Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 12

Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 12
12 D A G U R Miðvikudaginn 9. júlí 1952 KEA og SÍS haf a um árabil starfáð sám- an að framfaramálum lands og þjóðar Fimmtíu ára afmæli S. í. S (Fi-amhald af 3. síðu). Þátiur KEA. Allir þrír hinir gifturíku for- stjórar SÍS eru Eyfirðingar og geta héraðsbúar vissulega verið stoltir af því og minnzt starfa þeirra allra með virðingu og þakklæti. En fleiri Eyfirðingar Sigursteinn Magnússon. hafa hér lagt hönd á plóginn á þann hátt, að verðugt er að þess sé minnzt nú, og þó ekki hægt að geta nema örfárra. Einar Árnason á Eyrarlandi var um langt skeið formaður Sambandsstjórnar og eins formaður kaupfélagsstjórn- arinnar. Mikil gifta fylgdi öllum hans störfum. Hann vann að því að efla samstarf KEA og SÍS af því að hann taldi það til hagsbóta fyrir samvinnuhreyfinguna. Ann- ar ágætur Eyfirðingur vann Sambandinu mikið dagsverk. Það var Aðalstcinn Kristinsson, er lengi gegndi framkvæmdastjóra- störfum við innflutningsdeild SÍS. Enn einn er Sigursteinn Magnússon, framkvæmdastjóri SÍS í Leith, og annar Oddur heitinn Rafnar, er lengi starfaði fyrir SÍS í Kaupmannahafn. Allra þessara manna, og margra fleiri, geta Eyfirðingar og aðrír sam- vinnumenn minnzt með þakklæti. Otalinn er sá maðurinn, sem lagt hefur mest af mörkum á þessum vettvangi nú hins síð- ari ár, en það er Jakob Frí- mannsson framkvæmdastjóri KEA og meðlimur í stjórn SÍS um langt árabil. Hann hefur með ráð og dáð stutt iðnaðar- framkvæmdir SÍS liér, bæði sem fulltrúi í KEA og síðar framkvæmdastjóri, og undir hans stjórn hefur Kaupfélag Eyfirðinga mjög fært út kví- arnar á sviði iðnaðarmála og enn fremur en áður staðfest, að Akureyri er eiii hin mesta iðn- aðarmiðstöð á landinu. En hér er sagan enn að gerast og tím- inn til söguritunar ekki kom- inn. Heilladrjúg samvinna. Þegar Eyfirðingar og Akureyr- ingar líta yfir farinn veg síðustu áratugina, er.ljóst, að ekkert hef- ur eflt bæ og hérað til aukinna áthafna og meiri menningar fremur en samvinnustarfið. Á þeim vettvangi hefur þeirra eigið samvinnufélag, Kaupfélag Ey- firðinga, að sjálfsögðu lagt fram stærsta skerfinn. Og einmitt vegna 'þess, að hér var starfandi öflugur og glæsilegur samvinnu- félagsskapur, hlaut sú stefna byr hjá samvinnumönnum um land allt, að heildarsamtökin veldu að staðsetja sumar þýðingarmestu Aðalsteinn Kristinsson. iðnaðarframkvæmdir sínar hér. Um þau málefni tókst hin ágæt- asta samvinna’ og hún hefur orðið til mikils gagns fyrir þjóðarh^ild- ina og til ómetanlegs gagns fyrir þetta byggðarlag allt. Á 50 ára afmæli SÍS er rétt og skylt, að Eyfirðingar minnist þess, hvem þátt heildarsam- tökin hafa átt í að gera Akur- eyri að einum merkasta sam- vinnubæ norðan Alpafjalla. — Þáð hlýtur að vera Akureyr- ingum og öðrum Eyfirðingum lii*» mesta ánægja, að fagna hér í dgg forvígismönnum SÍS og ágætum fulltrúum erlendra þjóða, er heiðra samvinnumenn á þessu merkisári í sögu sam- takanna. Við getum með stolti sýnt þeim hinn sýnilega árang- ur samstarfsins, húsin, vélarn- ar og önnur mannvirki og við getum látið þá finna, að við metum heilbrigt og gott sam- starf liðinna ára og þann ár- angur, sem hann liefur fært okkur, hverju og einu. Kaupfélögin fá 3.7 milljónir Á aðalfundi SÍS var í s.l. viku samþykkt tillaga stjórnarinnar um ráðstöfun á tekjuafgangi Sambandsins fyrir árið 1951, en hann nam 4.427.882 krónum. Var samþykkt að leggja í. varasjóð Sambandsins 698.000 krónur, en afganginn, 3.729.000 krónur var samþykkt áð endurgreiða til kaupfélaganna í hlutíalli við vörukaup þeirra á árinu og rennur þetta fé í stofnsjóð þeirra. Á aðalfundinum voru all- miklar umræður um skýrslur forstjóra og framkvæmdastjóra Sambandsins, og þar margt á góma um málefni samvinnufélag- anna. Hafði erindreki SÍS, Baldvin Þ. Kristjánsson framsögu um fræðslu- og félagsmál, og urðu miklar umræður um þau einnig. - Sjöfn og Freyja (Framhald af 6. síðu). illi verksmiðju til þess að framleiða þessá vöru úr innfluttu hráefni fyrir kaup- félögin. — Átti framleiðslan við ýmsa erfiðleika að etja í upphafi, einkum vegna þess að almenn- ingur var orðinn vanur hinum erlendu tegundum. En Freyju kaffibætir vann sér þó brátt markað víða um land og er nú seldur í flestum kaupfélögum landsins og í mörgum öðrum verzlunum. Hér er ekki um stór- an rekstur að ræða, en fyrir þetta framtak samvinnufélaganna fór þó svo, að verzlanir víða á land- inu, sem vildu hafa þessa vöru á boðstólum, gátu snúið sér til verzlunar- og iðnaðarbæjarins Akureyrar til að fá hann. Fjöl- breytni í iðnaðarframleiðslu hef- ur mikla þýðingu fyrir verzlun bæjarins út á við og í þessu efhi gegnir Freyja enn í dag sínu hlutverki, enda þótt kaffibætis- neyzla fari minnkandi með þjóð- inni með bættum efnahag. Hefur kaffibætisframleiðslan því frem- ur farið minnkandi með árunum en framleiðsla Kaffibrennslu Ak- ureyrar aftur á móti aukizt stór- lega. Aðstaða Akureyrar. Reynslan hefur sýnt að þessi fyrirtæki bæði eru vel sett hér á Akureyri, enda hafa þau dafnað vel hér. En vert er að minnast þess, að þau eru hingað komin vegna þess að hér var samvinnu- félagsskapur öflugur og uppi var þá, eins og nú, ágæt samvinna með Kaupfélagi Eyfirðinga og Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Samstarf þessara aðila hefur því bætt aðstöðu bæjarins, fært honum lífvænleg fyrirtæki, beint hingað viðskiptum og fjár- magni, fengið mönnum lífvænleg störf. Af henni hefur ekkert nema gott hlotist. - Alþjóðasamband samvinnumanna (Framhald af 9. síðu). að heimsókn fulltrúa þessara samtaka hingað norður er merk heimsókn og hefur- mörgu gótu til leiðar komið, sem við getum sýnt hinum . erlendu gestum. — Samvinnumenn munu fyrst og fremst fagna þeim og bjóða þá velkoihna, en undir þær óskir munu allir íbúar héraðs og bæjar taka, hvar í flokki sem þeir ann- ars standa. Stór Stofa, í nýlegu luisi, til leigu nú þegar; koniið c getur til greina aðgarigur að eldluisi. Ennfremur til sölu á sama stað rafmagnssnðuþlata, tví- hólfi. Afgr. vísar á. Eyrnalokkur fundinn. Afgr. vísar á. (Framhald af 2. síðu). um sviðum, en ekki kyrrstaða í kringum verzlunarbúðír. Það -er líka þessi stefna, sem hefur verið ráðandi hjá Sambandinu og með- al flestra kaupfélaganna. Og til hennar má rekja þær stórfelldu framfarir og framkvæmdir, sem oi'ðnar eru, á henni hvíla þau stórvirki, sem Sambandið og kaupfélögin öll hafa starfað að á liðnurri árum. Sambandið er í dag komið langan veg frá fundinum á Yzta- felli og fyrstu starfsárum Sam- bandskaupfélagsins. Breytingin er þó engan veginn eins stórkost- leg og margur hyggur við fyrstu sýn. Þegar málið er kannað til nokkurrar hlítar, sést, að breyt- ingin er öll á hinni ytri aðstöðu, hin innri aðstaða, stefnan sjálf, er óbreytt. Menn geta miklað fýrir sér stórhýsi, hafskip, önriúr mann virki, ^virt fyrir sér fjölda fyrif- tækja og félaga, sem tengd eru Sambandinu og kaupfélögunum og hugléitt það, sem þau vinna. Flest af því er sýnilegt og vissu- lega eru framfarirnar mik'lar og árangurinn glæsilegur. En hér kemur fleira til greina. Þessir hlutir eru raunar ekki nema mjög ófullkominn mælikvarði á gagnsemi samvinnustarfsins í landinu á liðnum 50 árum. Það, sem ekki sést í einu vetfangi eða vérður í skyndingu með tölum talið, er í rauninni þýðingar- meira umhugsunarefni. Þar er hin stórlega .bætta verzlun, sem Sambandið og kaupfélögin hafa fært þjóðinni á liðnum árum, þar er arðurinn, sem geymdur er á nær því hverju heimili í landinu í betri lífskjörum og bjartari framtíð, þar er sú bætta aðstaða, sem margvísleg starfræksla Sam- bandsins og kaupfélaganan hefur fært að hvers manns dyrum á svo mörgum sviðum. Á 50 ára afmæli er' gott að eiga góð hús, fríðan flota, mikil mannvirki önnur og þó meira en gott. Það er nauð- synlegt til þess að lialda áfram sókninr.i og hafa aðstöðu til þess að efla hana .En í minningunni er hitt þó stærra, sem skilið hefur verið eftir með þjóðinni á liðn- um áratugum, sá árangur sem náðst hefur í því mikla starfi, sem aldrei. fær enda, að hjálpa mönnum til þess að hjálpa sér sjálfir. Því mikla og ævarandi verkefni er starf Sambandsins og kaupfélaganna helgað og á þeim vettvangi er enginn hörgull á verkefnum. Framtíðin. Stundum heyrast raddir um það, að Sambandið sé orðið o£ stórt og voldugt, en fæstir, sem þannig tala, munu gera nokkra tilraun til þess að brjóta þau mál til mergjar, heldur fljóta þessi orð hugsunarlítið með straumn- um. Ohugsandi er að forvígis- menn kaupfélaganna á fyrri tíð hafi eygt þann möguleika, að starfsemi sú, er þeir lögðu grundvöll að, gæti orðið of stór og umfangsmikil. Enda er hér um öfugmæli að ræða. Lýðræðisleg samhjálparhreyfing í þjóðfélag- inu getur ekki orðið of stór eða umfangsmikil ef þegnarnir sjálf- ir kunna að stýra henni í sam- ræmi við stefnu sína og tilgang. Því fleiri verkefni, sem slík hreyfing leysir til hags og heilla fyrir fjöldann, því betra. Með þeim huga eiga samvinnumenn að styðja Samband íslenzkra’ samvinnufélaga og kaupfélögin öll til þess að leysa fleiri verk- efni, ryðja nýjar brautir, hlaða nýjar vörður við veginn eða berja klaka af gömlum vörðum eins og Pétur á Gautlöndum gerði á Mývatnsheiði forðum. Það er hejdur enginn hörgull á verkefnum í þjóðfélaginu í dag. í lok skýrslu sinnar á síðasta að- alfundi SÍS nú fyrir nokkrum dögum, benti Vilhjálmur Þór for- stjóri fulltrúunum á, að þjóð- félagið kallaði hvarvetna á sam- vinnumenn til starfa og dáða. Með því að taka undir þessa á- bendingu í orði og verki, er stefnt til heilla fyrir alþjóð og jafnframt minnst 50 ára starfssögu á þann veg, að verðugt má kalla. Simdlaugin að Laugalandi í Hörgárdal verður opin fyrir almenning í sumar þannig: * Eimnttudaga og föstudaga kl. 5—10 e. h. ;> Laugardaga og sunnudaga kl. 1 — 10 e. h. !; Aðgöngumiðar kr. a.00 fyrir hillorðna og kr. 1.00 ;> fyrir börn. STJÓRNIN. Skesinntiferð Þeir félagsinen í B erklayörn, er vilja taka þátt í skemmtiferð til Mývatnssveitar um næstu helgi með fulltrúum frá Sambandsþingi S. í. B. S., snúi sér til Magnúsar Árnasonare'ö&iKrTstófers ViUijdlmssonar-fyrir næstkomandi föstudagskvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.