Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 30. júlí 1952 Ð A G U R Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Tækifærin í lílf numdu landi MERKUR NORSKUR GESTUR, sem var hér á ferð eigi fyrir löngu, lét svo ummælt í blaðavið- tali syðra, að sér virtist hér á landi vera mikil tækifæri til athafna í okkar lítt numda landi, enda mundi það sjálfsagt geta framfleytt margfalt fleira fólki en nú byggir það. Þessi ummæli eru naumast miklar fréttir fyrir flesta íslendinga, en samt þannig vaxin, að rétt er að halda þeim á lofti. Raunar mun enginn, sem hugsar um framtíð þjóðarinnar af nokkurri alvöru, efast um, að hún geti orðið björt, ef vel er að Unnið, en sjaldgæfara gerizt nú að heyra á það minnst en barlóm um erfitt tíðarfar og aflabresti og aðra óáran. Sumir hafa jafnvel við orð, að landið gerizt nú lítt byggilegt og réttast væri að hverfa til suðlægari stranda með allt sitt. Þegar þannig liggur á sumu fólki, er hressandi og hollt að heyra ummæli, sem þau, er hinn norski merkismaður lét falla. Og þá er iíka gott að renna huganum aftur í tímann til erfiðleikatímabils á liðinni tíð, sem þjóðin lifði vel af þótt aðstæður væru margfalt erfiðari en nú gérizt. Ekki er siður lærdómsríkt að líta til ann- arra þjóða og hugleiða, hvað gerizt í þeirra garði. Skyldi allt ganga þeim í haginn og er náttúran sífellt örlátari við þær en okkur? Menn geta gjarnan rifjað upp í huga sér ýmis atriði úr frétt- um liðinna mánaða, minnst flóða á ítalíu og í Bandaríkjunum, þurrka og sléttuelda í Ástralíu og Kanada o. s. frv. og borið þessar náttúruham- farir saman við ótíðina okkar og spurt sjálfa sig að því, hvort þeir vildu skipta. Sannleikurinn er sá, að þetta land, þótt harðbýlt sé á stundum, býður okkur upp á tækifæri til menningarlífs, sem fyllilega jafnast á við þau, sem margar áðrar þjóðir búa við, enda þótt okkur þyki stundum allt betra hjá þeim í fjarlægðinni. Okkar hlutverk er að notafæra okkur þau tækifæri, sem hér bjóðast, á þann hátt að það verði landinu til gagns og þjóðinni til ávinnings og sæmdar. Á þessum vett- vangi eru mörg og mikil tækifæri, ef menn hafa trú á framtíðinni og þor til þess að ryðja nýjar leiðir. HÉR f BLAÐINU í dag er birtur útdráttur úr erindi, sem merkur fræðimaður flutti hér nýlega um náttúru lítils hluta landsins, hér í nági'enni okkar. Hann benti þar á þá staðreynd, að í þröng- um fjalldal finnast mörg tækifæri til athafna, þar eru verðmæti, sem ekki eru nýtt, bergtegundir, jökulís og mikil náttúrufegurð. Þó þessi dalur sé sérkennilegur og öðrum dölum ólíkur um ýmis- legt, mun þó fjarri fara að hann sé nokkurt eins- dæmi eða að ekki mætti benda á hliðstæð nátt- úrufyrirbæri víða annars staðar. Á þessum vett- vangi eigum við lítt numið land og ótal tækifæri hillir upp við sjóndeildarhring. Við höfum rekið iandnámið af kappi við sjóinn á undanförnum ár- um, og víða í sveitum landsins er merki hins nýja tíma hátt á lofti. En tækifærin eru engan veginn fullnotuð þar. Síldveiðin virðst ætla að bregðast okkur í ár með okkar stórvirku veiðitækni, en á sama tíma veiða útlendingar allvel hér skammt undan landhelginni af því að þeir láta sér nægja að taka smærri feng á hverjum degi. Enn eru heldur engan veginn fullkannaðir möguleikar þeir, sem íslenzk mold geymir til þess að fóstra alls konar nytjagróður. Það er hvergi verkefna vant, ef við vilj- um og kunnum að beita réttum tökum. FYKIR RAS tímanna og tækn- innar erum við komnir í þjóð- braut í milli heimsálfanna. Þetta gerist á sama tíma og hundruð. þúsunda ferðalanga fara í milli hins gamla og nýja heims og af þeim æði maí'gir einungis til þess að kanna nýja stigu. Við gerum lítið til þess að fá eitthvað af þessu fólki til að staldra við hér hjá okkur, sjá okkar sérkennilega og fagra land, ferðast um víðátt- ur okkar og óbyggðir, jafnt sem grösuga dali og strendur. Þarna eigum við geysimikil ónotuð tækifæri til þess að afla okkur tekna og fá í hendur fjármagn til þess að vinna ýmis þau verk, sem hér bíða úrlausnar. Við gleymum því allt of oft, að sumar nágranna þjóðir okkar hafa ekki drýgri tekjur af neinni atvinnugrein en af ferðamannamóttökunni. Þan- ig mætti raunar lengi telji tæki- færi til athafna hér í þessu landi, sem okkur finnst þó stundum harðhent við okkur. En þegar styttir upp eftir hretin, gleymast erfiðleikarnir og við sjáum möguleikana blasa við ungu kynslóðinni, sem á að erfa landið. Það þróttmikla, unga fólk, sem tekur við af þessari kynslóð, á ái-eiðanlega eftir að leysa ýmis þessi verkefni til hags og heilla fyrir land og lýð. Það er því eng- in ástæða til svartsýni, þótt veg- urinn til betra lífs og meiri menningar virðist oft seinfarinn. Oll él birtir upp um síðir hér á íslandi. Með því hugarfari er gott að ganga í móti síðsumrinu, haustinu og skammdeginu. FOKDREIFAR Veðurspá gamla mannsins. GÁMALL MAÐUR, scm ég hitti stundum að máli, sagði við mig snemma í vor, þegar ég kvartaði undán kuldanum í tíðinni, að full- snemmt væri um þetta að fást, því að ekki mundi bregða til verulegra hlýinda, fyrr en komið væri fram um mitt sumar. Aðspurður, hvernig hann mætti- vita slíka liluti fyrir- fram, svaraði hann, að það væri segin saga, að tíðarfar á sumrinu færi mjög eftir veðurlagi sunnudag- inn fyrstan í sumri. Þetta væri göm- ul reynsla kynslóðanna, og þannig hefði sér sjálfum ávallt reynzt þetta á langri ævi. Og í þetta sinn hefði veður verið kalt og drungalegt þennan dag fram yfir hádegi, en þá hefði hirt vel upp og hlýnað mjög í lofti. Og þannig mundi verðurfar á sumrinu einnig reynast: Iíalt mjög og drungalegt fram yfir mitt sumar, en hlýtt og bjart úr því allt fram á haust. EG HITTI gamla mannihn ekki aftur að máli fyrr en um síðustu viku miðja. „Nú er góða tíðin kom- in og endist til hausts," sagði liann í óspurðum fréttum. Eg var búinn að gleyma í bili fyrri Skýringum hans á þessari einföklu veðurspá og spurði hann því af hverju hann héldi þetta. „Eg lveld það ekki. Eg veit það,“ svaraði hann, stutt og laggott. Og þá rifjaðist það úpp fyrir mér, hvað hann liafði sagt um þetta efni fyrr um vorið, svo að ég þurfti ekki frekar að sökum að spyrja. Og mér lá við að trúa hon- um eins og nýju neti, þar sem fyrri spá hans um sama efni hafði gengið svo mjög eftir. Eg býst nú raYinar við, að veðurfræðingar nútimans láti sér fátt um finnast þessi fornu fræði, og sjálfsagt er varlegra að gerða ráð fyrir því, að þau séu ekki öldungis óskeikul. En á hintt bóg- inn er það víst, að löng reynsla og vakandi athygli kenndi fotfeðrum okkar, sem ekki höfðu annað fiekar við að styðjast, — ýmis þau fræði, er. þeim máttu að nokkru gagni koma í críiðri Íífsbaráttú og hvers- dagslegum vanda. Og því er það enn bæði víst og satt, sem segir í orðtakinú gamla: „Oft er það gott, sem gamlir kveða.“ OG GJARNAN mundum við öll þiggja það í þctta sinn, að vcðurspá gamla mannsins gengi sem rækileg- ast eftir, og sólskinið og góða veðr- ið, sem gist hefur Norðurland þessa síðustu daga, mætti cndast sem lengst og sem bezt. Það gæti bjarg- að við ýmsu því, sem liorft hcfur í fullt óefni nú um sinn, eða að minnsta kosti bætt nokkuð úr alvar- legustu skákkáföllunúm, scm at- vinnuvegirnir liggja nú iindir, bæði til lands og sjávar. Og þótt það sé auðvitað engan veginn nokkurt að- álatriði, í samanburði við anuað og meira, — mundu þeir bæjarbúar, sem enn eiga cftir að fara í sumar- leyfi sín, — og þeir cru vafalaust margir, — vissulega taka sólskininu og góðviðrinu- feginslicndi, cf það mætti gefast. —, Við bíðum nú og sjáum hvað setur, og reynum ann- ars að taka vonbrigðunum með karl- mennsku, cf þetta sþádóms-krosstré gamla fólksins skykli bregðast sem önnur tré. Skemmtilegt skopblað. EG KAUPI EKKI „Þjóðviljann" og sé hann því sjaldan eða les. En líklega er mér þetta bæði skaði og skömm, því að af þeim fáu tölu- blöðum, sem eg fæ stiiku sinnúm í hendur, þykist eg sjá, að hann standi „Speglinum" sízt að baki sem skopblað, er sízt taki sín eigin orð og kenningar alvarlega og ætlist þá sjálft alls ekki til, að aðrir taki nokkurt mark á því, sem í blaðinu stendur, nema aðeins til Jress að brosa að boðuninni og öfugugga- hættinum. Af tilviljun varð mér t. d. litið í sunnudagsblaðið síðasta og þótti þar kenna ýmissa géiðra grasa af þessu tagi. 1 forystugrein blaðsius þann dag verður t. d. ekki annað ráðið cn að leiðtogar komiúúnista telji það mikla óhæfú, vanþakklæti og sviksemi af hinum nýkjörna for- seta Islands, Ásgeir Ásgeirssyni, að hann helur nti sagt sig úr Alþýðu- flokknum, „um leið og liann veitti kjörbréfinu viðtöku!” Mér varð hugsað til þess, á hvern veg þotið hefði í kommúnistáskjánum, ef Ás- geir heföi eklii sagt sig úr flokki sínum, er hann bjóst til að taka við embætti slnu sem forseti Islands. Og hefði þá margur mælt, að meiri ástæða hefði verið til stóryrða og ýfinga fyrir blaðið, ef forsetinn hefði sýnt svo lítinn skilning á hlut- verki sínu. „Það hafa allir hátt í vatni.“ (!) Á ÖÐRUM STAÐ í blaðinu virðist einsýnt, að kommúnistar hafi nú kastað trúnni á framþróunar- kenninguna og Danvin gamla, sem þeir liafa þó fram að þessu þótzt hafa mjög að leiðarljósi. Þar stend- ur: „Manneskjan er ein af fáum íbúum jarðarinnar, sem ekki er sund meðfætt. Jafnvel aparnir, sem okktir er brugðið úm frændsemi við, eru mestu sundgarpar, ef nauð- syn Iter til.- Líklegast hefur maðtir- inn í upphafi haft megnustu and- (Frahald á 7. síðu). Fjörufíu kýr á einu borði. Kaupmannahöfn í júlí. Það eru ekki lifandi kýr, heldur „sosum“ eins og krakkarnir segja, og vissara að taka það fram strax. Stórverzlanir heimsborganna kunna að sýna nýj- ar vörur og gera þær eftirtektarverðar. Þær eru ekki látnar í hillur eða skúffur, heldur raðað á sér- stök borð, þar sem þær eru sýndar og notkun þeirra kennd. Engar auglýsingar jafnast á við slík söluborð í allri umferð stórverzlananna, þar sem hundruð og jafnvel þúsundir manna og kvenna ganga um daglega. í dag var fjörlegt um að litast við eitt slíkt sýn- ingarborð í Magasin du Nord. Þar var verið að selja kýr og þær voru að minnsta kosti 40 á einu slíku borði. Múgur og margmenni umkringdi borðið. Þar voru foreldrar með börn sín, afar og ömmur með glettni í augum, unglingar og líka útlendingar, en af þeim er mikið um þessar mundir í Kaup- mannahöfn. „Má eg biðja um tvær kýr,“ heyri eg í Svía við hliðina á mér, en enskur ferðalangur læt- ur sér nægja ei’na skjöldótta. Lítil stúlka þrábiður mömmu sína um „bara“ eina kú, en móðirin reynir að draga hana með sér með þeim ummælum, að hún eigi nóg af leikföngum heima. Litla stúlkan fer að kjökra, og við hin full- orðnu skiljum löngun barnsins. Við rennum hug- anum til bernskuáranna, þegar leggir og skeljar og önnur einföld leikföng voru látin góð. heita. Og það voru þau líka að mörgu leyti. Hugmyndaflug okkar nægði til að gefa þessum sk’epnum okkar- bæði lögun og líf og við vorum hin ánægðustu. Eri kýrnar í dag eru sannarlega skemmtilegt leikfang og engin undur þótt lítil táta kjökri af ílöngun. Kýr þessar eru framleiddar úr gúmmí og eru nauðalíkar lifandi fyrirmynd. Þær éru með op á munni og í því er lítill trétappi. Um hálsinn hafa þær keðju,-svo að hægt er að binda þgér á bás og lítill gúmmíbali fylgir hverri kú. Júgrin eru úr þunnu gúmmíi, og það vantar engan spena, sem allir eru með litlu opi, eins og véra' ber. Og svo hefst sýningin. Kýrin er kreist með ann- arri hendi, svo að sem mest af loftinu fari út. Tapp- inn hefur fyrst verið tekinn úr munninum. Þá er Búkollu brynnt og slakar maður smám saman á takinu, þar til kýrin hefur fengið nóg. Og svo kem- ur aðalgrínið, því að nú er sem sé hægt að mjólka í „ofurlitla fötu“, eins og stendur í vísunni góðu, sem við sungum þegar við vorum börn. Og þegar því er lokið, er hægt að byrja á byrjuninni, brynna og mjólka til skiptis og það án afláts. Þvílíkar mjólk- urkýr! Og kýrnar hverfa af sýningarborðinu, ein og tvær í einu, en pabbar og mömmur skunda út með böggul og bersýnilega tilhlökkun til að komast heim með gripinn. FRELSIÐ ER MIKILVÆGT. Englendingur nokkur á 100 hænur, sem hann hefur lokað inni og nokkur stykki, sem fá að leika lausum hala. Hann fullyrðir að egg hænanna, sem njóta frelsisins, séu miklu bragðbetri heldur en þeirra innilokuðu. Nú voru einhverjir, sem rengdu hænsnaeigandann og kváðu þetta fásinnu eina. Englendingurinn fékk sér þá menn og konur til vitnis og lét fara fram bragðpróf á eggjum frá báð- um hópum hænanna. Það kom á daginn, að maður- inn hafði á réttu að standa, egg hænanna, sem nutu frelsisins, reyndust bragðbetri heldur en þeirra, sem voru lokaðar inni, og getum við á þessu séð, að frelsið er mikilvægt fyrir hænsn engu síður en manninn. GAUGE OG DENIER. Allar konur, sem nota nylonsokka kannast við orðinn gauge og denier. En það eru ekki allar, sem gera sér ljóst, hvað þessi orð merkja. Gauge segir til um lykkjufjölda en denier um þykkt þráðsins. Sokkar, sem hafa merkið 51 gauge og 15 denier eru (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.