Dagur - 30.07.1952, Side 5

Dagur - 30.07.1952, Side 5
Miðvikudaginn 30. júlí 1952 D AGUR 5 ísverksmiðja fyrir íogarana 13 km frá Akureyri? Lambárdalsjökull á Gíerárdal sfórkrisfallaður ís Gabbró og líparít í dalnum verðmæf efni Fróðlegt erindi Ólafs Jónssonar um nátfiiru Glerárdals — Samvinnuhátíðin í Húsavík Rotaryklúbburinn á Akureyri heldur fundi vikulega og venja mun vera, að einhver félags- maður eða gestur flytur þar er- indi um eitthvert það málefni, er ætla má að áheyrendur hafi gagn og gaman af að fræðast um. Ofi ar þar vakið máls á málefnum, sem varða heill og hag bæjar og héraðs. Hinn 18. júlí s.í. flutti Ólafur Jónsson héraðsráðunaut- ur fróðlegt erindi fyrir klúbb- félaga um „gullnámu í hlaðvarp- anum“ hér hjá okkur, og mun víst fleiri en Rotaryfélaga fýsa, að vita, hvar hún er. Á góðviðrisdögum þeysa bílar með góðborgarana út úr bænum. Menn leita fegurðar, hvíldar og hressingar úti í náttúrunni, en oft er leitað langt yfir skammt, austur í Þingeyjarsýslu eða vest- ur í Skagafjörð enda þótt hér við bæjarvegginn að kalla séu hinir markverðustu og fegurstu staðir, sem fáum heimamönnum eru kunnir að nokkru ráði. Einn slík- ur staður er Glerárdalur og næsta umhverfi hans og þessi sérkennilegi dalur var umræðu- efni Olafs.' Hann benti þar á nokkur atriði, sem flestum hér- aðsbúúm munu koma ókunnug- lega fyrir sjónir qg þó þykja girnileg til frekari kynna. Náttúruauðæfi á Glerárdal. í upphafi m,áls síns minnti Ólafur.á þjóðsögur um náttúru Gleráfdals og fófynjur, er þar hefðust við fjarri allri byggð, á illviðrasömum ög þokusælum slóðum. Þjóðsögurnar sýna glöggt, að hin tröllaukna náttúra þar efra fældi menn frá því að kynnast dalnum og af þessu eimdi lengi, allt fram á síðari ár. Ein glögg lýsing á dalnum og umhverfi hans hefur verið rituð, af dr. Ti-austa Einarssyni, árið 1942, og er sú ritgerð prentuð í Fefðum, ársriti Ferðafélags Ak- ureyrar. Annars er hljótt um þennan dal og fáir sækja þangað enn í dag nema þá helzt til skíðaiðkana á vetrum og þá sjáldnast nema í dalkjaftinn. En þeir, sem kunnugir eru þarna efra eða hafa lesið ritgerð dr. Trausta, vita, að dalurinn býr ekki aðeins yfir mikilli og sér- kennilegri náttúrufegurð því að þafna er hálfgert Alpalandslag, heldur finnast þar verðmæti, sem líkleg eru til þess að geta komið að raunhæfu gagni. Taldi Ólafur þessi verðmæti upp á þessa leið: Bergtegundir og ís fyrir togara. „. ... 1. Inn á Glerárdal eru mjög fjölbreytilegar bergtegundir, og er líklegt, að sumar þeirra geti haft verulega hagnýta þýðingu. Á eg þar einkum við „gabbróið“, sem finnst í föstu bergi í þrí- klökkum og hefur hrúgast upp í háa hryggi við jökulröndina meðfram hnjúkunum. Gabbróið má höggva og hlaða úr því. Það má einnig vafalaust fægja og nota í legsteina eða til skreyt- inga, þótt það sé nokkuð dökkt og fremur smákristallað. Órann- sakað er hvort af því kunna að finnast mismunandi afbrigði. í Súlum og sjálfsagt víðar á Glerárdal finnst „Liparít". Mik- ið af þessu liparíti er orðið til úr vikri, en órannsakað er eð öllu, hvort mulningur af þessu liparíti er ekki nothæfur til einangrunar eða hvort ósamrunninn vikur eigi kann að leynast þar. Vikur er nú sóttur meira en 200 km veg suður á Brúardali. Hrafntinna mun ekki hafa fundist á dalnum, en biksteinsmolar munu sjást þar hér og þar, en hvort nokkur staðar er þar teljandi magn af honum er óvíst. Hinsvegar geng- ur í gegnum fjallhrygginn sunn- an við Súlurnar gangur úr mjög þéttu dökku basalti, svo sums staðar nálgast basaltgler. Að lok- um finnst svo mikið af trésteini, gráhvítum, kísilrunnum trjábol- um, vestan í Lambárdalsöxlinni. Nú læt eg mér til hugar koma, að auðvelt mundi að gera úr þessum bergtegundum: Gabbró- inu, liparítinu, dökka basaltinu og trésteininum, mulningsblöndu til húðunar á húsum, eins not- hæfa og blöndu þá, sem nú er hér notuð og kostar um kr. 5.00 kílógrammið. 2. Á Glerárdal eru víða grjót- skriður miklar og brattar, er orðið hafa til við molnun hamr- anna í háum og bröttum fjöllun- um. í skriðum þessum eru ó- hemju birgðir af grjótmulningi af ýmsum stærðum. Væri nú svo fráleitt að sækja þangað grjót, um 10—12 km veg, til gátnagerð- ar og í grjótmulningsvélar bæjarins og spara þar með sprengingarnar. Mér er tjáð af kunnugum að kostnaður við að sprengja ten. metr. af grjóti í grjótnámi bæjarins, muni nálægt kr. 30.00. Illa er á haldið, ef grjótflutningur af Glerárdal þarf að verða svo dýr, þegar miðað er við akstur á stórum bílum á góðum vegi. 3. Eg þykist finna það ein- hvernveginn á mér, að þessir grjótþankar mínir, þótt góðir séu, muni varla nægja til að vekja mikla almenna hrifningu fyrir stórframkvæmdum á Gler- árdal, og muni því máli til komið að varpa út mörsiðrinu. Hér frá Akureyri eru nú gerðir út fjórir togarar. Stundi allir þessir togarar ísfiskveiðar, mun hver þeirra þurfa um 100 tonn af ís í veiðiferð. ístonnið, komið um borð, kostar nú um kr. 130.00 hér á staðnum. Færu togararnir allir samtals 32 slíkar veiðiferðir á ári, næmi ískostnaðurinn á ári 416 þúsund krónum. Nú vil svo einkennilega til, að fram á Glerárdal, í aðeins 13 km. fjárlægð frá Akureyri, hefur náttúran sett á fót ísverksmiðju, er framleiðir svo að segja ótak- markað magn af ís. Þessi ísverk- smiðja er skriðjökuli sá, er gengur norður frá Kerlingunni niður Lambárdalinn og endar neðarlega á dalnum í 700—800 m. hæð yfir sjó. Eg vil taka það skýrt fram, að hér er eigi um snjó að ræða, eigi heldur um venjuegt hjam, heldur er þarna glerharður, stórkristllaður ís. Á góðum vegi og stórum, t. d. 5 tonna bílum, mætti sennilega flytja hvert ístonn frá Lambár- dalsjökli og að skipshlið á Ak- ureyri fyrir um kr. 10.00. Hve mikið kostaði að höggva ísinn upp og mylja, er erfiðara að gizka á, en ósennilegt að það þyrfti að fara ýfir kr. 20.00—30.00 á tonn, ef sæmileg tækni er not- uð. Þarna er því hægt að fá óþrjótandi magn af ís fyrir 1/4— 1/3 þess verðs er hann nú kostar á Akureyri framleiddur á vél- rænan hátt. Vafalaust getur ódýr ís komið að góðum notum við fleira, held- ur en útgerð togaranna á ísfisk- veiðar. Heyrt hef eg talað um að nota ís á síldveiðum og ekki er ósennilegt, að ódýr ís frá Akur- eyri gæti orðið útflutningsvara til annarra útgerð,arstaða. Engan annan bæ á landinu þekki eg, sem hefur hliðstæða aðstöðu. 4. Ennþá eru ótaldir þeir land- kostir, sem ef til vill eru dýr- mætastir á Glerárdal, en sem eru þess eðlis, að örðugt er að meta þá til fjár. Á eg þar við hina stórbrotnu náttúrufegurð dalsins, einstæð skilyrði til skíðaiðkana mestan hluta sum- arsins, svo að segja rétt við bæj- arvegginn og- fjallagnípurnar, sem umkringja dalinn og bjóða upp á lokkandi fjallgöngur og töfrandi útsýni um meginhluta Norður- og Austurlands frá hafi til jökla. En þótt þetta sé, ef til vill, það markverðasta á Glerárdal, munu víst flestir telja það aukaatriði og eins konar uppbót á aðrar nytjar dalsins, sem auðveldara er að meta til fjár. Mat okkar mannanna á verðmætum er oft svo undarlegt og frámunalega andlaust. Hvað á að gera? í lok erindisins ber Óafur fram nokkrar tillögur og svarar spurn ingum hér að ofan þannig: ,,a) Það á að gera góðan bílveg, 15—16 km. langan, suðúr Gler- ái'dal, suður fyrir Lambárdalsöxl, en þai' taka við sléttir vegir suður í dalbotn. Vegur þessi á senni- lega að liggja upp með Glerá, upp á hálsinn ofan við Laugahól- inn, þá suður og upp hálsinn, þar til komið er upp undir Fálkafell, þá vestur rétt ofan við Skíða- staði, en þar er komið í um 400 m .hæð. Vegurinn getur því næst legið inn dalinn, ofan við öll verstu gilin og yfir Lambadals- ána í um 700 m. hæð, skammt neðan við skriðjökulinn. í þessari sömu hæð eru fletirnir undir Lambárdalsöxlinni. b) Stutta afleggjara þarf að- eins af aðalveginum að jökul- sporðinum, gabbóinu og að öðr- um þeim stöðum, þar sem gjót- nám gæti átt sér stað á dalnum. c) Við enda aðalvegarins, á sléttunum suður í dalbotninum, á að gera myndarlegan hress- ingarskála, þar sem þeir, er heimsækja dalinn, geta fengið nauðsynlega fyrirgreiðslu: Mjólk, eða aðra óáfenga drykki með nesti, er þeir hafa haft með að heiman, nestispakka til fjalla- ferða, rúmstæði með dýnu að liggja á í svefnpokum sínum eða óbrotin herbergi með búnum í'úmum, þeir er lakar eru búnir heiman að og meiru vilja til kosta. Skála þennan hætti reka sem ódýrt fjallahótel þann tíma, sem umferð væri mest um dal- inn, en nota einhvern hluta hans sem venjulegan fjallaskála fyrir skíðafólk á vetrum. Eg tel vafa- lítið, að slíkur hressingarskáli á framanverðum Glerárdal, mundi verða ein his vinsælasta ferða- mannastofnun landsins.“ Hver á að gera það? Þessari spurningu svaraði Ól- afur þannig: „Enginn vafi getur á því leikið, að bæjarstjórn verður að hafa frumkvæðið um allar athuganir hér að lútandi og um vegagerð- ina. Auðvitað er æskilegt og sjálfsagt ,að fleiri veiti því máli stuðning, svo sem: íþróttaféög, ferðafélög, menningarfélög og einstakir áhugamenn. Vegurinn (Frahald á 7. síðu). karlakórinn og áheyrendur sungu ísland ögrum skorið. Rausnarlegar veitingar. Að lokinni útisamkomunni voru veitingar fram bornar í samkomuhúsinu, mjólkurvörur frá mjólkurstöð félagsins og brauð frá brauðgerðarhúsi þess. Þá var opnað anddyri verzlunar- hússins svo að almenningur gæti skoðað líkneski Jakobs Hálf- dánarsonar og þá jafnframt hið nýja og stórmyndarlega verzl- unar- og skrifstofuhús K. Þ. — Síðar um daginn fór svo fram glímusýning og voru það Aðal- dælir og Reykdælir, og síðan fór fram reiptog í milli nokkurra deilda félagsins og gengu Hús- víkingar með sigur af hólmi í þeirri viðureign. Skihiaðarhóf. Um kvöldið hafði K. Þ. kvöld- verðarboð fyrir ýmsa gesti í hinu nýja verzlunarhúsi og stýrði for- maður félagsins, Karl Kristjáns- Son alþm., hófinu. Hann flutti þar snjalla ræðu fyrir minni heiðursgestanna frú Rannveigar og Vilhjálms Þór. Þórhallur Sig- tryggsson minntist dætra Jakobs Hálfdánarsonar, er komið höfðu frá Reykjavík til þess að vera viðstaddar athöfnina um daginn og önnur hátíðahöld og voru þær heiðursgestir á þessari samkomu. Þá flutti Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum snjalla ræðu. Jón Haraldsson á Einarsstöðum minntist Gautlandafeðga og starfs þeirra fyrir samvinnu- hreyfinguna. Tilkynnti hann að eldri bændur í héraðinu hefðu bundist samtökum um að gefa SÍS málverk af Pétri Jónssyni frá Gautlöndum. Jón Gauti Pét- ursson á Gautlöndum þakkaði þann sóma, sem ættmönnum hans var sýndur og minntist síð- an í fróðlegri ræðu starfs Jakobs Háfdánarsonar heima í Mývatns- sveit áður en hann gerðist kaup- félagsstjóri hins unga kaupfélags Þingeyinga. Júlíus Havsteen Ungmennafélagamót í Eyjafirði Sunnudaginn 13. júlí sl. komu ungmennafélög 3ja hreppa, Glæsibæjar, Skriðu og Oxnadals, sainan í boði Ungmennafélags Möðruvallasóknar í Arnarnes- hreppi, og hófst samkoma þessi með guðsþjónustu í Möðruvalla- klausturskirkju kl. 2 e. h. Var síðan gengið til leikja og íþrótta á Möðruvallamelum og dvalið við þá skemmtun um stund. Þá var haldið að Reistará, þing- og fundarstað sveitarinnar, og þar sezt að borðum, en ávörp flutt og ræður af hálfu gesta og heimamanna að ógleymdri söng- listinni. Að lokum var stiginn dans svo lengi sem mátti. Samfundur þessi, sem var sótt- ur af miklum þorra æskumanna úr 4 sveitum, fór hið bezta fram í hvívetna, bar á sér svo fágað yfirbragð ög glaðan svip, að eft- irminnilegt má vera. Ráðgera ungmennafélögin að taka nú upp þennan hátt og halda einn slíkan samkomudag á hverju sumri. sýslumaður flutti kaupfélaginu kveðjur og árnaðaróskir sýslu- nefndar og séra Friðrik A. Frið- riksson minntist samvinnustefn- unnar og tengsla hennar við þjóð og sögu. Síðan þakkaði Vilhjám- ur Þór forstjóri boð félagsins til . þessara hátíðahalda og gjafir og árnaðaróskir til handa SÍS. Hérað í hátíðabúningi. Fagurt veður var þennan há- tíðisdag í Suður-Þingeyjarsýslu. Fánar voru við hún í Húsavík og víðar. Varð þessi minningarhátíð að öllu leyti K. Þ. til sæmdar og mun lengi í minnum höfð. Formannaskipti hjá Leikfélagi Akureyrar Á aðalfundi Leikfélags Akur- eyrar, sem haldinn var 18. þ. m., baðst Guðmundur Gunnarsson, sem verið hefur í stjórn félagsins samfleytt í 11 ár, þar af 8 síðustu árin sem formaður, eindregið undan endurkosningu og kaus fundurinn formann í hans stað frú Sigurjóna Jakobsdóttir. Aðr- ir í stjórn eru: Björn Þórðarson, ritari, Björn Sigmundsson, gjald- keri, Oddur Kristjánsson og Júl. Ingimarsson meðstjórnendur. — Fundurinn þakkaði fráfarandi formanni óeigingjarnt starf í þágu félagsihs, en hann árnaði því allra heilla. Félagið sýndi 3 leikrit á árinu og hafði 30 sýn- ingar. Rostunginn rak á Valþjófssiaðarfjöru Rostunginn, sem frá var skýrt hér í blaðinu að hefði fundizt á Skjálfandaflóa, rak 13. þ. m. á Valþjófsstaðafjöru í Núpasveit í Axarfirði og fundu bændur á Valþjófsstað hræið. Var skrokk- urinn sæmilega heillegur, en úld inn orðinn og daunillur. Varð ekkert við hræið gert, en tönnina tóku þeir, þá, sem Húsvíkingar skildu eftir. Var flísað úr henni. Rostungurinn reyndist vera um 4 metrar á land, hann bar greini- legt sár eftir skutul eða skot. Fimm systkinabörn skírð samtímis Sunnudaginn 13. júlí sl. skírði séra Benjamín Kristjánsson 6 börn í Hólakirkju í Eyjafirði og voru 5 þeirra systkinabörn. Ætl- unin var að 7 börn yrðu skirð í kirkjunni þennan dag, en 1 veiktist, svo að þau urðu 6. Syst- kinabörnin 5 eru frá Leyningi, Hólsgerði og Æsustaðagerði, af- komendur barna Hermanns bónda Kristjánssonar frá Leyn- ingi, þeirra Kristjáns bónda þar, Jónínu húsfreyju í Hólsgerði og Helgu húsfreyju í Æsustaðagerði. Sjötta barnið er frá Tjörnum í Eyjafirði, og hið 7., sem ekki gat mætt, frá Torfufelli.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.