Dagur - 25.06.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 25.06.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 25. júní 1952 D AGUR 7 MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). ekki hefur mátt sjást, því að það hefur verið klippt framan af myndinni, svo að einungis sjást stafirnir oscow og lítið horn af upphafsstaf, sem að líkindum hefur verið M. Hvað var það, sem lesendurnir máttu ekki sjá? ....” Þannig spyrja ekki nema frómir menn. Það var ekkert, sem les- endurnir máttu ekki sjá, herra tónskáld. Það var bara það, að stafurinn M fylgdi þessum hluta fyrirsagnarinnar í hinu ameríska blaði og Degi fannst ástæðulaust að láta hann fylgja myndinni eins og hala á kú, því að enginn var fróðari þótt hann sæi hina ensku fyrirsögn lengri en styttri. Mynd in var hér aðalatriðið. Þetta er allur hinn voðalegi leyndardómur og hinn stórkostlega blekking. Af skrifum Áskels sést, að hann hef ur ekki fremur en önnur ritstjórn Verkamannsins farið að þeim ráð leggingum Dags að lesa greinina í heild í hinu ameríska blaði, sem fæst í bókaverzlunum. Ef hann hefði gert það, þurfti engar get- sakir um blekkingar og klippta bókstafi. Annars er Dagur ásáttur að láta þessu þvottasnúrumáli lokið. Það er ekkert spaug að fást við mann, sem er svo skyggn á hlutina, að hann getur skrifað heila bók um „land lífsgleðinnar" eftiv nokk ufra daga dvöl þar. Slíkt er ekki • % ' ' ' ‘; ,w á færi annarra en mikilla tfú manna. Sumir hafa veigrað sér við því að skrifa heilar bækur um fjarlæg lönd eftir margra ára dvöl. Þeir hafa ekki átt trú hjart ans á dýrðina. Fokdreiíar Framhald af 4. síðu) þekkingar á bókmenntum allra Norðurlandanna. Sá hluti norsku þjóðarinnar sem berst fyrir sigri hins sann- norska máls í landinu, finnur og veit, hvers virði íslenzkan og ís lenzk menning er norsku þjóðinn: í þeirri þjóðemisbaráttu. Það væri okkur íslendingum varan- legur orðstír, ef við vildum leggja þeim frændum okkar lið, mæta þeim miðra garða í þeirri þjóð- ernisbaráttu, án þess að við missum marks sjálfir í fræðslu málum okkar og menntunarvið- leitni, nema síður sé. Mér er það ljóst ,að ýmsir agn- úar eru á því nú hjá okkur, að breyta skyndilega um kennslu Norðurlandamáli í framhalds- skólunum okkar. M. a. er það rétt hjá höfundi Fokdreifa, að okkur skortir kennara í nýnorsku, en úr því yrði fljótlega bætt með hjálp Norðmanna, ef við á annað borð vildum breyta til, spara okkur fúlgur fjár og mikinn tíma tungumálanáminu og kennslunni — og ná betri árangri. — Með þökk fyrir birtingun. Þorsteinn Þ. Vigiundsson.“ ÞÓTT „DAGUR“ telji að vísu ekki ástæðu til að fara sérlega mörgum orðum um þessa nýju greinargerð eða rökstuðning skólastjórans fyrir hinni nýstár legu tillögu hans, mun þó nokkru hánar verða vikið að þessu máli híæsta blaði, þar eð rúm leyfir ádfi,'"aS 'jjá’ð ^sé gefi ífð'þéSsÖ' sinni. Ánnast nýlagnir ÚR BÆ OG BYGGÐ í íbúðarhús, verksmiðjur, skip, og viðgerðir á raflögnum og heimilistækjum. Guðjón Eymundsson, rafvirkjameistari, Bjarmastíg 13. — Sími 1048. Sportsokkar t nýkomnir Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. Til sölu er flugskýli Flugfélags íslands h.f. á Melgerðismel- um, ef viðunandi tilboð fæst í eignina. Tilboðum ber að skila á skrifstofu félagsins á Akureyri fyrir 10. júlí næstkomandi. Flugfélag íslands h.f. Kápuefni Rifflað flauel (5 litir) Gabardine Rayon Satin (í regnkájrur) VERZLUN B. LAXDAL Ensku kveii-sportlnifiirnar, úr rifflaða flauelinu, eru þægilegustu höfuðfotin til sumarferðalaga. VERZLUN B. LAXDAL Um næstu helgi: Fallegir Gabardinefrakkar og breið lakkbelti í mörg- um litum (ný Parísartízka). VERZLUN B. LAXDAL Ódýrt! - Ódýrt! Sportdragtir úr sterkum efnum. Kr. 400.00 Flauelskápur kr. 600.00. Fermingarkápur kr. 380.00 VERZLUN B. LAXDAL Nýkomið: Bifreið til sölu MORRIS-bifreið, módel ’47, nýstandsett, til sölu. fjpplýsingaa,' 'í sírna 1285 eðal 1651. Frá N. F. L. Á. Þeir félagsmenn, er óska eftir að fá skammt af HUNANGI vitji þess næstu daga í Vöruhúsið li.f. Nýlon-garn Ullargarn Bómullargarn Ásbyrgi h.f. Karlmannajakkar úr riffluðu flaueli. VERZLUN B. LAXDAL Gabardineföt Karlmannaskyrtur Hálsbindi. Fjölbreytt úrval. VERZLT N I!. L.4XDAI; Enskar dragtir með sólplisseruðuin pilsum. Nýjasta tízka. VERZLUN B. LAXDAL Kirkjan. MessaS í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. . — F. J. R. Áheit á Akurcyrarkirkju. Kr. 100.00 frá H & H. Þakkir Á. R. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá S. J. Mótt. á afgr. Dags. Gjöf til nýja sjúkrahússins á Akureyri, frá kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Ak., fyrir kaffi- sölu á sjómannadaginn, kr. 1424.07. Áheit á Strandarldrkju. Kr. 25 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Sólhehnadrengurinn. Kr' 50 frá Friðbirni. Mótt. á afgr. Dags. Til Strandarkirkju. .Rr. 10.00 frá Birnu Friðriksdóttur. Mótt. á afgr. Dags. Golfklúbbsfélagar! .— Upphaf ShelIolíubikarRep"þhinnar fimmtu daginn 25, þ. m. kl. 8 e. ih. Keppni um Mickeyscup lauk laugardaginn 21. þ. m. Sigurveg- ari varð Jakob Gíslason.. 2. Ágúst Ólafsson. Fundur verður í Iðnaðarmanna- félagi Akureyrar miðvikud. 25. júní kl. 8.30 e. h. í Gagnfræða- skólanum. Fundarefni: Hækkun iðgjalda og fleira. — Stjórnin. Frá Kvenfél. Hlíf. Gjafir til Pálmholts: A. M. kr. 100.00, J. P. kr. 100:00, M. S. kr 0000, tvö veggteppi frá R. O. Björnsson. — Kærar þakkir. Stjórnin. Frá Skyndihappdrætti Þórs. - Eftirtalinna vínningsnúmeiia, he{ ur enn éldci -vfefi&-vkjájíí 'Vhirt- ingur nr. 28 kom upp á nr. 1050 nr. 4 á nr. 1214, nr. 49 á nr. 2829 nr. 48 á nr. 4609, nr. 24 á nr. 4724 nr. 39 á.m-, 8864, nr. 6 á nr. 40416 nr. 7 á nr. 10396, nr. 42 á nr, 10860, nr. 35 á nr. 10879, nr. 41 á nr. 11791, nr. 14 á nr. 11930. Vinninganpa • sjí;' vitjað íil, JóAs Kristinssðnai” ra'k&raméistara. (Birt án ábyrgðar). Minningarlundúr Bólu-Iljálm ars. Unnur Sveinsdóttir, Hafnan stræti 88, kr. 20.00. — Svéinborg Sveinsdóttir, Hafnarstr. 88, kr 25.00. — Ingvar Eiríksson, Norð- urgötu 19, kr. 50.00. — Brynjlóf- ur Sveinsson, Skólastíg 12, kr. 50.00. — Anna Helgadóttir, Munkaþverárstræti 33, kr. 20.00. — Friðrik Jónsson, Laxagötu 2, kr. 25.00. — Rósfríður Guð- mundsdóttir, Strandg. 5, kr. 50.00. — Lilja Sigurðardóttir, Strandg. 33, kr. 50.00. — Halldóra Jónsd., Strandg. 49, kr. 25.00. — Valgerð- ur Jóhannsd., Helgamagrastræti 44, kr. 30.00. —' Ingimar Þorkels- son, Gránufélagsg. 39, kr. 50.00. — Guðrún Eiríksdóttir Gránu- félagsg. 39, kr. 25.00. — Guðrún Árnadóttir, Oddeyrargötu 36, kr. 50.00. Þið, sem ætlið úr bænum á sunnudaginn, munið að kjósa áður en þið farið. Utankjör- staðarkosning alla daga á bæj- arfógetaskrifstofunni. Gjöf til Æskulýðsfclagsins. Kr. 100.00 frá N. N. Kærar þakkir. — P. S. Húsfreyja í miðbænum hefur beðið blaðið að spyrja bæjaryf- irvöldin að því, hvenær þau ætli að hefjast handa um að gera leikvöll þann þar, sem þegar er búið að samþykkja að gera og mikil þörf er fyrir. — Blaðið beinir spurningunni til réttra aðila. Togararnir: Svalbakur kom inn í fyrradag með um 200 tonn af saltfiski eftir skamma útivist. Veiddi hann hér við land. Kald- bakur er á heimleið af Græn- landsmiðum með góðan afla. Harðbakur er á Grænlandsmið- um. Áheit á nýja sjúkrahúsið á Ak- ureyri. " Kr. 25.00 frá N. N. og áheit á Lögmannshlíðarkirkju kr. 25.00 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Fyrstu síldveiðiskipin eru farin út. Eru það Særún og Ingvar Guðjónsson frá Siglufirði. Ekki hafði frétzt um veiði hjá þeim í gær. En bátar eru farnir að fá lítilsháttar af síld í reknet. Akur- eyrarskipin húast á veiðar. „Jör- undur“ mun væntanlega fara út á morgun og svo hin hvað úr hverju. Stórt herbergi til leigu. — Afgr. vísar á. Uppþvottavél tiTsölu. V >, * Bx-flgi £Ívk.SSQ>ls Sími 1612. Hcstamannafélagið „Léttir“ bið- ur þá, sem ætla að fara á Fjórð- ungsmótið á Sauðárkróki þ. 6. júlí, að gefa sig fram við undir- ritaða fyrir næstk. sunnudag, og þá um leið láta vita, hvort þeir ætla á hestum eða bílum. Þétta er áríðandi að gert verði fyrir ofan- greindan tíma, vegna fyrir- greiðslu á leiðum og á mótstaðn- um. Bjarni Kristinsson, Ingólfur Ármannsson, Júlíus Pétursson, símar 1080 og 1279. — Ath. Þá eru þéir, sem ætla að setja hesta á kappreiðarfiar, beðnir að tilkynna það fyrir næstk. • laugardag ;til Páls Jónssonar, Túngötu 6, sími 1558, eða til Vilhelms Jensen, Gránufélagsgötu 41, sími 1985. Til þrastahjónanna: Kr. 10.00 frá Guðmundi.: — Kr. 10.00 frá Frímanni. — Kr. 10.00 frá Gunn afi. — Kf.TO.OÖ !fará Jenny. - Kr. 25.00 fr: E. S. - Brúðuheimili Ibsens (Framhald af 5. síðu). reyridist það svo hér og nú sem þar og ætíð áður. En eg get þó ekki stillt mig um að geta að endingu — og alveg sérstaklega — um leik Haraldar Björnssonar í hinu ömurlega en þó áhrifa- rika og vandasama hlutverki ógæfumánnsins — jafnvel mann- hraksins, í heimsins augum —• Krogstads málaflutningsmanns. Slíka hlutverk virðist ekki gimi- legt né liklegt til frægðar og vin- sælda. En í mínum augum lagðist þar alt á eitt, gervið og leiksnilld- in, að meitla úr þessu harða bergi enn eina þeirra ógleymanlegu mynda, sem við eignumst stund- um, þegar bezt tekst til, í leik- húsinu — mynda, sem standa, þegar ýmsar hinna glæsilegri og gleðilegri svipmynda slíkra stunda eru löngu fölnaðar, upp- litaðar eða\að fullu gleymdar. Mér þótti sem Haraldur hefði með list sinni leitt mig inn í þetta hrjúfa,kalda og ömurlega berg og sýnt mér í nýju og-skjæru ljósi, að inn í klettinum sló heitt og viðkvæmt mannshjarta, slegið ógn og skelfingu þeirrar verald- ar, sem heimurinn getur vissu- lega breytzt í, þegar atvik og ör- lög kreista fastast, og til forherð- ingar, hvern brest, sem finnast kann þó í hverri mannssál, þegar öllu er á botninn hvolft. Leikhúsgestir munu vissulega kunna Þjóðleikhúsinu og öllu leikfólkinu hinar beztu þakkir fyrir komuna norður hingað. — Farið heil og komið fljótt aftur með nýtt snilldafverk og nýja snillinga í handraðanum! Leikhúsgestur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.