slíkan menn sem Sigurð útvegsbónda í Görðum, menn, er ætti jafn stóra sögu og hann frá gamla tímanum og þeirri víkingaöld, sem þá gekk yfir og núverandi þjóðfélag er að veru- legu leyti byggt á. Og nú veit eg ekki betur en þessi góði maður sé að rita ævisögu Sigurðar útvegs- bónda eftir frásögn hans sjálfs. Og eg þori að fullyrða, að þar fær þjóðin betri lýsingu á þjóðháttum hins eldri tíma en nú er til, og bók, sem vert er að lesa. Þetta atvik sannaði mér, að upphaf margra góðra mála er hjá blöð- unum og því má gjaman halda á lofti. En hefur þú ekki sjálfur eitt- hvað að segja um gamla tímann? — Eitthvað mætti kannske segja. Hef til dæmis haft síldar- rekstur hér fyrir norðan í 32 ár og gengið misjafnlega, ýmist ver- ið ríkur eða fátækur. Það var í þá daga, að maður fór á hausinn ef mikil síld fiskaðist. Það komst ekkert lag á síldarútveginn fyrr en síldarverksmiðjur ríkisins' voru stofnaðar. Já, og svo er margs að minnast, sem ekkert er tengt síldinni. Það mætti sitt hvað segja, ef út í það væri far- ið. — En nú er ekki tími til þess að rifja fleira upp. Flugvélin er að fara eftir fimm mínútur og Óskar verður að hafa hraðann á að ná henni, því að á Akureyri vill hann ekki dvelja lengur en nauð- syn krefur. — Jú, jú, það er svo sem ágættfólk hérna, segir hann, það eg til þekki, en eg kann bara ekki við staðinn. — Og þar með Þökk sé stjórnendum Þjóð- leikhússins fyrir það, að þeir hafa nú þegar sýnt ýmsa við- leitni í þá átt að gera þessa stofn- un — svo merk og þýðingar- mikil sem hún hlýtur að vera og verða á ýmsan hátt fyrir list og menningu í landinu — annað og meira en bæjarleikhús fyrir höfuðstaðinn, sem vissulega væri fullgilt og merkt viðfangsefni hverju leikhúsi á sína vísu, en þó ekki það verkefnið, sem Þjóð- leikhúsi er einhlítt, ef það á ekki að kafna undir sínu veglega sæmdarhéiti. Hér gefst ekki færi á að ræða það almennt að sinni, hvað Þjóðleikhúsið íslenzka hef- ur þegar gert — né héldur hitt„ hvað það kann að hafa ógert látið — í þessum efnum, enda naumast fært að byggja nokkrar víðtækar ályktanir né spádóma á þeirri litlu reynslu, sem af þessu er fengin á því harla skamma skeiði, sem þegar er runnið, síðan þjóðleikhús tók hér fyrst til starfa. — En víst er. hitt og vafalaust, að með leikför- inni hingað er rétt stefnt og rakleiðis í þessa átt, og mættu gjarnan fleiri tíðindi af sama tagi gerast fljótt og oft aftur, bæði hér og sem víðast annars staðar á landinu, þegar því vindur hann sér út úr dyrunum og er horfinn. En við eigum enn ýmislegt vantalað, en það verður þá að bíða síns tíma. Óskar á eft- ir að koma hér aftur innan tíðar og alltaf er gaman að spjalla við hann. Þótt árin séu farin að fær- ast yfir hann er hann í andanum eins og ungur maður, fullur af nýjum hugmyndum um ýmislegt, sem felur í sér möguleika fyrir ís- lenzkan atvinnurekstur. Það er alltaf hægt að drífa upp penihga á íslandi ef menn bara vita, hvernig þeir eiga að bera sig til við það. Það hefur Óskar Hall- dórsson sannað með öllu sínu hrauki og bramli bæði fyrir sunnan land og norðan. Og hver getur nú sagt, hversu oft hann ihefur fitjað upp á einhvei-ju nýju í okkar sjávarútvegsmálum, sem til gagns hefur orðið fyrir alla þjóðina? verður með nokkru móti við komið. Af gildum ástæðum hlýtur það ávallt að vei-ða mjög 1;akmark- aður hluti sjónleikja þeirrá, er Þjóðleikhúsið tekur til meðferð- ar, sem hugsanlegt er að fara með út á land í leikför sem þessa. Hugsanlegt er — og jafn- vel líklegast — að þorri þeirra leikrita, sem almenning utan höfuðstaðarins kynni hvað helzt að fýsa að sjá af þeim verkum, sem þar verða tekin til meðferð- ar á hverjum tíma, komi alls ekki til greina í uppfærslu þess utan veggja hins stóra og full- komna leiksviðs, sem af góðum og gildum ástæðum verður ekki „pakkað saman“, og stungið inn í eirihvern vörubílinn og flutt á fjarlægt landshorn. Um svo sjálf- sagðan hlut þýðir hvorki að fóst né mögla. En þeim mun gleði- legra er það, þegar svo ber við, að eitt öndvegisrit leikbókmennt- anna reynist að þessu leyti í hinum litla og harla afmarkaða „hreyfanlega hluta“, sem komið verður að ytra borðinu fyrir á vörubílspalli, þótt snilld sjálfs höfuðmeistarans, Ibsens gamla, verði hins vegar naumast nokkur venjuleg takmörk sett, hvorki í tíma né rúmi. Og sízt dregur nað úr gildi slíks bílfarms — heldur var það auðvitað aðal- atriðið, eins og hér var í pottinn búið — að með honum fylgdi ágætt sýnishorn ýmissa hinna snjöllustu og þaulreyndustu leik- ara þessa lands og það, sem ný- stárlegast var og merkilegast í þetta sinn — sjálf Segelcke, hin fræga og stórsnjalla norska leik- kona. Vafalaust er það rétt og aðeins hógvær og yfirlætislaus lýsing staðreynda, sem landi hennar, Olav Kielland, hljómsveitarstjóri, orðar svo í grein sinni um lista- konuna, er fylgir leikskránni: „Tore Segelcke þarf ekki túlk. Hún er mikils metin alls staðar á Norðurlöndum. Sennilega er hún fremst allra leikkvenna í Noregi. En hún er miklu meira: hún er dásamlegt vitni um rétt einstaklingsins til frelsis, sann- lejka og fegurðar. .. . Og hver sá, sem lifað hefur skinandi list hennar og fundið hefur vængja- itak hugarflugs hennar, segir ó- sjálfrátt eins og Bjöm Bjömsson: „Elskaða Tore. Guðinn Amor, alls ráðandi og allt vitandi, held- ur þér um hönd, þess vegna gengur þú öruggum og sviflétt- um skrefum gegnum lífið.“ Nei, Tore Segelcke þurfti sann- arlega engan túlk, hvorki í einni eða annarri merkingu. Ekki einu sinni hér, þar sem hún ein mælti þó á framandi tungu. Og undar- lega eðlilega féll hið hreimmikla og svipúðga norska ríkismál, — mál hennar og Ibsens í einingu, — saman við íslenzkuna okkar, svo að menn gleymdu því næst- um eða alveg á stundum, að hér ■voru tvær frændtungur, en þó harla ólíkar um margt, talaðar í sömu andrá að kalla, án þess að harkalega stingi í stúf að •nokkru leyti. — Á vissum augna- blikum, þegar andinn og listin tala, geta ólikar þjóðtungur þannig fallið í einn og sama far- veg tilfinninga, vitsmuna og sterkra, sálrænna átaka. Af ýmsum ástæðum gerist þess engin þörf að lýsa Brúðuheimili Ibsens fyrir öllum þorra manna hér um slóðir. Og vel mátti það rifjast upp fyrir okkur Akureyr- ingum í samibandi við sýningu þess nú, að ekki er langt um liðið, síðan okkar eigin leikarar, með Oldu heitina Möller í aðal- hlutverkinu þó, léku þennan leik hér og í Reykjavík, og gerðu hlutverkunum flestum aílveg ótrúlega góð skil, þegar sann- gjarnt tillit er tekið til allra að- stæðna. Þess gerist heldur engin þörf að fara mörgum orðum í stuttri leikfregn — sem alls ekki er hugsuð eða skrifúð sem nokk- ur leikdómur eða gagnrýni, að fara mörgum orðum um frammi- stöðu reykvísku leikarapna, sem hér fóru með önnur hlutverk leiksins. Landslýðurinn þarf ekki að láta segja sér það sem einhver nýmæli, að þau Arndís Bjöms- dóttir, Bryndís Pétursdóttir, Þóra Borg, Indriði Waage og Valur Gíslason eru traustir og ágætir leikarar, hvert á sínu sviði, enda i(Framhald á 7. síðu). Leikför Þjóðleikhússins til Akurevrar: Brúðulieimili Ibsens Leikstióri og aðalleikandi: Tore Segelcke I. Waage (dr. Rank), Valur Gíslas. (Helmer), Tore Segelcke (Nóra).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.