Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. júlí 1952 D A G U R 7 Siglingar eru orðinn stór og vaxandi þáttur í starfsemi samvinnufélaganna til mikils gagns fyrir þjóðina alla anna ■ ■■ M £ Síðla í september 1946 lagðist m.s. Hvassafell að bryggju hér á Akureyri. Það var hið fyrsta SÍS-skipanna og tók hér fyrstu höfn á fsandi, enda höfðu for- ráðamenn-Sambandsins valið því heimahöfn hér á Akureyri. manna fagnaði skipihu við bryggjuna hér. Menn buðu hinn „nýja borgara" velkominn hingað og væntu sér mikils af honum. í ræðum, sem fluttar voru er skipinu var fagnað hér, minntu beir Vilhjálmur Þór forstjóri og Einar á Eyrarlandi, formaður Sambandsstjórnar, á þá stað- reynd, að með komu skipsins rættist draumur Halgrims Krist- inssonar og annarra forvígis- manna samvinnufélaganna um eigið skip og sjálfstæðar siglingar. Samvinnuskipunum var ætlað að vera í millilandasiglingum og gæta þar ekki hvað sízt þess, að beinar siglingar milli útlanda og meginhafna landsins alls eru hin mesta nauðsyn fyrir þjóðarbú- skapinn. Menn voru bjartsýnir, að þessi nýjung í starfi sam- vinnufélaganna - mundi verða þýðingarmikil hágsbót fyrir alla landsmenn. Skipið vaí' fagurt á að líta og lofaði góðu við fyrstu sýn. Var það gert í minningu þess, að héðan frá Akureyri var fyrst hafizt handa um útgerð og sigl- ingar á vegum samvinnufélag- anna og til þess að heiðra sam- vinnustarfið í Eyjafirði og annars ' staðar á Norðurlandi. Fjöldi Jökulfell er yngst Sambandsskipanna er hefur lokið fyrsta starfsári nieð ágætitm árangrí. Myndin er tekin í skipasmíðastöðinni í Sví- þjóð, áðúr én skipið rann af stokkunum. Hver er rcynslan? ' Þegar rifjað. er..ypp;.hvað’ gerð- ist hér í bæ-síðla' í september 1946, cg hvernig orð féllu þegar hinum nýja „borgara" var hér fagnað, er vonlegt að menn spyrji: Hver er reynslan? Því er auðvelt v.ö svava: Reynslan varð sú, að Sambandsskipin eru í dag ekki eitt heldur þrjú og kilir að tveimur í viðbót hafa verið lagðir í erlendum skipasmíðastöðvum. Þróunin hefði ekki orðið þéssi, ef reynslan af hinu fj-rsta skipi og sigii.ngum. 'þess hefði ekki orðið Siglingamerki SÍS-skipanna er þekkt í flestum höfnum landsins og víða erlendis. Skipin þrjú. Annað samvinnuskipið, Amar- fell, kom til landsins í nóvember 1949 og yar því valin heimahöfn i Húsavík, í minningu frumherj- anna og.til þess að heiðra Kaup- félag Þingeyinga og hinn vaxandi verzlunar- og athafnabæ-! við Skjálfandaflóa. Þriðja skipið Jökulfell, sem er kæliskip, hefur siglt í rúmt ár. Heimahöfn þess er Reyðarfjörður, aðsetur Kaupfél. Héraðsþúa, serr). er. stærsta sam- vinnufélag Austurlands. Þannig eiga samvinnuskipin þrjú heima- höfn í Norðlendinga- og Aust- firðingafjórðungum. Sambandið á tvö skip í smíðum erlendis og var frá þessu greint á aðalfundi Sam- bandsns nú í sl. viku. Er annað þessara skipa 900 lestir, sérstak- lega gert til þess að fara inn á smáhafnir landsins, hitt er mun stærra, um 3000 lestir. Hefur SÍS fengið loforð um erlend lán til þess að standa straum af bygg- ingarkostnaði skipanna. Minna skipið er smíðað í Hollandi og verður það væntanlega tilbúið til íslandsferðar í janúar næstkom- ándi. Stærra skipið er smíðað í Óskarshöfn í Svíþjóð. Verður það sýstúrskip Arnai'fells, en í'úmar meiri fárm eri það góðá skip. Það' verður fullsmíðað árið 1954. Frá- sögn forstjóra SÍS af þessari aukningu á útgerð SÍS var mjög fagnað af fulltrúunum á aðal- fundi og var forstjóranum þakk- að, hversu vel hann hefur unnið að siglingamálunum fyrir sam- vinnufélaganna hönd. SÍS-skipin hafa hér oft viðkomu, flytja varning hinjag 0g héðan. Þau eru jafnan kærkomnir gesfir. Myndin hér að ofan sýnir Amarfell og Hvassafell b rsði við bryggju hér á Akureyri, á. sl. ári. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson. Aðstaða kaupfélagshafnanna batnar. Fulltrúarnir ó Sambandsfundi fögnuðu ákvörðuninni um nýjar skipabyggingar af því að þeir þekkja af eigin reynslu, hvcrja þýðingu siglmgar Sambandsskip- anna þriggja hefur þegar liaft fyrir þeirra eigin byggðarlög. — Komur Sambandsskipanna á sumar hafnir Norður- og Austur- landsins eru einu beinu sigling- ai'nar í milli þessara hafna og út- landa oft á tíðum. Skipin sigla beint upp til austfirzkra eða norðlenzkra hafna með þunga- vörur frá Evrópulöndum, en hafa ekki viðkomu í Reykjavík fremur en hentugt þykir og ekki af þeirri ástæðu einvörðungu, að aðsetur útgerðarstjórnarinnar er þar. Skipin koma oftar á íslenzkar hafnir en nokkur önnur milli- landaskip og hefur svo vei-ið alla tíð. Árin 1947 og 1948 kom Hvassafell til dæmis 44—62svar sinnum á 25 íslenzkar hafnir, hringinn í kringum land, og munu þessar tölur hafa farið hækkandi síðan. 2m * » » * i i tl Hið fríða og hentuga skip Arnarfell kom til landsins í nóvember 1949 og hcfur riglt stöugt síðan með ágætum árangri. Myndin cr tekin í Reykjavík. Þetta var fyrrfa myndin af Hvassafeli, som birt var hér hcima, áður en skipið siálft kom til landsins. — Menn urðu ekki fyrir vonbrigðum .er þeir sáu «kiþið sjálft. Siglingar eru naúðsyn. Því hefur stundum verið haldið fram af andstæðingum sam- vinnufélaganna, að þessi fjárfest- (Frámhald á 11. síðu).. í;.?, •■> yfr;* 4Í 1 4 1^-1' » i? á •' ’' ;*■ ; 1.. i 'i 1 j/j Öí • . f :

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.