Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 10

Dagur - 09.07.1952, Blaðsíða 10
D A G U R MiftvikiiHaínnn ð íiilí staðaldri í Fafaverksmiðjunni Heklu is vipa aí i Sambandsins e Um 60 mann * Þetta nýja fyrirtæki Sambandsins er á skömitium tíma orðið ein stærsta og fullkomnasta verksmiðja hér í bæ Verksm. er til húsa í nýbyggingu KEA við Haínarstr. 93 á Akureyri. í SfS-fatnaði að öllu leyti! Þessir drengir eru í senn smekklega og hlýlega búnir. Þeir eru í Heklu-peysum, í Gef junarskíðabuxum og á Iðunnar-skíðaskóm! Að undanförnu hafa um 60 manns að staðaldri starfað við Fataverksmiðjuna Heklu hér í bæ og er þessi tala þegar næg sönnun þess að hér er um að ræða eitt stærsta verksmiðjufyr- irtæki í bænum. Hitt vita fjölmargir landsmenn af kynnum við framleiðsluvörur verksmiðjunnar ,að þetta fyrir- tæki hlýtur að hafa yfir að ráða mjög góðum vélakosti og ágætri fagþekkingu. Ungt fyrirtæki. Hekla er eitt yngsta iðnaðar- fyrirtæki SÍS en vöxtur þess hefur orðið mjög hraður. Upphaf fyrirtækisins má í-ekja til ársins 1942, er ungur Akureyringur, Ás- grímUr Stefánsson, hóf að starf- rækjá hér prjónastofu og fékk til hennar allgóðan og nýtízkulegan vélakost. Hann hóf þegar sam-' vinnu við Gefjuni um að vinna úr bandi frá vei-ksmiðjunni. Það varð fljótt Ijóst, að það var hag- kvæmt fyrir Gefjuni að hafa slíkt fyrirtæki starfandi við hlið sér, og það varð að samningum árið 1948, að Sambandið keypti prjónastofuna og hóf þá að undir- búa þá þróun mála, sem síðan er orðin. Jafnframt réði það hinn unga mann, er verkið hafði byrj- að, fyrir forstjóra fyrirtækisins og hefur hann gegnt starfinu síð- an. Verksmiðjan var’bfatt flutt í ný húsakynni, í nýbyggingu KEA við Hafnarstræti 93 og hefur hún verið þar til húsa síðan, en jafn- framt lagt undir sig húsnæði ann- ars staðar í bænum fyrir vöru- geymslur o. fl. ■ í:£! Efling verksmiðjunnar. Sambandið ákvað þegar að auka mjög vélakost verksmiðj- unnar og gera hana færa um að vinna fjölbreyttari og fallegri vörur en áður hafði þekkzt hér, úr íslenzku bandi frá Gefjuni. Voru fullkomnustu vélar keyptar frá Sviss og víðar að og hefur verksmiðjan sífellt verið að eflast að vélakosti og bættri aðstöðu. Jafnframt prjónaskapnum, var fljótlega komið upp kvenundir- fatadeild og í árslok 1950 var vinnufatadeild bætt við og á sl. ári var hér rekin vinnufatafram- leiðsla í stórum stíl í verksmiðj- unni. Hekla er nú starfrækt í þessum þremur deildum, prjóna- deild, undirfatadeild og vinnu- fatadeild. Sala verksmiðjunnar á þessum vörum fer sífellt vaxandi. Má til dæmis nefna að salan á ár- inu 1951 varð röskar 4 milljónir króna, en var 1,9 miljónir árið 1950. og vafalaust er að þessi notkun á enn eftir að aukast verulega með fjölbreytni í framleiðslunni. Hekluvörur. Hekluvörur fást nú hjá kaup- félögunum um land allt og hjá fjölmörgum öðrum vérzlunum. Það er alkunnugt, að prjónávörur verksmiðjunnai- hafa á ýmsan hátt verið nýjung hér á landi. Peysur alls konar, á kcnur og karla og börn,. hafa verið af smekklegri gerðum og setningú en áður hefur tíðkast hér, kai-lmannasokkaframleiðslan er þannig vaxin ,að hún getur (Framhald á 11. stðu). Ásgrímur Stefánsson. Ur vélasal prjónadeildar. — Verksmiðjan er búin fyrsta flokks vél- um, meðal annars svissneskum vélum. Stúlkur við saumaskap í verksmiðjunni. Samvinna við Gefjuni. Hekla hefur frá fyrstu tíð nána samvinnu við GefjUni. Nokkrar tölur sýna þetta Ijós- lega: Árið 1949 notaði verksm. til dæmis 317 kg. af útlendu ull- argai-ni og 300 kg. af útlendu baðmullargarni en 6000 kg. af ís- lenzku bandi, til framleiðslu sinnar. Á sl. ári komst no.tkun ísenzka bandsins upp í 10.000 kg., Frá vinnufátadeildinni. Unnið við áð skera niður cfni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.