Dagur - 16.07.1952, Síða 5

Dagur - 16.07.1952, Síða 5
Miðvikudaginn 16. júlí 1952 D A G U R 5 Skógræktarstarfið í landinu er víða með miklum blóma Frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands Söngmót að Laugum Aðalfundur Skógræktarfélags fslands var haldinn í hátíðasal Menntaskólans á Akureyri dag- ana 5.—G. júlí, svo sem fyrr er stutllega greint frá, Fundinn sátu 49 fúlltrúar frá 18 héraðsskógræktarfélögum auk stjórnarinnar, skógfæktarstjóra og margra gesta. — Fundinum stjórnaði H. J. Hélmjárn efna- fræðingur í fjarveru formannsins, Valtýs Stefánssonar ritstjóra. — Fundarritarar voru Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ari og Sigurður Blöndal skóg- fræðingur. Skýrsla stjómar. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. Meðal annars skýfði hann frá því að formaður félags- ins og skógræktarstjóri hefðu á síðastliðnum vetri sent ríkis- stjórninni erindi þess efnis, að skógræktarstarfseminni í landinu verði tryggður fjárhagsgrundvöll ur með því að láta ákveðinn hluta af aðflutningsgjöldum af viði og viðarafurðum renna til skóg- ræktar. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fræðslustarfsemi félagsins, sem aðallega er fólgin í sýningu skógræktárkvikmynda og útgáfu ársrits. Gat hann þess að fyrir sérstaka velvild sendi- herra Norðmanna á fslandi, T. Andersens-Rysst, hefði félagið fengið ágæta noíska kvikmynd: „Skogen vár arv“ til sýningar. — Ársritið 1951—952 væri komið út. Var slegið samau tveimur ár- göngum vegna hækkandi útgáfu- kostnaðar. Þrjú héraðsskógrækt- arfélög hafa gengið í Skógrækt- arfélag íslands á árinu: Skógr.- félag Neskaupstaðar, Skógr.félag Heiðsynninga og Skógr.félag A.- Skaftafellssýslu. Framkvæmda- stjóri kom víða við í skýrslu sinni og var gerður góður rómur að máli hans, og urðu um skýrslu hans nokkrar umræður. Sagt frá Noregsför. Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri, sem var fararstjóri íslendinganna, sem til Noregs fóru í vor, flutti skýrslu um ferð- ina og hvatti mjög til þess að slík- ar ferðir yrðu ekki látnar falla niður. Hæfilegt væri að þær væru annað eða þriðja hvert ár. Var frásögn hans hin fróðlegasta. Gjaldkeri félagsins las upp og skýrði reikning Skógræktarfélags íslands og Landgræðsusjóðs fyr- ir árið 1951. Skuldlaus eign fé- lagsins við árslok er kr. 31.661.33 og halli á rekstri félagsins 1951 var kr. 967.88. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi Skógræktarfél. urðu 240.989.23. Niðurstöðutölur á efnahagsreikningi Landgræðslu sjóðs við árslok 1951 eru kr. 609.753.30. — Reikningar félags- ins voru síðan bornir undir at- kvæði og samþykktir samhljóða. Frumvarp um ný skógræktarlög. Lagðar voru fram tillögur og ályktanir hinn fyrri fundardag og þeim vísað til sérstakrar nefndar, sem kosin var til þess að athuga þær og samræma. Voru þær síðan bornar undir atkvæði seinni fundardaginn. Fjölluðu þær um ársrit félagsins, fjárhagsmál þess og um framhald á skiptum á skógræktarfólki milli Noregs og íslands, svo sem sl. vor, og í því sambandi leitað eftir stuðningi frá U. M. F. í., Norræna félaginu og féalginu Ísland-Noregur. — Samþykkt var að stjórn félagsins beitti sér fyrir því, að frumvarp að nýjum skógræktarlögum verði lagt fyrir næsta Alþingi. Þá voru og samþykktar tillögur um fræðslu í skógrækt og samstarf við skóla landsisn. — Ýmsar ályktanir voru gerðar um skóg- ræktarstarfsemina í landinu og framtíðarverkefni. Skýrslur héraðsfélaga. Á fundinum fluttu fulltrúar héraðsskógræktarfélaganna skýrslur um starfsemi sinna félaga og kom í ljós að áhugi fer vaxandi um land allt fyrir skóg- rækt. Starfsemi flestra félaganna hefur stórvaxið á árinu, en þó mun Skógræktarfélag Árnesinga hafa færst mest í aukana á liðnu starfsári. Hafði félagatala fimm- faldast á árinu og félagið gróður- sett á síðastliðnu vori 70 þúsund plöntur. Formaður Skógræktar- félags Árnesinga er Olafur Jóns- son, kaupmaður á Selfossi. Ur stjórn félagsins gekk Valtýr Stefánsson ritstjóri og var hann endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn félagsins eru: H. J. Hólmjárn, ritari, Einar G. E. Sæ- mundsson, gjaldkeri, Hermann Jónasson og Haukur Jörundsson. Ur varastjórn gekk Björn Jó- hannesson og var í hans stað kos- inn Hákon Guðmundsson hæsta- réttarritari. Endurskoðendur voru endui'kjörnir þeir Halldór Áttræð verður hinn 21. þ. m. frú Friðrika Tómasdóttir, Spí- talaveg 15, Akureyri, kona Sigur- geirs Jónss., organleikara. Hún er Bárðdælingur að ætt og upp- runa, eins og maður hennar, fædd og uppalin að Litluvöllum, dóttir Tómasar Friðfinnssonar bónda þar og konu hans, Margrétar Sig- urðardóttur, vinsælla sæmdar- hjóna. Árið 1904 fluttust þau Friðrika og Sigurgeir úr æskusveit sinni til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Saga þessara hjóna er um margt merkileg, en verður ekki sögð hér. Sigurgeir er löngu þjóðkunnur maður, og hefur hans oft verið minnzt og þakkaður að verðleik- um sá skerfur, er hann hefur lagt til söngmenningar og annarra menningarþátta í æskuhéraði sínu og á Akureyri. En gengi sitt og gæfu á hann ekki sízt að þakka konunni, er helgað hefur þeirra stóra heimili — eins og það lengstum var — alla orku sína og umönnun og rækt skyld- ur sínar sem fyrirmyndar eigin- kona og móðir. Mér er það í ljósu minni, þegar eg í fyrsta skipti sá þessa ítur- vöxnu, virðulegu og hóglátu konu, sviphreina og festulega ganga að störfum sínum, og bar heimili hennar augljósan vott um mikla smekkvísi og fyllstu reglu- semi í öllu. Friðrika Tómasdóttir er mikil Sigfússon skattstjóri og Kolbeinn Jóhannesson, löggiltur endur- skoðandi. Að kvöldi fyrra fundarins var ekið suður í parðsárgil og skoð- aður fallegur trjáreitur, sem Skógræktarfélag Eyfirðinga girti fyrir 18 árum. Hefur þarna vaxið upp mikill og fagur birkiskógur við friðun eina saman . Hæstu trén eru nú um 4,5 m. Er þarna mjög fallegt. Um kvöldið bauð Skógræktarfélag Akureyrar full- trúunum til kaffidrykkju að Hó- tel KEA og var þar efnt til kvöld- vöku, svo sem tíðkast á aðalfund- um félagsins. Voru þar fluttar margar ræður og kvæði og sungið frarn um miðnætti. Litazt um. Fundarstörfum lauk upp úr hádegi á sunnudag. Var þá farið í Lystigarð Akureyrar og Gróðr- arstöð Ræktunarfélags Norður- lands skoðuð, en síðan haldið í Vaolareit, sem er handan Eyja- fjarðar gegnt Akureyri. Þar hóf Skógræktarfélag Eyfirðinga starf árið 1937 og hefur árlega gróður- sett þar fjölda trjáplantna í sjálf- boðaliðsvinnu. Er nú skógargróð- urinn farinn að setja svip sinn á landið og er þess ekki langt að bíða að Akureyringar eignist þarna fagurt skóglendi. Síðan var ekið austur í Vaglaskóg og farið um hann undir leiðsögn ísleifs Sumarliðasonar skógarvarðar. — Þegar til Akureyrar kom buðu Skógræktarfélag Suður-Þingey- inga og Skógræktarfélag Eyfirð- inga fulltrúunum til kvöldverðai' að Hótel KEA. Stjórnuðu for- menn þessara félaga hófinu, þeir Tryggvi Sigtryggsson, bóndi, og Guðmundur Karl Pétursson, yf- irlæknir. Voru fluttar nokkrar ræður undir borðum. Bjartsýni og mikill áhugi fyrir framgangi skógræktar í landinu, ríkti sem fyrr á þessum aðalf’.mdi Skógræktarfélags íslands. Full- trúarnir héldu flestir heimleiðis mánudaginn 7. júlí. gæfukona og mannkosta. Hún er móðir sjö sona og tveggja dætra þeirra hjóna. Andaðist yngri dóttirin 16 ára að aldi'i, hugljúf og elskuleg stúlka. Hin börn þeirra eru öll á lífi og hafa stofn- að eigin heimili, eru vel metin, vinsæl og víða þekkt fyrir fjöl- þætta hæfileika og atorku. » Það þarf mikinn manndóm, iðjusemi, hagsýni og árvekni til að annast gott uppeldi 9 barna og skila þeim fleygum og færum með hollt veganesti úr föðurhús- um frá móðurknjám. Þetta báru þau hjónin gæfu til að gera. Og nú, þegar fast líður að átt- r-æðisafmælisdegi Friðriku Tóm- asdóttur, verður mér hugsað til þeirra ógleymanlegu stunda, er eg hef átt í heimili þeirra hjóna sem tíður gestur þeirra, og um tveggja ára skeið heimamaður í sama húsi og þau fyrir rúml. 30 árum. Af heimilisháttum fjölskyld- unnar sá eg þá og heyrði svo margt, sem vakti aðdáun mína og varð mér minnisstætt ,og lær- dómsríkt. -—• Þar var rnikið unn- ið og kappsamlega, Jafnskjótt og þrek og aldur barnanna lfeyfði voru' þau þátttakendur í lífsönn- inni, og þó jafnframt voru þær í hávegum hafðar og hylltar af öll- um söngvadísin og gleðigyðjan. — Ætla mætti, að þessi hópur barna og ungljnga hafi verið nokkuð fyrirferðarmikill og há- vær í einu heimili. Það var á annan veg. Tómstundum sínum eyddu þau að miklu leyti við Sunnudaginn 22. júní hélt Kirkjukórasamb. Suðurþ.-pró- fastsdæniis söngmót að Laugum, hið annað í röðinni. í mótinu tóku þátt 9 kirkjukórar af 11, sem í sambandinu eru. Höfðu þeir und- irbúið þátttöku sína af miklu kappi seinni hluta vetrar og í vor, eftir því sem við varð komið vegna ótíðar og hallæris. Æfð hafði verið sameiginleg söngskrá allra kóranna, samtals 8 lög, auk þjóðsöngsins. Síðustu þrjár vikur fyrir mótið, hafði Eyþór Stefáns- son söngstjóri frá Sauðárkróki ferðast á vegum sambandsstjórn- arinnar á milli kóranna er bátt tóku í mótinu, samræmt meðferð sameiginlegu laganna og leiðbeint kórunum og söngstjórum þeii'ra. Ýmiss konar undirbúningur hafði farið fram á Laugum. All- margar fánastengur voru settar umhverfis samkomustaðinn, söng pallur, er tók 200 manns, var settur upp sunnan undir hús- mæðraskólanum og skjólveggur úr timbri á aðra hönd til skjóls fyrir hinni köldu norðaustanátt. Þá var og settur hækkaður pallur í leikfimissal skólans fyrir hina einstöku kóra. Mótið hófst með stuttri guðs- þjónustu í leikfimissalnum. Séra Sigurður Guðmundsson prestur að Grenjaðarstað flutti prédikun. Sálmar voru sungnir á undan og eftir og sungu allir kórarnir. Að messu lokinni setti formaður sambandsins, Páll H. Jónsson kennari að Laugum, söngmótið og síðan hófst söngur hinna ein- stöku kóra. Komu þeir fram eftir stafi'ófsröð kirkjusóknanna og sungu 3 lög hver. Kórarnir voru þessir: Kirkjukór Einarsstaðasóknar, söngstjóri Páll H. Jónsson. Kirkjukór Grenivíkursóknar, söngstjóri Baldui' Jónsson. Kirkjukór Grenjaðarstaða- sóknar, söngstjóri Jónas Guð- mundsson. Kirkjukór Húsavíkur, söngstj. Sigurður Sigurjónsson í stað séra Friðriks A. Friðrikssonar, sem var fjarverandi. Kirkjukór Ljósavatnssóknar, söngstjóri Sigurður Sigurðsson. hljóðfærin, eða þá við ærslalausa gamanleiki. Deilur, blótsyrði og nagg heyrði eg aldrei í þessu heimili. Mér verður ætíð bjart í huga, þegar eg minnist þess, hversu frábæra nærgætni, ástúð og virð- ingu barnahópurinn sýndi for- eldrum sínum. En því get eg þessa hér, að það er Friðriku Tómasdóttur hrós og heiður. Hún gaf og meðtók sem endurgjald sams konar gjafir. — Hún kann sennilega ekki uppeldisfræði af bókum læx-ða, en hún hefur sann- anlega átt uppeldisvizku í bi'jóst borna. Nú við átti-æðisafmælið á þessi prúða kona langan, fagran, anna- saman, en gæfuríkan dag að baki. Hún hefur kynnzt Ijósi og skuggum mannlegs lífs, en þó lengst af vei-ið í björtu ljósi sjálf. Virt og heiðruð hefur hún verið og verður æ af börnum sínum, tengdabörnum og öðrum ná- komnum ættingjum og vinum. Enn er hún enn drottning heimil- is srns — í skjóli og vei'nd eigin- manns og annarra vandamanna. — Og þótt æviárin séu 80 runnin fram hjá, eiga þau við um hana spaklegu ox-ðin skáldsins: „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhær- um.“ Eg bið Fi'iði'iku Tómasdóttur blessunar á ófarna, bjarta vegin- um og þakka henni heils hugar langa vináttu og ti-yggð við heim- ili mitt. Egill Þórláksson. Kii'kj ukór Reykj ahlíðarsóknar, söngstjói'i Sigfús Hallgrímsson. Kirkjukór Skútustaðasóknar, söngstjói'i Jónas Helgason. Kirkjukór Svalbarðsstrandar, söngstjóri Finnur Kristjánsson. Kifkjukqr Þóroddsstaðasóknar, söngstjóri Kári Arngrímsson. Á meðan á söng hinna einstöku kói-a stóð, var leikfimissalui'inn troðfullur af fólki og viðtökur áheyi-enda mjög góðar. Eigi var leyft að endui-taka lög vegna þess að þá hefði söngski'áin orðið allt of löng, en söngstjórum og kórum var óspart klappað lof í lófa. — Vakti það undrun áheyrenda hve kórarnir voru góðir og söngur xeirra með miklum menningar- brag. Að þessum þætti söngmótsins loknum gengu kórar og áhevr- endur út og í skjól við húsmæði'a skólann. Var þar sungin söngski'á kói'anna sameinaðra, eitt lag und- ir stjóm hvers söngstjói'a. í hin- um stóra söngflokki voru um 200 manns. Tókst söngurinn með ágætum, og kom þá vel í ljós ár- angurinn af starfi Eyþórs Stef- ánssonar, því að samæfing allra kóranna var aðeins ein, að morgni söngmótsdagsins og þá fai'ið einu sinni til tvisvar yfir hvert lag. Þótti áheyi’endum hinn stóri kór furðulega stórt og mikið hljóðfæri. Að loknum 8 lögum kvaddi foi-maður sér hljóðs og sleit mót- inu. Síðan las séi'a Sigurður Guð- mundsson í'itningargrein og lýsti blessim yfir mannfjöldanum, en síðan söng kói-inn þjóðsönginn undir stjórn Jónasar Helgasonar fulltrúa söngmálastjóra í Suður- Þingeyjarsýslu. Lauk með því söngmótinu. Nokki-u síðar settust kói'félag- ar og gestir þeirra að sameigin- legu kaffisamsæti. Sátu það nál. 260 manns. Veizlustjóri var Páll H. Jónsson. Var góður fagnaður, mikið sungið, sem vænta mátti og ræður fluttar. Formaður þakkaði Eyþói'i Stefánssyni starf hans í sýslunni og afhenti honum lítinn minjagrip sem vináttuvott sam- bandsins. Eyþór þakkaði, fór við- urkenningaroi'ðum um söngmenn ingu héi-aðsins og lýsti gleði yfir samvinnu sinni og kóranna. — Skeyti var lesið frá aðalfundi Landssambands ísl. kirkjukóra. Kax'l Kristjánsson alþingismað- ur minntist félagslegrar menn- ingar sýslubúa fyrr og nú og mælti hlýlega til kóranna fyrir þann skerf er þeir legðu til henn- ar. Margir fleiri töluðu. Sam- kvæmt beiðni veizlustjóra las Eyþór Stefánsson tvö kvæði, og mætti þá í hlutverki leikarans. Örn Friðriksson lék einleik á píanó. f samsæti þessu var Kirkjukór Húsavíkur gestur hinna kói-anna allra. Var það þakklætisvottur til kórsins fyrir ómetanlega fyrir- gi-eiðslu á fyrsta söngmóti sam- bandsins á Húsavík haustið 1950. Að samsæti þessu loknu héldu menn innan skamms heim, ánægðir og glaðir, en þreyttir eftir erfiðan dag. Söngmótið var vel sótt úr hér- aðinu, einkum þó uppsveitum þess, þar sem bæir tæmdust með öllu. Til sölu: Eldavél, sláttuvél og rakstr- arvél. FRIÐRIK ÁRNASON Reynivöllum, Glæsib.hreppi. Friðrika Tómasdóttir frá Litluvöllum Áttræð þann 21. þ. m.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.