Dagur - 25.06.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 25.06.1952, Blaðsíða 1
Kjósendur, sem ekki verð'a hcima 29. júní, munið að kjósa strax hjá bæjarfógeta! Minningarspjöld Land- græðslusjóð's fást í Bókaverzl. Eddu. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. júní 1952 26. tbl. Um þá er kosið næstkomandi sunnudag úí á Eand er lokið Allir þátttakendur ánægðir mcð þær viðtökur, sem „Brúðuheimilið“ hiaut hér Ásgeir Ásgeirsson. Bjarni Jónsson. Gísli Sveinsson. Kjör forseta Éslands hefst um fand alit klukkan 10 á sunnudagsmorguninn - talning 1. júlí A Akureyri verður kosið í GagnÍFæðaskólanum við Laugargötu Kosning forseta Islands fer sem kunnugt er fram næstkomandi sunnudag, 29. júní, og verður kjörfundur settur uin land allt klukkan 10 árdegis og er búizt við jiví að kosningin standi langt fram á kvöld eins og við almenn- ar Alþingiskosningar. Hér á Akureyri verður kjör- fundur settur í Gagnfræðaskóla- húsinu við Laugargötu klukkan 10 árdegis. Um undanfarin mörg ár hefur kjörfundur verið í Sam- komuhúsi bæjarins, en ógerlegt er að nota húsið til þess, síðan því var breytt í leikhús með föstum sætum. í Gagnfræðaskólahúsinu er rúmgott og ætti að vera auð- velt að koma kjörklefum fyrir þar, svo að vel fari. Á kjörskrá hér á Akureyri eru nú 4316 menn, en af þeim eru einhverjir, sem ekki fá kosninga- rétt fyrr en síðar á árinu. í yfir- Þjóðarviljiiin ræður - segir Bjarni Bene- diktsson Síðastl. föstudagskvöld var Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra spnrður að því á fundi á Selfossi, hvað ríkisstjómin mundi gera ef Ásgeir Ásgeirs- son yrði kosinn forseti íslands. Hann svaraði spurningunni þannig, að stjórnin mundi þá að sjálfsögðu Iíta á það sem þjóð- arvilja, sem ríkisstjóminni hæri að beygja sig fyrir, stjórn- in mundi því ekki scgja af sér þótt úrslit forsetakjörsms yrði þessi. í gær skýrir svo Alþýðu- blaðið í Beykjavík frá því, að það hafi borið þessi ummæli undir utanríkisráðherrann, hvort þau væru rétt eftir höfð, og hafi hann staðfest að svo væri. kjörstjórn hér á Akureyri eru Friðjón Skarphéðinsson bæjar- fógeti, dr. Kristinn Guðmundsson skattstjóri og Kristján Jónsson fulltrúi. í Eyjafjarðarsýslu eru 3152 á kjörskrá. Kjördeildir verða fleiri en ein í sumum hreppum. f yfir- kjörstjórn eru Sigurður Guð- jónsson bæjarfógeti, Valdimar Pálsson hreppstjóri og Eiður Guðmundsson hreppstjóri. TALNING. Ákveðið er að talning at- livæða um land allt fari ekki fram að kosningu lokinni eins og venja er við Alþingiskosn- ingar, heldur hefst hún kl. 9 árd. þriðjudaginn 1. júií og verða úrslit væntanlega kirnn síðdegis þann dag og í öllum kjördæmum. Forsetaefnin ávarpa þjóðina í útvarpi Annað kvöld kl. 20.30 hefst út- varp á ávörpum frambjóðend- anna þriggja til forsetakjörs, og flytur hver 30 mínútna erindi. Utvarp þetta stendur því til kl. 22 annað kvöld. Ekki er blaðinu kunnugt um í hvajða röð fi-ara- bjóðendurnir tala. í fyrrakvöld var þriðja og síð- asta sýning Þjóðleikhússins á „Brúðuheimili“ Ibsens hér nyrðra. Var hvert sæti skipað í húsinu og komust færri en vildu. En tímans vegna reyndist óger- legt að hafa fleiri sýningar. Hin ágæta norska leikkona Tore Segelcke er á förum af landi burt og þess vegna hvarf leik- flokkurinn suður í gær. En svo mikill viðburður þótti þessi heimsókn í leiklistarlífi Norður- lands, að hingað sóttu gestir langt að, t. d. frá Sauðárkr. og Húsavík til þess að sjá „Brúðuheimilið“. ÁNÆGÐIR MEÐ FÖRÍNA. Guðlaugur Rósinkranz Þjóð- leikhússtjóri sagði blaðinu á mánudagskvöldið, að hann væri mjög ánægður með þessa för, hversu vel hún hefði tekizt og hverjar móttökur leikarar hefðu fengið hér. Leikararnir, sem blaðið ræddi við, tóku undir þessi orð. Frú Tore Segelcke sagði, að sér hefði þótt það ákaflega ánægju- legt að fá tækifæri til þess að heimsækja Norðurland og sjá meira af íslandi en höfuðstaðinn. Koman. norður hefði orðið sér og þeim hjónunum báðum til mik— illar gleði. Þau hafa ferðast hér um nágrennið og þykir hér fagurt um að litast og neita því eindregið að hér sé kalt. Hvað er orðið um. karlmennsku íslendinga? spurði maður frúarinnar, dr. Anton Raabe, glettnislega. Okkur Norð- mönnum þykir ekki kalt hér. Við gætum vel hugsað okkur að búa hér! Annars sagði dr. Raabe að hann hefði hér nyrðra séð perlu, sem sér þætti stórmerkileg og með engu móti mætti glatast komandi kynslóðum, en það væri gamli Laufásbærinn, arfur frá horfinni tíð, sem við gætum verið stolt af. Dr. Raabe veit hvað hann syngur um þessi efni, því að hann er kunnur áhugamaður um forn- leifar og þjóðminjar í heimalandi sínu. Frú Tore Segelcke sagði að hér á Akureyri hefði verið gott „publikum" að leika fyrir og hún var ánægð að finna og heyra, að fólk almennt skildi norskuna prýðisvel og naut leiksins í rík- um mæli. GOTT LÍTIÐ LEIKHÚS. Ummæli annarra leikara voru á svipaða lund. Frk. Amdís Björnsdóttir sagði að þetta hefði verið ánægjuleg heimsókn, verst að sýningar gátu ekki orðið 'fleiri. Móttökur hér hefðu allar verið ágætar. Haraldur Björnsson kvað sér það jafnan ánægjuefni að koma til sinnar gömlu Akur- eyrar og hér væru góðir áhorf- endur og áheyrendur sem fyrr- um. Hann harmaði einnig, að einnig að sýningar væru ekki fleiri, en óviðráðanlegar orsakir valda. Sunnlenzku leikararnir hafa flestir komið hér áður og leikið , en þó ekki fyrr en nú síðan leikhúsinu var breytt og létu þeir af því, að mikill væri munurmn og mætti telja þetta ágætt lítið leikhús. GÓÐIR GESTIR. Það er ástæða til að þakka stjórn Þjóðleikhússins og leikur- um öllum þessi ummæli og komuna. Leikhúsgestir hér fagna því að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til þess að sjá ágæta ieiklist í glæsilegum búningi. í ræðu þeirri er þjóðleikhússtjóri, Guðl. Rósinkranz, flutti að aflok- inni frumsýningu, minnti hann á, hverja þýðingu það hefði fyrir Þjóðleikhúsið að treysta tengsl sín við fólkið allt. Það var vel mælt og drengilega og vafalaust j er, að forráðamenn leikhússins hafa fullan hug á að halda þessari starfsemi áfram. Veri leikflokkar Þjóðleikhússins jafnan velkomnir hingað, og meðtaki liinir ágætu leikarar allir, er nú gistu þennan bæ, heila þölck fyrir komuna! Þessi mynd var tekin hér á leiksviðinu sL mánudagskvöld, er lokið var þriðju og síðustu sýningu Ieik- fiokks Þjóðleikhússins á Brúðuheimili Ibsens. Á myndinni, taiið frá vinstri: Haraldur Björnsson (Krog- stad), Bryndís Pétursdóttr (þjónustustúlka), Valur Gíslason (Helmer), Tore Segelcke (Nóra), Guð- iaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri, Arndís Björnsdóttir (Kristine), Indriði Waage (dr. Rank), Þóra Borg (barnfóstra), Baldvin Halldórsson leiksviðsstjóri, Torfhildur Baldvins hárgreiðslumær og Guð- mundur Gunnarsson, formaður ^eikfélags Akureyrar. (Ljósm.: Kristjan Hallgríinsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.