Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 4
D A G U R Miðvikudagmn 9. júlí 1952 Framleiðsluverðmæti Sambafidsverksmiðjaiina nemur 120 sniHjóniim króna. - launagreiðslur neuia meira en 45 mii3ióiiíim Með kaupum Sambands ísl. samvirmufélaga á Gefjuni 1930 urðu ekki aðeins þáttskil í sögu verksmiðjunnar, heídur og í iðn- aðarsögu Akureyrarkaupstaðar. Jónas Þór. * Sambandið tók brátt að undir- búa stórfelldar endurbætur á veídísmiðjunni og stefna a&.stpr- iðjufaér í baenum. Sú trú á Akur- eyri 'sem vaxandi iðnaðarbæ, sem lýsti sér í viðhorfi og frarn- kvæmdum Sambandsins, ýtti undir allar iðnaðarframkvæmdir hér, átti drýgstan þátt í því að koma iðnaðarbæjarnafninu á Ak- ureyri. Eftir 20 ára forustu Sam- bandsins á þessum sviðum, stend ur Akureyri fremst í sumum iðn greinum, þ. á. m. í ullar- og skinnaiðnaði, hér er starfrækt nýtískulegasta verksmiðja á landinu og hin fullkomnasta um allan vélaútbúnað og fyrirkomu- lag, þar sem er hin nýja Gefjun, sem nú er smátt og smátt að taka við af gömlu verksmiðjunni og sendir nú á markaðinn hverja nýjungina á fætur annarri. Lítil verksmiðja — miklir möguleikar. Saga Gefjunar . frá upphafi er merkur kapítuli í iðnaðarsögu landsins. .Tpvélamar við Glerá vor upphaf verksmiðjureksturs á Akureyri og eðlilegt framhald þess, er tóskapur heimilanna minnkaði vegna fólksflutninga til sjávarsíðunnar og framkvæmd- anna þar. Þær voru einnig merk viðleitni til þess að gera íslenzkar framleiðsluvörur verðmætari, vinna þær heima en flytja ekki óimnar á erlendan markað. — Gefjun var þamrig frá upphafi trú þeirri stefnu, sem Sambandið og samvinnumenn hafa jafnan fylgt og stefnt að alla tíð. Saga Gefjmiar frá 1897 til 1930 er saga um ötult starf' bjartsýnna athafnamanna og um sigra þeirra á margvíslegum eríiðleikum. Þeir ruddu veginn og sýndu, að miklir. möguleikar voru tengdir ullaiv vinnslunni í landinu. Margir lögðu þar hönd á plóginn. Má nefna Aðalstein Ilalldórsson, hinn fyrsta verksmiðjustjóra, Ragnar Ólafsson konsúl, er hafði óbilandi trú á gildi slíks iðnaðar og hinn giftudrjúga og ágæta verksmiðjustjóra í áratugi og brautryðjanda á sviði ullariðnað- arins, Jónas Þór. Framkvæmdir SÍS. En saga fyrirtækisins frá 1930 og til þessa dags, er saga mikilla framkvæmda, merkilegs braut- ryðjendastarfs. Fyrsta stóra end- urbótin var gerð 1935, er kamb- Úr vélasal á nýju Gef jun. Þama eru fullkomnustu tegundir vefstóla og annarra véla. Vinnu- og vélasalir eru stórir og bjartir. Aðallýsing er ofanljós eins og glöggt sést á myndinni. Úr ullarþyottastöðinni nýju. Þetta er fullkomnasta tegund ullar- þvottavélasamsíæðu, sem nú er framleidd. Þarna er meginhiuti af ullarframleiðslu landsins þveginn. garnsverksmiðjan tók til starfa, að afloknu miklu undirbúnings- starfi. Sú framkvæmd gerbreytti ullariðnaðinum og víkkaði mjög markaðinn fyrir framleiðsluvörur verksmiðjunnar. — Dúkagerðin varð fjölbreyttari og varan fall- egri. Allt band varð áferðarfall- egra og betra. Allt síðan hefur sí- fellt verið unnið að því að endur- bæta vélakost verksmiðjunnar og koma fram með nýjungar í framleiðslunni. Síðustu og stærstu skrefin í því efni eru ull- arþvottastöðin nýja og endur- bygging verksmiðjunnar, sem enn er eigi að fullu lokið, og kaup nýrra og fullkominna véla, sem nú eru sem óðast að taka til starfa og framleiða fjölbreyttari og fallegri vöru úr íslenzku ullinni en áður hefur þekkzt hér á landi. Eru þessar síðustu framkvæmdir einar hinar merkustu, sem gerðar hafa verið á sviði iðnaðarmála hér á landi. Gefjunardúkar eru sífellt að koma á markaðinn í fjölbreyttari og fallegri gerðum. Góðborgaramir ganga nú daglega í fötmn úr ís- lenzkum efnum. Gildi ullariðnaðar fyrir þjóðina. Gildi þessa starís alls fyrir þjóðarbjúskapinn er augljóst. — Hverri þjóð er það hagkvæmt og hollt að búa að sínu, eftir því sem ástæður leyfa. Það hefur sannast í gegnum aldirnar, að íslenzka ullin hentar bezt í fatnað lands- manna, íslenzk ull á bezt við ís- lenzkt veðurfar. Ef unnt er að vinna úr henni klæði, sem svara kröfum tímanna um útlit og gæði, er það mikill ávinningur fyrir þjóðarhag og þjóðarheilsu. Þá sparast erlendur gjaldeyrir. til er- lendra klæðakaijpa, . íslenzkar hendur vinna að því að klæða þjóðina í stað erlendra, og ullar- framleiðendur fá meira fyrir vöru sína en ella. Þessi verkefni er Gefjim nú að leysa. Fyrir langt og þrotlaust starf er nú þar komið að ullariðnaðurinn íslenzki fram- leiðir vörur, sem standast sam- jöfnuð . við erlendar vörur um smekklegt útlit og hentuga gerð. Það gerizt nú — sem betur fer — æ algengari sjón að sjá góðborg- arana klædda fallegum og end- ingargóðum íslcnzkum fötum, úr hinum nýju Gefjunardúkum. — Líklegt má telja, að innan skamms verði það fleiri en fs- lendingar, sem telja slíkan fatnað sér samboðinn og að öruggur markaður fyrir þessa dúka fáist með erlendum þjóðum. Það er til dæmis ljóst, að Gefjunar-tweed- efnin eru sambærileg við norður- skozku tweedefnin, sem hafa verið eftirsótt vara á heimsmark- aðinum í áratugi. Slfkum árangri má ná í íslenzkum iðnaði, þegar dyggilega er að unnið og jafnan talið sjálfsagt að nota fullkomn- ustu framleiðsluaðferðir, ef við verður komið. Nú stefnir óðfluga að því, að unnt verði að vinna úr allri íslenzku ullarframleiðslunni og hætt verði að senda ullina óunna til erlendra þjóða og láta þær vinna úr henni. Og nú er ís- lenzk ullarframleiðsla í vexti aft- ur eftir áföll sauðfjárveikinnar, og íslenzkur ullariðnaður virðist eiga mikla framtíð, enda hefur verið vandað til undirstöðunnar. Gildi framkvæmdanna fyrir bæinn. Þýðing þessa alls fyrir þjóðar- búskapmn. í þeild er augljós. En silveg sérstaka þýðingu hefur Gefjun haft fyrir Akureyrar- kaupstað. Mikill fjöldi bæjar- manna hefur á liðnum áratugum starfað í verksmiðjunni og haft þar sína aðalatvinnu. Gefjun og annar iðnrekstur SÍS og KEA hér á Akureyri er alveg óumdeilan- lega einn af hornsteinum efna- hagslegs sjálfstæðis bæjarfélags og borgara. Þetta eru atvinnufyr- irtæki sem veita örugga atvinnu allt árið og hafa sigrast á Öllum erfiðleikum, sem á vegi hafa orð- ið og jafnan sótt fram á við til meira.starfs og beiri afkom ll, þótt stundum hafi orðið stöðvun j( bili.( Síðan Sambandið tók við Gefjún lún ára- mótin 1930-1931, hafa samanlagðar launa- greiðslur Sambands- verksmiðjanna numið 45.854.000 krónum. — F ramleiðslu v e rð m æ t i þeirra nemur á sama tímabili 120.454.000 krónum. Ullin, sem verksmiðjan hefir not- að, er 16.8 milljón króna virði. Á seinni árum hafa launa- greiðslur allra samvinnuverk- smiðjanna og samvinnufyrirtækj- anna á Akureyri (SÍS og KEA) numið 18—20 milljónum króna á ári, og sýna þessar tölur allar, hversu geysilega þýðingarmikil starfræksla samvinnufélaganna er á Akureyri og er nauðsynlegt að bæjarmenn allir geri sér þetta Ijóst. Vöxtur og e.fling samvinnu- fyrirtækjanna helzt í hendur við vöxt og viðgang bæjar- félagsins, eflir atvimiulífið og styrkir efnahagsöryggið. Þess- um bæ hefur vegnað vel allt síðan 1930. Hin öfluga íslenzka samvinnuhreyfing hefur lagt þar mikhui skerf af mörkum. Á 50 ára afmæli SÍS er gott tækifæri til þess að glöggva sig á þessum aðalatriðum. Það er gæfa Akureyrar að bera með réttu. nafniðe SAMVINNU- BÆRINN; -* '•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.